Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.09.2003, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 17.09.2003, Qupperneq 30
Hrósið 30 17. september 2003 MIÐVIKUDAGUR Hér erum við að búa til stjörn-ur eins og víða annars stað- ar,“ segir Ólafur Flosason, óðals- bóndi á Breiðabólsstað í Reyk- holtsdal, en Ólafur er formaður undirbúningsnefndar dægurlaga- keppni sem haldin verður í félags- heimilinu Logalandi áður en langt um líður. Dægurlagakeppnin í Reykholtsdal er orðinn árviss at- burður í sveitinni og nýtur sívax- andi vinsælda. Í fyrra bárust 20 lög í keppnina og búast menn við að þau verði síst færri í ár: „Einu skilyrðin eru þau að lagið sé frumsamið, með ís- lenskum texta og hafi ekki verið flutt áður opinberlega. Allt ann- að er opið,“ segir Ólafur Flosa- son, sem sjálfur er tónlistar- menntaður og lék á óbó með Sin- fóníuhljómsveit Íslands áður en hann flutti í Borgarfjörðinn og sneri sér að hestamennsku. „Verðlaun eru að sjálfsögðu vegleg en í fyrra voru þau tíu tímar í stúdíói. Nú bjóðum við 15 tíma í hljóðveri fyrir vinn- ingslagið,“ segir hann. Frestur til að skila inn lögum í Dægurlagakeppnina í Reyk- holtsdal er til 1. nóvember en keppnin sjálf fer fram þremur vikum síðar. Heimilisfangið er: Ó.F. / Breiðabólsstaður / 320 / Reykholt. ■ Dægurlagakeppni ÓLAFUR FLOSASON ■ Ólafur er formaður undirbúnings- nefndar Dægurlagakeppninnar í Reyk- holtsdal. Hann hvetur fólk til að senda inn lög enda til mikils að vinna. Imbakassinn ...fær Alex Ferguson fyrir að standast gylliboð Rómans Abramóvits um að yfirgefa Manchester United og taka við Chelsea. Nóg er að Beckham sé farinn. Stjarna fæðist í Reykholtsdal Þingflokkur Samfylkingarinnar heldur vinnufund á Akureyri dagana 17.-18.september og heimsækir m.a. fyrirtæki og stofnanir. Opinn stjórnmálafundur með þingflokki Samfylkingarinnar M I Ð V I K U D A G U R I N N 1 7 . S E P T E M B E R K L . 2 0 . 0 0 www.samfylking.is Í kvöld kl. 20 er boðað til opins stjórnmálafundar með þingflokknum á Hótel KEA. Tökum þátt í líflegum umræðum um stjórnmálin og þingið framundan. Frummælendur: Össur Skarphéðinsson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Kristján L. Möller Fundarstjóri: Bryndís Hlöðversdóttir Lárétt: 1 óró, 5 snæða, 6 íþr.félag, 7 tónn, 8 hrós, 9 frestur, 10 hæð, 12 þvott- ur, 14 tæki, 16 tveir eins, 17 lengra frá, 19 álegg. Lóðrétt: 1 sjóskip, 2 munda, 3 skóli, 4 sær, 6 hreysi, 8 nennir ekki, 11 aska, 13 gefa frá sér hljóð, 15 ábreiða, 18 fer á sjó. Lausn: Lárétt: 1voma,5éta,6ka,7la,8lof, 9 töf, 10ás,12tau,14tól,16rr, 17utar, 19kæfa Lóðrétt: 1vélbátur, 2ota,3ma,4haf, 6 kofar, 8löt,11sót,13urra,15lak,18ræ. 1 5 6 7 8 14 15 17 18 16 19 2 3 1311 9 1210 4 ÓLAFUR FLOSASON Býður 15 tíma í hljóðveri fyrir frambærilegasta dægurlagið í Reykholtsdal. Lítill BMW- jeppi BÍLAR Bílasala í landinu hefur tekið kipp eftir að hafa verið í lá- deyðu um langt skeið: „Við kætumst yfir þessu enda tími til kominn,“ segir Erna Gísladóttir, forstjóri hjá B&L. „Fimman frá BMW hefur verið að seljast vel hjá okkur,“ segir Erna og á þar við sérstaka gerð af þýska eðalvagninum sem kostar 4-6 milljónir króna eftir búnaði sem fylgir. „Þá bíðum við spennt eftir heimskynningu á litlum jeppa frá BMW sem heitir X3. Hann verður kynntur eftir áramót og það er bíll sem ætti að ganga vel hér.“ Sem kunnugt er hefur James Bond skipt úr BMW yfir í Jagú- ar og er það mikið kappsmál fyr- ir BMW-verksmiðjurnar að ná samningum aftur við kappann. Enn hefur það ekki tekist. ■ X5 Fimman selst vel en Þristurinn er væntanlegur. Þú ert með stóra holu í aftasta jaxlinum! Og þá meina ég STÓRA holu! ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að ný barna- bók Madonnu heitir ekki Björt mey og hrein. Mánaðargamall á landsþingi Yngsti fulltrúinn á Lands-þingi Sambands ungra sjálf- stæðismanna, sem haldið var í Borgarnesi um síðustu helgi, var aðeins mánaðargamall. Hér er um nýfæddan dreng að ræða sem sat þingið ásamt foreldrum sínum, þeim Önnu Sigríði Ás- geirsdóttur og Albert Torfa Ólafssyni. Mun aldrei fyrr jafn ungur sjálfstæðismaður hafa setið landsþing ungliða flokks- ins: „Ég vildi ekki missa af þessu,“ segir móðir drengsins. „Svo get ég ekki neitað því að mig langaði í mynd af barninu með Davíð Oddsyni.“ Og það tókst. Davíð stillti sér upp með móður og barni og flassljósin flóðu. Þó drengurinn sé aðeins eins mánaðar gamall var hann til friðs á landsþingi Sambands ungra sjálfstæðismanna: „Hann hefur reyndar aldrei verið stillt- ari og virtist bara líða vel,“ segir móðirin, sem eins og gefur að skilja er eldheit sjálfstæðis- manneskja líkt og faðirinn. Og eitt er víst: Þau ætla að ala upp sjálfstæðismann. „Við erum ekki búin að ákveða nafn á barnið ennþá,“ segir Anna Sigrún aðspurð en Davíð Albertsson hljómar vissu- lega ekki illa á ungan sjálfstæð- ismann. ■ LITLI LANDSFUNDARFULLTRÚINN Var til friðs á fundinum og naut sín vel við hlið Davíðs Oddssonar ásamt móður sinni. Sjálfstæðismenn LANDSFUNDUR ■ Yngsti fulltrúinn á Landsþingi ungra sjálfstæðismanna sem haldið var um síð- ustu helgi var aðeins mánaðar gamall. Hann var myndaður með formanninum. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Armani. Guðmundur Halldórsson. Haukum og ÍBV.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.