Fréttablaðið - 17.09.2003, Síða 26

Fréttablaðið - 17.09.2003, Síða 26
■ ■ TÓNLEIKAR  Halli og Kolla taka frumsamið efni í bland við lög eftir aðra á Pakkhúsinu, Selfossi.  Strákarnir í EE Project verða með tónleika á Gauki á Stöng í kvöld.  20.00 Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson endurflytja opn- unartónleika Tíbrár í Salnum, Kópavogi, vegna fjölda áskorana. Á efnisskrá eru tveir glæsilegir söngvasveigar eftir Ro- bert Schumann. Því miður verður ekki hægt að flytja tónleikana oftar. Margir þurftu frá að hverfa í fyrra skiptið en enn eru nokkur sæti laus í kvöld.  21.00 Bubbi er farinn í hausttón- leikaferð og spilar í Félagsheimilinu Víðihlíð í kvöld. Miðaverð er 1.500 krónur og ekkert aldurstakmark. ■ ■ FYRIRLESTRAR  16.30 Ertu að fara elsku vinur? Þór- oddur Bjarnason, lektor í félagsfræði við State University of New York í Bandaríkjunum, fjallar um framtíðarsýn íslenskra unglinga og viðhorf þeirra til heimahaganna, 1992-2003. Fyrirlestur- inn verður fluttur í stofu 14 í Háskólan- um á Akureyri, Þingvallastræti 23. ■ ■ FUNDIR  12.30 Hádegisfundir Geðræktar í Grensáskirkju. Eru þunglyndi og kvíði eðlilegir fylgifiskar efri áranna? Berglind Magnúsdóttir sálfræðingur, Hildur Við- arsdóttir læknir og Guðjón Bergmann jógakennari verða með erindi og sitja fyrir svörum. Boðið er upp á súpu, brauð og kaffi fyrir 500 kr. Allir - á öllum aldri – eru hjartanlega velkomnir.  16.15 Málstofa á vegum Hag- fræðistofnunar: Jón Þór Sturluson sér- fræðingur spyr hvort reynsla keppinauta skipti máli. Í fyrirlestrinum verður fjallað um hagfræðilega tilraun á sviði sam- keppnismála. Fyrirlesturinn fer fram á Aragötu 14. 26 17. september 2003 MIÐVIKUDAGURhvað?hvar?hvenær? 14 15 16 17 18 19 20 SEPTEMBER Miðvikudagur Það er ferlega gaman að fara útá land. Fólkið er svo þakklátt og svo eru þessi hús úti á landi, félagsheimilin og bíóin, mörg al- veg frábær tónlistarhús,“ segir Bubbi Morthens, sem í gær hélt af stað í sína árlegu tónleikaferð um landið. „Og þegar veðrið er gott skipt- ir engu máli hvar maður er. Land- ið er svo yndislegt. Það er alveg einstakt að vera að þvælast svona einn um þessa staði alla.“ Bubbi hefur haldið þessum sið í 23 ár að ferðast um landið þvert og endilangt að flytja tónlist sína. Oftast er hann einn á ferð með gít- arinn sinn og svo er einnig núna. „Hera var með mér í fyrra, en hún er í upptökum núna.“ Bubbi hóf túrinn á Skagaströnd í gærkvöld og verður svo með tón- leika í félagsheimilinu í Víðihlíð í kvöld. Á morgun verður hann á Hvammstanga en á föstudaginn verður hann á Akranesi. „Þetta verður alveg helvíti langt. Fyrsta törnin stendur alveg fram í október. Þá kem ég í bæinn út af idolinu,“ segir Bubbi. Síðan fer hann aftur af stað og fer þá á alla smærri staðina í kringum hina stærri. Túrnum lýk- ur ekki fyrr en í desember, enda segir hann stefnuna að heimsækja nánast öll byggðarlög á landinu. Á tónleikunum ætlar hann að kynna nýja plötu sem kemur út í haust og heitir „Þúsund kossa nótt“. Tónleikaferðina nefnir Bubbi „Þúsund kossa nótt“, sem er sama nafn og á nýju plötunni sem hann sendir frá sér í haust. Bubbi segir þetta þriðju plötuna í þríleik sem byggir á svipuðu þema, sem kenna má við fjölskyld- una að nokkru leyti, segir Bubbi. Fyrst kom platan Lífið er ljúft og síðan Sól að morgni. gudsteinn@frettabladid.is ■ TÓNLIST Einn á ferð með gítarinn Miðvikudagur 17. september Félagsheimilið Víðihlíð Fimmtudagur 18. september Félagsheimilið Hvammstanga Föstudagur 19. september Bíóið, Akranesi Mánudagur 22. september Dalabúð, Búðardal Þriðjudagur 23. september Félagsheimilið, Patreksfirði Miðvikudagur 24. september Félagsheimilið, Tálknafirði Fimmtudagur 25. september Ísafjörður Föstudagur 26. september Félagsheimilið Þingeyri Sunnudagur 28. september Vagninn, Flateyri Mánudagur 29. september Bragginn, Hólmavík Sunnudagur 12. október Sport-Barinn, Sauðárkróki Mánudagur 13. október Víkurröst, Dalvík Þriðjudagur 14. október Tjarnarborg, Ólafsfirði Miðvikudagur 15. október Hótel Húsavík Fimmtudagur 16. október Sjallinn, Akureyri Föstudagur 17. október Félagsheimilið Þórshöfn Laugardagur 18. október Félagsheimilið Vopnafirði HausttúrBubba BUBBI MORTHENS Er kominn af stað í 23. tónleikaferð sína um landið. Í kvöld verður hann í félagsheimilinu í Víðihlíð. Stórsöngvari í Salnum Í kvöld verða tónleikar meðsöngvaranum Kristni Sig- mundssyni og píanóleikaranum Jónasi Ingimundarsyni í Salnum í Kópavogi. Það gefst ekki oft tæki- færi til að hlýða á stórsöngvarann hér á landi því hann starfar aðal- lega erlendis. Þegar hann kemur til Íslands er það aðallega til að taka sér frí og njóta samvista með fjölskyldunni: „Ég er nýkominn frá Bandaríkjunum þar sem ég var að syngja í sálumessu Verdis með Detroit-sinfóníuhljómsveit- inni. Ég er með umboðsmenn er- lendis og þetta var eitt af verkefn- unum sem mér fannst spennandi að taka að mér. Hljómsveitin er mjög góð og hljómsveitastjórinn, Neeme Jarvi, er einn af þeim betri í heiminum.“ En Kristinn ætlar ekki bara að vera í fríi í þetta skiptið: „Við Jónas ætlum að endurtaka opnun- artónleika Tíbrár sem við héldum í Salnum 7. september. Á dag- skránni eru tveir ljóðaflokkar eft- ir Robert Schumann við ljóð Eichendorffs og Kerners. Margir urðu frá að hverfa í síðustu viku og af því tilefni ákváðum við að endurtaka þetta.“ En fyrir aðdáendur Kristins er eins gott að missa ekki af þessu tækifæri því víst er að tónleikarn- ir verða ekki aftur á dagskrá sök- um anna: „Ég fer fljótlega aftur til útlanda. Í byrjun næsta mánaðar syng ég hlutverk höfuðsmannsins í Don Giovanni í ríkisóperunni í München,“ segir Kristinn, sem dvelur svo í París til áramóta þar sem hann syngur í Parísaróper- unni í Meistarasöngvurunum frá Nürnberg og Hollendingnum fljúgandi eftir Wagner. En hvernig er að syngja í Saln- um fyrir mann sem hefur saman- burð við helstu óperuhús heims- ins? „Það er mjög gott að syngja í Salnum. Þar er góður hljómur enda er þetta eina húsið á Íslandi sem hefur verið sérstaklega hannað með það fyrir augum að tónlistarflutningur eigi sér þar stað.“ Tónleikarnir með þeim Kristni og Jónasi Ingimundarsyni hefjast klukkan 20.00 í kvöld. ■ KRISTINN SIGMUNDSSON OG JÓNAS INGIMUNDARSON Verða með ljóðatónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld. ■ TÓNLEIKAR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.