Fréttablaðið - 17.08.2003, Page 40

Fréttablaðið - 17.08.2003, Page 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Með draug á bringunni Fjarnám allt árið! Þitt nám þegar þér hentar Upplýsingar á www.fa.is Bakhliðin Á GUÐJONI PETERSEN Hvernig ertu núna? Bara ljómandi. Hæð: 1.86. Augnlitur: Blár, held ég. Gráblár Starf: Leikhússtjóri og leikstjóri Hjúskaparstaða: Í sambúð með tvö börn. Hvaðan ertu? Úr miðbæ Reykjavíkur. Ég á ættir að rekja til Seyðisfjarðar og Arnarfjarðar. Helsta afrek: Að taka þátt í skemmtiskokkinu fyrir nokkrum árum. Helstu veikleikar: Allar nautnir. Helstu kostir: Þolinmæði. Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Fréttirn- ar. Mestu vonbrigði lífsins: Að hafa aldrei unnið í Lottó. Hobbý: Ekkert sérstakt sem stendur. Vildi að ég væri í hestum. Ég var einu sinni í þeim. Jeppi eða sportbíll: Ég á bilaðan jeppa, þannig að ég segi sportbíll. Handbolti eða fótbolti: Fótbolti. Ég verð að halda með Víkingi út af ættar- tengslum. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ætli ég hafi ekki ætlað að verða bóndi. Ég var mikið í sveit. Skelfilegasta lífsreynslan: Þegar ég var næstum búinn að keyra rútu af bjargbrún þegar við vorum á ferða- lagi með Svart og sykurlaust á Ítalíu. Rútan var bremsulaus. Ég hélt við myndum deyja. Hver er fyndnastur? Ætli Kjartan Bjargmundsson sé ekki fyndnastur. Trúir þú á drauga? Já, ég veit þeir eru til. Það þurfti að reka draug úr húsinu mínu einu sinni. Hann lá alltaf ofan á bringunni á mér. Svo vaknaði maður ofsalega hræddur. Þetta var kona sem var ósátt við að hafa ekki verið til staðar þegar barnið hennar dó. Hvort vildirðu heldur vera Harold Ll- oyd eða Harold Pinter? Harold Lloyd. Ég held að hann lifað skrautlegu lífi. Áttu gæludýr? Nei. En mig langar í ákveðna tegund af hundi. Afganskan munda. Hvar líður þér best? Í góðra vina hópi. Þú ert að leikstýra sýningu. Verkið er frumsýnt. Þú situr út í sal. Einn aðal- leikarinn frýs og kemur ekki upp orði, en brestur síðan allt í einu í þrumandi ræðuflutning um óréttlæti heimsins og bág kjör. Hvað gerir þú? Ætli ég myndi ekki segja: „helvítis dýrið: hann þorði þessu!“ Besta bók í heimi: Félagi Napóleon eftir George Orwell. Á döfinni: Setja leikhúsið í gír og starta leikári.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.