Fréttablaðið - 17.08.2003, Qupperneq 33
33SUNNUDAGUR 17. ágúst 2003
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
Bandaríkin og Kanada.
Sif Gunnarsdóttir.
Borussia Dortmund.
Ólafur Páll Torfason, sem geng-ur undir nafninu Opee, var ný-
kominn af sólarströndinni á Krít
þegar blaðamaður hafði samband.
Hann var því nær óupplýstur um
velgengni lagsins Mess it Up. Það
er það eina í sumar sem hefur far-
ið á topp 10, bæði á X-inu 977 og
FM957, sem hlýtur að teljast af-
rek í ljósi þess að stöðvarnar gefa
sig út fyrir að vera andstæður.
„Ég fékk einmitt SMS frá einni
fæddri ‘88,“ segir Opee aðspurður
um þessa nýtilfengnu athygli.
„Hún er sem sagt að byrja í tíunda
bekk en ég var að klára mennta-
skólann, skrýtið.“
Opee öðlaðist fyrst viðurnefnið
Óli P þar sem hann átti nafna í
bekknum sínum. Fljótlega upp-
færði hann það upp á enskuna. „E-
in í endann er svo bara til þess að
fólk lesi þetta ekki sem íslenska
orðið „Op“,“ útskýrir hann. „Þetta
er bara skreyting, tengd graffi og
svoleiðis, meira fyrir augað.“
Opee mannar rappdúettinn
O.N.E. ásamt félaga sínum Et-
ernal, sem heitir réttu nafni Eilíf-
ur. Saman byrjuðu þeir að gera
lög í áttunda bekk og létu nokkur
þeirra fyrst leka á netið fyrir
tveimur árum. Áhugasamir geta
nálgast prufuupptökur í gegnum
hiphop.is eða DC++. Opee segir
O.N.E. nánast vera tilbúna með
breiðskífuna One Day og það eina
sem vanti til að koma henni í
plötuhillurnar sé áhugasamur út-
gefandi.
Sölvi Blöndal, höfuðpaur Qu-
arashi, og Opee kynntust úti á líf-
inu og upp úr varð platónskt ást-
arsamband. Sölvi hefur þó tekið
skýrt fram í viðtölum að aðeins sé
um samstarfsverkefni að ræða og
að Opee sé ekki liðsmaður sveitar-
innar. „Ég er í O.N.E. og í rappi er
fólk alltaf að vinna líka með öðr-
um. Ég lít bara á þetta sem annað
verkefni. Ég hef alveg rosalega
gaman af því að vinna með Sölva
og ég tel alveg líklegt að við ger-
um meira saman. En ég held að
það sé ekkert á döfinni um að ég
verði meðlimur.“
Opee segist yfirleitt leggja
mikla vinnu í texta sína og segir
að auðvelt sé að kynnast sér í
gegnum þá. „Mess it Up fjallar
reyndar bara um það að fara út á
djammið og hössla,“ segir hann
töffaralegur. „Þetta týpíska föstu-
dagskjaftæði á Íslandi. Þetta er
ekki djúp kviða, enda átti þetta
bara að vera um skemmtun en
ekki texti um tilvistarkreppu.“
biggi@frettabladid.is
Ég held nú að þetta verðieitthvað flott í kvöld,“
segir Ellert A. Ingimundar-
son leikari spurður um hvað
eigi að hafa fyrir stafni á af-
mælisdaginn, en hann er
staddur í París um þessar
mundir. „Ég er staddur
hérna í Frakklandi með góð-
um hópi samlanda, sauma-
klúbb konunnar minnar.
Þetta er fjörugur hópur,
erum að lifa hátt í París svo
ég held þetta verði nokkuð
íburðarmikið afmæli. Mið-
að við það hitti ekki á heil-
ann eða hálfan tug í það
minnsta,“ segir Ellert sem verður
46 ára í dag.
Hann er fyrir löngu hættur að
gera veður út af öðru en
stórafmælum, en ætlar þó
rétt að vona konan sín gefi
sér eitthvað fallegt. „Það er
nú eins gott! Afmæli voru
heldur ekki mikilfengleg
þegar maður var strákur.
Var alltaf í sveit austur í
Skaftártungum í æsku um
þetta leyti og þar var fólk
ekki að tapa sér yfir þessu,
gleymdi því jafnvel. Og þó,
rjóminn var fleyttur af
mjólkinni og eitthvað bakað,
svo ég kvarta ekki. Það var
kannski mest þegar maður
var táningur, og nýta þurfti
hverja afsökun fyrir partíi, sem af-
mælin skiptu máli. Þetta er náttúr-
lega frábær tími til að eiga afmæli
á Íslandi, gott veður og fallegt að
sjá sumrið fjara út,“ segir Ellert, en
viðurkennir að París sé kannski full
heit um þessar mundir.
„Svo er skemmtilegt að Björn
Ingi Hilmarsson leikari og vinur
okkar á afmæli sama dag og það
eru einmitt fimm ár á milli, svo það
hittir alltaf á þetta heila og hálfa.
Einnig á góðvinur minn, Robert De
Niro, afmæli í dag, en ég veit ekki
hvort ég næ að hitta hann eitthvað.“
segir Ellert að lokum. ■
Lifir hátt í París
ELLERT A. INGI-
MUNDARSON
Nýtti sér helst af-
mælisréttindi til
partíhalds, en
pældi annars ekki
mikið í þeim
Afmæli
ELLERT A. INGIMUNDARSON
■ er staddur í París, Frakklandi
á 46. afmælisdeginum..
Því er nú mjög fljótsvarað. Þaðer að skrifa grein í Fréttablað-
ið,“ segir Guðmundur Andri
Thorsson, rithöfundur, um hefð-
bundinn sunnudagsmorgunn í
sínu lífi. „Annars er ég frekar
árrisull. Ég fæ mér alltaf örlítinn
labbitúr og kíki á veðrið. Síðan
sest ég bara við tölvuna.“
Hver
er Opee?
Helsti slagari sumarsins er án efa nýjasta lag
Quarashi, „Mess it Up“. Rapparinn Opee
spreytir sig með sveitinni .
OPEE
Vitnar í 50 Cent í Quarashi laginu „Mess it Up“. „Það hafa mjög margir talað um að þetta
sé stolið. Ég hef samt aldrei séð rökin í því að stela frá vinsælasta rappara heims í dag.
Maður kæmist ekkert upp með það. Ég tók þetta bara til þess að krydda textan og gefa
honum léttara yfirbragð. Ég hélt að allir myndu fatta það.“
■ Morgunstund
Margrét Lilja Eggertsdóttir, Seljahlíð,
áður Drápuhlíð 13, andaðist á fimmtu-
daginn 14. ágúst.
Helga Sigríður Eiríksdóttir, Starhaga 14,
lést á hjúkrunaheimilinu Sóltúni föstu-
daginn 15. ágúst.
Kristín Bögeskov, djákni, lést á gjörgæslu
Landspítala Fossvogi föstudaginn 15.
ágúst.
Friðrik J. Eyfjörð, Lönguhlíð 3, andaðist á
Landspítala við Hringbraut fimmtudag-
inn 14. ágúst.
Ólafur Jónsson, andaðist á líknadeild
Landspítala Kópavogi laugardaginn 2.
ágúst..
■ Andlát
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/VILH
ELM