Fréttablaðið - 17.08.2003, Side 17

Fréttablaðið - 17.08.2003, Side 17
17SUNNUDAGUR 17. ágúst 2003 Þessi mynd hefur verið fjar-lægð vegna skemmdarverka“, getur að líta á um tug krossviðar- spjalda niðri á Austurvelli þar sem um þessar mundir stendur yfir víðfræg ljósmyndasýning á heiminum séðum af himni. Skemmst er frá því að segja að sýningin hefur orðið svo illa úti að aðstandendur hennar munu nú hugleiða að taka hana niður fyrr en áformað var og hafa jafnframt látið þess getið að þeir hafi víða komið en hvergi orðið vitni að öðr- um eins vandalisma (skemmdar- fýsn) og hér. Ljótt er ef satt reynist. Og það er dagsatt: samband okkar við umhverfið er eitthvað einkenni- legt. Það þarf ekki útstillingu á Austurvelli til að komast að raun um það. Hér hefur t.a.m. gengið illa að halda úti símaklefum, menn sem hyggjast nota þá stan- da kannski með trosnaða snúru í annarri hendi og símaskrá sem hefur verið rifin í strimla í hinni. Og einn daginn er búið að róta öll- um bekkjum á strandlengjunni við Öskjuhlíð niður í fjöru. Einnig virðist vera sérstök ögrun ef leik- og líkamsræktartækjum er stillt út á almannafæri. Fyrir utan öll þau ókjör af drasli sem fólk kemst yfir að henda út um bílglugga. Ef ekki kæmi til árvisst sjálfboða- starf klúbbanna væri hringvegur- inn ein samhangandi Sorpa. Á dögunum birtist viðtal við hóp sem á einni saman Hellisheiði hafði rakað saman ósamstæðasta dóti: fyrir utan bílfarm af dósum og flöskum, matarafgöngum og matarumbúðum var Rafha-elda- vél, bleyja með öllu og efrigómur úr manni (sem óneitanlega bendir til að hér sé ekki einvörðungu bráðungt fólk á ferð). Vanlíðan og árásarhneigð Hvernig stendur á þessu? Upp- eldi eða öllu heldur uppeldisskort- ur segja menn. Hið víðtæka tóm- læti foreldra þegar afkvæmin eru annars vegar. Áreiðanlega. En heiftin, brotaviljinn er of einbeitt- ur til að afskiptaleysi einvörðungu geti verið um að kenna. Það yrði næstum að koma til kerfisbundin innræting um fjandskap við um- hverfið og jafnvel þótt menn gæfu sér að íslenskir foreldrar hefðu slík áform uppi er óhugsandi að þeir hefðu úthald og tíma til að koma þeim í framkvæmd. Ég held að við verðum að skyggnast lengra og leggjast dýpra. Hvað til dæmis um sjón- varpið? Getur hugsast að dag- skrárstefna íslenska sjónvarpsins sé einn af gerendum þessa ástands? Sú markvissa stefna að hafa helst aldrei íslenskt efni á boðstólum. Með þeim afleiðingum að upp er vaxin í landinu kynslóð sem hefur naumast náð sambandi við umhverfi sitt í áhrifamesta miðlinum. Með öðrum orðum, heil kynslóð hefur í huganum verið stödd í allt öðru umhverfi en lík- aminn. Þessi klofningur framkall- ar vanlíðan og árásarhneigð sem getur beinst gegn einstaklingnum sjálfum, en langoftast umhverf- inu, sem birtist honum þá sem framandi og fjandsamlegt. Forsenda fyrir rækt til um- hverfisins er að við höfum taug- ar til þess. Það mun fáheyrt að heil þjóð lifi í svo gagngerri firrð frá veruleika sínum sem nútíma Íslendingar. Til eru að vísu dæmi um þjóðabrot sem hafa verið beitt ofríki og kerfis- bundið meinaður aðgangur að menningu sinni, Baskar til að mynda sem spænsk stjórnvöld hafa með hléum reynt að brjóta niður og menningu þeirra úthýst af opinberum vettvangi. Og vek- ur upp þarlenda hryðjuverka- menn sem meðal annars sprengja mannskæðar bíla- sprengjur. Íslendingar aftur á móti bregðast við hinu andlega svelti með því að henda rusli út um bíl- glugga. Og býðst að skoða kross- viðarplötur á Austurvelli. ■ rétta gagnrýni er þessi skoðun jafn útbreidd fyrir því. Hvernig er hægt að saka Tony Blair um að láta stjórnast af skoðanakönnun- um og ímyndarfræðingum þegar hann hikaði ekki við að ganga gegn ríkjandi skoðun í flokknum og almenningsálitinu með stað- föstum stuðningi við George Bush og þátttöku í innrásinni í Írak? En næst á eftir vingulshættinum er sú staðfesta hans oftast nefnd sem helsta ástæða þess hversu margir hafa snúið við honum baki. Ef menn vilja hins vegar kalla Tony Blair vingul er helst að vísa til breytilegrar afstöðu hans til Evrópusambandsins. Í upphafi var hann mikill Evrópusinni, en nú slær hann úr og í þegar að því kemur að Bretar taki afstöðu til þess að taka upp hið evrópska myntkerfi og leggja niður pund í stað evru. Mörgum kemur það spánskt fyrir sjónir að þessi mikli Evrópusinni skyldi gera það að sínu helsta baráttumáli að leggja út í styrjöld með George Bush, íhaldssömum Bandaríkjaforseta, og fjarlægjast og jafnvel móðga helstu leiðtoga Evrópulandanna á borð við Chirac í Frakklandi og Schröder í Þýskalandi. Mikil gjá hefur nú myndast milli „gömlu“ Evrópu og „haukanna“ í Wash- ington, og mörgum þykir Tony Blair hafa farið sér að voða í þeirri gjá. Mörg spjót Varðandi auglýsingamennsku hans og ímyndarsmiði varð frægt hneykslið sem varð þegar einn ímyndarsmiður hans álpaðist til að senda frá sér tölvupóst hinn sorglega dag 11. september og benda á að upplagt væri fyrir stjórnina að nota þennan dag til að koma vondum fréttum á framfæri - eða „jarða“ þær eins og ímyndar- smiðurinn komst svo óheppilega að orði. Helsti ímyndarsmiður Tony Blair er Alastair Campbell, en í síðustu viku vitnaði Andrew Gilli- gan, fréttamaður á BBC, um það fyrir rannsóknarnefnd Huttons lávarðar að dr. David Kelly hefði sagt að leyniskýrslu um vopna- eign Íraka hefði verið breytt sam- kvæmt fyrirmælum Campbells. Rannsóknarnefndin hefur það verkefni að grafast fyrir um þá atburði sem knúðu dr. David Kelly til að binda enda á líf sitt, eftir að nafn hans var nefnt opin- berlega sem heimildarmanns fyr- ir því að Downing Street (skrif- stofa forsætisráðherra) hefði lát- ið „bæta púðri“ í skýrslu um hern- aðarmátt Íraka. Margir vinstrimenn í Bretlandi sem til þessa hafa stutt Tony Blair með ráðum og dáð eiga nú úr vöndu að ráða. Eiga þeir að stuðla að áframhaldandi valdaferli manns sem sagður er ropa þegar Bandaríkjaforseti sýpur á kók? Eða eiga þeir að horfa upp á Verkamannaflokkinn afhenda Íhaldsflokknum stjórnartaumana á nýjan leik? Eða eiga þeir að gera hallarbyltingu og gera fjármála- ráðherrann, Gordon Brown, að foringja flokksins? Ögurstundin nálgast Það standa mörg spjót á Tony Blair. Ef það kemur í ljós þegar rannsóknarnefnd Huttons lávarð- ar skilar áliti sínu að forsætisráð- herrann hafi borið ábyrgð á því að falsa innihald leyniskýrslunnar sem var höfuðröksemdin fyrir innrás Breta í Írak – og ástæða þess að dr. Kelly batt enda á líf sitt – má gera ráð fyrir því að veru- lega hrikti í valdastóli Tonys Blairs. Ef hann sleppur með skrekkinn eins og góðkunningi hans, Clinton fyrrum Bandaríkja- forseti, frá Lewinsky-málinu virð- ist fullkomlega raunhæft að ætla að Blair takist að verða forsætis- ráðherra í þriðja skiptið þótt mörgum þyki valdaferill hans orð- inn nógu langur. Kannski ekki síst manninum sem Blair segir að sé „besti vinur sinn í stjórnmálum“, Gordon Brown, en sagt er að þá muni Tony láta sér nægja að sitja í tvö ár sem forsætisráðherra, síð- an muni hann standa upp fyrir „besta vini sínum“ – samkvæmt samkomulaginu frá ‘94. thrainn@frettabladid.is LJÓSMYNDASÝNINGIN Á AUSTURVELLI „Þessi mynd hefur verið fjarlægð vegna skemmdarverka“, getur að líta á um tug krossvið- arspjalda niðri á Austurvelli þar sem um þessar mundir stendur yfir víðfræg ljósmynda- sýning á heiminum séðum af himni. PÉTURS GUNNARSSONAR ■ Sunnudags-þankar Útstilling á innræti Forsenda fyrir rækt til umhverfisins er að við höfum taugar til þess. Það mun fáheyrt að heil þjóð lifi í svo gagngerri firrð frá veruleika sínum sem nú- tíma Íslendingar. ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.