Fréttablaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 16
■ Bretland
16 17. ágúst 2003 SUNNUDAGUR
Hann fæddist í Edinborg íSkotlandi 6. maí árið 1953.
Eftirlætislesefni hans á æskuár-
um var ævintýrasögur eftir C.S.
Lewis frá undralandinu Narníu og
Hringadróttinssaga eftir Tolkien.
Hann var aðalsöngvari rokk-
hljómsveitarinnar Ljóta slúðrið
(Ugly Rumours) og spilaði á
bassagítar. Hann lærði lögfræði í
Oxford hafði mikinn áhuga á
stjórnmálum og sökkti sér niður í
ævisögu Trotskís eftir Isaac
Deutscher. Árið 1975 kynntist
hann konu sinni og gerðist félagi í
Verkamannaflokknum. Svo bauð
hann sig fram til þings í fyrsta
sinn en kolféll. Þrítugur að aldri
komst hann þó á þing í kosningun-
um 1983 og hefur síðan setið á
þingi fyrir Sedgefield-kjördæmi.
Hann heitir Tony Blair og er
forsætisráðherra Bretlands og
formaður breska Verkamanna-
flokksins.
Þegar Tony Blair tók sæti á
þingi var Íhaldsflokkurinn við
völd á Bretlandi. Blair hóf þing-
feril sinn í stjórnarandstöðu og
tókst fljótt að vinna sig í álit með-
al flokkssystkina sinna. Eftir
kosningarnar 1992 var hann kom-
inn í innsta hring Verkamanna-
flokksins og var innanríkisráð-
herraefni í skuggaráðuneyti hjá
John Smith, formanni flokksins,
sem var leiðtogi stjórnarandstöð-
unnar. Fjölmiðlar muna enn eftir
yfirlýsingum Blairs frá þessum
tíma um að „Verkamannaflokkur-
inn ætli sér að bregðast hart við
glæpum, og bregðast hart við or-
sökum glæpa.“
Nýr foringi – nýr flokkur
Árið 1994 varð John Smith
bráðkvaddur og Verkamanna-
flokkurinn varð að finna sér nýjan
foringja í skyndi. Tveir menn
komu helst til greina: Tony Blair
og annar ungur og efnilegur mað-
ur sem einnig var fæddur í
Skotlandi, Gordon Brown að
nafni.
Gordon Brown fæddist í Glas-
gow 20. febrúar 1951. Faðir hans
var prestur í þorpinu Kirkcaldy
og sendi son sinn til mennta í Ed-
inborgarháskóla þar sem hann
lauk doktorsprófi í sagnfræði.
Gordon Brown fór snemma að
hafa áhuga á stjórnmálum. Aðeins
12 ára að aldri var hann farinn að
vinna að kosningaundirbúningi
fyrir Verkamannaflokkinn, og á
þrítugsaldri var hann orðinn ein-
hver þekktasti leiðtogi Verka-
mannaflokksins í Skotlandi.
Eins og Tony Blair féll Gordon
Brown í fyrsta sinn sem hann
bauð sig fram til þings. Það var
árið 1979. En hann gafst ekki upp
og vann sigur í Austur-Dunferm-
line 1983. Eftir þær kosningar
deildu nýgræðingar Verkamanna-
flokksins á þingi, þeir Brown og
Blair, skrifstofu og tengdust þar
böndum sem enn hafa ekki rofn-
að.
Það var Tony Blair sem var
kjörinn formaður Verkamanna-
flokksins með glæsilegum meiri-
hluta árið 1994. Félagi hans, Gor-
don Brown, ákvað að bjóða sig
ekki fram gegn honum og veit-
ti honum stuðning sinn.
Stjórnmálaskýrendur eru
flestir þeirrar skoðunar að
þeir hafi þá gert með sér sam-
komulag um að Brown mundi
í framtíðinni ráða stefnu
Verkamannaflokksins í efna-
hagsmálum og verða fjár-
málaráðherra um leið og
flokkurinn fengi umboð til
stjórnarmyndunar. Það sam-
komulag stendur enn í dag.
Hinn nýi formaður Verka-
mannaflokksins tók þegar í
stað til óspilltra málanna við að
gera Verkamannaflokkinn nú-
tímalegri. Hann lýsti því yfir að
til þess að geta átt von á því að
sigra í kosningum yrði flokkurinn
að hasla sér völl og ná undirtökun-
um á hinni pólitísku miðju. Ýms-
um flokksfélögum leist illa á að
hinn fornfrægi vinstriflokkur
færði sig yfir á miðjuna. Próf-
steinninn á hvort áhrif for-
mannsins dygðu til að
breyta flokknum voru átökin um
„Fjórðu greinina“, það er að segja
fjórðu grein stefnuskrár flokks-
ins sem kvað á um „sameign
framleiðslutækja“ og „sameign í
dreifingu og verslun“. Tony Blair
fékk vilja sínum framgengt.
Fjórða greinin heyrði sögunni til
og formaðurinn kynnti nú flokk-
inn sem „Nýja Verkamannaflokk-
inn“.
Ungur leiðtogi
„Nýi verkamannaflokkurinn“
vann síðan frækilegan sigur í
þingkosningunum 1997, hlaut 179
þingsæta meirihluta og myndaði
ríkisstjórn eftir 18 löng ár í
stjórnarandstöðu. Tony Blair varð
forsætisráðherra, 43 ára að aldri,
yngsti forsætisráðherra Breta
síðan Liverpool lávarður tók við
því embætti á tímum Napóleons
árið 1812. Þingmaðurinn frá Aust-
ur-Dunfermline, Gordon Brown,
varð fjármálaráðherra.
Stjórn Verkamannaflokksins
tók þegar í stað til við að hrinda í
framkvæmd stefnumálum sínum.
Heimastjórn var aukin í Skotlandi
og Wales, og Englandsbanka var
heimilað að ákveða vaxtastig. Lá-
varðadeild þingsins var grisjuð
svo að nú hafa einungis 92 lávarð-
ar erfðarétt til þingsetu. Lundúna-
búar fengu eigin borgarstjóra og
borgarstjórn. Á Norður-Írlandi
tókst, eftir samningaumleitanir
sem virtust engan enda ætla
að taka, að ná því friðar-
samkomulagi sem síð-
an er kennt við
„ f ö s t u d a g i n n
langa“ árið 1998.
Og 42 milljarð-
ar sterl-
i n g s p u n d a
hafa verið
lagðir fram
til að bæta
heilsugæslu
og menntun,
sem voru
forgangsmál
í stefnuskrá
V e r k a -
m a n n a -
flokksins.
A n n a r
s t ó r s i g u r
vannst síðan
í kosningun-
um 2001.
Tony Blair
hefur nú setið að
völdum lengur en
nokkur annar leiðtogi
Verkamannaflokksins.
Hann hefur lýst því yfir
að áhugi sinn á starfi
forsætisráðherra hafi
ekki minnkað og
hann ætlar að
leiða flokkinn í
þriðju kosningunum og hefur tíma-
setningu þeirra í hendi sér.
En það situr enginn að völdum í
6 ár án þess að verða fyrir gagn-
rýni, og Tony Blair hefur ekki far-
ið varhluta af henni. Adam er ekki
lengur í Paradís, og í síðustu stóru
skoðanakönnun í Bretlandi var
Íhaldsflokkurinn kominn með tölu-
vert meira fylgi en Verkamanna-
flokkurinn.
Djúp gjá
Þeir fyrrum fylgismenn Tonys
Blairs sem nú hafa snúið við hon-
um bakinu nefna nokkrar ástæð-
ur. Ein ástæðan er sú að hann sé
ekki lengur trúverðugur stjórn-
málaforingi. Hann láti stjórnast
af ímyndarfræðingum og er þar
sérstaklega tilnefndur Alastair
Campbell. Hann sé fyrst og
fremst ræðumaður, sjarmatröll
og fjölmiðlafígúra, hinn raun-
verulegi stjórnmálamaður sem
standi föstum fótum í fornum
dyggðum Verkamannaflokksins
sé Gordon Brown fjármálaráð-
herra.
Þó að hún standist varla rök-
Staða Tonys Blairs hefur aldrei verið óljósari í breskum stjórnmálum. Gallharðir stuðningsmenn óttast
jafnvel að vonarstjarnan sé fallin. Hver er saga Blairs, hver er maðurinn og hvert stefnir hann?
Söngvari, lögfræðingur,
leiðtogi – og hvað svo?
TONY BLAIR
Adam er ekki lengur
í Paradís. Í síðustu
stóru skoðanakönnun
í Bretlandi var Íhalds-
flokkurinn kominn
með töluvert meira
fylgi en Verkamanna-
flokkurinn.
Margir vinstrimenn í
Bretlandi sem til
þessa hafa stutt Tony Blair
með ráðum og dáð eiga nú
úr vöndu að ráða. Eiga þeir
að stuðla að áframhaldandi
valdaferli manns sem sagður
er ropa þegar Bandaríkjafor-
seti sýpur á kók? Eða eiga
þeir að horfa upp á Verka-
mannaflokkinn afhenda
Íhaldsflokknum stjórnar-
taumana á nýjan leik? Eða
eiga þeir að gera hallarbylt-
ingu og gera fjármálaráð-
herrann, Gordon Brown, að
foringja flokksins?
,,