Fréttablaðið - 20.09.2003, Page 37
Glersalurinn er
n‡r og glæsilegur
veislusalur a›
Salavegi 2, Kópavogi.
Öll a›sta›a er eins og
best gerist me› gó›um
hljómbur›i og full-
komnu hljó›kerfi
– og úts‡ni› ver›ur
hver einasti ma›ur a›
upplifa…
Salavegi 2
201 Kópavogi
Sími 586 9006
glersalurinn@simnet.is
Vi› bjó›um hópum a› halda jólahla›bor› hjá okkur
á tímabilinu frá 15. nóvember til 20. desember.
Matrei›slumeistari er Sturla Birgis.
Hringdu og fá›u nánari uppl‡singar
í símum 586 9006 og 564 2112.
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
|
Y
D
D
A
/
s
ia
.i
s
N
M
1
0
3
4
8
LAUGARDAGUR 20. september 2003 37
Tönn í kjúklingasúpu
Móðir frá Utah í Bandaríkjun-um hefur kært Campbell-
súpufyrirtækið, sem hefur verið
einn stærsti súpuframleiðandi
landsins í áratugi. Konan hafði
keypt sér kjúklinganúðlusúpu
sem hún svo bar á borð fyrir sig
og 13 ára son sinn. Eftir að þau
höfðu klárað af diskum sínum
tók hún eftir því að pilturinn hélt
á hvítum hörðum hlut í lófa sér.
Þetta var tönn sem hann hafði
fundið í súpunni.
„Það er alltaf frekar ógeðslegt
að finna eitthvað í matnum sín-
um, en að það hafi verið tönn úr
manneskju sem var áður uppi í
einhverjum öðrum er algjör við-
bjóður,“ sagði konan í New York
Times.
Lögfræðingur hennar lét
meinafræðing rannsaka tönnina
og staðfesti hann að hún kæmi úr
manni. Nánar tiltekið 13 ára ára
manneskju. Sérfræðingurinn
benti svo á að búið væri að skera
í tönnina, sem reyndist vera hálf,
með einhvers konar tæki eða vél.
Talsmenn Campbell Soup Co.
hafa ekkert viljað tjá sig um mál-
ið. Þeir hafa ekki fengið að gera
sínar eigin rannsóknir á tönninni.
Vinsamlegast sýnið aðgát áður
en þið kyngið. ■
Skrýtnafréttin
KJÚKLINGASÚPA
„Þjónn, það er tönn í súpunni minni!“
FÓLK Hann er kannski þekktur fyr-
ir að vera nokkuð hispurslaus í fari
og fyrir að halda sér í góðu jafn-
vægi. Það kom því nokkuð á óvart
að Bítillinn Paul McCartney skyldi
missa stjórn á skapi sínu við ljós-
myndara á fimmtudagskvöldið.
McCartney var staddur á
Tower Bridge í London til þess að
sjá bandaríska sjónhverfingar-
manninn David Blaine í plastbúri
sínu þegar ljósmyndari kom upp
að honum og bjó sig undir að
smella af honum mynd.
Einn vinur McCartney ýtti þá
við ljósmyndaranum og sagði að
það væri enginn séns á mynda-
töku. Því næst á McCartney sjálf-
ur að hafa ýtt við honum og sagt
að þetta væri einkaheimsókn og
að hann vildi ekki láta mynda sig.
Ljósmyndarinn sagði lögreglu að
hann hefði orðið fyrir höggi.
„Það vissi enginn að hann
(McCartney) væri á staðnum því
það var svo dimmt,“ sagði Geoff
Baker, sem hefur unnið sem fjöl-
miðlafulltrúi McCartneys í mörg
ár. „Af einhverjum ástæðum, sem
líklegast aðeins geðlæknirinn
minn getur útskýrt, ákvað ég að
hafa samband við ljósmyndara
The Evening Standard. En Paul
vildi ekki láta mynda sig og tveir
vinir hans reyndu að vernda hann
fyrir ljósmyndaranum. Mönnum
var ýtt og það urðu læti, en það
var enginn kýldur.“
Baker segir að McCartney hafi
orðið sér ævareiður og rekið sig á
staðnum.
Plastbúr Blaine, sem McCart-
ney var að skoða, hangir úr krana
við hlið Tower Bridge og ætlar
hann að búa þar í 44 daga samfellt
án matar. Það eina sem hann legg-
ur sér til munns er ferskvatn.
Margir hafa lagt leið sína að
brúnni til þess að fylgjast með
brellu sjónhverfingamannsins. ■
PAUL MCCARTNEY
Er þekktur fyrir að vera í góðu jafnvægi en
missti stjórn á skapi sínu í miðborg
Lundúna á fimmtudagskvöld.
TÍSKUVIKA Í NEW YORK
Þessi fallegi kjóll er hönnun Cynthiu Rowley og var sýndur sem hluti af vor/sumarlínu
hennar fyrir næsta ár. Sýningin var sett upp eins og hún ætti sér stað í Nammilandi.
Platan „Háaloftið“ með hljóm-sveitinni Flugunni hljómar
eins og hún hafi verið samin fyr-
ir leikrit eða söngleik. Það er
eitthvað við lögin og textana sem
fær mann til að hugsa um leikhús
og þá stemningu sem þar ræður
ríkjum.
Flest lögin eru tiltölulega róleg
og ljúfsár þar sem aðalumfjöllun-
arefnið er ástin. Kassagítarinn er
notaður til að ná upp réttu tónun-
um og tekst það bara mjög vel.
Inn á milli læðast þó inn stuðlög
sem hefðu sum mátt missa sín,
sér í lagi hið leiðinlega „Vellíðan“.
Það lag er fjarri því að vera í takt
við hin á plötunni og skemmir fyr-
ir heildarútkomunni.
Annars er þetta bara ágæt plata
með mörgum hugljúfum lögum.
Best voru „Drama“ og „Flugan“.
Fín popplög og hrífandi.
Flutningur er allur í lagi þó
svo að söngvarinn virðist stund-
um vera á mörkunum að ná réttu
tónunum, en sérstaklega á það
við í lögunum „Konukvalarinn“
og „Ávallt“. Það kemur þó ekki
tilfinnanlega að sök og þótt lögin
virðist oft vera tekin úr mismun-
andi áttum og plötuna skorti
heildarstefnu breytir það heldur
ekki miklu því flest eru þau í
skemmtilegri kantinum.
Freyr Bjarnason
Umfjölluntónlist
FLUGAN:
Háaloftið
Samin fyrir leikhús
Paul McCartney:
Lenti í átökum við ljósmyndara