Fréttablaðið - 27.08.2003, Side 8

Fréttablaðið - 27.08.2003, Side 8
Mjódd • Dalbraut • Austurströnd Mjódd • Dalbraut • Austurströnd Aukaálegg að eigin vali kr. 150 1500 kr. tilboð sótt kr. 1.500 Stór pizza með 2 áleggsteg., brauðstangir, sósa og 2l gos 1000 kr. tilboð Aukaálegg að eigin vali kr. 150 kr. 1.000 Stór pizza með 2 áleggstegundum sótt 8 27. ágúst 2003 MIÐVIKUDAGUR ■ Fréttatilkynning Hraunsholt tekið eignarnámi: Stjórnarskrárbrot DEILUR „Mér finnst að mér vegið,“ sagði Einar Bjarnason. „Ég taldi mig búa í lýðræðisríki en sam- kvæmt þessu er hægt að hafa af manni jarðir og eignir án minnsta tilefnis. Þetta er klárt stjórnar- skrárbrot, sérstaklega þar sem ekki var farið að einu og öllu lög- um samkvæmt.“ Bræðurnir Guðmundur og Ein- ar Bjarnasynir eru ósáttir við lyktir mála eftir að hafa misst eignarjörð sína að Hraunholtshæð í Garðabæ í sumar að kröfu bæj- arins. Matsnefnd eignarnámsbóta úrskurðaði að rúmar 3,7 milljónir króna væru sanngjörn upphæð í bætur. Fjölskyldur Einars og Guð- mundar hafa notað jörðina undir ræktun í hartnær 50 ár en jörðin var tekin eignarnámi þar sem um- ráð landsins voru nauðsynleg til að þróa það skipulag sem lýst er í deiliskipulagi sem samþykkt hef- ur verið fyrir Garðabæ. Í umsögn matsnefndar segir að landsspildan sé tilvalin til bygg- inga og deiliskipulögð í því skyni. Ekki fáist heldur séð að ræktun hafi verið á jörðinni en um það var ákvæði í leigusamningi bræðranna. ■ UNDANÞÁGUR „Þessi lög eru vitlaus og við erum í stöðugri baráttu um að fá undanþágu allt frá því árið 1996,“ segir Pétur Ágústsson, út- gerðarmaður skemmtibátanna Brimrúnar og Særúnar í Stykkis- hólmi. Miklar deilur eru uppi vegna þess að yfirvélstjóri sem ekki er með full réttindi fékk endurnýjaða undanþágu í sumar eftir að Sigl- ingastofnun hafði áður hafnað því. Útgerðin leitaði þá ásjár sam- gönguráðuneytisins með stjórn- sýslukæru sem að sögn Hermanns Guðjónssonar, for- stjóra Siglinga- stofnunar, kom þeim skilningi á framfæri við stofn- unina að réttmætt væri að veita und- anþáguna. Sigl- ingastofnun skipti þá um skoðun og gaf undanþáguna. Í framhaldi þess hefur Helgi Lax- dal, formaður Vél- stjórafélagsins, krafist afsagnar hans og heimtað afrit þeirra bréfa sem fóru á milli ráðuneytis og stofnunar. Hermann segir nú í yfir- lýsingu að samskiptin við ráðuneyt- ið hafi verið munnleg en ekki skrif- leg og því engin gögn til. Pétur útgerðarmaður, sem allur styrinn stendur um, segir að hann sé í pattstöðu vegna málsins því enga vélstjóra sé að fá með full réttindi. Hann segist hafa marg- rætt málið við formann Vélstjóra- félagsins sem hafi sýnt skilning en ekkert hafi gerst. „Við fáum aldrei þá menn sem verið er að heimta að séu um borð hjá okkur. Ég sé ekki hvernig við getum keppt við launahæstu skip landsins um vélstjóra í nokkra mánuði á ári. Við erum með hæfa vélstjóra um borð þótt eitthvað vanti upp á réttindi þeirra. Þetta er ekki eins og við höfum sótt ein- hverja sveitamenn í afdali,“ segir Pétur. Vélstjórinn hefur verið á skip- inu frá því það kom fyrir fjórum árum. Pétur segir að umræddur vélstjóri hafi verið í skóla undan- farin ár til að ljúka námi í vél- stjórnarfræðum. Hann segir að vélstjórinn sem um ræðir hafi fengið undanþágu á þeim forsend- um að hann sé í námi. „Þessi skip eru skráð með svo stórar vélar að það er alveg út úr kortinu en enginn hefur viljað taka á því. Þetta er mjög óeðlilegt því við þurfum að vera með vél- stjóra eins og þarf á stærstu frystitogara landsins. Svoleiðis menn eru ekki til hér í Stykkis- hólmi. Þeir vélstjórar sem eru með full réttindi, sem þeir hafa náð sér í með níu árum í skóla og smiðju, eru ekki með metnað til þess að ráða sig á báta sem eru með einhverjar hraðbátavélar,“ segir hann. Pétur hafnar því að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og vinur hans hafi með afskiptum sínum fengið Siglingastofnun til að samþykkja undanþáguna. „Það er oft ekkert betra að maður þekki menn of vel því þá verða menn of varkárir. Ég hef forðast að blanda samgönguráð- herranum í þetta mál vegna þess að ég þekki hann ágætlega,“ segir Pétur. rt@frettabladid.is Ný verslun á Stúdentagörðum: Sérsniðin 10-11 VERSLUN Ný verslun matvörukeðj- unnar 10-11 verður opnuð með haustinu á Stúdentagörðunum við Eggertsgötu. Er um að ræða versl- un sem er frábrugðin öðrum versl- unum 10-11 að því leyti að vöruval er sérsniðið að þörfum íbúa Stúd- entagarða. Verslunin mun sinna rúmlega eitt þúsund íbúum garðanna sem og öðrum íbúum á svæðinu í kring. Verslunin verður á jarðhæð stærs- ta garðsins sem rís í Ásgarða- svæðinu og standa vonir til þess að hún verði opnuð fljótlega með haustinu. ■ INNKALLAÐUR Notkun eldri tegundar fimm punda seðils- ins verður hætt eftir 21. nóvember. Eldri fimm punda seðill Breta: Innkallaður í nóvember LONDON, AP Englandsbanki hefur ákveðið að hætta notkun eldri teg- undar fimm sterlingspunda seð- ilsins frá og með 21. nóvember. Á seðlinum er mynd af George Stephenson, frumkvöðli í járn- brautarsamgöngum Breta. Seðill- inn kom fyrst út árið 1990 og eru rúmar 50 milljónir slíkra seðla í notkun. Eftir sem áður verður hægt að nota nýrri fimm punda seðilinn en á honum er mynd af Elizabeth Fry, sem þekktust er fyrir framlag sitt til endurbóta á fangelsum Bretlands. ■                                !  " #$  %&'                          !!"#$%   & "%#'!   % &  !" #$%&'$()*  $#+,-  $ ./.0". 1" 2   $ #%&-  3 4     !56)#$%&'$()*  $#+,-  $ ./.0". 1" 2   $ ,%&-  $7565  3 8   #$# 3    !  ()  "## * +##,                     !!"#$%   & "%#'!   % &   ))  +)& )  ,     -  ( 9.9 #+%%:$ (+*  $#+,-  $ ./.0". 1" 2   $ )%&-  $756  3    ! -            .      !!"#$%   & "%#'!   /     0* ) ) '  ) .  / 01  1   !"  ($;&'$ (+*  $ %1  ./.0". 1" 2  ;%&-   $<   $23 3 !      / !!"#$%   &    .         1     "%#'! +)& )  ,    .) ( 1# % 04    !    & #2##$  1   !"  ($;&'$ (+*  $+(#-  $ '' 5 ;%&-   $ <  7565 3      /    .         1     "%#'! +)& )        ,    .) ( 1# % 01   & !  Lokun vegna vörutalningar NEYTENDUR Verslanir Bónuss verða lokaðar næstkomandi sunnudag vegna vörutalningar. Ástæða þyk- ir til að telja allar vörur í verslun- um tvisvar á ári og er það gert í Bónus í lok febrúar og lok ágúst. Talningin er í tengslum við sex mánaða uppgjör og gangast því sem næst allar verslanir undir hálfs árs talningu. Margar komast hjá því að loka, en að sögn Guð- mundar Marteinssonar, fram- kvæmdastjóra Bónuss, er mann- fæð ástæða þess að verslanirnar loka. Aftur opnar í Bónus á hádegi á mánudag. ■ HRAUNSHOLT Lóð bræðranna Einars og Guðmundar Bjarnasona var tekin eignanámi. Vélstjórarnir eru ekki afdalamenn Útgerðarmaður skemmtiskipa á Breiðafirði á í stöðugri baráttu við að fá undanþágu fyrir vélstjóra. Segir að enginn hámenntaður vélstjóri fáist til að sinna hraðbátavélum. Segir lögin vera vitlaus. HELGI LAXDAL Formaður Vélstjórafélags Íslands hefur krafist afsagnar forstjóra Siglingastofnunar vegna undanþágumálsins. STURLA BÖÐVARSSON Vinskapur er með ráðherranum og útgerðarmanni skemmtiskipa sem fékk um- deilda undan- þágu fyrir yfirvél- stjóra.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.