Fréttablaðið - 11.10.2003, Side 2
2 11. október 2003 LAUGARDAGUR
„Hann er stórgóður.“
Drífa Hjartardóttir, formaður landbúnaðarnefndar
Alþingis, telur viðskiptahætti með kjúklinga- og
svínakjöt óeðlilega.
Spurningdagsins
Drífa, hvernig finnst þér kjúklingur
með beikoni?
Helmingi lægri
bætur hérlendis
KJARAMÁL Atvinnuleysisbætur á Ís-
landi eru um helmingi lægri en á
hinum Norðurlöndunum, sam-
kvæmt úttekt Alþýðusambands Ís-
lands. Atvinnuleysisbætur eru að
hámarki 77.420 krónur á mánuði
hérlendis, en fara allt upp í 164 þús-
und í Noregi. Í Danmörku er há-
markið 147 þúsund krónur og tæpar
145 þúsund í Svíþjóð. Í Finnlandi
nema lágmarksbætur 165 þúsund-
um króna en ekkert hámark er á
bótunum þar.
Þess ber að geta að útfærsla at-
vinnuleysistryggingakerfisins er
mjög mismunandi á milli landa,
bæði hvað varðar biðtíma og há-
markslengd bótatímans. Biðtími í
Finnlandi er sjö dagar, í Svíþjóð
fimm og þrír í Noregi. Í Danmörku
og á Íslandi er engin bið eftir bót-
um, en ef tillaga Árna Magnússonar
félagsmálaráðherra gengur eftir
verður biðtíminn hér þrír dagar.
Ingunn S. Þorsteinsdóttir, hag-
fræðingur ASÍ, segir tillögur ráð-
herra skjóta skökku við. „Það er
skrítið að taka eitt atriði út strax án
nokkurs samráðs við aðila vinnu-
markaðarins og boða svo endur-
skoðun kerfisins í samráði við okk-
ur. Maður hrekkur óneitanlega við
og veltir fyrir sér hvað liggi að
baki.“ Ögmundur Jónasson, for-
maður Bandalags starfsmanna rík-
is og bæja, segir bótakerfið á Ís-
landi almennt lægra en í nágranna-
löndunum. „Þetta á sérstaklega við
um atvinnuleysisbætur. Munurinn
hér og á Norðurlöndunum er að
hér samanstanda laun manna
meira af dagvinnu og eftirvinnu,
ólíkt þar. Þannig að þegar menn
hrapa niður verður hrapið mun
meira fyrir vikið. Ekki er nóg með
að fólk missi vinnuna og hrapi í
tekjum heldur fer í gang keðju-
verkun sem getur leitt fólk í fjár-
hagslegan vítahring.“
Ögmundur segir tillögu félags-
málaráðherra um þriggja daga
biðtíma fyrir bætur veita innsýn í
sálarlíf ríkisstjórnarinnar, ekki
síst í samhengi þess að fyrirhugað
er að afnema hátekjuskatt. Málið
hefur verið tekið upp innan BSRB
og hyggst bandalagið beita sér af
alefli gegn framgangi tillögunnar.
Langtímaatvinnulausum fjölg-
aði úr 800 manns í 1500 frá síðasta
ári, en undir þá flokkast þeir sem
eru án atvinnu í meira en sex mán-
uði.
jtr@frettabladid.is
LÖGREGLUMÁL Sautján ára stúlku
var nauðgað og hún skilin eftir á
víðavangi sunnan Víðidals í
Reykjavík í fyrrinótt.
Maður um tvítugt, sem stúlkan
hún hafði aldrei hitt áður og vissi
ekki deili á þrátt fyrir að hafa átt
við hann samskipti á spjallrásum
Internetsins, var handtekinn á
þriðja tímanum í gær.
Að sögn Harðar Jóhannssonar,
yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni
í Reykjavík, liggur játning
mannsins fyrir. „Hann hefur játað
sinn þátt í málinu. Við lítum svo á
að það sé játning á að hafa framið
þetta brot,“ segir Hörður.
Lögreglu barst tilkynning um
atburðinn um klukkan hálf fjögur
um nóttina. Þá höfðu íbúar í nýja
hverfinu Kópavogsmegin vestan
Elliðaáa heyrt hróp stúlkunnar
eftir hjálp og komið henni til að-
stoðar. Hún hafði þá gengið
nokkurn spöl frá þeim stað í Víði-
dal þar sem maðurinn nauðgaði
henni.
Hörður segir stúlkuna bera að
hún hafi farið á staðinn í bíl með
manninum. Nauðgunin hafi verið
framin fyrir utan bílinn og maður-
inn síðan skilið stúlkuna eftir.
Stúlkan hafi ekki haft mikla lík-
amlega áverka við skoðun á neyð-
armóttöku. ■
Ísafjarðarbær:
Villiköttur
beit forstjóra
DÝRAHALD Forstjóri í Ísafjarðarbæ
varð að leita læknis í fyrradag eft-
ir að villiköttur beit hann. For-
stjórinn fékk stífkrampasprautu
og er nú á góðum batavegi.
Tildrög málsins voru þau að
kötturinn hafði troðið sér inn um
símainntak á húsi þar sem fyrir-
tæki er til húsa. Forstjórinn brá
skjótt við og ætlaði að draga kött-
inn sömu leið út aftur. Kötturinn
snerist til varnar og beit í hönd
forstjórans þannig að mikið sár
hlaust af.
Gríðarlegur fjöldi villikatta er í
Ísafjarðarbæ og hefur kattabani
bæjarins haft í nógu að snúast.
Vegna deilna um þá aðferð að skjó-
ta kettina á færi var honum bann-
að að útrýma köttum með þessum
hætti.
Kötturinn sem beit forstjórann
gengur enn laus. ■
DÓMSMÁL Málsmeðferð lögreglu-
mannanna tveggja sem ákærðir
eru að hálfu ríkissaksóknara fyrir
ólöglegar handtökur, ranga
skýrslugerð og brot í opinberu
starfi, lauk í Héraðsdómi Reykja-
víkur í gær.
Krafa saksóknara er að báðir
lögregluþjónarnir verði dæmdir
til refsingar. Segir hann að refs-
ing lögreglumannsins, sem
ákærður er fyrir færri liði, gæti
komið til skilorðsbindingar en að
það eigi tæpast við um þann sem
er ákærður fyrir fleiri liði. Verj-
andi þess síðarnefnda krefst
sýknu af öllum ákæruliðum en til
vara vægustu refsingar og að
málsvarnarlaun verði greidd úr
ríkissjóði. Þá vill hann að
bótakrafa sem krafist er af öðr-
um þeirra sem kærði fyrir ólög-
lega handtöku verði vísað frá.
Verjandi þess fyrrnefnda krefst
sýknu.
Báðir verjendur gagnrýndu
rannsókn málsins og málsmeð-
ferðina. Má þar nefna að einn þeir-
ra sem bar vitni í dag fór á fund
saksóknara á fimmtudag.
Verjendur benda á að það sé ekki
að ástæðulausu að vitni megi ekki
vera staddir í dómsal á meðan
meðferð málsins fer fram. ■
Piltur handtekinn eftir misnotkun á sautján ára stúlku:
Nauðgaði vinkonu af
spjallrásum alnetsins
NEÐAN ELLIÐAVATNS
Sautján ára stúlku var nauðgað á þessum
slóðum í fyrrinótt. Maður hefur verið hand-
tekinn og lögregla segir játningu liggja fyrir.
Síldveiðibátum
fjölgar fyrir vestan:
Stór og
góð síld
SJÁVARÚTVEGUR „Hér er fín síldveiði
og síldin er væn og falleg,“ segir
Maron Björnsson, skipstjóri á
Guðmundi Ólafi, en hann hefur
verið að veiðum vestur fyrir land-
inu undanfarið.
„Við hófum veiðar síðastliðinn
sunnudag og höfum að mestu leyti
verið einir um hituna hingað til.
Reyndar eru fleiri aðilar komnir á
svæðið núna. Hér er mikið af síld
og veiðarnar hefðu getað hafist
mun fyrr en þær gerðu.“
Maron sagði ekki koma sér á
óvart hversu mikill munur er á
síldinni fyrir austan og vestan
landið. „Besta síldin hefur veiðst
hér fyrir vestan síðastliðinn þrjú
ár og staðan í dag er ekkert frá-
brugðin því sem verið hefur.“ ■
Mál lögreglumannanna tveggja:
Saksóknari krefst refsingar
ÚR HÉRAÐSDÓMI
Verjendur krefjast þess að lögreglumenn-
irnir verði sýknaðir.
Atvinnuleysisbætur eru helmingi lægri á Íslandi en á hinum
Norðurlöndunum. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir
málefni atvinnulausra veita innsýn í sálarlíf ríkisstjórnarinnar.
ÁRNI MAGNÚSSON
Félagsmálaráðherra leggur til að fyrstu þrír
dagar atvinnuleysis verði ekki bótaskyldir.
ÖGMUNDUR JÓNASSON
Formaður BSRB gagnrýnir harðlega lágar
atvinnuleysisbætur og óskar eftir því að
þær verði hækkaðar til jafns við það sem
tíðkast á hinum Norðurlöndunum.
Danska þingið samþykkir
fjölgun hermanna í Írak:
Fjölga um
90 hermenn
KAUPMANNAHÖFN, AP Danska þingið
samþykkti í gær að fjölga í liði
sínu í Írak og senda allt að 90 her-
menn þangað til viðbótar. Tæplega
400 danskir hermenn hafa verið í
Írak síðan í júní í sumar. Danir lúta
stjórn Breta í Írak. Einn danskur
hermaður hefur fallið í Írak en
hann féll fyrir kúlum danskra fé-
laga sinna.
Mikill meirihluti danskra þing-
manna var fylgjandi aukningunni
eða 94 en 15 voru á móti en 70 þing-
menn voru fjarverandi atkvæða-
greiðslu. Viðbótarliðið fer til Íraks
síðar í þessum mánuði. ■
ATVINNULEYSISBÆTUR
Á NORÐURLÖNDUNUM
Kr. á mánuði
Danmörk 147.020
Finnland 164.557
ÍSLAND 77.420
Noregur 164.179
Svíþjóð 144.830
HALLDÓR BJÖRNSSON
Formaður Starfsgreinasambandsins segir
stéttarfélögin ganga samstíga í átt að
samningaborðinu.
Starfsgreinasambandið:
Félögin
klofin en
samstíga
VERKALÝÐSMÁL Halldór Björnsson,
formaður Starfsgreinasam-
bandsins, segir sambandið
sterkara en áður í kjölfar aðal-
fundarins fyrir helgi. Hann ótt-
aðist um framtíð Starfsgreina-
sambandsins þegar Flóabanda-
lagið ákvað að skera sig frá
landsbyggðarfélögunum í lok
sumars og semja aðeins sín á
milli.
„Þegar klofningurinn kom
upp brá mér óþyrmilega. Síðan
fórum við að vinna í málunum og
við erum reynslunni ríkari. Ég
ber engan kvíðboga fyrir þessum
hlutum núna. Þetta eru tvær
samstíga fylkingar. Fundurinn
einkenndist af eindrægni og
samstarfsvilja og engin átök
voru á milli manna,“ segir Hall-
dór.
Samningar verða lausir um
áramótin og gengur verkalýðs-
hreyfingin klofin en samstíga til
samninga, að sögn Halldórs. ■
Schwarzenegger
heiðraður:
Arnoldsfjall
í Georgíu
GEORGÍA, AP Stjórnvöld í Georgíu
vilja nefna fjallstind í Kákakusus-
fjöllum í höfuðið á Arnold
Schwarzenegger, nýkjörnum rík-
isstjóra í Kaliforníu. Georgíu-
menn gera það þó að skilyrði að
hann heimsæki landið.
Temur Shashiashvili, land-
stjóri í Imertia-héraði, segir að yf-
irvöld hafi sent Schwarzenegger
bréf með hamingjuóskum þegar
hann var kjörinn ríkisstjóri. Fyrir
þremur árum afþakkaði hann
heimboð Georgíumanna vegna
anna en Shashiashvili bindur von-
ir við að hann sjái sér fært að
koma núna svo hægt verði að
heiðra hann með fyrrgreindum
hætti. ■
Eiturlyfjaneitandi:
Var barinn
til dauða
fyrir hnupl
AMSTERDAM, AP Hollenska lögregl-
an hefur yfirheyrt sex manns sem
grunaðir eru um að hafa átt þátt í
dauða fertugrar konu sem sökuð
var um að hafa stolið bjór og
hundamat í stórmarkaði í Amster-
dam.
Starfsmenn matvöruverslunar-
innar Dirk van der Broek eltu
konuna út úr búðinni. Þegar þeir
náðu henni skelltu þeir henni í
jörðina, spörkuðu í hana og börðu
hana. Nokkrir vegfarendur tóku
þátt í árásinni. Konan, sem var
eiturlyfjasjúklingur, lést skömmu
síðar af völdum innvortis blæð-
inga og annarra áverka sem rekja
mátti til barsmíðanna. ■
ARNOLD
Georgíumenn
vilja heiðra
hinn nýkjörna
ríkisstjóra
með því að
skíra fjall í
höfuðið á
honum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T