Fréttablaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 14
bílar o.fl. Blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur bí lum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: bilar@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Þjónustuauglýsingar: Gula línan, sími 580 8090 – netfang: auglysingar@gulalinan.is. Hann er kallaður ljónabíllinn ífjölskyldunni,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari Íslands- meistara KR í kvennafótbolta, sem hefur átt Peugeot station- fjölskyldubíl í tvö ár. „Mér finnst hann mjög góður. Hann er líka kraftmikill. Við keyr- um svolítið á honum út á land því mamma mín og pabbi eiga heima á Sauðárkróki. Ég er mjög ánægð með bílinn.“ Vanda ferðaðist ekki mikið í sumar en náði þó að fara í hring- ferð um landið með fjöl- skyldunni. „Ég hef ekki komist mikið út af fótboltan- um en fékk smá frí í sumar.“ Þegar Vanda bjó á Sauðárkróki fyrir nokkru keyptu þau hjónin sér LandCruiser jeppa sem þau áttu í eitt ár. Þar áður óku þau um á stationbíl. „Það er draumurinn að vera á jeppa en það kostar bara ansi mikla peninga,“ segir Vanda, sem er tveggja barna móðir. „Það var rosalega gaman að eiga jeppa en við erum samt mjög ánægð með þennan bíl.“ ■ Fjölskyldubíllinn minn: Kallaður ljónabíllinn í fjölskyldunni Bandarísk ungmenni: Fleiri á not- uðum bílum 36 % bandarískra ungmenna áaldrinum 16 til 17 ára aka á not- uðum bílum, samkvæmt nýrri könnun. Á meðal ungmenna á aldrinum 18-19 ára er talan nokk- uð hærri eða 47%. Þetta eru mun hærri tölur en komu fram í síðustu könnun sem var gerð árið 1999. Þá áttu 14% 16-17 ára ungmenna notaða bíla og 12% 18 til 19 ára ungmenna. Fjöldi bandarískra ungmenna sem geta montað sig af nýja bíln- um sínum hefur aukist lítillega. Samkvæmt könnuninni hafa 9% ungmenna á aldrinum 16 til 17 ára eignast nýja bíla á árinu. Sömu sögu er að segja af 11 prósentum unglinga á aldrinum 18-19 ára. Fjöldinn hefur aukist um eitt til fimm prósent frá síðustu könnun. „Foreldrar og unglingar hafa mismunandi forgangsröðun. Ung- lingar vilja eitthvað sem getur bætt ímynd þeirra í samfélaginu,“ sagði aðstandandi könnunarinnar. „Foreldrar vilja kaupa hluti sem þeir hafa efni á og um leið eitt- hvað sem er áreiðanlegt.“ ■ Tíska í bílakaupum: Vinsældir lúxusfólksbíla aukast Fólk er farið að skoða lúxus-fólksbíla mun meira en áður,“ segir Guðmundur Gíslason, markaðsstjóri B&L, um nýjustu tískuna í bílakaupum. „Krafturinn er farinn að skipta minna máli. Menn eru farnir að hugsa verulega mikið um öryggið og þá er litið til þess- ara NCAP-prófa frá Evrópu þar sem bílar fá stjörnugjöf. Sem dæmi var Renault Laguna valinn öruggasti bíllinn í slíku prófi og fyrir vikið eru Renault-bílarnir orðnir mest seldu bílar í Evr- ópu.“ Guðmundur segir að margar ástæður séu fyrir auknum áhuga á lúxusfólksbílum. „Það helsta er að vegirnir eru orðnir mjög góð- ir. Fólk er líka farið að uppgötva aksturseiginleika fólksbílanna. Þeir eru komnir með breiðari dekk og eru orðnir öruggari en áður. Lúxussportjeppar eru líka orðnir nokkuð vinsælir.“ Vinsældir fjölnota fjölskyldu- bíla hafa einnig aukist upp á síðkastið, sem og fjórhjóladrifnir jepplingar. „Þessir fjölnota bílar eru þægilegir bílar fyrir fjöl- skyldur. Krakkarnir sitja hærra og sjá betur út. Plássið er líka meira og það er hægt að taka sæt- in úr þeim,“ segir Guðmundur. ■ RENAULT LAGUNA Vinsælir og öruggir bílar. NÝR BÍLL Níu prósent bandarískra ungmenna hafa eignast nýja bíla á árinu. Nýr Alfa Romeo: Fimm manna sportbíll Nýr Alfa Romeo var frumsýnd-ur hér á landi á dögunum. Gerðar hafa verið töluverðar breytingar á 156-bílnum sem hef- ur verið vinsælasti Alfa Romeo- bíllinn hér á landi. Að sögn Sturlu Sigurðssonar, framkvæmdastjóra hjá Fiat og Alfa Romeo-umboðinu, felast breytingarnar mest í útlitshönnun á fram- og afturenda bílsins. „Þessar breytingar eru til viðbót- ar við þær tæknilegu breytingar sem voru gerðar fyrir ári. Þá tóku þeir bílinn í gegn að innan en núna hafa þeir breytt andlitinu á bíln- um,“ segir Sturla. Sturla segir að á fyrstu þremur mánuðum ársins hafi salan á Alfa Romeo verið meiri en allt árið í fyrra. Þegar séu komnar pantanir fyrir nýja bílinn. „Þessi nýi bíll er mjög sportlegur. Það var frægur ítalskur hönnuður sem hannaði breytingarnar. Bíllinn hefur þetta grimma andlit sem sportbílar hafa. Þetta er í raun fimm manna sportbíll án þess að vera neitt óþarflega hastur,“ segir Sturla. ■ ALFA ROMEO Þessi nýja tegund af Alfa Romeo er komin til Íslands. ■ Bílar FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M EYJABÍLAR Þessir fjórir sérhönnuðu eyjabílar stóðu við hafnarbakka í Montego í Jamaíka á dögunum og biðu þess að vera fluttir til Bahama-eyja. Bílarnir, sem eru tveggja dyra, voru smíðaðir í verksmiðju Excel Motort í vesturhluta Jamaíka. AP /M YN D Jeppaferð Útivistar: Farið um Fjallabak Jeppadeild Útivistar stendurfyrir ferð um Breiðbak og Syðri-Fjallabaksleið helgina 26. til 28. september. Þátttakendur ferð- ast á eigin jeppum undir leiðsögn fararstjóra Útivistar. Á föstudagskvöldið verður ekið inn í Hrauneyjar þar sem tekið verður eldsneyti. Þaðan er ekið í Jökulheima þar sem gist verður í skálum Jöklarannsókna- félags Íslands. Á laugardeginum verður meðal annars leitað að vaði yfir Tungnaá. ■ Evrópsk samgönguvika: Aðgengi fyrir alla Dagana 16. til 22. septembertekur Reykjavíkurborg þátt í Evrópsku samgönguvikunni. Í ár taka um 240 borgir víðs vegar í Evrópu þátt í verkefninu. Meginþema vikunnar er „að- gengi fyrir alla“ í tengslum við Evrópuár fatlaðra. Evrópska samgönguvikan er haldin til þess að vekja almenning til umhugsunar um umferðar- menningu. Einnig er lögð áhersla á mikilvægi þess að skapa betra aðgengi, meðal annars fyrir gang- andi vegfarendur, hjólreiðafólk og fatlaða. ■ VETRARDEKKIN 1. NÓV. Nú er veturinn að nálgast og þá þurfa ökumenn að huga að ýmsum at- riðum, svo sem að setja vetrar- dekkin undir bílinn sinn. Frestur- inn til að setja dekkin undir bílinn rennur út 1. nóvember. Frostið gæti þó gert vart við sig fyrr og því um að gera fyrir öku- menn að fara að huga að skiptun- um. VANDA VIÐ PEUGEOT BÍLINN Fór í hringferð um landið í sumar með fjölskyldunni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.