Fréttablaðið - 17.08.2003, Side 22

Fréttablaðið - 17.08.2003, Side 22
22 27. febrúar 2003 FIMMTUDAGUR PETER ENZIMBI Kenýamaðurinn Peter Enzimbi sigraði í hálfmaraþoni Reykjavíkurmaraþons sem fram fór í gær. Vegalengdin sem kepp- endur í hálfu maraþoni lögðu að baki er 21 kílómetri. MARAÞON „Þetta var hressandi og tíminn þannig að maður skamm- ast sín ekki fyrir að segja frá hon- um, þrír kílómetrar á kortéri,“ sagði Þórólfur Árnason, borgar- stjóri en hann tók þátt í Reykja- víkurmaraþoni í gær. Það voru raunar tveir borgarstjórar sem tóku þátt. Auk Þórólfs fór Glen Murray, borgarstjóri Winnipeg, í þriggja kílómetra skemmtiskokk. „Við vorum í samfloti og hann sagði að þetta væri besta leiðin til að kynnast nýjum stöðum,“ sagði Þórólfur, en þeir stjórarnir leidd- ust í mark og voru því hnífjafnir. Þórólfur segist reyna að skokka að minnsta kosti þrisvar til fjórum sinnum í viku. „Það er nauðsynlegt til að halda andlegri og líkamlegri heilsu,“ sagði Þórólfur og bætti við að hann væri ekki bara sáttur við eiginn árangur, heldur daginn í heild. „Engar líkur á því,“ sagði Þórólfur aðspurður um hvort hálf- maraþon væri á dagskránni næsta sumar. „Ég hugsa að ég fari sjö kílómetra og svo tíu áður en að því kemur. En annars er best að segja sem minnst, láta frekar verkin tala,“ sagði Þórólfur Árna- son borgarstjóri. ■ Borgarstjóri Reykjavíkur: Ekki hálf- maraþon í bráð ÞREYTTIR BORGARSTJÓRAR Þeir leiddust í í mark og urðu því hgnífjafnir , borgarstjórarnir Þórólfur Árnason, Reykjavík og Glen Murray, Winnipeg. Báðir fóru þriggja kílómetra skemmtiskokk og kláruðu á viðunandi tíma. ÚRSLIT Í REYKJAVÍKURMARAÞONI MARAÞON Karlar 1. Peter Wales Kanada 2:41:07 2. Sveinn Ernstson 2:42:45 3. Valur Þórsson 2:45:11 4. Andrew Lynch Bretland 2:47:25 5. Vicente B. Jimenez Spánn 2:49:18 Konur 1. Sonja Andersen Bandaríkin 3:14:11 2. Elísabet Jóna Sólbergsdóttir 3:27:49 3. Lillemor Classen Svíþjóð 3:30:27 4. Guðrún Geirsdóttir 3:32:57 5. Elsebet Nonbo 3:36:16 HÁLFMARAÞON Karlar 1. Peter Enzimbi Kenýa 1:10:06 2. Peter Altmann Bretland 1:11:36 3. Andrew Wier Bretland 1:11:45 4. Falco Gualtiero Ítalía 1:14:53 5. Alex Gaskall Bretland 1:15:10 Konur 1. Martha Erntsdóttir 1:20:28 2. Steph Cook Bretland 1:22:49 3. Rannveig Oddsdóttir 1:27:06 4. Bára Agnes Ketilsdóttir 1:32:33 5. Margrét Elíasdóttir 1:34:28 10 KM Karlar 1. Gauti Jóhannsson 33:12 2. Burkni Helgason 33:59 3. Jóhann Ingibergsson 35:09 4. Daníel Smári Guðmundsson 35:16 5. Gísli Einar Árnason 37:15 Konur 1. Carmen Ballesteros Spánn 38:42 2. Jóhanna Skúladóttir 40:14 3. Malín Guðjónsdóttir Danmörk 41:33 4. Rakel Ingólfsdóttir 42:18 5. Sandra Birgisdóttir 44:16 10 KM LÍNUSKAUTAHLAUP Karlar 1. Símon Barri Haralds 29:31 2. Gunnar Vilhelmsson 29:59. Konur 1. Hjálmdís Zoega 30:51 2. Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir 32:19 MARAÞON Metþátttaka var í Reykja- víkurmaraþoninu í gær. Tæplega 3.500 manns skráðu sig til leiks og hlupu 3.339. Í fyrra voru þáttta- lendur 2.800. Þegar Reykjavíkur- maraþon fór fyrst fram fyrir tut- tugu árum voru þátttakendur 280 í öllum flokkum. Í ár skráðu 379 sig í heilt mara- þon og 558 í hálft maraþon. Fleiri útlendingar tóku þátt í maraþoni en Íslendingar. „Mesta aukningin var í heilu og hálfu maraþoni. Þar var mikil aukn- ing. Fjöldi þátttakenda í skemmti- skokki stjórnast meira af veðrinu, menn ákveða þáttöku með skemmri fyrirvara. En ánægjulegast þykir okkur að sjá aukningu erlendra þátttakenda. Í ár voru yfir 700 þátt- takendur frá 34 löndum og það er umtalsvert meira en var í fyrra,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, upp- lýsingafulltrúi Reykjavíkurmara- þons. Kanadamaðurinn Peter Wales kom fyrstur í mark í heilu mara- þoni á rúmum tveimur og hálfum klukkutíma. Annar varð Sveinn Ernstsson úr ÍR á tæplega tíu mín- útna lakari tíma. Kenýamaðurinn Peter Enzimbi varð fyrstur í hálfu maraþoni og hljóp vegalengdina á 1:10:06. Martha Erntsdóttir varð fyrst kvenna í mark og hljóp hún á 1:20:28. Páll Gunnar segir að heppilegra hefði verið að hafa lygnara veður en nokkur strekkingur var og rign- ing á köflum á meðan hlaupið fór fram. „Reykjavíkurmaraþon tókst ágætlega en sökum vinds hlupu menn hægar og voru því ekki að ná þeim tímum sem þeir stefndu að. Það voru engin brautarmet slegin í ár, veðrið bauð ekki upp á það,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson og bætti við að engin óhöpp hefðu orð- ið í ár. Gunnar Páll sagði að flestir sem lögðu af stað hefðu skilað sér í mark, þó einhverjir hafi átt erfitt síðustu metrana og þurft að ganga í mark. Allir þátttakendur sem luku við- komandi vegalengd fengu verð- launapening og þrír efstu karlar og þrjár efstu konur í maraþoni og hálfmaraþoni fengu utanlandsflug- miða frá Flugleiðum í verðlaun. Verðlaunaafhending fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur. the@frettabladid.is Reykjavíkurmara- þon í rigningu Tæplega 3.500 manns skráðu sig til leiks í Reykjavíkurmaraþoni i gær. Yfir 700 útlendingar frá 34 löndum mættu til leiks. Metþátttaka var í hluapinu. Fjöldi fylgdist með. ALLIR AF STAÐ Tæplega 3.500 manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár, jafnt ungir sem aldnir. Kanadamaðurinn Peter Wales kom fyrstur í mark í heilu maraþoni en annar varð Sveinn Ernstsson úr ÍR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.