Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.09.2003, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 17.09.2003, Qupperneq 25
MIÐVIKUDAGUR 17. september 2003 FÓTBOLTI Bandaríska kvennadeild- in í knattspyrnu, WUSA, hefur verið lögð niður. Stjórn WUSA tók ákvörðun um að leggja deildina niður á fundi í New York á mánu- dag aðeins nokkrum dögum áður en heimsmeistaramót kvenna hefst þar í landi. Rekstur deildar- innar hefur gengið afar illa; áhorfendum hefur fækkað til muna og erfitt hefur reynst að ná í styrktaraðila. „Rekstrargrundvöllur er ekki lengur fyrir hendi,“ sagði John Hendricks, stjórnarformaður deildarinnar. WUSA-deildinni var komið á laggirnar árið 1999 í kjölfar heimsmeistaramótsins í Banda- ríkjunum sama ár, sem þótti takast einstaklega vel. Flestar af bestu knattspyrnukonum heims leika í deildinni, þar á meðal allt bandaríska landsliðið. Eigendur WUSA lögðu 100 milljónir dollara í deildina en án árangurs. Leikmenn tóku á sig launalækkun til að reyna að bjarga henni en allt kom fyrir ekki. Tæplega 400 manns starfa við deildina og átta lið hafa leikið þar síðustu ár. ■ FÓTBOLTI Helena Ólafsdóttir, þjálf- ari kvennalandsliðsins, hefur til- kynnt átján manna æfingahóp fyrir leikinn gegn Póllandi í und- ankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Bydgoszcz í Póllandi. Sextán leikmenn verða valdir til ferðarinnar þegar nær dregur leik. Þórunn H. Jónsdóttir úr KR er eini nýliðinn í hópnum. Hún er að- eins átján ára en hefur staðið sig vel með Íslandsmeisturunum í sumar. Ásthildur Helgadóttir fyr- irliði er sem fyrr leikjahæst, hef- ur leikið 55 landsleiki. Landsliðið fer til Póllands fimmtudaginn 25. september en leikurinn sjálfur verður tveimur dögum síðar. Íslenska landsliðið vann það pólska um síðustu helgi 10-0. Það er stærsti sigur sem ís- lenskt A-landslið hefur unnið. Íslensku stelpurnar eru í efsta sæti 3. riðils undankeppni Evr- ópumótsins með sjö stig, jafn mörg og Rússland en með betri markatölu. Íslenska liðið hefur leikið fjóra leiki; unnið tvo, gert eitt jafntefli og tapað einum. ■ SORGARSTUND Mia Hamm, ein besta knattspyrnukona heims, grætur hér eftir að Washington Freedom tapaði í úrslitaleik fyrir Carolina Courage. WUSA-deildin hefur verið lögð niður vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Ís- lensku landsliðskonurnar Ásthildur Helga- dóttir, Margrét Ólafsdóttir og Rakel Ög- mundsdóttir léku um tíma í deildinni. WUSA-deildin: Bandaríska kvenna- deildin lögð niður ÍSLAND - PÓLLAND Íslenska liðið kjöldró það pólska þegar þau áttust við á Laugardalsvelli um síðustu helgi. Liðin eigast aftur við í Póllandi þann 27. september. ÍSLENSKA LIÐIÐ Markverðir: Þóra B. Helgadóttir KR María B. Ágústsdóttir Stjörnunni Aðrir leikmenn: Björg Ásta Þórðardóttir Breiðablik Erna B. Sigurðardóttir Breiðablik Erla Hendriksdóttir FV Köbenhavn Margrét L. Viðarsdóttir ÍBV Olga Færseth ÍBV Edda Garðarsdóttir KR Embla S. Grétarsdóttir KR Guðrún Sóley Gunnarsdóttir KR Hólmfríður Magnúsdóttir KR Hrefna H. Jóhannesdóttir KR Þórunn H. Jónsdóttir KR Ásthildur Helgadóttir Malmö FF Íris Andrésdóttir Valur Laufey Jóhannsdóttir Valur Laufey Ólafsdóttir Valur Málfríður E. Sigurðardóttir Valur Helena Ólafsdóttir velur landsliðshópinn: Þórunn eini nýliðinn FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.