Fréttablaðið - 11.10.2003, Qupperneq 12
11. október 2003 LAUGARDAGUR
taktu
eftir...
debenhams
S M Á R A L I N D
fiú verslar fyrir
5.000 kr. í
Barnadeild
og fær›
1.000 kr.
inneign
sem gildir í
barnadeild
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
D
EB
2
24
95
10
/2
00
3
Ég tel að óhófleg notkun tölvu-pósts viðgangist á kostnað
þess að menn eigi í mannlegum
samskiptum sem er ólíkt skyn-
samlegri leið og vænlegri til ár-
angurs. Og mér virðist í sumum
tilvikum tölvupóstssending flótti
frá því að horfast í augu við við-
mælanda sinn. Tölvupóstur er
auðveld leið til að setja fram sín
sjónarmið og þurfa ekki að hlusta
á það sem aðrir hafa að segja,
sem telst nú ekki gott,“ segir
Óskar Magnússon forstjóri Og
Vodafone. Honum finnst jafnvel
koma til greina að banna notkun
tölvupósts tímabundið á meðan
verið er að ná tökum á notkun-
inni.
Gengdarlaus misnotkun
Gunnar Salvarsson, fyrrum
fréttamaður, er nú starfandi hjá
Aco Tæknival og hefur skrifað
grein á vef tölvufyrirtækisins en
tilefnið er tillaga Johns Caudwell
hjá símafyrirtækinu Phones 4U
um að banna tölvupóst. Caudwell
gerir því skóna að starfsmenn
fyrirtækis síns verji þremur
klukkustundum á dag hver og
einn í sýsl við tölvupóst sem að
stórum hluta er sendur milli
starfsmanna. ATV stóð fyrir
skoðanakönnun á Netinu í kjöl-
farið og kom þar fram mikil and-
staða við hugmyndir um bann eða
86 prósent. Gunnar leitaði álits
fjögurra stjórnenda: Bjarna Ár-
mannssonar bankastjóra Íslands-
banka, Einars Bendiktssonar for-
stjóra Olís og Árna Sigfússonar
bæjarstjóra Reykjanesbæjar
sem allir eru þeirrar skoðunnar
að verulegt hagræði felist í notk-
un tölvupósts. Óskar tekur hins
vegar í sama streng og Caudwell
og hafa ýmsir innan tölvugeirans
íslenska tekið því óstinnt upp. Og
samstarfsmenn Óskars klikka
ekki á því að skíra póst þann sem
þeir senda foringja sínum eitt-
hvað á þessa leið: Hér koma um-
beðnar upplýsingar í óþörfum
tölvupósti.
„Já, það er alveg rétt. Mér hef-
ur ofboðið þessi ofgnótt tölvu-
pósts. Stundum eru menn að
senda tölvupóst milli herbergja í
stað þess að koma í gættina. Og
þeir hafa tekið þessum skoðunum
mínum fremur illa svona netverj-
ar, menn sem starfa við tölvur og
Netið og skilja mig sem svo að
þetta sé atlaga að þeirra starfi.
Jafnframt hefur það heyrst að
þetta séu sérkennileg sjónarmið
forstjóra fjarskiptafyrirtækis.
En þetta er mikill misskilningur -
gagnsemi tölvupósts er ótvíræð
en misnotkunin er engu að síður
til staðar,“ segir Óskar sem nú er
staddur í Þýskalandi meðal ann-
ars til að fylgjast með landsleikn-
um við Þjóðverja.
Hin fínni blæbrigði
Óskar vill meina að tölvupóst-
ur geti verið hentugur til styttri
skeytasendinga, að boða saman
hóp manna til fundar og slíkt en
hins vegar hætti mönnum til að
nota hann í lengri bréf. „Þegar
það svo bætist við að ekki er öll-
um jafn lagið að koma frá sér
hugsunum á rituðu máli þá getur
málið farið að vandast og oft elur
þetta beinlínis á misskilningi.
Jafnvel færustu rithöfundar
þurfa að glíma við þann vanda að
geta ekki komið hugsunum sínum
sæmilega óbrengluðum á ritað
mál og skilur þar oft á milli feigs
og ófeigs,“ segir Óskar sem hef-
ur ýmislegt út á þetta samskipta-
form að setja eins og heyra má.
„Svo var nú lengi plagsiður að
menn litu á þennan samskipta-
máta sem óæðra form bréfa-
skrifta, notuðu til dæmis ekki há-
stafi, punkta eða kommur ... þetta
var oft nánast með öllu óskiljan-
legt. Í það minnsta nennti ég ekki
alltaf að reyna að stauta mig í
gegnum bréf frá ýmsum. En
þetta sýnir hugsunarháttinn.“
Óskar segist hafa fengið mik-
inn óþarfa tölvupóst, jafnvel svo
að líkja megi við plágu. „En það
hefur lagast eftir að ég viðraði
þessar skoðanir mínar.“
Heyrst hafa þær hugmyndir
að Óskar sé ekki með öllu heill
hvað þessar skoðanir varðar. Að
hann vilji á óbeinan hátt fá menn
til að nota síma í stað tölvupósts.
„Þetta má heita makleg gagnrýni.
En ég var ekki svo frumlegur að
átta mig á samhenginu í þessu til-
felli. Svo má benda á að ég hef
líka gagn af því að menn sendi
tölvupóst viðskiptalega. Við hjá
Og Vodafone bjóðum uppá slíka
þjónustu og erum með marga við-
skiptavini sem gera slíkt. Það er
mér því ekkert sérstakt keppi-
kefli í þeim skilningi að færa
menn frá lyklaborðinu og að sím-
anum. En ég vil undirstrika að ár-
angursríkari samskiptamáti er
að menn tali saman, augliti til
auglitis eða í síma. Hin fínni blæ-
brigði samskipta tapast í tölvu-
pósti.“
jakob@frettabladid.is
ÓSKAR MAGNÚSSON
Hefur horn í síðu þess sem hann
kallar óþarfa tölvupóst: Plága og
plagsiður var sú bylgja sem gekk, og
lýsti hugarfarinu, þegar menn skrif-
uðu bréf í tölvupósti og slepptu há-
stöfum, punktum og kommum. „Ég
nennti ekki að stauta mig í gegnum
bréf ýmissa manna.“
Óskar Magnússon forstjóri Og Vodafone hefur tekið undir hugmyndir þess
efnis að banna tölvupóst um stundarsakir meðan verið er að ná tökum á ofnotkun
þessa samskiptamáta - en því hefur verið haldið fram að starfsmenn eyði allt
að þremur klukkustundum í sýsl við tölvupóstinn sinn.
Árangursríkari
samskiptamáti er að
menn tali saman, augliti til
auglitis eða í síma. Hin fín-
ni blæbrigði samskipta tap-
ast í tölvupósti.“
,,
Forstjóra í nöp
við tölvupóst
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI