Fréttablaðið - 20.09.2003, Page 30
30 20. september 2003 LAUGARDAGUR
■ Íslenski boltinn
FEÐGAR FAGNA
Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan, Gabriele
Albertini, borgarstjóri Milan og Cesare
Maldini, pabbi Paolo, halda hér á Evrópu-
meistarabikar félagsliða í knattspyrnu á
milli sín. Maldini eldri vann Evrópumeist-
aratitilinn árið 1963.
Fótbolti
FÓTBOLTI Bochum fær Herthu Berl-
in í heimsókn í dag í sjöttu umferð
þýsku Búndeslígunnar. Fótbolta-
tímaritið Kicker reiknar með að
Bjarni Guðjónsson verði meðal
varamanna en segir að Þórður
bróðir hans leiki ekki vegna togn-
unar. Bochum er í níunda sæti en
Hertha í því sextánda og telst sig-
urstranglegra. Sagan er heimalið-
inu líka hagstæð því Bochum hef-
ur unnið 13 af 14 deildarleikjum
félaganna á Ruhrstadion.
Oliver Kahn, markvörður
Bayern München, leikur líklega
með félaginu í dag gegn Bayer
Leverkusen, efsta liði Búndeslíg-
unnar. Kahn hefur átt í erfiðleik-
um vegna bólgu í augum sem er
talin stafa af sýkingu í ennishol-
um. Kahn kenndi sér fyrst meins
þegar Þjóðverjar léku í Færeyj-
um í júní og náði hann ekki að
ljúka leiknum.
Stuttgart fær Borussia Dort-
mund í heimsókn, en þessi félög
eru í 2. og 3. sæti deildarinnar.
Werder og 1860 München leika í
Bremen en þau eru einnig meðal
efstu félaga deildarinnar. ■
Valur og Fram falla
FÓTBOLTI „Skaginn fer í Evrópu-
keppni og Valur og Fram falla,“
sagði Steinar Ingimundarson,
þjálfari Fjölnis, þegar hann dró
saman spá sína um úrslit leikja í
lokaumferð Landsbankadeildar
karla.
Steinar hefur þjálfað meistara-
flokk Fjölnis undanfarin tvö ár. Á
þessum tíma hefur Fjölnir unnið
sig upp úr 3. deild í þá fyrstu.
Steinar lék hátt í 100 leiki með
KR, Leiftri og Víði í efstu deild
auk þess sem hann lék með Þrótti
og Fjölni í neðri deildunum.
Steinar á von á því að Fram og
Þróttur geri jafntefli í Laugar-
dalnum í lokaumferð Landsbanka-
deildarinnar. „Það dugar Þrótti.
Framarar hafa það fram yfir
Þróttara að þeir mæta bara í leik-
inn til að vinna því það gengur
ekkert annað. Þeir þurfa að spila
sóknarbolta og það hentar Þrótt-
urum ágætlega. Þetta verður
mjög spennandi og það verður
mikil taugaveiklun í þessum leik,“
segir Steinar.
„Ég hef lengi haft þá tilfinn-
ingu að leikur Grindavíkur og KA
endi með jafntefli. Það er mikið í
húfi hjá báðum liðum og ég held
að þetta verði varfærinn leikur.
Eitt stig dugar báðum og þetta
verður hörkuleikur sem endar
með jafntefli,“ segir Steinar og
bætir við að sér finnist bæði lið
mun betri en það sem þau hafa
sýnt í sumar.
Hann reiknar með því að Fylk-
ir vinni Val. „Fylkismenn þurfa að
mæta í þennan leik til að bjarga
andlitinu. Þetta hefur verið frekar
dapurt hjá þeim að undanfönu.
Valsmenn mæta náttúrlega í leik-
inn til að vinna en ég held að Fylk-
ismenn séu einfaldlega betri og
þeir vinni og Valur fari niður.“
Eyjamenn eru sloppnir við fall
en þeir mæta Skagamönnum í
Eyjum í dag. „Skaginn ætlar að
vinna sér sæti í Evrópukeppni,“
sagði Steinar „Og ég held að ÍA
vinni þennan leik.“
Steinar hefur trú á sínu gamla
félagi, KR, sem leikur við FH í
Kaplakrika. „Við KR-ingar þekkj-
um það að það er erfitt að fara í
Hafnarfjörð til að á ná stigi eða
stigum. KR-ingar eru búnir að
vinna titilinn og hafa í sjálfu sér
að engu að keppa en ég hef trú á
því að þeir vinni þennan leik,“
sagði Steinar Ingimundarson að
lokum. ■
STRANDGÖTU 33 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 565 4533
Opið:
Mánud.-Fimmtud. 10-18
Föstudaga 10-19
Laugardaga 10-16
Sunnudaga 13-16
Útsala - Útsala - Útsala
Mikið af
nýjum vörum
30-50%
afsláttur
af öllum vörum
FÓTBOLTI Arsene Wenger, knatt-
spyrnustjóri Arsenal, vildi kaupa
portúgalska unglinginn Cristiano
Ronaldo en hafði ekki efni á hon-
um.
Ronaldo var keyptur til
Manchester United fyrir þetta
tímabil fyrir 12,4 milljónir
punda.
Wenger segist hafa hrifist af
Ronaldo þegar hann lék með
Sporting Lissabon en sagði jafn-
framt að Arsenal hefði ekki getað
keppt við United.
„Ronaldo er frábær leikmað-
ur,“ sagði Wenger í viðtali við Ev-
ening Standard. „Við höfðum
áhuga en hann var of dýr.“ ■
MILLI DEILDA FIMM ÁR Í RÖÐ
Víkingur er eina félagið sem hef-
ur flust milli tveggja efstu deilda
Íslandsmótsins fimm ár í röð.
Víkingar sigruðu í næstefstu
deild (þá 2. deild) árin 1969, 1971
og 1973 en féllu úr efstu deild (þá
1. deild) árin 1970 og 1972.
ÞRISVAR Á FIMM ÁRUM? Valur
féll úr efstu deild árin 1999 og
2001 og fari allt á versta veg fyrir
Valsmenn í lokaumferðinni verða
þeir fyrstir til að falla þrisvar úr
efstu deild á fimm árum. Vals-
menn munu þá einnig feta í fót-
spor Víkinga og flytjast milli
efstu deildanna fimmta árið í röð.
TVISVAR Á ÞREMUR ÁRUM Fimm
félög hafa fallið tvisvar úr efstu
deild á þremur árum. Þróttur féll
árin 1964 og 1966, Víkingur árin
1970 og 1972, KA árin 1982 og
1984, Breiðablik árin 1984 og
1986 og Valur árin 1999 og 2001.
ÞRÓTTUR OFTAST FALLIÐ Þróttur
hefur átta sinnum fallið úr efstu
deild, fyrst árið 1955 en síðast
árið 1998. Breiðablik hefur fallið
sjö sinnum en félagið lék fyrst í
efstu deild árið 1971. Víkingar
hafa fallið sex sinnum og Þórsar-
ar fimm sinnum.
GRINDAVÍK ALDREI FALLIÐ
Grindavík hefur aldrei fallið um
deild. Félagið lék í neðstu deild
fram til 1989, í næstefstu deild til
1994 og efstu deild síðan þá.
FALLBARÁTTA Í GRINDAVÍK
Grindavíkurvöllur verður vett-
vangur fallbaráttu í lokaumferð í
fimmta sinn á sex árum. Í fyrra
féll Keflavík þrátt fyrir 4-1 sigur
í Grindavík en KR hélt sæti sínu í
deildinni árið 2001 eftir 2-0 sigur.
11.15 Bein útsending frá leik
Wolves og Chelsea á Sýn.
13.30 Bein útsending frá leik Fram
og Þróttar.
14.00 Fylkir mætir Val á Fylkisvelli í
18. umferð Landsbankadeildar karla.
14.00 Fram og Þróttur keppa á
Laugardalsvelli í 18. umferð Lands-
bankadeildar karla.
14.00 FH og KR mætast í
Kaplakrika í 18. umferð Landsbanka-
deildar karla.
14.00 ÍBV og ÍA eigast við á Há-
steinsvelli í 18. umferð Landsbanka-
deildar karla.
14.00 Grindavík og KA leika á
Grindavíkurvelli í 18. umferð Lands-
bankadeildar karla.
15.50 Bein útsending á RÚV frá
leik Bayern München og Bayer
Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni.
16.15 Sýnt frá leik Liverpool og
Leicester City á Sýn.
17.00 Þór og KA leika í Íþróttahöll-
inni í norðurriðli RE/MAX-deildar karla.
17.30 Íslandsmótið í fótbolta á RÚV.
Sýnt frá leikjum 18. umferðar Lands-
bankadeildar karla.
18.05 Íslensku mörkin á Sýn. Sýnt
frá leikjum 18. umferðar
01.30 Box á Sýn. Bein útsending
frá hnefaleikakeppni í Bandaríkjunum. Á
meðal þeirra sem mætast eru Chris
Byrd og Fres Oquendo.
OLIVER KAHN
Kahn hefur átt í erfiðleikum vegna
bólgu í augum sem er talin stafa af
sýkingu í ennisholum.
Þýska Búndeslígan:
Þórður meiddur
Steinar Ingimundarson, þjálfari 1. deildarliðs Fjölnis, spáir Fram og Val
falli úr úrvalsdeildinni í ár. Telur að Skagamenn nái sæti í Evrópukeppni.
STEINAR INGIMUNDARSON
Steinar Ingimundarson hefur þjálfað meistaraflokk Fjölnis undanfarin tvö ár og á þeim
tíma hefur liðið unnið sig upp úr 3. deild í þá fyrstu.
KARLAR
L U J T Stig
KR 17 10 3 4 28:20 33
ÍA 17 8 5 4 26:20 29
FH 17 8 3 6 29:24 27
Fylkir 17 8 2 7 23:22 26
ÍBV 17 7 2 8 24:24 23
Þróttur 17 7 1 9 27:28 22
Grindavík 17 7 1 9 23:30 22
KA 17 6 3 8 28:26 21
Valur 17 6 2 9 22:27 20
Fram 17 6 2 9 21:30 20
Markahæstir
Björgólfur Takefusa Þrótti
Sören Hermansen Þrótti
Gunnar H. Þorvaldsson ÍBV
18. UMFERÐ
Fram - Þróttur Laugardalsvöllur
Fylkir - Valur Fylkisvöllur
Grindavík - KA Grindavíkurvöllur
ÍBV - ÍA Hásteinsvöllur
FH - KR Kaplakrikavöllur
Arsenal þurfti að sjá á eftir nýstirni til erkifjendanna á Old Trafford:
Wenger vildi Ronaldo
CRISTIANO RONALDO
Ronaldo var of dýr fyrir Arsenal en
ekki Manchester United.
11552
hvað?hvar?hvenær?
17 18 19 20 21 22 23
SEPTEMBER
Laugardagur
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M