Fréttablaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 20
Ig-nóbelsverðlaunin voru veitt í13. skipti við hátíðlega athöfn í
Sandersleikhúsinu við Harvard-
háskóla í byrjun október. Athöfn-
in fór fram í beinni útsendingu á
Veraldarvefnum. Ef til vill eru
Ig-nóbelsverðlaunin einhvers
konar andsvar bandarískra há-
skólanema við þeim hátíðleika
sem umlykur Nóbelsverðlaunin
og afhendingu þeirra í Stokk-
hólmi og Ósló.
Látinn, en lifandi, friðar-
verðlaunahafi
Friðarverðlaun Ig-nóbels féllu
að þessu sinni í skaut indverskum
manni, Lal Bihari, frá Uttar
Pradesh-fylki í Indlandi, og hlýtur
Lal Bihari verðlaunin af þremur
ástæðum. Í fyrsta lagi vegna þess
að honum hefur tekist síðustu 19
ár að lifa viðburðaríku lífi þrátt
fyrir að opinberlega sé hann dáinn
og hafi verið strikaður út af mann-
tali. Í öðru lagi vegna þess að hann
hefur allt frá því hann var skráður
látinn háð hetjulega baráttu við
skriffinnsku yfirvalda og gráðuga
ættingja fyrir því að öðlast viður-
kenningu á því að hann sé á lífi. Og
í þriðja lagi fyrir að hafa stofnað
„Samtök látinna“ sem eru hags-
munasamtök fólks sem eins er
ástatt fyrir, og hefur verið fjar-
lægt úr manntalinu þrátt fyrir að
vera bráðlifandi.
Friðarverðlaunahafinn gat
ekki sjálfur veitt verðlaunum
sínum viðtöku vegna þess að
bandarísk yfirvöld neituðu hon-
um um vegabréfsáritun til
Bandaríkjanna á þeim forsend-
um að óheimilt væri að veita látn-
um manni vegabréfsáritun. Mad-
hu Kapoor veitti því verðlaunun-
um viðtöku í hans stað.
Friðarverðlaun Ig-nóbels í
fyrra fengu þrír japanskir vís-
indamenn, Keika Sato, dr.
Matsumi Suzuki og dr. Norio
Kogure, fyrir að „stuðla að aukn-
um skilningi milli tegunda“, en
þeir hafa þróað sjálfvirkan tölvu-
búnað sem þýðir hundgá yfir á
mannamál.
Friðarverðlaun Ig-nóbels árið
2001 fékk Viliumas Malinauskus
frá Lithaugalandi, en hann stofn-
aði skemmtigarð með styttum af
föllnum leiðtogum Ráðstjórnar-
ríkjanna, og heitir skemmtigarð-
urinn „Veröld Stalíns“.
Murphys-lögmálið
verðlaunað
Verðlaun Ig-nóbels í verk-
fræði árið 2003 fengu John Paul
Stapp, Edward A. Murphy, yngri,
og George Nichols (en hinir tveir
fyrstnefndu eru látnir) fyrir að
hafa í sameiningu skilgreint svo-
nefnt „Murphys-lögmál“ árið
1949, en grundvallarkennisetn-
ing þess lögmáls er svohljóðandi:
„Ef fleiri en ein aðferð er til að
framkvæma einhvern hlut og
einhver aðferðin hefur hörmu-
legar afleiðingar, mun einhver
grípa til þeirrar aðferðar“. Eða
með öðrum orðum: „Ef eitthvað
getur farið úrskeiðis, mun það
fara úrskeiðis“.
Eðlisfræði þess að
draga sauðfé yfir yfirborð
Jack Harvey, Hohn Cluvenor,
Warren Payne, Steve Cowley,
Michael Lawrance, David Stuart og
Robyn Williams frá Ástralíu fengu
í sameiningu eðlisfræðiverðlaun
Ig-nóbels að þessu sinni fyrir
„ómótstæðilega greinargerð sína
sem ber heitið: Skilgreining þeirra
krafta sem þörf er á til þess að
draga sauðfé yfir mismunandi yfir-
borð“. Þeir sem vilja kynna sér
þessa mjög svo athyglisverðu
greinargerð nánar og jafnvel nýta
sér niðurstöður hennar geta lesið
sér til um hana á Netinu á slóðinni:
www.culvenor.com
Leigubílstjórafræði
og pungsídd
Verðlaunin í læknisfræði þetta
árið vöktu mikla athygli, en verð-
launahafarnir voru Eleanor
Maguire, David Gadian, Ingrid
Johnsrude, Catriona Good, John
Ashburner, Richard Frackowiak og
Christopher Frith við Lundúna-
háskóla fyrir rannsókn sem leiðir í
ljós að heilar í leigubílstjórum í
Lundúnaborg eru á vissan hátt mun
þróaðri en í öðrum borgurum. Þyk-
ir þessi rannsókn vera vísbending
um að ratvísi búi í ákveðnu svæði
heilans, og hægt sé að þróa með sér
ratvísi sem aftur hafi mælanleg
áhrif á sjálfan heilann. Í fyrra fóru
læknisfræðiverðlaunin einnig til
starfsmanns Lundúnaháskóla, en
þá fékk Chris McManus verðlaunin
fyrir ákaflega greinargóða ritgerð
sína um „Mismunandi pungsídd til
hægri og vinstri hjá körlum og
fornum líkneskjum“.’
Sálfræði stjórnmálamanna
Gian Vittorio Capara og Claudio
Barbarnelli við háskólann í Róma-
borg og Philip Zimbardo við Stan-
ford-háskóla fengu sálfræðiverð-
laun Ig-nóbels að þessu sinni fyrir
hina merkilegu vísindaritgerð:
„Stjórnmálamenn: einstaklega ein-
faldir persónuleikar“. Philip
Zimbardo var sá eini þremenning-
anna sem var viðstaddur verðlauna-
athöfnina og veitti viðurkenning-
unni viðtöku.
Efnafræðilegt undur
Yukio Hirose við Kanazawa-há-
skóla í Japan hlaut efnafræðiverð-
launin í ár fyrir efnafræðilega
rannsókn sinni á koparstyttu í Kan-
azawaborg, sem vegna efnafræði-
legrar samsetningar sinnar hefur
þá náttúru að dúfur forðast hana,
þrátt fyrir að alkunna sé hversu
mjög þessi fiðurfénaður laðast að
koparlíkneskjum yfirleitt.
Bókmenntir daglegs lífs
Bókmenntaverðlaunin að
þessu sinni hreppti John Trin-
kaus frá Zicklin-verslunarskól-
anum í New York, en hann hefur
af mikilli nákvæmni skráð niður
upplýsingar og birt meira en 80
ritgerðir um ýmsa þætti daglegs
lífs. Meðal annars hefur hann
fjallað ýtarlega um hversu hátt
hlutfall ungra manna með hafna-
boltahúfur snúi húfuderinu aft-
ur fremur en fram. Einnig hefur
hann birt ritgerð um hvert hlut-
fall sundlaugargesti dýfi sér til
sund í grynnri enda sundlauga,
og hversu hátt hlutfall bifreiða-
stjóra hægi ferðina mjög án þess
þó að nema alveg staðar við
stöðvunarskyldumerki. Og síð-
ast en ekki síst má nefna hina
mjög athyglisverðu ritgerð sem
Trinkaus hefur birt um hversu
hátt hlutfall námsmanna hefur
óbeit á bragðinu af spergilkáli.
Hagfræðiundrið
Lichtenstein
Heil þjóð fékk Ig-nóbelsverð-
launin í hagfræði árið 2003, en þau
voru veitt Karl Schwärzler og þjóð-
inni í Liechtenstein fyrir að gera
það mögulegt að leigja heilt þjóðríki
undir samkomur á borð við árshá-
tíðir stórfyrirtækja, brúðkaup og
jafnvel fermingar.
Karl Schwärzler veitti verðlaun-
unum viðtöku fyrir sína hönd og
þjóðar sinnar, en þeir sem vilja
fræðast um hina nýstárlegu þjón-
ustu sem í boði er í Liechtenstein
geta farið á vefslóðina www.xnet.li
og www.rentastate.com
Hænsn og fegurð
Sérstök verðlaun voru veitt að
þessu sinni fyrir frábært vísinda-
afrek í samvinnu margra vísinda-
greina, en þau verðlaun hlutu
Stefano Ghilanda, Liselotte Jans-
son og Magnus Enquist við Stokk-
hólmsháskóla fyrir rannsókn þeir-
ra sem lýst er í vísindaritgerðinni:
„Hænsn aðhyllast fremur laglegt
fólk“. Allir þrír verðlaunahafar
mættu við athöfnina.
Síðast ber að nefna Ig-nóbels-
verðlaunin í líffræði sem féllu í
skaut C.W. Moeliker við Nátt-
úrugripasafnið í Rotterdam,
Hollandi, en hann varð fyrstur
manna til að ná myndum af af-
brigðilegri kynhegðun ákveð-
innar andategundar og birti síð-
an ljósmyndir sínar með tilheyr-
andi ritgerð sem á ensku heitir:
„The First Case of Homosexual
Necrophilia in the Mallard Anas
platyrhynchos (Aves:Anati-
dae)“. Kees Moeliker veitti
verðlaununum viðtöku.
Enginn Íslendingur
Þetta var í 13. sinn sem Ig-
nóbelsverðlaunaafhendingin fór
fram, og vekur athöfnin jafnan
mikla athygli um allan heim. Enn
sem komið er hefur enginn Ís-
lendingur hlotið verðlaunin.
thrainn@frettabladid.is
11. október 2003 LAUGARDAGUR
Ig-nóbelsverðlaunin voru veitt í 13. sinn við Harvardháskóla á dögunum. Verðlaunin eru andsvar bandaríska háskólastúdenta við
hátíðleikanum sem umlykur hin norrænu Nóbelsverðlaun. Á meðal verðlauna kennir margra grasa:
IG NÓBELSVERÐLAUN Í EFNAFRÆÐI
Yukio Hirose við Kanazawa-háskóla í Japan hlaut efnafræðiverðlaunin í ár fyrir efnafræðilega rannsókn sinni á koparstyttu í Kanazawa-
borg. Vegna efnafræðilegrar samsetningar sinnar virðist styttan hafa þá náttúru að dúfur forðast hana.
Sálarlíf stjórnmálamanna
og samkynhneigðar endur
20