Fréttablaðið - 27.08.2003, Side 4

Fréttablaðið - 27.08.2003, Side 4
4 27. ágúst 2003 MIÐVIKUDAGUR Ætlarðu að fara í skóla eða á námskeið í vetur? Spurning dagsins í dag: Ferðaðist þú innanlands eða utan- lands í sumar? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 35% 44% Nei 21%Er að hugsa málið Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Akureyri Væntingavísitala Gallups: Vonir glæðast á ný EFNAHAGUR Væntingavísitala Gallups hækkaði um tæp 3 stig í ágúst og mælist nú 115,3 stig. Aukin tiltrú á núverandi ástand og jákvæðara mat á atvinnuástand- inu eiga stærsta þáttinn í hækkun vísitölunnar. Gildi vísitölunnar nú er tæpum 7 stigum hærra en á sama tíma í fyrra og 12 stigum hærra en meðaltal ársins 2002. Vísitalan er mæld úr nokkrum þáttum þar sem metið er mat á núverandi stöðu svarenda og framtíðarvæntingum þeirra í efnahagslegu tilliti. Reynsla af sambærilegri vísitölu í Banda- ríkjunum bendir til þess að hún hafi forspárgildi um þróun neyslu. Gildið 100 bendir til þess að almenningur vænti lítilla sem engra breytinga á högum sínum. Ágúst er áttundi mánuðurinn í röð þar sem vísitalan er yfir 100 stigum. Bjartsýnust á hag sinn var þjóðin í maí á þessu ári, en þá mældist vísitalan 136,8 stig. ■ VIÐSKIPTI Feðgarnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson hafa keypt hvorn annan út úr stærstu fjárfesting- um sínum hér á landi. Eftir skiptin fer Björgólfur Thor með eignarhlut þeirra í Pharmaco, en Björgólfur Guðmundsson á nú allan hlut feðganna í Landsbank- anum. Viðskiptin milli eignar- haldsfélaga þeirra feðga nema nokkrum milljörðum króna. Sameiginlegt eignarhaldsfélag þeirra á yfir 20 milljarða virði í Pharmaco og eignarhlutur Sam- sonar, sem þeir stofnuðu með Magnúsi Þorsteinssyni, í Lands- bankanum losar um 15 milljarða. Þessi viðskipti feðganna gefa skýrt til kynna ólíka sýn á við- skiptalífið. Björgólfur Guð- mundsson segir meiri áhættu fylgja starfsemi lyfjafyrirtækis og segist heldur vilja setja fé sitt í starfsemi þar sem ávöxtun- arkrafa er lægri og áhættan minni. „Það er meira að skapi yngri manna að standa í áhættu- sömum fjárfestingum og gera háa arðsemiskröfu. Ég hef siglt þann krappa sjó en kýs nú lægri öldur og tryggari heimkomu,“ segir Björgólfur Guðmundsson. Björgólfur Thor Björgólfsson tekur undir föður sínum með áhættuna sem fylgir rekstri Pharmaco. „Ég vildi auka eign- arhlut minn í félaginu þar sem ég er reiðubúinn að taka áhættu og geri að sama skapi háa ávöxt- unarkröfu á fjármuni mína.“ Björgólfur Guðmundsson er formaður bankaráðs Landsbank- ans og Björgólfur Thor er stjórn- arformaður Pharmaco. Þeir telja báðir að eðlilegast sé að þeir setji fjármuni sína þar sem þeir hyggjast beina kröftum sínum. Bæði Landsbankinn og Pharmaco skiluðu góðum upp- gjörum fyrir fyrri helming árs- ins og hafa bréf beggja hækkað að undanförnu. Landsbankinn hefur látið meira til sín taka upp á síðkastið og ber merki eignar- haldsins í rekstrinum. Talið er að Björgólfur Guðmundsson muni beita sér í meiri mæli í at- vinnulífinu. Meðal þeirra verk- efna sem bíða Landsbankans er að sameina sölufyrirtækin SH og SÍF í samvinnu við Íslands- banka. haflidi@frettabladid.is Straumur eignast Framtak: Jón Helgi stækkar í Straumi VIÐSKIPTI Fjárfestingarfélagið Straumur hefur tryggt sér yfir 90% hlut í Framtaki fjárfestingar- banka og þar með öll yfirráð yfir félaginu. Straumur keypti hlut Norvikur í Framtaki. Eigandi Norvikur er Jón Helgi Guðmunds- son í Byko. Jón Helgi eignast sjö prósenta hlut í Straumi í viðskipt- unum. Félög í eigu Jóns Helga keyptu hlut Kaupþings í Straumi og ræður Jón Helgi því yfir 15% hlut í Straumi. Meðal eigna Straums er 15,40% hlutur í Eim- skipafélaginu. ■ HORNREKA BRETTADRENGIR Sjö brettastrákar á Akureyri munu hafa gert bæjarstjóranum ljóst að hjólabrettaiðkendur í bænum væru alls staðar hornreka og hraktir burt hvar sem þeir kæmu. Kanna á hvort ekki finnist autt húsnæði sem brettafólk geti fengið í tilraunaskyni í vetur. AKUREYRARSINFÓNÍA Á GRÆN- LANDI Akureyrarbær hefur ákveðið að nota 900 þúsund krón- ur af styrk sem fékkst frá Nor- ræna menningarsjóðnum vegna verkefnisins „Vestnorden år 2002“ til að styrkja Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands vegna tónleikaferðar til Grænlands í fyrra. KYNNA BETUR „EINA MEÐ ÖLLU“ Menningarmálanefnd Akureyrar leggur til að betur verði staðið að kynningu á fjölskylduhátíðinni „Ein með öllu“ þannig að henni sé beint til markhópsins, það er fjöl- skyldunnar. Lögregla er hvött til að gera allt sem hægt er til að gera áfengi upptækt hjá börnum og unglingum. EINHVERFUR DRENGUR Torrance Cottrell kafnaði vafinn inn í ábreiður í kirkju sértrúarsafnaðar í Milwaukee. Einhverfur drengur: Kafnaði í kirkju MILWAUKEE, AP Lögreglan í Milwaukee í Bandaríkjunum rannsakar dauða átta ára ein- hverfs drengs sem lést í kirkju sértrúarsafnaðar á meðan safnað- armeðlimir báðu bænir í þeim til- gangi að reka út úr honum illa anda. Torrance Cottrell var vafinn inn í ábreiður á meðan á bæna- stundinni stóð og hefur réttar- læknir úrskurðað að hann hafi kafnað þar sem hann hafi ekki haft svigrúm til að anda. Einn maður hefur verið handtekinn en lögreglan hefur ekkert viljað láta uppi um það hvernig hann tengist málinu. Móðir Torrance hafði farið með hann í kirkjuna reglulega í nokkrar vikur í von um að hægt væri að lækna hann af einhverf- unni. ■ UMHVERFISMÁL Magnús Jóhannes- son, ráðuneytisstjóri í umhverfis- málaráðuneytinu, segir allt benda til þess að frétt breska dagblaðsins The Guardian í gær um að kjarn- orkuendurvinnslunni í Sellafield yrði lokað árið 2010 sé röng. Í frétt The Guardian var vitnað til samtals við einn framkvæmda- stjóra Sellafield. „Allar upplýsingar sem við höfum fengið benda því miður til þess að ekkert sé á bak við þessa ánægjulegu frétt,“ segir ráðu- neytisstjórinn. Þá hafði stjórn Sellafield borið fréttina til baka og iðnaðarráðuneytið í Bretlandi sagði fréttina einnig ranga þegar sendiráð Íslands í London leitaði staðfestingar þaðan fyrir um- hverfisráðuneytið. „Þar könnuð- ust menn ekki við þetta á neinn máta og sögðu að engin ákvörðun hefði verið tekin um þetta,“ segir Magnús. Magnús segir íslensk stjórn- völd hafa þrýst á það frá árinu 1986 að Sellafield yrði lokað. Já- kvæðar breytingar hefðu orðið allt fram til ársins 1998 að Bret- arnir hófu að vinna gamlar birgð- ir og spúa nýrri eiturtegund í haf- ið. Baráttan fyrir lokun kjarn- orkuversins stæði því enn – fyrst og fremst í samvinnu við Noreg og Írland, sem hvað mest yrðu fyrir barðinu á menguninni. ■ Feðgar skipta fyrirtækjum Feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson halda nú hvor í sína átt. Sá eldri gætir heimahaganna meðan sá yngri fer í víking. Viðskiptin milli þeirra nema milljörðum króna. ÓLÍKAR ÁTTIR Áhuginn á áhættu fer minnkandi með árunum. Björgólfur Guðmundsson kýs minni áhættu, en Björgólfur Thor Björgólfsson sækist eftir áhættu og ævintýrum. MAGNÚS JÓHANNESSON Ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytis segir Íslendinga munu halda áfram að berjast gegn losun geislamengaðs úrgangs frá endurvinnslustöðinni í Sellafield. Ótímabær frétt um lokun Sellafield-stöðvarinnar: Ánægjuleg en röng frétt NEYTENDUR Bjartsýni almennings fer vaxandi á ný. Það þykir benda til þess að neyslan geti vaxið á næstu mánuðum. VÆNTINGAVÍSITALAN Janúar 103,1 Febrúar 106,6 Mars 115,8 Apríl 125,8 Maí 136,8 Júní 117,9 Júlí 112,6 Ágúst 115,3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.