Fréttablaðið - 17.08.2003, Page 34

Fréttablaðið - 17.08.2003, Page 34
■ ■ KVIKMYNDIR Sjá www.kvikmyndir.is  Sambíóin Kringlunni, s. 588 0800  Sambíóin Álfabakka, s. 587 8900  Háskólabíó, s. 530 1919  Laugarásbíó, s. 5532075  Regnboginn, s. 551 9000  Smárabíó, s. 564 0000  Borgarbíó, Akureyri, s. 462 3500 ■ ■ ÚTIVIST  10.00 Ferðafélag Íslands efnir til dagsferðar upp í Svínaskarð og að Hrafnhólum. Gangan hefst við Gyldar- holt í Kjós. Leiðin er um 11-12 km og er göngutími um 4 tímar. Fararstjóri er Vig- fús Pálsson. Verð kr. 1800/ 2100. Brott- för frá BSÍ með viðkomu í Mörkinni 6. ■ ■ MESSUR  11.00 Í guðsþjónustu í Árbæjar- kirkju verða fluttar útsetningar Björns Thoroddsen á sálmum Martins Lúthers fyrir djasskvartett. Kvartettinn skipa Björn Thoroddsen gítar Stefán S Stefánsson saxafónn, Jón Rafnsson kontrabassi og Eric Qvick slagverk. Prestur er Dr. Sigur- jón Árni Eyjólfsson héraðsprestur.  14.00 Hólahátíð 2003 hefst með messu í Hólakirkju. Sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígslubiskup, prédikar. Kammerkór Akureyrarkirkju syngur. Org- anisti Eyþór Ingi Jónsson. Að messu lok- inni verða kaffiveitingar í boði Hóla- nefndar. ■ ■ TÓNLIST  14.00 Ólafur Kjartan Sigurðsson verður með tónleika í Hólmavíkurkirkju ásamt Jónasi Ingimundarsyni.  14.00 Kristinn H. Árnason leikur perlur gítarbókmenntanna í Kvíabekk á Ólafsfirði.  14.00 Tónleikar með Álftagerðis- bræðrum verða í Stykkishólmskirkju á Dönskum dögum.  20.00 Sumaróperan sýnir Krýningu Poppeu á nýja sviði Borgarleikhússins. Í aðalhlutverkum eru Valgerður Guðna- dóttir og Hrólfur Sæmundsson, Nanna Hovmand frá Danmörku og breski kontratenórinn Owen Willetts.  20.00 Á tónleikunum í Hallgríms- kirkju leikur Steingrímur Þórhallsson organisti tvö ítölsk verk eftor Clementoni og Moretti. Á milli þeirra leikur hann 5. orgelsinfóníu Charles-Marie Widors. ■ ■ LEIKLIST  21.00 Einleikurinn Ellý, alltaf góð eftir Þorvald Þorsteinsson í flutningi Æv- ars Þórs Benediktssonar verður sýndur í Félagsheimilinu Óðali, Borgarnesi. Einnig verða einnig tónleikar með sigur- vegara Söngkeppni FF 2002, söngkon- unni Evu Karlottu.  Leiksýningin Light Nights verður sýnd á ensku í Iðnó. Sýningin er byggð á þjóðlegu íslensku efni.  Valdís Arnardóttir leikkona flytur á ensku einleikinn The Saga of Gudridur eftir Brynju Benediktsdóttur í Skemmti- húsinu, Laufásvegi 22. ■ ■ SAMKOMUR  16.30 Hátíðarsamkoma í Hóla- kirkju. Hátíðarræðu flytur Halldór Ás- grímsson, utanríkisráðherra. Þorsteinn frá Hamri fer með ljóð og dr. Skúli Skúlason, skólameistari, flytur ávarp. Á milli þessara atriða verður flutt tónlist í umsjá Eyþórs Inga Jónssonar. Kam- merkór Akureyrarkirkju syngur. Ein- söngvarar Þórhildur Örvarsdóttir og Sig- rún Arngrímsdóttir.  20.30 Berjablátt lokakvöld Tónlist- arhátíðarinnar í Ólafsfirði verður í Tjarnarborg. Þátttakendur hátíðarinnar á björtu nótunum.  13.00 Barna og fjölskyldudagskrá í Árbæjarsafni. Ratleikur verður fyrir alla fjölskylduna, húllakeppni og kassabílar. Í Árbænum verða bakaðar lummur, þar er folald, kálfur, kindur og hænur. Teymt verður undir börnum.  16.00 Fjölskylduskemmtun verður haldin á Bjargi í Miðfirði með hinni ár- legu aflraunakeppni á Grettishátíð í Húnaþingi. ■ ■ SÝNINGAR  Guðrún Benónýsdóttir sýnir ljós- mynd og skúlptúra í Gallerí Hlemmi. Sýningin stendur til 31. ágúst.  Baldvin Ringsted og Jóna Hlíf Hall- dórsdóttir eru með myndlistarsýningu í Bögglageymslunni, Listagilinu á Akur- eyri. Opið virka daga 17-22 og um helg- ar 14-18. Sýningin stendur til 1. sept- ember.  Kristján Guðmundsson er með sýningu í Kompunni, Kaupvangsstræti 23. Akureyri. Á sýningunni er eitt verk gert úr plasti og gulli. Einnig verður til sýnis og sölu bókverkið (DOKTORSRIT- GERÐ) eftir Sigrúnu Þorsteinsdóttur og Kristján, sem kom út fyrr á þessu ári. Sýning Kristjáns er opin daglega 14-17 til 4. september.  Cesco Soggiu og Karl Kristján Dav- íðsson sýna í Galleríi Sævars Karls í Bankastræti. Sýningin stendur til 28. ágúst.  Sýning á verkum Ragnars Kjartans- sonar stendur yfir í Listasafni ASÍ.  Myndlistarmaðurinn Sólveig Alda Halldórsdóttir sýnir verk sitt Upp- skurður á Vesturveggnum í Skaftfelli Bistro á Seyðisfirði. Verk Sólveigar sam- anstendur af texta sem unnin er upp úr dagbókarfærslum William Burroughs og hennar eigin. Sýningin stendur til 5. september og er opin alla daga frá kl. 11 til 24.  Danski ljósmyndarinn Peter Funch er með sýninguna „Las Vegas - Made by man“ í Kling og Bang gallerí, Lauga- vegi 23.  Myndlistarsýningu Geirþrúðar Finn- bogadóttur Hjörvar í Gallerí Dvergi lýkur á sunnudaginn. Sýningarhúsnæð- ið er í kjallara við Grundarstíg 21, Reykjavík.  Guðbjörg Lind hefur opnað mál- verkasýningu í aðalsal Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnar- fjarðar. Viðfangsefni Guðbjargar Lindar hafa frá upphafi verið tengd vatni, fyrst fossum og síðar óræðum og ímynduð- um eyjum á haffleti.  Anna Jóelsdóttir hefur opnað sýn- inguna Flökt í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar.  Sigurlín Grímsdóttir sýnir vatnslita- myndir sínar á Gömlu Borg, Grímsnesi. Síðasta sýningarhelgi. Opið 14-02 laug- ardag, 14-22 sunnudag.  Á Café Milanó stendur nú yfir sýn- ing á málverkum Péturs Péturssonar. Sýningunni lýkur 7. september.“  Valgarður Gunnarsson sýnir mál- verk í Gallerí Skugga, Hverfisgötu 39. Hann lýsir verkum sínum sem kvark- hugmyndum um innri og ytri veruleika. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnu- daga til 23. ágúst.  Samsýning 20 akureyrskra lista- manna stendur yfir í Ketilhúsinu á Ak- ureyri.  Sýningin Þrettán + þrjár stendur yfir í Lystigarðinum á Akureyri. Þetta er samsýning þrettán norðlenskra lista- kvenna og þriggja frá Færeyjum.  Sýningar Gjörningakúbbsins, Heim- is Björgúlfssonar og Péturs Arnar Friðrikssonar standa yfir í Nýlistasafn- inu við Vatnsstíg. Gjörningaklúbburinn opnar á 2. hæð safnsins sýninguna Á bak við augun. Í norðursal 3ju hæðar- innar er sýning Heimis Björgúlfssonar Gott er allt sem vel endar (Sheep in disguise) og í suðursalnum sýning Pét- urs Arnar Friðrikssonar Endurgerð. Sýningarnar standa til 7. september.  Sýning á nýjum verkum Rögnu Sig- rúnardóttur var opnuð í gær í Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5, Reykjavík. Viðfangsefni Rögnu er blómaskeið lif- andi hluta og spurningin hvort hræðsl- an við að eldast sé það sem takmarkar fegurðarmat okkar. Þetta er 13. einka- sýning Rögnu hér á landi.  „Meistarar formsins“ nefnist stór höggmyndasýning í Listasafni Akureyr- ar, sem gerð er í samvinnu við Ríkis- listasafnið í Berlín. Á sýningunni eru verk eftir 43 listamenn, þar af 11 Ís- lendinga.  Íslensk og alþjóðleg samtímalista- verk eru til sýnis í Safni, Laugavegi 37.  Þrjár sýningar eru í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsinu. Þetta eru sýningarnar Humar eða frægð - Smekkleysa í 16 ár, Innsýn í alþjóð- lega samtímalist á Íslandi og Erró Stríð.  Sumarsýning í Listasafni Íslands á úrvali verka í eigu safnsins.  Í Gerðarsafni í Kópavogi stendur yfir sýning á málverkum Jóhannesar Kjarvals úr einkasafni Þorvaldar Guð- mundssonar og Ingibjargar Guðmunds- dóttur.  Sumarsýning Handverks og Hönn- unar stendur yfir í Aðalstræti 12. Til sýnis er bæði hefðbundinn listiðnaður og nútíma hönnun úr fjölbreyttu hrá- efni. Meðal þess sem sýnt er, eru munir úr tréi, roði, ull, hör, leir, selskinni, hreindýraskinni, pappír, silfri og gleri frá 26 aðilum. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga og lýkur 31. ágúst.  Í Þjóðarbókhlöðunni standa yfir þrjár sýningar. Eins og í sögu nefnist sýning á samspili texta og myndskreyt- inga í barnabókum 1910-2002. Þar er einnig sýning til minningar um Lárus Sigurbjörnsson, safnaföður Reykvík- inga. Loks er lítil sýning í forsal Þjóð- deildar á Heimskringlu og Snorra- Eddu.  Sýning í anddyri Norræna hússins sem nefnist Vestan við sól og norðan við mána. Á sýningunni eru ljósmyndir eftir Ragnar Th. Sigurðsson með texta eftir Ara Trausta Guðmundsson. Sýning- unni lýkur 31. ágúst.  Sýningin Reykjavík í hers höndum í Íslenska stríðsárasafninu á Reyðar- firði er sett upp af Borgarskjalasafni Reykjavíkur og Þór Whitehead sagn- fræðingi í samvinnu við Íslenska stríðs- árasafnið. Á sýningunni getur nú að líta mun meira af stríðsminjum en áður sem koma frá Íslenska stríðsárasafninu.  Sumarsýningu í bókasal Þjóðmenn- ingarhússins, Íslendingasögur á er- lendum málum, er ætlað að gefa inn- sýn í bókmenntaarfinn um leið og at- hygli er vakin á því að fjölmargar útgáf- ur Íslendingasagna eru til á erlendum málum.  Sýningin Handritin stendur yfir í Þjóðmenningarhúsinu. Sýningin er á vegum Stofnunar Árna Magnússonar. Einnig er þar sýning sem nefnist Ís- landsmynd í mótun - áfangar í korta- gerð. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. 34 17. ágúst 2003 SUNNUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 14 15 16 17 18 19 20 ÁGÚST Sunnudagur Björn Thoroddsen, gítarleikari,heldur tónleika í Árbæjar- kirkju á sunnudag ásamt þriggja manna hljómsveit. Þar verða fluttir sjö sálmar eftir Lúther. „Þetta er sambrölt á milli mín og prestsins sem heitir Sigurjón Árni Eyjólfsson og er doktor í Lúther. Hann hefur sýnt þessu mikinn áhuga auk þess að vera mikill djassáhugamaður,“ segir Björn. „Hann hefur hvatt mig í gegnum tíðina að flytja þessa músík, sem er mikið til frá byrjun 16. aldar. Þetta er eitthvað sem jazzleikarar hafa aldrei gert áður.“ Björn hefur verið að vinna að verkefninu leynt og ljóst síðustu mánuði: „Þetta er rosalega gam- an. Við færum þetta í nútímabún- ing en samt getur maður heyrt að þetta eru sálmar. Það verður ekk- ert orgel notað heldur verður þetta gítar, kontrabassi, saxófónn og trommur.“ Að sögn Björns verður efnið hljóðritað með útgáfu í huga:„Við spilum líka á Jazzhátíð Reykjavík- ur í haust. Þetta er mjög spenn- andi verkefni. Við höfum verið að prófa okkur svolítið áfram og við vitum í raun ekkert hvernig þetta kemur út. En við erum sáttir.“ Með Birni í hljómsveitinni eru þeir Stefán Stefánsson, saxófón- leikari, Jón Rafnsson, kontra- bassaleikari og Erik Quick, trommuleikari frá Svíþjóð. Björn segist hafa fengið nótur við sálmana frá Sigurjóni presti sem hann fann er hann var við nám í Þýskalandi. „Ég hef verið að notast við þær. Það er ekkert svona efni til sem ég veit af hér á landi. Ég hef eingöngu heyrt tvö lög af þessum sjö sem við tök- um,“ Björn fingurbrotnaði í lok maí og gat ekki spilað á gítarinn í þrjá mánuði. „Þá gafst smá tími til að grúska í þessu. Sigurjón kallar puttabrotið Guðsgjöf,“ segir Björn og hlær. „Þetta var annars skelfilegur tími. Þó svo að þetta hafi ekki verið stórslys er þetta óheppilegt fyrir þá sem vinna við að spila á gítar. En núna er ég orð- inn betri en ég var.“ freyr@frettabladid.is ■ TÓNLIST Puttabrotið var Guðsgjöf BJÖRN THORODDSEN Ætlar að flytja sálma Lúthers með hljómsveit sinni í Árbæjarkirkju. Hann segir að jazzleikarar hafi aldrei gert þetta áður. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Frábær söngleikur! Ekki missa af þessu! Síðasta sýning í kvöld! Harrison Ford er töffari semeldist hræðilega illa og í dag er hann svo fýldur og sjarmalaus að það er með ólíkindum að hann hafi á árum áður heillað heilu kyn- slóðirnar í hlutverkum Han Solo og Indiana Jones. Þegar hann var upp á sitt besta fór hann létt með að bera heilu myndirnar uppi en í dag getur hann engu bjargað eins og sannast best í Hollywood Homicide. Hér leikur hann reynda rann- sóknarlögreglu sem er með allt niður um sig í fjármálunum og reynir að hafa aukatekjur af fast- eignasölu. Þetta gæti verið sniðugt en er það ekki hér. Josh Hartnett leikur óreyndan félaga hans og stendur sig með eindæmum illa í hlutverkinu. Tvíeykið er sem sagt ekki til stórræðanna líklegt en fær þó það verkefni að hafa uppi á morðingjum heillar rapphljóm- sveitar. Handrit myndarinnar ein alls- herjar hrærigrautur úr helstu fléttum og klisjum úr löggufélaga- myndum síðustu áratuga. Hún kemur því aldrei á óvart og þeir sem þekka vel til þessara kvik- myndagreinar ættu að geta raðað öllum brotunum saman og reiknað endinn út vel fyrir hlé. Hollywood Homicide er því bæði langdregin og óspennandi en tekur blessunarlega smá fjörkipp í lokin. Þar fer þó meira fyrir gríni en spennu og svo einkennilega vill til að það er Harrison Ford sem nær nokkrum sinnum að laða fram bros. En það er líklega fyrst og fremst vegna þess hversu hann er ömurlegur og brjóstumkennanleg- ur við þessar aðstæður. Þórarinn Þórarinsson UmfjöllunKvikmyndir HOLLYWOOD HOMICIDE: Leikstjóri: Ron Shelton Aðalhlutverk: Harrison Ford, Josh Hartnett, Lena Olin Uppgjafa- töffari í vondum málum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.