Fréttablaðið - 11.10.2003, Side 8

Fréttablaðið - 11.10.2003, Side 8
Ari Edwald, talsmaður Samtakaatvinnulífsins, sagði í Frétta- blaðinu í gær að umræða um mál- efni verkafólks við Kárahnjúka væri í „hefðbundnum upp- hrópanastíl“. Jæja góði? Verkamenn við Kárahnjúka reyna að halda hita á löppunum á sér með því að troða dagblöðum í skóna sína. Þeir setja plastpoka utan um sokkaræflana til að reyna að varna því að verða strax hold- votir. Þeir þurfa að fara í verkfall til að fá ullarsokka og skárri skó. Haldi þeir áfram baráttu fyrir mannsæmandi aðstæðum eru þeir reknir. Þeir þurfa að hóta að legg- ja aftur niður vinnu ef þeir sem vinna við logsuðu fá ekki fljótlega hlífðargleraugu. Verkfall til að fá ullarsokka árið 2003! Og er þá fátt eitt talið. Upp- sagnarbréfin í höndum Impregilo. Lélegur matur, sérstaklega fyrir útlendinga. Ómögulegir, kaldir og þröngir svefnskálar. Léleg eða engin aðstaða til að hvíla sig og hlýja sér. Dónalegt viðmót hinna ítölsku herra. Brottrekstur af minnsta tilefni. Léleg heilsugæsla - a.m.k. fram að þessu. Ég gæti haldið svona áfram. Nefnum ekki launamálin ógrátandi. En það eru sem sagt „hefðbundnar upphrópan- ir“ að hafa orð á þessu. Þakka þér kærlega fyrir, Ari Edwald, að benda okk- ur á það. Þú ert áreiðan- lega fínn maður, hver sem þú ert. En lítið samt á dagsetn- inguna framan á þessu blaði sem þið eruð með í höndunum. Þar stendur - ef mér skjöplast ekki því meira - 11. október 2003. 2003? Að verkamenn á Íslandi þurfi að fara í verkfall til að fá ullarsokka árið 2003? Að þeir sem vinna við logsuðu þurfi að hóta verkfalli til að fá hlífðargleraugu?!! Er það alveg „hefðbundið“ þegar 21. öldin er orðin þriggja ára? Ekkert umtals- vert? Greinilega finnst Ara Edwald það ekki. Né heldur Austfirðingum. Það er sorglegra en tárum taki hvern- ig furðu margir þar eystra flaðra hvað sem á gengur upp um Impregilo. Réttlæta, afsaka, fegra. Jú, kannski - þegar verstu dæmin um ömurlegt framferði Impregilo eru dregin fram - þá má kannski viðurkenna að þarna sé við ákveðna „byrjunarörðugleika“ að etja. Íslendingar ekki vanir risa- verkefnum? Byrjunarörðugleika? Að hafa ekki haft vit á að hafa tilbúna ull- arsokka handa mannskapnum þegar fór að kólna? Að þeir sem logsjóða hafi bersýnilega engin hlífðargleraugu?! Eru þetta „byrj- unarörðugleikar“? Og svo vogar einhver Enzo Rinaldi, einn hinna ítölsku yfir- manna, hann vogar sér í Frétta- blaðinu í fyrradag að bera á borð að umræðan í fjölmiðlum „sé til- komin vegna þess að Íslendingar eru alls ekki vanir því að starfa að svona risaverkefni eins og er ver- ið að vinna hér“!! Ég tek sénsinn á þessum tveim- ur upphrópunarmerkjum þó Ari Edwald saki mig þá eflaust um „hefðbundinn upphrópanastíl“. En finnst ykkur það viðhorf sem birt- ist í þessum orðum Rinaldis alveg eðlilegt? Jafnvel burtséð frá dæmalausum hrokanum? En Rinaldi veit sem er að Impregilo getur gert það sem fyrirtækinu sýnist. Þeir sem hleyptu Kára- hnjúkavirkjun af stokk- unum eiga of mikið undir því að framkvæmdir haldi áfram. Sjáið bara viðbrögð ís- lensku ríkisstjórnarinnar. Ef allt væri eðlilegt ætti þetta mál náttúrlega helst að vekja áhuga dóms- málaráðherra og hann ætti að senda löggusveit- irnar sínar þangað upp eftir til að stöðva þessi ósköp þangað til Impreg- ilo hefur snúið við blað- inu og hinir ítölsku hroka- gikkir hafa lært hvernig Íslendingar eru vanir að starfa að risaverkefnum. En vitiði, ég held einhvern veginn það verði ekkert af því. Dapurleg ræða Árna Magn- ússonar Halldór Ásgrímsson hefur enda mært Impregilo sérstaklega. Og Árni Magnússon félagsmála- ráðherra hefur ekki undan neinu að kvarta. Ekki var það a.m.k. að heyra á ræðu hans á Alþingi í vik- unni. Engar athugasemdir við framferði Impregilo. Ekki nokk- ur! Þessi ræða hins unga félags- málaráðherra var reyndar sér- lega dapurlegt upphaf á ráðherra- ferli Árna Magnússonar, manns sem við héldum að væri knár og duglegur og réttsýnn stjórnmála- maður. Ég held við ættum ekki að gleyma strax þessari ræðu Árna - rifja hana kannski upp næst þegar hann þarf atbeina kjósenda til að halda áfram í sínu starfi. Færa honum kannski slitur úr prentaðri ræðunni til að troða í skóna sína ef það skyldi vera kalt í ráðuneyt- inu. ■ Helgina 4. og 5. október vorueldhúsdagsumræður í sjón- varpinu. Þar kom fram að hag- fræðingar spá svo skuggalegri vel- megun á næstu árum að óhjá- kvæmilegt verður að fresta kosn- ingaloforðum stjórnarflokkanna svo að þjóðfélagið kollsteypist ekki. En fátækt er eins og allir vita bráðnauðsynleg til að halda þjóð- félaginu á réttum kili, og þess vegna nauðsynlegt að stjórnin slái upp skjaldborg til að vernda hana og viðhalda. Ef fátækt væri útrýmt mundi enginn nenna að gera neitt annað en borða á fínum veitingahúsum, ferðast á sagaklass, versla með verðbréf og rúnta á risajeppum malandi í farsíma. Hver ætti þá að byggja húsin, veiða kvótafiskinn, slátra kindum, fara með þær á öskuhaugana, afgreiða í búðum, passa börn og sópa göturnar? Því er nauðsynlegt að afstýra aðsteðj- andi góðæri með því að fresta kosningaloforðum. Það er líka áhyggjuefni hvort bankar og tryggingafélög hafi að- stöðu til að varðveita alla þá um- fram peninga sem ekki mega lenda í höndunum á almenningi, en að undanförnu hafa þessar stofn- anir neyðst til að senda úr afkomu- viðvaranir vegna óvænts ofsa- gróða sem gefur til kynna hversu alvarlegt efnahagsástandið er að verða. Til marks um hina miskunnar- lausu aðhaldsstefnu ríkisstjórnar- innar er ekki gert ráð fyrir nema 18 milljónum króna á fjáraukalög- um til að endurnýja ráðherrabif- reiðar. Mánudaginn 6. október var hinn gamli verkalýðsforingi Ásmundur Stefánsson skipaður í embætti rík- issáttasemjara, en hann er kjörinn í það hlutverk vegna þeirrar þekk- ingar sem hann hefur aflað sér á hollum megrunarkúrum. Í vikunni lögðu 14 þingkonur úr öllu stjórnmálaflokkum - nema Sjálfstæðisflokkum - fram laga- frumvarp um refsingar fyrir þá sem kaupa sér kynlífsþjónustu. Einnig að hver sá sem hafi tekjur af milligöngu um vændi annarra skuli sæta fangelsi. Þingkonur - nema Sjálfstæðiskonurnar - vilja að Alþingi samþykki allt að fjög- urra ára fangelsi fyrir þá sem ginna, hvetja eða aðstoða barn, yngra en 18 ára, til að stunda vændi eða aðra kynlífsþjónustu. Verktakafyrirtækið Impregilo hélt áfram athyglisverðum rann- sóknum á því, hversu mikla vos- búð klæaðlitlir suðrænir verka- menn geta þolað á hálendi Íslands. Arnold Schwarzenegger var kjörinn ríkisstjóri í Kaliforníu, og hafa Bandaríkjamenn nú í hyggju að breyta stjórnarskrá sinni í þá veru, að hann geti einnig orðið forseti Bandaríkjanna þótt hann sé svo óheppinn að vera fæddur í Austurríki. ■ Hin róttæka opnun Íslands viðlok níunda áratugarins og í upphafi hins tíunda varð þjóðinni til góðs. Frelsi í fjármagnsflutn- ingum og margvíslegar réttar- bætur opnuðu atvinnulífið og settu markaðnum leikreglur. Veigamestur var aðdragandi og eftirleikur samningsins um hið Evrópska efnahagssvæði. Þar voru stjórnmálin í aðalhlutverki. Opnun Íslands er þó aðeins að takmörkuðu leyti viðfangsefni stjórnmálanna. Ekkert svið mann- lífsins er opnara og óvarðara fyr- ir landamæralausum heimi en menningin. Um áratugaskeið voru áhyggjur Íslendinga af áhrifum útlendinga heldur hvergi meiri. Eftir hraðari breytingar í þessu efni en nokkurn tímann áður í Ís- landssögunni hefur ótti vikið fyrir ótvíræðu sjálfstrausti. Íslensk menning hefur ógrynni að gefa í landamæralausum heimi. Fæstir færa þann möguleika í orð að stjórnmál hér á landi hefðu eitthvað viðlíka fram að færa á al- þjóðasviðinu og fornbókmenntirn- ar eða Björk. Kannski segir það meira en mörg orð um muninn á atgervi í listum og pólitík. Stjórn- málin standa engu að síður fram- mi fyrir mikilvægum spurningum um næstu skref við opnun Ís- lands. Kostnaður við einangrun Sjálfstæði þjóðarinnar verður seint metið til fjár. Öðru máli gegnir um kostnaðinn við ein- angrun. Hátt matvælaverð í al- þjóðlegum samanburði er annað hvort vegna skorts á virkri sam- keppni (eins og Davíð sakar Baug um) eða verndarstefnu í landbún- aði (eins og Baugur sakar Davíð um). Háir vextir eru sömuleiðis ýmist vegna óhagkvæmni ís- lenskra banka, skorts á sam- keppni eða gjald vegna gengisá- hættu, sjálfstæðrar myntar. Óút- kljáð er hver hlutföllin eru á milli þessara þriggja þátta. Öðrum skýringum er þó ekki til að dreifa. Utanríkisráðherra hefur tekið ákveðna forystu í umræðu um opnun Íslands. Hann á hrós skilið fyrir að hreyfa lækkun verndar- tolla í landbúnaði og fjárfestingu útlendinga í sjávarútvegi. Hvort tveggja er án efa umdeilt, leiðir til aukins óöryggis um afkomu bænda og setur spurninguna um hvernig þjóðinni verði tryggður arður af auðlindum hafsins í brennidepil. Hvort tveggja þarf að leiða til lykta. Lækkun vaxta er enn mikil- vægari. Ef nýtilkomin samkeppni á bankamarkaði skilar ekki við- undandi vaxtakjörum hlýtur að verða að spyrja hvort sjálfstæð ís- lensk króna sé of dýru verði keypt.Til að hreyfa því þarf án efa enn hugaðri stjórnmálamenn. En kjarni málsins er þó kannski sá að lækkun vaxta er of mikilvæg spurning til að bíða þess að stjórn- málamenn fái málið. ■ 8 16. september 2003 ÞRIÐJUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Vel þjálfaðir Framsóknarmenn „Vel þjálfaðir Framsóknarmenn hafa misst hæfnina til að sjá mun á réttu og röngu. Því hentar vel að gera þá að forstöðumönn- um eftirlitsstofnana á borð við fjármálaeftirlitið og vinnumála- eftirlitið. Þeir láta sér ekki bregða, þótt fjárglæframenn og innherjar hafi fjármálastofnanir að leiksoppi. Þeir láta sér ekki bregða, þótt Landsvirkjun og verktakar hennar hafi íslenzk vinnulög og kjarasamninga að leiksoppi. Langvinnt meðvitund- arleysi gerir slíka forstöðumenn síðan sérstaklega hæfa til að verða ráðherrar, sem þurfa að kunna á sjálfvirkan hátt að dá- sama gerðir Landsvirkjunar og Impregilio, illa þokkaðs fyrir- tækis í þriðja heiminum.“ - JÓNAS KRISTJÁNSSON RITSTJÓRI Á JONAS.IS Demókratar erfiðari en illmenni „Barátta Schwarzeneggers við fjármál Kaliforníuríkis verður líklega erfiðari en barátta hans við illmennin á hvíta tjaldinu, sérstaklega í ljósi þess að hann þarf að búa við meirihluta demókrata í þinginu og getur því lent í erfiðleikum með að koma hugmyndum sínum í fram- kvæmd. Engu að síður ætti brún- in á Kaliforníubúum að léttast við ríkisstjóraskiptin. Nú fá þeir ríkisstjóra sem hefur lýst vilja til að draga úr umsvifum ríkisins og lækka skatta, og losna um leið við þann sem sá fáar aðrar lausnir en hækkun skatta og op- inberra gjalda.“ - AF SÍÐU VEFÞJÓÐVILJANS, ANDRIKI.IS ■ Af netinu Skuggaleg velmegun Sony Center - það fyrsta á Íslandi Nú getur þú verslað Sony hjá Sony því að við opnum nýja verslun í Kringlunni í október. Gæði, þekking og fagmennska alla leið. SONY CENTER Kringlunni 4 - 12 103 Reykjavík You make it a Sony Skoðundagsins DAGUR B. EGGERTSSON ■ skrifar um opnun Íslands. Eitt eilífðarsmáblóm ÞRÁINN BERTELSSON ■ rifjar upp minnisverð tíðindi vikunnar ILLUGI JÖKULSSON ■ skrifar um aðbún- að verkafólks við Kárahnjúka. Um daginnog veginn MATVÆLAVERÐ „Hátt matvælaverð í alþjóðlegum samanburði er annað hvort vegna skorts á virkri sam- keppni (eins og Davíð sakar Baug um) eða verndarstefnu í landbúnaði (eins og Baugur sakar Davíð um).“ Opið Ísland ARI EDWALD „Ari Edwald, tals- maður Samtaka at- vinnulífsins, sagði í Fréttablaðinu í gær að umræða um málefni verkafólks við Kárahnjúka væri í „hefðbundnum upphrópanastíl“. Jæja góði?“ Hefðbundnar upphrópanir?!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.