Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.09.2003, Qupperneq 9

Fréttablaðið - 20.09.2003, Qupperneq 9
Hringdu og fáðu tilboð í þann bíl sem þig vantar innanlands og erlendis Sími 591 4000 Knarrarvogur 2 – 104 Reykjavík – www.avis.is Þitt er valið Lágmarksleigutími 24 klukkutímar Við gerum betur Sportbíllinn Stórborgarbíllinn t.d. Kaupmannahöfn Fyrirtækjabíllinn Jeppinn Helgarbíllinn Samið um Snorrastofu: Samstarf til þriggja ára SAMNINGUR Bæjarráð Akraness hef- ur komist að samkomulagi við Snorrastofu í Reykholti um aðkomu kaupstaðarins að rekstri Snorra- stofu. Framlag Akraneskaupstaðar til næstu þriggja ára er ein og hálf milljón króna og gert er ráð fyrir að fulltrúar Snorrastofu og Byggða- safns Akraness muni leita leiða til aukins samstarfs beggja aðila. Sögu Snorrastofu má rekja allt aftur til ársins 1930 þegar Einar Hilsen, Bandaríkjamaður af norsk- um ættum, gaf Reykholti ýmsar út- gáfur af verkum Snorra Sturluson- ar með það í huga að stofnað yrði safn um Snorra á staðnum. ■ Fíkniefni fundust í farmi á vegum Samskipa: Fimm í gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnasmygls FÍKNIEFNASMYGL Fimm menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarð- hald vegna smygls á fíkniefnum með einu af skipum Samskipa. Meðal þeirra sem eru í gæslu- varðhaldi er einn starfsmaður Samskipa. „Við greinum ekki frá magni né tegund því við vilj- um ekki að þeir sem eru í haldi viti hvað við höfum í höndum. Þó þeir séu í einangrun hafa þeir lögmenn sem hafa rétt á að greina þeim frá upplýsingum sem koma fram,“ segir Ásgeir Karlsson, hjá fíkniefnadeild lög- reglunnar í Reykjavík. Ein- hverjir mannanna hafa áður komið við sögu lögreglu. „Ég verð alfarið að vísa á lög- regluna í þessu máli. Það sem við vitum heyrum við í fréttum. Okkur er auðvitað brugðið. Við hörmum það ef í ljós kemur að samstarfsfélagi okkar hafi leiðst út í eitthvað slíkt,“ segir Anna Guðný Aradóttir, upplýs- ingafulltrúi Samskipa. Hún seg- ir að það hafi þó ekki verið sann- að og maðurinn sé saklaus uns sekt sé sönnuð. Þau muni hins vegar fylgjast með framvindu þessa máls. ■ SKELJUNGUR Kristinn Björnsson veltir því fyrir sér hvort viðskiptalífið sé vígvöllur eða umbreyting- um sé lokið í bili. Telur vangaveltur um kaup á Skeljungi úr lausu lofti gripnar. Sala Skeljungs: Úr lausu lofti gripnar VIÐSKIPTI Miklar vangaveltur eru á markaði um hvert stefni með olíu- félagið Skeljung. Þeir sem helst eru nefndir sem hugsanlegir kaup- endur Skeljungs eru Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri félagsins, og Gunnar Karl Guð- mundsson, núverandi forstjóri. Gunnar Karl neitar þessu og segist hafa nóg með að reka fyrirtækið. „Ég held að það sé úr lausu lofti gripið að ég sé að velta þessu fyrir mér,“ segir Kristinn. Kristinn og frændfólk hans seldu bréf sín í Sjóvá Almennum til bræðranna Einars og Benedikts Sveinssona. Hann segir þennan hóp auðvitað skoða þá möguleika sem séu í nú- verandi stöðu. „Þó að þetta sé ein fjölskylda, þá eru þetta margir ein- staklingar og mörg fyrirtæki.“ Það sé því of snemmt að tala um nokkr- ar áætlanir nú. Hræringar í ís- lensku viðskiptalífi hafa verið miklar að undanförnu og segir Kristinn menn auðvitað skoða stöðuna með hliðsjón af því. „Ég er svona að velta því fyrir mér hvort að það sé óhætt að fara út á völlinn; hvort þetta sé enn vígvöllur eða hvort þessu sé lokið í bili.“ ■ Rök fyrir innrás: Skálduð upp í Texas BANDARÍKIN Öldungadeildarþing- maðurinn Edward Kennedy, bróðir þeirra Jack og Bobby heitinna, gagnrýndi forsvarsmenn banda- rísku ríkisstjórnarinnar harðlega á fimmtudag. Kennedy sagði í við- tali við AP að hann teldi að engin ógn hafi stafað af Írak í aðdrag- anda innrásarinnar í Írak. „Þetta var skáldað upp í Texas og í janúar var leiðtogum repúblikana til- kynnt að stríð yrði háð og að það hefði jákvæð pólitísk áhrif. Þetta dæmi er allt ein svikamylla,“ segir Kennedy. Kennedy segir einnig að erfitt sé að henda reiður á stefnu stjórn- valda í Írak, nú eftir að átökum er formlega lokið. Hann vísar til þess að í nýlegri skýrslu kemur fram að ekki er hægt að gera grein fyrir tæplega fjörtíu prósent þess fjár- magns sem úthlutað hefur verið til stríðsrekstrarins, en heildarkostn- aðurinn er talinn vera um fjórir milljarðar dala á mánuði. CNN vitnar í gær til innanbúð- armanns í Repúblikanaflokknum sem sakar Kennedy um að vera linur þegar varnarmál séu annars vegar; en Kennedy var einn af tutt- ugu og þremur öldungardeildar- þingmönnum sem greiddu atkvæði gegn innrásinni í Írak. ■ GÁMASVÆÐI SAMSKIPA Starfsmaður Samskipa er einn af fimm sem situr í gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnasmygls. LAUGARDAGUR 20. september 2003 9

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.