Fréttablaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 30
30 11. október 2003 LAUGARDAGUR
PÉTUR MARTEINSSON
Pétur Marteinsson meiddist á æfingu
í gær og verður ekki með gegn Þjóðverj-
unum í dag.
Fótbolti
Eyjólfur Sverrisson:
Erfitt fyrstu fimmtán
mínúturnar
FÓTBOLTI Eyjólfur Sverrisson, fyrr-
verandi landsliðsfyrirliði, er mætt-
ur til Hamborgar til að fylgjast með
leiknum á AOL-vellinum í dag.
„Þetta verður rosalega gaman
en að öðru leyti mjög erfitt. Þjóð-
verjarnir eiga eftir að fylla völlinn
og það verður mikil stemmning,“
sagði Eyjólfur í samtali við Frétta-
blaðið í gær.
Eyjólfur telur að á brattann
verði að sækja en telur íslenska lið-
ið til alls líklegt. „Strákarnir hafa
verið að spila vel undanfarið og
hafa ekki tapað leik í lengri tíma.
Það verður erfitt að halda út fyrstu
fimmtán mínúturnar og við verðum
að reyna að verjast fyrstu árásun-
um og reyna nýta okkur skyndi-
sóknirnar.“
Eyjólfur lék til langs tíma með
Herthu Berlín og hefur leikið
nokkrum sinnum á AOL-vellinum.
Völlurinn er að hálfu yfirbyggður
og þegar íslenska liðið var á æfingu
í gær bergmáluðu köll leikmanna
um allan völl. Það má því búast við
gríðarlegum hávaða þegar 50 þús-
und manns troðfylla völlinn.
„Þetta er mikil gryfja og það
myndast flott stemmning hér. En
það er hægt að nýta sér það í hag og
það verða nokkrir Íslendingar
hérna. Þannig að það er allt mögu-
legt í stöðunni,“ segir Eyjólfur. ■
Gefum okkur
alla í leikinn
hvað?hvar?hvenær?
8 9 10 11 12 13 14
OKTÓBER
Laugardagur
Fj
ár
m
ál
ar
áð
st
ef
n
a
ÍS
Í
verður haldin á Grand Hótel Reykjavík
föstudaginn 31. október kl. 16:15 - 19:45
Meðal dagskrárliða
Rekstur íþróttahreyfingarinnar
Gunnar Bragason, formaður Fjármálaráðs ÍSÍ
Hvað gengur vel og hvað gengur illa í rekstri okkar
Rekstur sérsambanda
Rekstur héraðssambanda og íþróttabandalaga
Rekstur félaga og deilda
Mikilvægi stjórnandans
Vilmar Pétursson, M.Sc.
UmræðurTekið er við skráningum í síma 514-4000 og á netfangið andri@isisport.is
Ráðstefnan er ætluð öllum aðilum
íþróttahreyfingarinnar og er aðgangur ókeypis.
Fjármálaráðstefna ÍSÍ 2003
Liðurinn Hvað gengur vel og hvað
gengur illa í rekstri okkar fer fram í
þremur sölum á sama tíma.
Þannig geta ráðstefnugestir tekið þátt í þeim
efnisþætti er tengist þeim helst og hlýtt á
framsögu reyndra aðila úr hreyfingunni.
Nánari dagskrá er að finna á
www.isisport.is
EYJÓLFUR SVERRISSON
Spurður hvort það kitli ekki að sjá íslenska
landsliðið á æfingu fyrir leik gegn Þjóð-
verja sagði Eyjólfur: „Jú, það kitlar þegar ég
sé þá spila. Þá langar mig til að taka í bolt-
ann. En minn tími er búinn.“
FÓTBOLTI Íslenska landsliðið í
knattspyrnu mætir því þýska í
dag á AOL-vellinum í Hamborg í
undankeppni Evrópumótsins.
Leikurinn í dag er einn sá stærsti
í íslenskri knattspyrnusögu en í
fyrsta skipti getur karlalandslið-
ið tryggt sér sæti í lokakeppni
stórmóts.
Ásgeir Sigurvinsson stýrði ís-
lenska landsliðinu á æfingu í
gær. Hann býst við gríðarlegri
stemmningu hjá þýsku áhorfend-
unum í dag en vonast til að geta
snúið henni sér í hag.
„Það verður gaman að sjá
hvernig við komum til með að
standa í Þjóðverjum. Umgjörð
vallarins er frábær og það má bú-
ast við gríðarlegri stemmningu
hér. Ég vona svo sannarlega að
við náum að sýna okkar rétta
andlit og halda hreinu fram í leik-
inn og snúa áhorfendum. Þeir
hafa ekki mikla þolinmæði ef það
gengur ekki hjá liðinu eins og það
á að ganga. Flautukonsertarnir
hefjast ef ekkert hefur gerst
fyrsta hálftímann,“ sagði Ásgeir
eftir æfinguna á AOL-vellinum
þar sem Fréttablaðið hitti hann
að máli. „Þetta verður gríðarlega
erfiður leikur fyrir okkur og á
brattann að sækja. Við munum
gera okkar besta og ef það dugar
ekki munum við sætta okkur við
það.“
Ásgeir ætlar að stilla upp
sama leikkerfi og í síðustu leikj-
um, 3-5-2, en ljóst er að nokkrar
breytingar verða á liðinu frá því
það mætti Þýskalandi í fyrri leik
þjóðanna á Laugardalsvelli. Jó-
hannes Karl Guðjónsson er í leik-
banni og þeir Lárus Orri Sigurðs-
son og Heiðar Helguson eru
meiddir. Í gær varð ljóst að Pétur
Hafliði Marteinsson getur ekki
leikið en Hermann Hreiðarsson
og Rúnar Kristinsson verða með,
en þeir hafa verið tæpir vegna
meiðsla.
„Það eru menn sem bíða og
eru tilbúnir að gefa sig alla í leik-
inn og sanna sig,“ sagði Ásgeir
aðspurður hver myndi leysa Pét-
ur Hafliða af.
Þjóðverjar eru í efsta sæti 5.
riðils með fimmtán stig. Íslend-
ingar eru í öðru sæti með þrettán
en Skotar í því þriðja með ellefu.
Skotar mæta Litháum í dag. Efsta
lið riðilsins tryggir sér sæti á
Evrópumótinu í Portúgal á næsta
ári. Liðið í öðru sæti lendir í um-
spili um laust sæti.
Landsliðsþjálfarinn telur lík-
legt að Skotar vinni Litháa og ef
það gengur eftir þarf íslenska
liðið á sigri að halda gegn Þjóð-
verjum ætli það sér sæti á Evr-
ópumótinu.
„Ég tel samt meiri líkur á að
Litháarnir hjálpi okkur í annað
sætið en að við vinnum sigur á
Þjóðverjum,“ sagði Ásgeir Sigur-
vinsson, landsliðsþjálfari í knatt-
spyrnu. ■
Íslenska landsliðið mætir því þýska í dag.
Ein stærsta stund í íslenskri knattspyrnusögu.
Möguleiki á sæti á Evrópumótinu.
ÍSLENSKA LIÐIÐ Á ÆFINGU
Gríðarleg stemmning var hjá íslenska landsliðshópnum á æfingu í gær.
Strákarnir okkar mæta þeim þýsku í dag.
ÁSGEIR SIGURVINSSON
Stýrði íslenska liðinu í gær ásamt Loga
Ólafssyni á AOL-vellinum í Hamborg.
FÓTBOLTI Hermann Hreiðarsson
hefur átt við meiðsli að stríða að
undanförnu og hefur ekki leikið
með liði sínu Charlton í heilan
mánuð. Hann segist þó tilbúinn í
slaginn gegn Þjóðverjum.
„Við höfum allt að vinna en
engu að tapa. Við þurfum að
vinna þennan leik - jafntefli eða
tap gefur okkur ekkert,“ sagði
Hermann eftir æfingu með
landsliðinu í gær.
„Við verðum fyrst og fremst
að ná hörkuleik og góðri
stemmningu. Ef við náum góðum
leik verðum við sáttir,“ sagði
Hermann.
Íslenski landsliðshópurinn
æfði í gær og virtist sem góð
stemmning væri meðal leik-
manna.
„Það hefur alltaf verið góð
stemmning í hópnum frá því ég
byrjaði í honum. Nú hefur þetta
verið töluvert skemmtilegra enda
er það alltaf þegar vel gengur. Þá
styðja allir við bakið á okkur og
tala um það sem vel gengur og
það smitast inn í hópinn,“ sagði
Eyjapeyinn að lokum. ■
Hermann Hreiðarsson:
Höfum allt að vinna
HERMANN HREIÐARSSON
„Við þurfum að vinna þennan leik -
jafntefli eða tap gefur okkur ekkert,“
■ ■ SJÓNVARP
11.45 Formúla 1 á RÚV. Upptaka
frá tímatöku fyrir kappaksturinn í Japan.
13.00 Samantekt frá Opna breska
meistaramótinu í golfi 2003 á RÚV.
14.00 Landsleikur í fótbolta á
RÚV. Upphitun fyrir leik Þjóðverja og Ís-
lendinga. Bein útsending frá leiknum
hefst klukkan 14.50.
15.30 Fastrax 2002 (Vélasport) á
Sýn. Hraðskreiður þáttur með ökutæki
af öllum stærðum.
17.05 Landsleikur í fótbolta á
RÚV. Sýndur verður leikur Skota og Lit-
háa.
21.50 Hnefaleikar á Sýn. Útsend-
ing frá hnefaleikakeppni í Los Angeles.
05.00 Formúla 1 á RÚV. Bein út-
sending frá kappakstrinum í Japan.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M