Fréttablaðið - 17.09.2003, Page 24

Fréttablaðið - 17.09.2003, Page 24
FÓTBOLTI Stjórn Evrópska knatt- spyrnusambandsins, UEFA, mun væntanlega ákveða í dag hvaða reglur verða viðhafðar í umspili um laust sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu í Portúgal á næsta ári. Átta lið munu leika í umspili um sætin fjögur sem í boði eru. Stjórn UEFA á eftir að ákveða hvort dreg- ið verði um hvaða lið mætist eða hvort liðum verði raðað í styrk- leikalista. Ef seinni leiðin verður farin munu þjóðir sem eru ofar- lega á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins mæta lakari þjóðum, sem gerir þeim síð- arnefndu erfiðara fyrir að komast í lokakeppnina. Líklegra þykir þó að fyrri leiðin verði farin en sá háttur hefur ver- ið hafður á síðustu ár. England dróst til að mynda gegn Skotlandi í umspili fyrir Evrópukeppnina árið 2000. Ísland gæti lent í umspili við þjóðir á borð við Danmörk, Noreg, Holland, Spán, England, Króatíu, Ítalíu og Írland. Það skýrist þó ekki fyrr en í lokaleikjum und- ankeppninnar þann 11. október. ■ 24 17. september 2003 MIÐVIKUDAGUR ■ Handbolti SÁTTUR Gianfranco Zola, fyrirliði Cagliari, fagnar hér marki sem hann skoraði úr vítaspyrnu í leik gegn Pescara. Zola virðist sáttur að vera kominn aftur heim til Ítalíu. Fótbolti Meistaradeild Evrópu: Kennslustund á Old Trafford FÓTBOLTI Manchester United tók Panathinaikos frá Grikklandi í kennslustund á Old Trafford í gær í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu og vann stórsigur 5-0. Ensku meistararnir sýndu á köflum snilldartilþrif og í hálfleik var staðan 4-0. Mickael Silvestre, Quinton Fortune, Ole Gunnar Sol- skjær, Nicky Butt og Eric Djemba-Djemba skoruðu mörk heimamanna. Eiður Smári Guðjohnsen sat á varamannabekknum þegar Chel- sea lagði Spörtu Prag að velli 1-0. William Gallas skoraði mark Lundúnaliðsins á 85. mínútu. Stjörnum prýtt lið Real Ma- drid vann Marseille frá Frakk- landi 4-2. ■ FÓTBOLTI Fyrstu umferð riðla- keppni Meistaradeildar Evrópu lýkur í kvöld með átta leikjum. Stórleikur umferðarinnar verður á Highbury þegar Arsenal tekur á móti Inter Milan í B-riðli. Arsenal hefur aldrei tapað fyrir ítölsku liði á heimavelli undir stjórn Arsene Wenger. Lundúnaliðið þarf þó að bæta árangur sinn á heimavelli. Á síðustu leiktíð gerði liðið fjórum sinnum jafntefli og tapaði einum leik í þeim sex leikj- um sem liðið lék á heimavelli í Meistaradeildinni. Arsenal hefur byrjað tímabilið í ensku úrvals- deildinni vel, er á toppi deildar- innar og hefur ekki tapað leik. „Leikurinn í kvöld skiptir okk- ur miklu máli,“ sagði Arsene Wenger. „Inter er líklega helsti keppinautur okkar í riðlinum og það er nauðsynlegt fyrir okkur að hefja mótið með sigri.“ Framherjinn Christian Vieiri getur ekki leikið með Inter Milan í kvöld vegna ökklameiðsla sem hann hlaut í landsleik í síðustu viku. Dynamo Kiev og Lokomotiv Moskva eigast við í hinum leik riðilsins. Í A-riðli mætast Bayern München og Glasgow Celtic. Bayern er talið eitt af sigur- stranglegustu liðum keppninnar enda skipað frábærum leikmönn- um. Liðið fékk einnig hollenska markahrókinn Roy Makaay í sínar raðir fyrir þetta tímabil. Hann hefur þó ekki enn náð að sýna sitt rétta andlit. Ottmar Hitzfeld, knattspyrnustjóri Bayern, getur þó ekki stillt upp sínu sterkasta liði því Michael Ballack, Sebasti- an Deisler, Jens Jeremies og Brasilíumaðurinn Ze Roberto eru allir meiddir. Franska liðið Lyon mætir And- erlecht í hinum leik riðilsins. PSV Eindhoven mætir Monaco í C-riðli. Óvíst er hvort Kasper Bøgelund geti leikið með hol- lenska liðinu en hann meiddist í leik gegn Utrecht á laugardag. Guus Hiddink, þjálfari PSV, var ekki ánægður með leik sinna manna þá þótt þeir hefðu unnið 2-1. „Við þurfum að leika betur en þetta gegn Monaco,“ sagði Hidd- ink á laugardag. Deportivo La Coruña sækir AEK frá Grikklandi heim í sama riðli. David Trezeguet getur líklega ekki leikið með Juventus í kvöld gegn Galatasaray í D-riðli keppn- innar vegna meiðsla. Trezeguet skoraði sigurmark Juve gegn Chievo um síðustu helgi. Fatih Terim, stjóri Galatasaray, gagn- rýndi leikmenn sína eftir 1-0 tap gegn Konyaspor um síðustu helgi. „Ef við leikum svona áfram mun Juventus kjöldraga okkur,“ sagði Terim. ■ Sjálfboðaliðar óskast! Kópavogsdeild Rauða kross Íslands óskar eftir sjálfboðaliðum til þess að sinna margvíslegum mannúðarverkefnum deildarinnar. Kynningarfundur fyrir nýja sjálfboðaliða verður haldinn í Hamraborg 11 fimmtudaginn 18. september kl. 20. Um er að ræða verkefni sem henta körlum jafnt sem konum, fólki á öllum aldri: • Heimsóknavinir • Aðstoð við geðfatlaða • Föt sem framlag • Neyðarvarnir • Ökuvinir • Fataflokkun og afgreiðsla í L-12 • Hjálparsíminn Sjálfboðamiðstöð Hamraborg 11, opin virka daga kl. 12-14 Sími 554 6626 / kopavogur@redcross.is www.redcross.is/kopavogur Nánari upplýsingar: Remaxdeild karla – úrslit Suðurriðill: KA - Fram 30 - 31 Víkingur - Grótta/KR 24 - 24 Afturelding - Þór 29 - 26 BLAÐAMANNAFUNDUR ÍSLENSKA LANDSLIÐSINS Gæti mætt Englandi, Ítalíu, Hollandi eða öðrum stórþjóðum í umspili um laust sæti á Evr- ópumótinu. Stjórn UEFA hittist í dag: Ákveður reglur umspils Arsenal mætir Inter Átta leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Arsenal mætir Inter Milan og Bayern München fær Celtic í heimsókn. Christian Vieiri getur ekki leikið með Inter vegna meiðsla. Sömu sögu er að segja úr herbúðum Bayern München þar sem Michael Ballack er meiddur. ARSENAL Thierry Henry verður væntanlega í eldlínunni í kvöld þegar Arsenal fær Inter Milan í heimsókn. LEIKIR KVÖLDSINS: A Bayern - Celtic A Lyon - Anderlecht B Arsenal - Internazionale B Dynamo Kiev - Lokomotiv Moskva C AEK - Deportivo C PSV - Monaco D Juventus - Galatasaray D Real Sociedad - Olympiakos MARKI FAGNAÐ Manchester United burstaði Panathinaikos 5-0 í gærkvöldi. ÚRSLITIN Manchester United - Panathinaikos 5-0 AC Milan - Ajax 1-0 Club Brugge - Celta Vigo 1-1 Real Madrid - Marseille 4-2 Rangers - Stuttgart 2-1 Sparta Prag - Chelsea 0-1 Besiktas - Lazio 0-2 Partizan Belgrad - Porto 1-1

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.