Fréttablaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 14
14 27. ágúst 2003 MIÐVIKUDAGUR Fyrir 120 árum, árið 1883,sprakk eyjan Krakatau en þetta er lítil eyja vestur af Súmötru í Indónesíu. Á eyjunni, sem er og hefur verið mannlaus, byrjaði allt og nötra og skjálfa 20. maí þessa árs 1883, og sú virkni magnaðist og varð að gosi 26. ágúst. Það var svo strax daginn eftir að eyjan hreinlega sprakk. Tveir þriðju hlutar eyjunnar hurfu hreinlega og sköpuðu 120 feta flóðbylgju sem drap yfir 36.000 manns á nærliggjandi eyj- um eins og Jövu og Súmötru. Sprengingin var svo öflug að hún heyrðist alla leið til Ástralíu, sem liggur í um 3.000 kílómetra fjar- lægð. Askan er sögð hafa náð að dreifa sér um alla jörðina og með því sköpuðust mögnuð sólsetur. Þetta breytti andrúmslofti jarðar svo um munaði því hitinn lækkaði fljótlega um heila gráðu. Auk Krakatau eru í Indónesíu um 130 mjög virkar eldstöðvar. ■ Krakatau sprakk             !"##$% & ''(#  ) '' $ **' +, -. $ $/%# 1  $( 2(#            3 /#'''$ -+-4+, 555 % ( # Lárus G. Lúðvígsson, Skólavörðustíg 16a, lést föstudaginn 22. ágúst. Guðjón T. Magnússon, Hrafnistu, áður Sörlaskjóli 94, lést aðfaranótt sunnu- dagsins 24. ágúst. Margrét Guðjónsdóttir, Kársnesbraut 31, lést föstudaginn 22. ágúst. María Þorgrímsdóttir, leikskólakennari, Næfurholti 2, lést laugardaginn 23. ágúst. Gunnar Maggi Árnason lést á Landspít- alanum laugardaginn 23. ágúst. Haukur Hjartarson, fyrrum brunavörð- ur, lést 11. ágúst. Útförin fór fram í kyrr- þey. Anton Sigurjónsson Goðabraut 20, Dal- vík, lést föstudaginn 22. ágúst. Skúli Júlíusson rafvirkjameistari, Skóla- braut 3, lést aðfaranótt laugardagsins 23. ágúst. ■ Andlát ■ Jarðarfarir 10.30 Haraldur Kr. Jensson, skipstjóri, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju. 10.30 María Pétursdóttir, áður til heim- ilis í Hólmgarði 49, verður jarð- sungin frá Bústaðakirkju. 13.30 Lilja Kristjánsdóttir, hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ, verður jarð- sungin frá Háteigskirkju. 15.00 Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi apótekari, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 15.00 Sigurþór Sigurðsson, Grettisgötu 46, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni. Ég ætla að fara með fjölskyld-una og nánustu vini upp á Hótel Geysi í Haukadal,“ segir Kristinn Ágúst Friðfinnsson, sóknarprestur í Hraungerðis- prestakalli, sem heldur upp á fimmtugsafmælið sitt í dag. „Þetta er einn magnaðasti staður á Suðurlandi og hann er í miklu uppáhaldi hjá fölskyldunni.“ Kristinn segist yfirleitt ekki halda upp á afmælin sín: „Þegar maður er prestur er erfitt að halda opið afmæli. Þegar maður er orðinn þetta gamall er maður búinn að kynnast svo mörgum í gegnum starfið að það gætu kom- ið miklu fleiri í veisluna heldur en maður áttar sig á. Þá er freist- ingin sú að vera frekar með lok- aðan hóp og halda upp á afmælið þannig,“ segir Kristinn. Auk þess að vera prestur í Hraungerðisprestakalli sér Kristinn einnig um Þingvalla- prestakall í aukaþjónustu. Þar verður hann til 1. október nema annað komi á daginn. Kristinn býr á Selfossi ásamt eiginkonu sinni Önnu Margréti Guðmunds- dóttur og eiga þau fjögur börn. Að sögn Kristins eru helstu áhugamál hans lestur góðra bóka og tónlist. „En það má reyndar segja að starfið hafi tekið mig traustataki. Ég hef mjög mikið að gera við sálgæslu og þá ekki bara minna sóknarbarna. Starfið tekur nánast allan frítímann og maður er í raun á vakt allan sólarhring- inn.“ Kristinn segir prestsstarfið vera mjög dýrmætt starf. „Þetta er mjög skrýtið starf og er í raun á mörkunum að kallast starf. Þetta er lífsmáti sem er mjög skemmtilegur,“ segir Kristinn og útskýrir nánar: „Maður gengur aldrei að neinu öruggu. Það er alltaf eitthvað óvænt að koma upp og maður veit aldrei hvort maður er í vinnunni eða ekki. Maður rambar bara mitt á milli.“ Kristinn hefur lítið getað far- ið í sumar vegna anna en náði þó að skjótast norður í Húnavatns- sýslu í veiðar eins og hann gerir stundum. Í október ætlar hann síðan til Riga í Lettlandi í lang- þráð frí frá sólarhringsvaktinni heima fyrir. freyr@frettabladid.is KRISTINN ÁGÚST FRIÐFINNSSON Heldur upp á afmælið á Hótel Geysi í Haukadal. Afmæli KRISTINN ÁGÚST FRIÐFINNSSON ■ sóknarprestur heldur upp á fimmtugs- afmælið sitt í dag. Hann segir að prests- starfið sé skemmtilegur lífsmáti. Opin afmæli ekki í myndinni Ég ákvað bara að breyta til ogstyðja Hrafn Jökulsson í hans uppbyggingarstarfi í þágu skák- listarinnar,“ segir Jóhann Hjart- arson stórmeistari, aðspurður um ástæðuna fyrir vistaskiptum sínum. Áður en Jóhann gekk til liðs við Hrókinn tefldi hann fyrir Skákfélag Akureyrar í þrjú ár. Jóhann segir að skákin sé í mikilli uppsveiflu um þessar mundir og þá helst fyrir tilverkn- að Hróksins. „Nú er bara að spýta í lófana fyrir þessa yngri og efnilegu að reyna að ná titl- um.“ Aðspurður segir Jóhann að Jón Viktor Gunnarsson og Stefán Kristjánsson séu helstu stór- meistaraefnin í dag. Jóhann, sem starfar sem lög- fræðingur hjá Íslenskri erfða- greiningu, vill ekki meina að all- ur hans frítími fari í taflmennsk- una: „Ég er bara amatör í skák- inni núna og tefli bara fyrir ánægjuna. Ég hef nú fleiri áhuga- mál eins og veiðiskap og aðra úti- veru,“ segir Jóhann. Þegar hann fer að veiða segist hann helst fara austur fyrir fjall í Hvítá. Jóhann hætti sem atvinnumað- ur í skák í árslok 1997. Hann seg- ist ekki sakna atvinnumennsk- unnar að ráði. „Þetta var orðið mátulegt á þeim tíma. Það var orðið mjög erfitt að draga fram lífið á þessu einu saman. Síðan fylgdu þessu mikil ferðalög. Þetta var orðið ansi mikið hark.“ Jóhann, sem er stigahæsti skákmaður Norðurlanda og í 53. sæti á heimslistanum, hefur staðið sig prýðilega með nýja taflfélaginu. Á Norðurlandamót- inu sem var haldið á Netinu fékk Jóhann fjóran og hálfan vinning af fimm mögulegum og í Hrað- skákkeppni íslenskra taflfélaga, sem var haldin í síðustu viku, hlaut Jóhann 10 vinninga af 12 mögulegum. Það er því greini- legt að koma Jóhanns í Hrókinn er mikill hvalreki fyrir taflfé- lagið. ■ JÓHANN HJARTARSON Genginn til liðs við Hrókinn eftir þriggja ára veru í Skákfélagi Akureyrar. Tímamót JÓHANN HJARTARSON ■ stórmeistari í skák er genginn til liðs við taflfélagið Hrókinn. Hann segir að skákin sé í mikilli uppsveiflu um þessar mundir. Teflir ánægjunnar vegna ■ Tilkynningar Fréttablaðið býður lesendum að senda inn tilkynningar um dánar- fregnir, jarðarfarir, afmæli eða aðra stórviðburði. Tekið er á móti tilkynningum á tölvupóstfangið: tilkynningar@frettabladid.is. Athugið að upplýsingar þurfa að vera ítarlegar og helst tæmandi. ■ KRAKATAU Eldfjallið ógurlega sem sprakk fyrir 120 árum. 27. ágúst 1883 KRAKATAU ■ springur og bara í flóðbylgjunni sem fylgdi sprengingunni drápust 36 þúsund manns á nærliggjandi eyjum. Askan dreifði sér um jörðina og lækkaði hita- stigið um heila gráðu. ■ Þetta gerðist Kristinn Ágúst Friðfinnsson sóknar- prestur er fimmtugur. Gunnlaugur Briem trommuleikari er 43 ára. Sigurjón B. Sigurðsson (Sjón) rithöf- undur er 41 árs. Brynhildur Þórarinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri, er 33 ára. Sigurbjörg Þrastardóttir, rithöfundur og blaðamaður, er þrítug. BARBARA BACH Heldur upp á 56 ára afmælið sitt í dag. Auk þess að vera eiginkona Bítilsins Ringo Starr er hún m.a. þekkt fyrir hlut- verk sitt í Bond-myndinni The Spy who Loved Me. Leikarinn Paul „Pee-Wee Herman“ Reubens fæddist einnig á þessum degi árið 1952. 27.ágúst ■ Afmæli 1828 Úrugvæ verður sjálfstætt ríki eftir viðræður á milli Brasilíu og Argentínu. 1912 Rithöfundurinn Edgar Rice Burroughs gefur út bók sína um Tarzan, konung apanna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.