Fréttablaðið - 20.09.2003, Page 4
4 20. september 2003 LAUGARDAGUR
Eru að verða grundvallarbreyting-
ar í íslensku viðskiptalífi?
Spurning dagsins í dag:
Á að aðskilja ríki og kirkju?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
23,1%
76,9%
Nei
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
MINNINGARATHÖFN „Þetta var mjög
falleg athöfn – með sorglegri at-
höfnum sem ég hef farið í,“ segir
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra, sem var viðstödd minning-
arathöfn um Önnu Lindh, fyrr-
verandi utanríkisráðherra Svía, í
Stokkhólmi í gær.
„Það voru haldnar ræður og
flutt ljóð. Það var mjög mikil
sorg við athöfnina og fólk átti
erfitt með sig. Stina Ekblad, ein
þekktasta leikkona Svía, brast í
grát þegar hún gekk af sviðinu
eftir að hafa flutt ljóð. Þetta
snerti alla og það voru allir
klökkir.“
Siv segir að ræðurnar sem
fluttar voru hafi verið mjög
hjartnæmar.
„Þær fjölluðu um hvernig
manneskja Anna Lindh var. Hún
tvinnaði saman fjölskyldulíf og
stjórnmálalíf, sem er mjög krefj-
andi og ögrandi. Ég held að allir
sem voru þarna hafi samsamað
sig með henni. Ég kannaðist
ágætlega við hana og hef fylgst
sérstaklega með henni því mitt
lífshlaup hefur ekki verið ósvip-
að hennar. Hún byrjaði ung í
stjórnmálum og var formaður
ungliðasamtakanna í sínum
flokki fyrst kvenna. Hún var
bæjarfulltrúi, umhverfisráð-
herra og átti tvo syni.“ ■
Lindh minnst við
ráðhúsið í Stokkhólmi
Minningarathöfn um Önnu Lindh fór fram í ráðhúsinu í Stokkhólmi
í gær. Þar komu um 1.300 manns saman. Lindh var minnst sem
boðbera lýðræðis og jafnréttis.
STOKKHÓLMUR, AP Um 1.300
manns sóttu minningarathöfn
um Önnu Lindh, fyrrverandi ut-
anríkisráðherra Svíþjóðar, sem
myrt var miðvikudaginn 10.
september.
Siv Friðleifs-
dóttir umhverfis-
ráðherra og Svav-
ar Gestsson sendi-
herra sóttu at-
höfnina fyrir hönd íslenskra
stjórnvalda. Össur Skarphéð-
insson og Guðmundur Árni
Magnússon sóttu hana fyrir
hönd Samfylkingarinnar, syst-
urflokks sænska Jafnaðar-
mannaflokksins, sem Lindh var
meðlimur í.
Gríðarleg öryggisgæsla var
við ráðhúsið í Stokkhólmi þegar
athöfnin, sem tók einn og hálfan
tíma, fór fram. Auk innlendra
stjórnmálamanna og Karls
Gústavs Svíakonungs mættu
fjölmargir erlendir ráðamenn
til að heiðra minningu Lindh,
sem minnst var sem boðbera
lýðræðis og jafnréttis.
Á meðal þeirra sem sóttu at-
höfnina voru Romano Prodi og
Chris Patten úr framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins,
Hans Blix, fyrrverandi yfir-
maður vopnaeftirlits Samein-
uðu þjóðanna, Jack Straw, utan-
ríkisráðherra Bretlands, og
George Papandreou, utanríkis-
ráðherra Grikklands, sem bjó
um tíma og lærði í Svíþjóð.
„Við stjórnmálamenn tjáum
okkur ekki alltaf með tilfinn-
ingu, en þú varst undantekning-
in,“ sagði Papandreou á sænsku.
„Þú þorðir að vera einlæg.“
Göran Persson, forsætisráð-
herra Svíþjóðar, var hrærður
þegar hann flutti sína ræðu.
„Við munum halda minningu
Önnu á lofti og sækja í hana
styrk þegar við þurfum á hon-
um að halda,“ sagði hann.
Patten sagði Önnu hafa látið
verulega til sín taka í alþjóða-
málum og hún hafi verið sér-
stök að því leyti að hún hafi
ekki átt í vandræðum með að
nota orðin „siðferði“ og „utan-
ríkisstefna“ í sömu setningunni.
Önnur minningarathöfn var
haldin við verslunarmiðstöðina
þar sem Anna Lindh var myrt.
Þar hefur fólk skilið eftir blóm
og minningarkort sem flutt
verða í ráðhúsið í dag. ■
TILKYNNT UM ÁRÁS
Bandaríski ofurstinn James Hickey greinir
fjölmiðlum frá árásinni í útjaðri Tíkrít.
Mannskæð fyrirsát:
Þrír féllu og
tveir særðust
ÍRAK, AP Þrír bandarískir hermenn
féllu og tveir særðust þegar írask-
ir uppreisnarmenn veittu þeim
fyrirsát í þorpi skammt suður af
Tíkrít, heimaborg Saddams
Husseins.
Hermennirnir voru að rann-
saka svæði sem talið er að upp-
reisnarmenn hafi notað til að
varpa sprengjum á bandaríska
herinn. Að sögn vitna skutu árás-
armennirnir að hermönnunum,
sem svöruðu í sömu mynt til að
verja sig þar til liðsauki bærist.
Engar upplýsingar hafa borist um
mannfall í röðum árásarliðsins. ■
GRIPAFLUTNINGABÍLLINN
Þýski svínaflutningabíllinn í Sundahöfn
verður væntanlega fluttur út á næstunni.
Gripaflutningabíll:
Ekki svar frá
ráðuneytinu
SJÚKDÓMAVARNIR Gripaflutninga-
bíll sem fluttur var til landsins í
ágúst án tilskilinna leyfa stendur
enn í Sundahöfn.
Landbúnaðarráðuneytið hefur
sagt að bílinn fái ekki innflutn-
ingsleyfi þar sem hann var ekki
sótthreinsaður í Þýskalandi sam-
kvæmt kröfum yfirdýralæknis
hér.
Rafn Guðjónsson, eigandi bíla-
sölunnar Hrauns, sem flutti bílinn
inn fyrir kaupanda í Borgarfirði,
segir hins vegar að formlegt af-
svar hafi ekki borist frá landbún-
aðarráðuneytinu. „Við metum
stöðuna í næstu viku. Það ætti
ekki að vera vandamál að ná bíln-
um út úr landinu aftur,“ segir
Rafn. ■
SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR
„Það var mjög mikil sorg við athöfnina og
fólk átti erfitt með sig.“
Sprenging í stálverk-
smiðju í Finnlandi:
Þrír verka-
menn fórust
HELSINKI Þrír menn fórust þegar
sprenging varð í stálverksmiðju
AvestaPolarits í bænum Tornio í
Finnlandi. Mikill eldur braust út í
kjölfar sprengingarinnar.
Það tók slökkviliðsmenn aðeins
um hálfa klukkustund að ráða nið-
urlögum eldsins en ekki liggur fyr-
ir hversu mikið tjón varð. Óhappið
er rakið til ónýtrar súrefnisleiðslu
en hrundið hefur verið af stað rann-
sókn sem ætlað er að varpa frekara
ljósi á orsakir sprengingarinnar.
Um það bil 2.000 manns starfa í
stálverksmiðjunni. ■
Endurskoðun
EES-samnings:
Svo gott sem
útilokuð
EVRÓPUMÁL „Eins og komið hefur í
ljós frá fulltrúum Evrópusam-
bandsins virðist fullljóst að Evr-
ópusambandið hefur engan áhuga á
því að uppfæra eða aðlaga EES-
samninginn efnislega. Það verða
engar efnislegar uppfærslur á
samningnum, sem þýðir að það er
svo gott sem
útilokað fyrir
Íslendinga að
fá verulega
aukna aðkomu
að ákvarðana-
töku innan
E v r ó p u s a m -
bandsins í
gegnum EES-
samninginn,“
segir Eiríkur
B e r g m a n n
E i n a r s s o n ,
s t j ó r n m á l a -
fræðingur við
Háskóla Ís-
lands, um þau
orð Árna
Magnússonar félagsmálaráðherra
um að ná þurfi fram endurskoðun
EES-samningsins.
Í ræðu á fimmtudag sagðist Árni
vilja ná fram aðkomu íslenskra
sveitarfélaga að ákvarðanatöku
Evrópusambandsins. „EES–samn-
ingurinn gerir ekki ráð fyrir slíkri
aðkomu. Ef menn eru farnir að tala
um slíkt eru þeir farnir að tala um
allt aðra nálgun en EES-samningur-
inn gerir ráð fyrir. Af rannsóknum
mínum vegna ritunar bókar minnar
Evrópusamruninn og Ísland að
dæma hefur Evrópusambandið
engan áhuga á því,“ segir Eiríkur. ■
EIRÍKUR BERG-
MANN EINARSSON
„Ef markmiðið er að-
koma að ákvarðana-
töku verður það ekki
gert öðru vísi en með
ESB-aðild. Hins vegar
þarf það ekki að vera
markmiðið.“
NÚMER 27
Bandaríska hernámsliðið í Írak hefur heitið
því að sýna Hashim Ahmad vinsemd og
virðingu.
Varnarmálaráðherra Íraks:
Gaf sig fram
við her-
námsliðið
ÍRAK, AP Hashim Ahmad, sem
gegndi embætti varnarmálaráð-
herra í stjórnartíð Saddams
Husseins, gaf sig fram við banda-
ríska hernámsliðið í borginni
Mósúl í norðurhluta Íraks. Ahmad
var númer 27 á lista Bandaríkjanna
yfir eftirlýsta ráðamenn í Írak.
Samningaviðræður við Ahmad
höfðu staðið yfir í nokkrar vikur
en að sögn milligöngumanna
ákvað hann að gefa sig fram þeg-
ar bandaríski herinn hét því að
fjarlægja nafn hans af fyrrnefnd-
um lista. Hashim Ahmad verður
fluttur til Bagdad til yfirheyrslu
en vonast er til þess að hann geti
veitt Bandaríkjamönnum mikil-
vægar upplýsingar um vopnaeign
Íraka. ■
■
Þú þorðir að
vera einlæg.“
MINNINGARATHÖFN „Hér má sjá
sorg í hverju andliti. Svíar eru
mjög slegnir yfir þessu hroða-
lega morði,“ segir Össur Skarp-
héðinsson, formaður Samfylking-
arinnar, sem var við minningar-
athöfn um Önnu Lindh, utanríkis-
ráðherra Svía, í Stokkhólmi í
gær. Össur og Guðmundur Árni
Stefánsson alþingismaður mættu
til minningarathafnarinnar
ásamt leiðtogum annarra jafnað-
armannaflokka á Norðurlöndum.
Hann segir að athöfnin hafi verið
einstaklega falleg.
„Þetta var í senn látlaus, hóf-
stillt og tilfinningaþrungin athöfn.
Minningarræða Perssons forsætis-
ráðherra var í senn falleg og
áhrifamikil,“ segir Össur.
Hann sagði að ræða Pap-
andreou, utanríkisráðherra
Grikklands, hefði vakið mikla at-
hygli. Gríski ráðherrann flutti
sína ræðu á lýtalausri sænsku.
„Hann hafði flúið ásamt for-
eldrum sínum undan ofríki grísku
herforingjastjórnarinnar og ólst
upp í Svíþjóð. Líkt og flestir
þeirra sem töluðu beindi hann
máli sínu til fjölskyldu Önnu
Lindh sem þarna var viðstödd,“
segir Össur.
Hann segir að Norðurlandabú-
ar sem töluðu við athöfnina hafi
margir lagt á það áherslu að þessi
hryllilegi atburður mætti ekki
verða til þess að skemma það ein-
staka samband sem væri á milli
stjórnmálamanna og kjósenda. Þá
hefði mönnum orðið tíðrætt um að
varðveita þann ferska andblæ
sem einkenndi stjórnmálastörf
Önnu Lindh. ■
Össur Skarphéðinsson um minningarathöfnina:
Sorg í hverju andliti
ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Látlaus og tilfinningaþrungin athöfn.
GÖRAN PERSSON, FORSÆTISRÁÐHERRA SVÍÞJÓÐAR
Persson var hrærður þegar hann minntist Önnu Lindh í ráðhúsinu í Stokkhólmi.
MARGIR GRÉTU
Kona grætur við minningarathöfnina um
Önnu Lindh.
Siv Friðleifsdóttir um minningarathöfnina í Svíþjóð:
Það voru allir klökkir