Fréttablaðið - 20.09.2003, Qupperneq 34
34 20. september 2003 LAUGARDAGUR
hvað?hvar?hvenær?
17 18 19 20 21 22 23
SEPTEMBER
Laugardagur Það er ofsalega gaman aðsyngja lögin hennar Ellýjar,“
segir Guðrún Gunnarsdóttir
söngkona, sem í kvöld syngur Óð
til Ellýjar í Súðavík. „Ég hef ver-
ið að fylgja eftir disknum sem
kom út í vor, í kjölfar tónleika
sem ég hélt í Salnum Kópavogi
síðasta vetur.“
Fullt var út úr dyrum á
nokkrum tónleikum Guðrúnar í
Salnum og sömuleiðis hafa tón-
leikar hennar úti á landi mælst vel
fyrir.“Þessi tónlist er í þjóðarsál-
inni og fólk kemur mjög mikið til
þess að hlusta á uppáhaldslögin
sín og rifja þau upp,“ segir Guð-
rún og bætir við að það sé sérstak-
lega gaman hvað textarnir við lög-
in eru góðir. „Þeir eru svo vel ort-
ir og vandaðir. Þeir eru líka oft
mjög skemmtilegir, þóttu kannski
alvarlegir þá en eru sumir hverjir
fyndnir í dag.“
Með Guðrúnu leika þeir Eyþór
Gunnarsson, Sigurður Flosason,
Birgir Bragason og Erik Qvick.
„Þeir hafa jafn gaman að þessu
og ég. Þeir líta líka á þetta sem
virðingarvott við hljóðfæraleik-
arana sem spiluðu með Ellý og
voru algjörir snillingar,“ segir
Guðrún, sem hyggur á fleiri tón-
leika á landsbyggðinni á næst-
unni, í Vestmannaeyjum, á Flúð-
um og Akranesi svo fátt eitt sé
nefnt. ■
■ TÓNLIST
Lögin í þjóðarsálinni
GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Heldur upp á Ellý eins og hálf þjóðin.
■ ■ KVIKMYNDIR
16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýn-
ir heimildarmyndina Lousiana Story eft-
ir Robert J. Flaherty frá árinu 1948 í
Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði.
Myndin var síðasta verk þessa merka
kvikmyndagerðarmanns sem af mörg-
um hefur verið kallaður faðir heimildar-
myndanna.
■ ■ TÓNLEIKAR
16.00 Þjóðlagasveit Tónlistarskól-
ans á Akranesi endurtekur tónleika
sína „Síðasta blómið“ í Bíóhöllinni á
Akranesi. Miðaverð fyrir fullorðna er kr.
1.000 og fyrir börn kr. 600.
Stórtónleikar Bang Gang verða
haldnir í Listasafni Reykjavíkur, Hafnar-
húsi.
■ ■ LEIKLIST
14.00 Lína Langsokkur eftir Astrid
Lindgren verður á Stóra sviði Borgar-
leikhússins.
20.00 Farsinn Öfugu megin uppí
eftir Derek Benfield verður sýndur á
Stóra sviði Borgarleikhússins.
20.00 Vinur minn heimsendir, nýtt
leikrit eftir Kristínu Ómarsdóttur, verður
sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu.
20.00 Pabbastrákur eftir Hávar
Sigurjónsson verður sýnt á Litla sviði
Þjóðleikhússins.
20.00 Með fulla vasa af grjóti eftir
Marie Jones verður sýnt á Stóra sviði
Þjóðleikhússins
■ ■ LISTOPNANIR
15.00 Pétur Gautur opnar sýningu
á olíumálverkum í Baksalnum í Galleríi
Fold, Rauðarárstíg 14. Sýningin stendur
til 5. október. Gallerí Fold er opið dag-
lega frá kl. 10 til 18, laugardaga frá kl.
10 til 17 og sunnudaga frá kl. 14 til 17.
15.00 Handverk og hönnun opnar
sýningu sem nefnist Box ílát öskjur.
Opið þri.-sun. 13-17.
15.00 Jóna Þorvaldsdóttir með
sýningu á ljósmyndum í Ljósfold í Gall-
eríi Fold, Rauðarárstíg 14 til 16. Lista-
konan nefnir sýninguna Þjóðsögu. Sýn-
ingin stendur til 5. október.
16.00 Sara Elísa Þórðardóttir
myndlistarnemi opnar málverkasýningu
í Gallerí Tukt, Hinu Húsinu Pósthús-
stræti 3-5. Yfirskrift sýningarinnar er Afl
og Orka.
16.00 Myndlistarkonan Claudia
Mrugolski, sem málar undir nafninu
Mobile, opnar sýningu á Kaffi Solon.
Hún sýnir olíuverk. Sýningunni líkur 17.
október.
16.00 Úr Byggingarlistarsafni, sýn-
ing á húsateikningum og líkönum ís-
lenskra arkitekta verður opnuð í Hafnar-
húsinu í tilefni þess að tíu ár eru liðin
frá stofun byggingarlistardeildar við
Listasafn Reykjavíkur. Sýningin stendur
tli 2. nóvember.
16.00 Yfir bjartsýnisbrúna - Sam-
sýning alþýðulistar og samtímalistar
nefnist sýning sem Listasafn Íslands hef-
ur unnið í samstarfi við Safnasafnið á
Svalbarðsströnd við Eyjafjörð. Sýningin
verður í Hafnarhúsinu til 2. nóvember.
16.00 Signý Ormarsdóttir fata-
hönnuður, opnar sýningu í Listhúsi
Ófeigs að Skólavörðustíg 5 í Reykjavík.
Þar sýnir Signý kjóla úr íslensku hrein-
dýraleðri sem hún hefur unnið nú í
sumar.
16.00 Opnuð verður sýning á verk-
um Guðmundar Thoroddsen í sal SÍM,
Hafnarstræti 16. Guðmundur Thorodd-
sen myndlistarmaður lést árið 1996. Á
sýningunni verða nokkur verk sem hann
vann að síðustu árin sem hann lifði.
16.00 Vögguvísur nefnist innsetn-
ing Bryndísar Snæbjörnsdóttur og
Mark Wilsons í Listasafni Reykjavíkur -
Hafnarhúsi, sem opnuð verður í dag.
Sýningin stendur til 2. nóvember.
17.00 Sýningin Grasrót 2003 verð-
ur opnuð í Nýlistasafninu. Að þessu
sýna verk sín þau Arndís Gísladóttir,
Baldur G. Bragason, Birgir Örn
Thoroddsen, Birta Guðjónsdóttir,
Bryndís E. Hjálmarsdóttir, Bryndís
Ragnarsdóttir, Elín Helena Evertsdótt-
ir, Hanna Christel Sigurkarlsdóttir,
Hrund Jóhannesdóttir, Huginn Þór
Arason, Hugleikur Dagsson, Magnús
Árnason og Rebekka Ragnarsdóttir.
Sýningarstjórar eru Dorothée Kirch og
Erling T.V. Klingenberg.
■ ■ SKEMMTANIR
23.00 Electric Massive á Grand
Rokk með Ruxpin, Frank Murder, Chico
Rockstar, Thor 54, DJ Grétari, Exos, DJ
Gunna Ewok og DJ Kalla.
Sóldögg skemmtir ásamt DJ Master
á Gauknum.
Sveitt sveifla hjá Benna í Leikhús-
kjallaranum.
Hin ástsæla gleðisveit Gilitrutt leikur
og syngur af hjartans lyst á Pakkhúsinu,
Selfossi.
Timbur og Stál með blústónleika á
Kránni, Laugavegi 73.
Hljómsveitin Karma skemmtir í Hót-
el Valaskjálf á Egilsstöðum.
Papar í Fylkishöllinni frá kl 24
Geirmundur í banastuði á Players,
Kópavogi.
Óskar Einarsson trúbador skemmtir
á Ara í Ögri.
Papar leika í Fylkishöllinni, Árbæ.
HÁS skemmtir á Vídalín.
Love Gúrú-kvöld í Castro, Reykja-
nesbæ.
Hljómsveitin Bang Gang er með
stórtónleika í Listasafni Reykjavíkur í
tilefni af útgáfu plötunnar Something
Wrong.
Stórsveit Ásgeirs Páls spilar á
Gullöldinni.
Ruth Reginalds syngur á Græna
hattinum á Akureyri.
Á Pravda verður DJ Áki með dans-
gólfið á efri hæðinni meðan DJ Einar og
DJ Tommi sjá um blöndu af RnB, hip
hop og fönki.
Rúnar Júlíusson heldur uppi stuðinu
ásamt hljómsveit á Kringlukránni.
KK og Maggi Eiríks með tónleika á
Bíóbarnum, Siglufirði.
Traffic skemmtir á Bæjarbarnum,
Ólafsvík.
DJ Benni skemmtir á Hverfisbarn-
um.
DJ Diabolis spilar fyirir dansi í Kaffé
Cúlture í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18.
Mexíkóskt kvöld á skemmtistaðnum
de Boomkikker við Hafnarstræti. Trú-
bador og mexíkóskt þema.
Atli skemmtanalögga á Felix.
Hermann Ingi og Smári skemmta á
Fjörukránni.
Gunni Óla og Einar Ágúst skemmta
á HM Café, Selfossi.
■ ■ FYRIRLESTRAR
14.00 Guðni Th. Jóhannesson
sagnfræðingur heldur fyrirlestur í húsa-
kynnum Sögufélagsins í Fischersundi.
Fyrirlesturinn heitir „Það vinnur aldrei
neinn sitt dauðastríð“. Barátta Breta fyrir
þröngri landhelgi, 1948-64.
■ ■ ÚTIVIST
10.00 „Haustganga skógræktarfé-
laganna“ þessa helgi verður um Grafar-
vog í Reykjavík. Safnast verður saman
við Grafarvogskirkju.
■ ■ FUNDIR
09.00 Málþing um samskipti fólks
af ýmsum trúarbrögðum í íslensku fjöl-
menningarsamfélagi undir yfirskriftinni
Á sama báti II verður haldið í félags-
heimili KFUM og KFUK á Holtavegi 28.
Málþingið er öllum opið. Fundarstjórar
eru Ragnheiður Sverrisdóttir djákni og
Toshiki Toma, prestur innflytjenda.
14.00 Helga Sigurjónsdóttir kenn-
ari og Haraldur Ólafsson prófessor í
eðlisfræði lofthjúpsins verða með kynn-
ingu á lestrar-, reikni- og eðlisfræði-
kennslu í leikskólanum Listakoti á
Holtsgötu 7, 101 Reykjavík.
■ ■ SÝNINGAR
17.00 Elín Hansdóttir myndlistar-
maður, sem útskrifaðist frá Listaháskóla
Íslands nú í vor, sýnir nú verk sín í Gall-
erí Dvergi, Grundarstíg 21, 101 Rvk.
Sýningin, sem kallast „Big Bird“, er opin
fimmtudag til sunnudags kl. 17-19 og
stendur til 4.október“.
Í Sverrissal Hafnarborgar, menning-
ar- og listastofnunar Hafnarfjarðar,
stendur yfir sýning á málverkum Krist-
bergs Péturssonar. Sýningunni lýkur 6.
október.
Sýningin „Safneignin og samtíminn“
í Listasafni Árnesinga er opin milli 14
og 18. Síðasti sýningardagur er á
morgun. Aðgangur er ókeypis.
Berglind Björnsdóttir ljósmyndari er
með einkasýningu á verkum sínum í Ís-
lenska Grafíksalnum, Hafnarhúsinu.
Berglind nefnir sýningu sína Hringrás
og fjallar hún um hringrás lífsins. Sýn-
ingin er opin fimmtudaga til sunnudaga
frá klukkan 14 til 18.
Sýningin UrmUll eftir listakonuna
Snjólaugu Guðmundsdóttur stendur
yfir í Listasafni Borgarness, sem er til
húsa í Safnahúsi Borgarfjarðar, Bjarnar-
braut 4-6, Borgarnesi. UrmUll er hand-
verks- og listíðasýning og eru öll verkin
á sýningunni unnin úr ull.
Óður til Óðins er heiti á sýningu
listakonunnar Ingibjargar Torfadóttur í
Gallery 11, Innrömmun Sigurjóns,
Fákafeni 11, Reykjavík
Ingiríður Ólafsdóttir sýnir textílverk í
Hafnarborg, menningar- og listastofnun
Hafnarfjarðar. Mið.-mán. 11-17 til 6.
október.
Stórleikur á Kaplakrikavelli
í dag kl. 14.00
Hafnfirðingar og aðrir fótboltaáhugamenn, fjölmennið á völlinn
og styðjið FH til sigurs í lokaumferð Landsbankadeildar karla.
Stórball ársins í Kaplakrika
Um kvöldið skemmtir Brimkló með Björgvini Halldórssyni
fram á rauða nótt í Kaplakrika.
Húsið opnar kl. 23.00
Aldurstakmark 18 ár.
Fim. 09.10 kl. 20 Uppselt
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T