Fréttablaðið - 27.08.2003, Side 26

Fréttablaðið - 27.08.2003, Side 26
■ ■ KVIKMYNDIR Sjá www.kvikmyndir.is  Sambíóin Kringlunni, s. 588 0800  Sambíóin Álfabakka, s. 587 8900  Háskólabíó, s. 530 1919  Laugarásbíó, s. 553 2075  Regnboginn, s. 551 9000  Smárabíó, s. 564 0000  Borgarbíó, Akureyri, s. 462 3500  Sambíóin Keflavík, s. 421 1170 ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Hádegistónleikar í Hafnar- borg, menningar- og listastofnun Hafn- arfjarðar. Hlöðver Sigurðsson tenór syngur íslensk einsöngslög við undirleik Antoníu Hevasi píanóleikara. Á efnis- skrá verða meðal annars verk eftir Sig- valda Kaldalóns, Donizetti og Mozart. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Hafn- arborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar og Antoníu Hevasi píanó- leikara.  21.00 Moody Company,Tender- foot og Rúnar halda tónleika á Opus 7, Hafnarstræti 7.  21.00 Salunhljómsveitin L’amour fou heldur tónleika í Iðnó í kvöld. Tón- leikarnir eru endurteknir í kvöld vegna mikillar aðsóknar.  20.00 Leikritið Kvetch sýnt í Borgarleikhúsinu. Verkið var valið leiksýning ársins á Grímunni og hefur notið gífurlegra vinsælda. 27. ágúst 2003 MIÐVIKUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 24 25 26 27 28 29 30 ÁGÚST Miðvikudagur Tónleikarnir verða endurteknir íkvöld vegna alveg frábærrar aðsóknar,“ segir Gunnlaugur Torfi Stefánsson, sem leikur á kontra- bassa í Salunhljómsveitinni L’amo- ur fou, en hljómsveitin heldur tón- leika í Iðnó í kvöld. Gunnlaugur segir tónleikana vera svokallaða sitjandi tónleika, dúkar hafa verið lagðir á borð og fólki gefst kostur á að sötra bjór eða rauðvín meðan það hlustar á gullaldartóna íslenskrar tónlistar ásamt gömlum tónum úr kvik- myndum. „Við fengum styrk úr Menningarborgarsjóði til að út- setja gömul íslensk lög og gefst fólki kostur á að hlýða á afrakstur- inn í kvöld.“ Meðal dægurlaga sem Hrafnkell Orri, sellóleikari hljóm- sveitarinnar, hefur útsett eru Aust- urstræti eftir Ladda, Litli tónlist- armaðurinn eftir Freymóð Jó- hannsson og Dagný eftir Sigfús Halldórsson. Aðspurður um uppruna Salun- hljómsveitanna segir Gunnlaugur upphaf þeirra mega rekja til dæg- urtónlistar 19. aldar. Hún var upp- haflega hugsuð sem dægrastytt- ing, stofutónlist, en fluttist í kjöl- farið yfir á kaffihúsin og dansstað- ina. „Þetta var svokölluð Vínartón- list en fljótlega blandaðist argent- ínski tangóinn inn í og það má greinilega sjá þennan keim í út- setningum Hrafnkels.“ L’amour fou hefur verið starf- andi í þrjú ár en þar sem þrír af hljómsveitarmeðlimunum búa og starfa erlendis má segja að þetta sé hálfgerð sparihljómsveit sem kemur saman tvisvar á ári, í ágúst og desember. Salonhljómsveitina L’amour fou skipa Hrafnhildur Atladóttir, fiðla, Guðrún Hrund Harðardóttir, víóla, Hrafnkell Orri Egilsson, selló, Gunnlaugur T. Stefánsson, kontra- bassi og Tinna Þorsteinsdóttir, pí- anó. ■ ■ TÓNLEIKAR Keimur af Vínarvölsum og tangótónlist VÍKINGUR KRISTJÁNSSON Uppáhaldsísinn minn er meðpistasíuhnetum,“ segir Vík- ingur Kristjánsson leikari. „Ég fæ mér reyndar ekkert mjög oft ís þar sem ég er að passa mig að verða ekki feit- ur.“ Aðspurður hvers vegna pistasíuísinn verði fyrir valinu segir Víkingur ástæð- una vera aug- ljósa, hnetur og ís passi einfaldlega mjög vel sam- an. „Pístasíur eru líka þannig hnetur að þegar maður hefur opnað pokann getur maður ein- faldlega ekki hætt.“ Uppáhaldsísinn minn JOLIE Leikkonan íðilfagra Angelina Jolie var glæsileg að vanda þegar hún mætti til frumsýningar á myndinni Tomb Raider: The Cradle of Life í Bretlandi á dögunum. L’AMOUR FOU Hljómsveitin leikur íslenska gullaldartónlist og gamla tóna úr kvikmyndum í Iðnó í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.