Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.10.2003, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 11.10.2003, Qupperneq 29
29LAUGARDAGUR 11. október 2003 opi›: laugardag 10-16 og sunnudag 13-16 STÆRRI OG GLÆSILEGRI VERSLUN VI‹ BJÓ‹UM N†JAR VÖRUR OG ENN MEIRA ÚRVAL Í STÆRRI OG GLÆSILEGRI HÚSAKYNNUM. N†TT Á BO‹STÓLUM HJÁ OKKUR ERU FRÁBÆRAR MOTTUR, LJÓS, BA‹- OG ELDHÚSVÖRUR. B O R ‹ S T O F A B A ‹ E L D H Ú S L J Ó S B Ö R N B O R ‹ S T O F A S T O F A N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 1 0 4 8 2 • s ia .i s FÓTBOLTI Hátt í þrjú þúsund Íslend- ingar munu fylgjast með leik Þýskalands og Íslands í und- ankeppni Evrópumótsins í knatt- spyrnu sem fram fer á AOL-vell- inum í dag. Íslendingarnir hafa verið að tínast til borgarinnar síð- ustu daga en þeir síðustu eru væntanlegir í dag. „Eins og oft er sagt þá er sama hvernig fer við verðum alltaf sig- urvegarar,“ sögðu þeir Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, og Gunnar Sigurðsson, formaður rekstrarfélags ÍA þar sem þeir sátu í Leifsstöð í gær og biðu eftir flugi til Hamborgar. Skagamenn- irnir eru ánægðir með árangur ís- lenska liðsins í keppninni en von- ast til að þetta sé áfangi á enn lengri leið. Gísli segir von Íslendinga um sæti í umspili liggja hjá Litháum. Sigri Litháar Skota komast Íslend- ingar í það minnsta í umspil um laust sæti á Evrópumótinu. „Við treystum á Litháa. Að vísu verður það mjög erfitt og það reikna flestir með sigri Skota. Það er spurning hvort Íslendingar eigi ekki frekar að fjölmenna til Skotlands og styðja við bakið á Litháum,“ sagði bæjarstjórinn hlæjandi en Gunnar vildi ekki taka undir með honum. „Svona leikir vinnast alltaf á eigin gæðum,“ sagði hann. „Það er skelfilegt að vera með hálft lið. Ég vona þó að við náum að hanga í jafntefli. Það er alltof mikil bjart- sýni og óraunhæft að ætla liðinu sigur.“ ■ Ísland - Þýskaland: Við verðum alltaf sigurvegarar GÍSLI GÍSLASON OG GUNNAR SIGURÐSSON Gísli Gíslason og Gunnar Sigurðsson biðu spenntir eftir flugi til Hamborgar í gær. Hátt í þrjú þúsund Íslendingar eru þar samankomnir til að fylgjast með leik Þýskalands og Ís- lands í undankeppni Evrópumótsins. OLIVER KAHN „Þetta er eins og úrslitaleikur.“ Oliver Kahn: Eins og úrslitaleikur FÓTBOLTI „Þetta er eins og úrslita- leikur,“ sagði Oliver Kahn, fyrirliði þýska landsliðsins. „Hann er afger- andi. Enginn má gera mistök.“ „Við getum ekki slakað á,“ sagði Rudi Völler, landsliðsþjálfari Þjóð- verja. „Við verðum að vera á varð- bergi gagnvart löngum sendingum og hraðaupphlaupum.“ Völler gerði hins vegar lítið úr áhyggjum Ásgeirs Sigurvinssonar af meiðslum hjá íslenska liðinu. „Þeir gera of mikið úr hlutunum en við látum ekki plata okkur.“ Grasið á AOL-Arena er ekki sem best en Völler vill ekki gera of mikið úr því. „Völlurinn er ekki eins góður og við hefðum viljað en það gerir ekkert til,“ sagði Völler. „Það verður engin afsökun“. Michael Ballach leikur með Þjóðverjum í dag en hann hefur verið meiddur á ökkla. Undirbún- ingur hans fyrir leikinn hefur að mestu verið langhlaup úti í skógi en hann er orðinn leikfær og landsliðs- þjálfarinn ætlar honum stórt hlut- verk. „Á laugardag verður hann ekki aðeins knattspyrnumaður, heldur einnig leiðtogi,“ sagði Rudi Völler. „Hann verður að vera tilbú- inn til að takast á við slíkt hlut- verk.“ ■ ÞÝSKALAND Forseti þýska knattspyrnusambandsins missir af leiknum því hann mun fylgjast með kvennaliði Þjóðverja í úrslitum heims- meistaramótsins. Franz Beckenbauer: Þjóðverjar í lokakeppnina FÓTBOLTI „Ég er ekki í neinum vafa,“ sagði Franz Beckenbauer, fyrrum leikmaður og þjálfari þýska landsliðsins. „Á laugardags- kvöld verðum við búnir að tryggja okkur sæti í lokakeppninni.“ Gerhard Mayer-Vorfelder, for- seti þýska knattspyrnusambands- ins, er einnig sigurviss. „Við ætt- um að sigra í leiknum í Hamborg og komast áfram úr riðlinum sem sigurvegarar.“ Mayer-Vorfelder mun þó ekki sjá leikinn því hann er á leiðinni til Kaliforníu og verður viðstaddur úrslitaleik Þjóðverja og Svía í heimsmeistarakeppni kven- na. ■ Leikir dagsins Skotland - Litháen Glasgow Þýskaland - Ísland Hamborg Staðan Þýskaland 7 4 3 0 10:4 15 Ísland 7 4 1 2 11:6 13 Skotland 7 3 2 2 11:8 11 Litháen 7 3 1 3 7:10 10 Færeyjar 8 0 1 7 7:18 1 Efsta liðið fer beint í lokakeppnina sem fram fer í Portúgal næsta sumar. Liðið sem lendir í öðru sæti tekur þátt í um- spili um miðjan nóvember. Tapi Íslendingar verða þeir að treysta á að Litháar nái að minnsta kosti jafntefli við Skota í Glasgow. Litháar ná Íslending- um að stigum ef þeir sigra Skota og Ís- lendingar tapa fyrir Þjóðverjum. Það dug- ar Litháum ekki til að komast áfram í keppninni því Íslendingar standa betur í innbyrðis viðureignum þjóðanna. 5. RIÐILL Í UNDANKEPPNI EM FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.