Fréttablaðið - 17.08.2003, Síða 37

Fréttablaðið - 17.08.2003, Síða 37
SUNNUDAGUR 17. ágúst 2003 Tölvuskólinn Sóltúni www.tolvuskol i .net Sóltúni 3 105 Reykjavík sími 562-6212 Viltu ná langt ? “Vefsíðugerð, vefhönnun og myndvinnsla”. Spennandi og krefjandi 340 stunda nám. Hefst 1. sept. Undarlegt æði er byrjað aðgera vart við sig í Sao Paulo í Brasilíu. Um er að ræða skipulögð hóphrekkibrögð þar sem hópur af fólki safnast saman til þess að hrella aðra borgarbúa. Um 100 manns komu sér sam- an á fjölförnu götuhorni í Sao Paulo á annatíma. Skyndilega klukkan fjörutíu mínútur yfir tólf að hádegi tóku allir af sér annan skóinn, fóru niður á hnén og hófu að berja á gangstéttina af öllu afli með skónum. Fólkið hætti allt á svipuðum tíma setti svo skóninn á sig aftur og tvístraðist út í mann- fjöldann. Áður höfðu borgarbúar orðið varir við alls kyns brögð þar sem fólk safnast saman og framkvæm- ir undarlegan hrekk. Talið er að hóparnir komi sér saman um hrekk í gegnum tölvupóst og láti hann renna manna á milli. Ekki er vitað hver stendur á bak við skipulagninguna. Hér gæti hugsanlegt æði verið á ferð því borgarbúar í London og Manchester í Bretlandi hafa orðið varir við svipaðar uppákomur. ■ TÓNLIST Söngkona Garbage greindi frá því á heimasíðu sveitarinnar að hún hefði nánast misst rödd sína endanlega. Eftir að röddin byrjaði að gefa sig á síðasta tón- leikaferðalagi sveitarinnar gekkst hún undir skurðaðgerð á hægra raddbandi sínu í von um bata. „Ég mátti ekki tala né gefa frá mér hljóð í heila viku,“ skrifaði hún m.a. á síðuna. „Eftir það varð ég að fara í undarlega endurhæf- ingu og raddæfingar. Nú er búið að gefa mér grænt á að ég megi syngja aftur.“ Hún segist hafa orðið mjög skelkuð, þar sem söngurinn sé það eina sem hún hefur alla tíð getað gert almennilega. „Að missa stjórn á rödd sinni er fyrir atvinnusöngvara eins og það væri fyrir íþróttamann að handleggs- eða fótbrjóta sig. Þetta ruglaði alveg til í höfðinu á mér,“ skrifar hún á síðunni og þakkar fyrir hversu yndislegt lífið geti stundum orðið. Garbage eru nú að undirbúa upptökur fyrir fjórðu breiðskífu sína. Sveitin vonast til að geta gef- ið hana út snemma á næsta ári. ■ Vinir Whitney Houston ogBobby Brown segja að hjónin eigi von á sínu öðru barni í mars á næsta ári. Fyrir eiga þau tíu ára gamla dóttur, Bobbi Kristina, og á Whitney að vera í skýjunum yfir þróun mála. Whit- ney segist svo vera laus við fíkniefnadjöful- inn sem er víst hvergi jafn sætur og teikningarnar í bíóskjáauglýs- ingunum gefa til kynna. Leikkonan Renée Zellweger færborgaðar allt að 256 milljónir aukalega ofan á leikaralaun sín fyrir að éta á sig gat fyrir fram- haldsmynd Bridget Jones. Stúlkan þarf að bæta á sig um fjórtán kílóum áður en tökur hefjast og verður henni borgað samkvæmt kílóinu. Takist henni að bæta á sig öllum þessum fjórtán fær hún allar 256 millurnar. Leikaralaun hennar eru svo 1200 milljónir króna. KvikmyndagerðamaðurinnKevin Smith, sem flestir þekkja í hlutverki Silent Bob, hefur tekið að sér að gera þriðju kvikmyndina um blaðamanninn Fletch. Það var gamanleikarinn Chevy Chase sem lék hann upp- haflega, en nú leitar Smith að nýjum í hlutverkið. Hann segist vera búinn að gera lista yfir leikara sem hann langi til að ráða í hlutverkið og á honum séu Adam Sandler, Brad Pitt, Ben Affleck, Will Smith og Jimmy Fallon. Fréttiraf fólki Skrýtnafréttin Hóphrekkjaæði í Sao Paulo SKIPULAGÐIR HÓPHREKKIR Eigum við að prófa? Klukkan þrjú í dag eiga þeir sem vilja að safnast saman fyrir framan Skífuna, við enda rúllustigans á 2. hæð, í Kringlunni. Hoppa á einum fæti og gala eins og hanar í eina mínútu. Shirley Manson: Missti röddina næst- um endanlega SHIRLEY MANSON Þurfti að gangast undir skurðað- gerð á hægra raddbandi. Lengi vel var óvíst um að hún gæti nokkurn tímann sungið aftur.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.