Fréttablaðið - 17.08.2003, Síða 8

Fréttablaðið - 17.08.2003, Síða 8
Merkilegur dagur í Reykjavík Það var merkilegur dagur í gærí Reykjavík. Í miðbænum voru allar götur fullar af fólki og svo til í hverju húsi var boðið upp á ein- hverja dagskrá; myndlist, tónlist, upplestur og uppákomur. Uppúr hádeginu var fólk hlaupandi út um allan bæ; sumir nokkuð langt en aðrir ógnarlangt. Svona dagar heita þjóðhátíðir. Langflestir þeir- ra sem byggja höfuðborgarsvæð- ið tóku þátt í hátíðarhöldum menningarnætur og Reykjavíkur- maraþons með einum eða öðrum hætti. En hvers var þessi þjóð að fagna? Menningarnótt í Reykja- vík er ólík öðr- um þjóðhátíð- um sem við höf- um mátt venj- ast. Þær hafa flestar minnst horfinna at- burða og minn- isverðra tíma- móta; stofnun Alþingis, lög- leiðingu kristni, stofnun lýð- veldis, fyrstu landnemanna. Þessi tímamót öll virðast eiga minna erindi við þjóðina nú en áður. Liklega var kristnihátíðin árið 2000 síðasta stórhátíðin á Þingvöllum. Hún var stór í um- fangi, undirbúningi og kostnaði en þjóðin sveikst um að mæta eða hrífast með. Hátíðarhöldin 17. júní ár verða sífellt óljósari og ill- skiljanlegri. Íþróttafélög selja pulsur í köldu brauði úr sölutjöld- um, skátar reisa trönur í Hljóm- skálagarði, nokkur atriði úr söng- leikjum, forsetinn leggur blómsveig á leiði Jóns Sigurðsson- ar, Tóti trúður er á vappi í mið- bænum, vinsælustu hljómsveit- irnar spila í Lækjargötu og for- sætisráðherra og leikkona í skaut- búning fara með tölur. Gasblöðr- ur, risasleikjóar, kandíflos. Það er sama hvað ég klóra mér í hausn- um ég fæ engan botn í hvaða þjóð það er sem heldur þessa hátíð eða hver hún er að fagna. Á menningarnótt er hins vegar skýrari andi sem svífur yfir hátið- arhöldunum. Þetta er fögnuður yfir fjölbreyttu mannlífi, marg- breytileika samfélagsins sem að- eins borgir geta búið til. Allir sýna sitt besta andlit þennan dag; myndlistargallerí jafnt sem bank- ar, Orkuveitan jafnt sem ölkrár, sölubúðir, götur og gagnstéttir. Það er helst að Strætó og löggan séu stressuð og hálffúl. Annars er allt í góðu. Þessi hátíðarhöld snúast ekki um eitthvað sem gerðist og við getum þakkað – heldur miklu fremur eitthvað sem gæti gerst ef við vildum. Við gætum byggt hér upp gróskumikið mannlíf, spriklandi af fjöri og sköpun. Og dagskráin ber þess merki. Hún er eitt undarlegt sambland af ígrunduðu og kærulausu efni, fáguðu og óhefluðu, því sem hingað til hefur þótt hallærislegt eða ægilega fínt, einhverju sem maður þakkar fyrir að mega upp- lifa og öðru sem maður botnar ekki í að einhver nennti að búa til. Þetta gæti ekki verið öðruvísi. Þetta er hátíðarhöld margbreyti- leikans og enginn getur sam- þykkt hvert atriði hans – aðeins heildina. Reykjavíkur-maraþon tengist heldur ekki fortíðinni. Örugglega ekki manngreyinu sem hljóp sig dauðann til að flytja fréttir fyrir 2500 árum eða svo. Nútíma-mara- þonhlaup eru sérkennileg yfir- lýsing einstaklinga sem vilja reyna á sigtil að skána eða bæta sig. Og þegar þeir koma allir saman verður úr þessu undarlegt listaverk þar sem afrek hvers og eins er einhvern veginn stórkost- lega en mannskarinn á götunum. Þar sem hlaupararnir eru að reyna á þolrifin í sér er þetta kröfuganga sem beinir kröfunum inn á við. Í heimtufrekjusamfé- lagi vorra daga er maraþonhlaup því ógnfagur gjörningur. Eins og hinseginndagar. Þar fagnar fólk því að vera hommar, lespíur, tvíkynhneigðir eða þekk- ja einhvern sem er þannig – og hinseginn en einhverjir aðrir. Og miklu fleiri. Fólk sem er ramm- gagnkynhneigt og rétt kannast við einhvern hinseginn fagnar því að búa í samfélagi þar sem allir þurfa ekki að vera eins. Það er allt mögulegt á hinseginn dög- um. Og ástæða þess fer ekki framhjá neinum. Þrátt fyrir fögnuðinn er öllum ljós sú kúgun, níðingsskapur, illgirni og vondi hugur sem samkynhneigðir hafa þurft að sigrast á. Án þessarar baráttu væri líklega engin ástæða til að fagna. Og án hennar fengju einstaklingar ekki notið sín. Án hennar væri samfélagið einslitara og lífið grárra. Ef fólkið sem fór niður í mið- bæ í gær, hlaup maraþonhlaup eða stóð af sér rigninguna á hinseginndögum myndi krefjast einhvers fengi það vilja sínum framgengt. Svona stórir hópar fá allt sem þeir vilja. Þeir gætu fellt ríkisstjórnina, gengið úr NATÓ eða Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum, afnumið kvótakerfið, lækkað vexti – hvaðeina. En það voru engar slíkar kröfur á lofti. Það merkir hins vegar ekki að stjórnmálamenn geti ekki lesið vilja fólks út úr þessum þjóðhá- tíðum eins og þeir hafa reynt að koma sínum viljum og sinni sýn fram á skipulögðum hátíðum á Þingvöllum. Jimmy Carter skynjaði kraftinn í New York- maraþoninu og vildi taka þátt og hneig örmagna niður á miðri leið. En hann hafði rétt fyrir sér engu að síður. Stjórnvöld verða að hlusta á fólk og örugglega þegar það kemur saman í stórum hópum. Þau verða að lesa í til- efnin og viljann sem breytir svona atburðum og dögum í þjóðhátíðir. Ef við berum saman þjóðhátíð- ir síðustu aldar og þær nýju á þessari virðist sem þjóðin hafi snúið sér við. Hún vill ekki leng- ur snúa aftur og horfa til fortíðar eftir leiðsögn heldur vill hún krysta út úr nútímanum samfé- lag sem hún vill búa í til framtíð- ar. Og það samfélag er algjör andstæða þeirrar einsleitni og fá- breytileika sem hefur verið inn- tak þjóðerniskenndar Íslendinga hingað til og fagnaðarefni gömlu þjóðhátíðanna. Þess vegna var dagurinn í gær merkilegur í Reykjavík. Hann bar með sér von um að þjóðin tæki margbreytileika nútímans fagnandi og hefði hafnað þeim fá- breytileika sem haldið var að þjóðinni megnið af síðustu öld. ■ Jæja, þá er kominn nýr seðla-bankastjóri og það fór svo að Framsóknarflokkurinn, sem gaf sig út fyrir að vera nútímalegur stjórnmálaflokkur, stóðst ekki mátið og setti einhvern flokksgæð- ing í starfið,“ skrifar innherji á visi.is sem ber nafnið dtaid. Og hann heldur áfram: „Í barnaskap sínum hélt maður að þessi tími væri liðinn og að menn myndu skammast sín of mikið til að skipa ekki faglega í stöðuna.“ Innherji að nafni ohadur tekur undir orð dtaid og bætir um betur: „Þeir skamm- ast sín ekki neitt frekar en fyrri daginn,“ skrifar hann.“Þessi nýi seðlabankastjóri neitaði því að það hefði hjálpað honum að vera fram- mari.“ „Íslendingar eiga um 50 doktora í hagfræði skilst mér,“ skrifar Ró- ber bangsi á málefni.com. „Er þessi maður sá hæfasti í stöðuna eða er bara um enn eina pólitíska stöðuveitinguna að ræða?“ Sitt sýnist hverjum um þá spurningu: „Við ráðningu hjá hinu opinbera er ráðið eftir flokks- tengslum eða almennum klíku- skap,“ skrifar page. „Auðvitað eig- um við að ráða hæfasta hagfræð- ing landsins í þessa stöðu..... ekki síst eins og staðan er í dag, krónan veik, þensla að byrja og verðbólga eykst.“ Netverjanum drullusokk lýst hins vegar ágætlega á Jón. „Þótt víst sé það ljóður á ráði hans að vera framsóknarmaður,“ skrifar drullusokkur, „þá er leitun að jafn greindum og víðsýnum manni. Dæmi um framsýni Jóns var þegar hann kom því til leiðar að Sam- vinnuskólanum á Bifröst - sem var í dauðateygjunum - var breytt í Háskóla. Framhaldið þekkja allir, nú er risin 600 manna háskólaþorp og blómlegt atvinnulíf í kringum það. ... Reynsla Jóns af vinnumark- aðsmálum er einnig umtalsverð og mun vafalaust nýtast honum í nýja starfinu. Ég held að vart hefði ver- ið hægt að finna betri mann. Það sem ég met þó mest er að Jón er al- veg laus við mennta- og valda- hroka, sem er því miður fágætur eiginleika manna í toppstöðum hérlendis.“ Í skoðanakönnun á meðal net- verja á malefni.com reyndust 82% eða 24 aðspurðra telja það hafa skipt meginmáli við ráðninguna að Jón sé framsóknarmaður. ■ Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 8 17. ágúst 2003 SUNNUDAGUR KARÍBAHAF: TILBOÐ VIKUSIGL+VIKUDVÖL PÖNTUNARSÍMI 56 20 400 Austurstræti 17, 3ja hæð PRIMA TRAVEL LTD. SIGLING 7 dagar, 7 fagrar eyjar S.-Karíbahafs m.a. Puerto Rico, Jómfrúareyj. Antica, St. Lucia, St. Kitts, La Romana: Fullt fæði, skemmt. innif. Fyrir aðeins frá kr. 57.550,- JUBILEE+flug VIKULÚXUS Á CAPELLA BEACH 5* allt innif. Umhverfið er sönn jarðnesk paradís. Endalaus uppspretta fegurðar og gleði fyrir að- eins kr. 36.900,- + flug-vikan, allir drykkir, aðstaða og skemmtanir á einum fegursta stað heims. Til uppl. Einnig ódýrasta flugfar - 56% afsl. 11. nóv. - síðustu pláss - næst 27. jan. 2004 16 pláss Sunnudagsbréf GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um Menningar- nótt og maraþon. Hlerað á netinu ■ Skipun nýs Seðlabankastjóra virðist leggjast misjafnlega vel í fólk. „Þetta er fögnuður yfir fjölbreyttu mannlífi, margbreyti- leika samfé- lagsins sem aðeins borgir geta búið til. MENNINGARNÓTT OG -DAGUR Í REYKJAVÍK Dagskráin er eitt undarlegt sambland af ígrunduðu og kærulausu efni, fáguðu og óhefluðu, því sem hingað til hefur þótt hallærislegt eða ægilega fínt, einhverju sem maður þakkar fyrir að mega upplifa og öðru sem maður botnar ekki í að einhver nennti að búa til. Var sá hæfasti ráðinn? FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.