Fréttablaðið - 11.10.2003, Síða 38

Fréttablaðið - 11.10.2003, Síða 38
38 26. júlí 2003 LAUGARDAGUR Mánudagur: Það eru allir dagar erf- iðir en þessi mánudagur var þó sér- staklega strembinn. Átti að fara á kóræfingu um kvöldið en hún þurfti að víkja fyrir vinnu langt fram á kvöld. Var sérstaklega bagalegt vegna þess að ég var búinn að mun- stra þrjá nýja félaga inn í kórinn og hefði þurft að mæta til að koma þeim alla leið inn. Náði þó að kíkja til Hemma Gunn vinar míns á Land- spítalanum. Hann var bara hress og það gladdi mig. Þrátt fyrir annir er gaman í vinnunni. Þetta er skapandi starf sem færir manni allt frá hug- mynd að vöru á skömmum tíma. Þriðjudagur: Sama stappið og í gær. Þurfti að undirbúa ferð til Kína þar sem ég fer á sýningu í Shanghai og skoða hráefni í nýja búninga. Verð í viku í Kínaferðinni og verst þykir mér að komast ekki á landsleikinn í Hamborg. Ætti reyndar að vera þar sem formaður KSÍ-klúbbsins en það er ekki á allt kosið. Kínverjarnir settu vörusýninguna á þennan tíma og tóku ekkert mið af landsleiknum í Hamborg enda ekki von. Um kvöldið var undirbúningsfundur fyrir Herrakvöld Vals sem haldið er fyrsta föstudag í nóvember. Þar með fauk kvöldnámskeið í Mynd- listarskóla Kópavogs. Miðvikudagur: Gaf mér nú betri tíma til að kíkja til Hermanns á Landspítalanum. Hann var allur hressari og mér fannst ég vera að upplifa kraftaverk. Var svo að vinna fram á kvöld. Fimmtudagur: Vinn a og aftur vinna. Fór þó á ballettsýningu í Borgarleikhúsinu og sá þar The Match en í því verki er dansað í bún- ingum frá Henson. Þeir koma víða við sögu; eru notaðir í Grease, Kara- mellumyndinni og Latabæ svo eitt- hvað sé nefnt. Nóg af búningum alls staðar og gaman að sjá verk sín svona víða. Föstudagur: Undirbúningur fyrir Kínaferðinni á fullu enda mikið mál að fara svo langt. Verst að missa af landsleiknum í Hamborg - eiginlega ófyrirgefanlegt. En Kína verður að ganga fyrir. Íslensku strákarnir verða að vinna án mín enda er ég ekki inni á vellinum. Ég er aðallega í búningunum. ■ Vikan sem var HALLDÓR EINARSSON ■ í Henson er mikill áhugamaður um íslenska landsliðið í knattspyrnu en hann kemst ekki á landsleikinn í Hamborg. Hann þarf að fara til Kína. Hér eru nokk- ur dagbókarbrot. Ætlaði á landsleik - fór til Kína HAUSTDAGAR Í HÓLAGARÐI 9. 10. og 11. október. Tilboð, vörukynningar og uppákomu HÓLAGARÐUR Lóuhólum 2-6 Eftir miðnætti á laugardags-kvöldum stendur Jón Jósep Snæbjörnsson, eða Jónsi eins og hann er kallaður, yfirleitt upp á sviði fyrir framan fjölda svitn- andi einstaklinga og sér þeim fyr- ir stuði. Þetta þarfnast auðvitað gífurlegrar orku og kýs Jónsi því að hafa það náðugt þangað til að skyldustörfin kalla. „Vanalega um sexleytið á kvöldin byrjar sá tími sem ég nota til þess að vera með konu og barni,“ segir Jónsi. „Fjölskyldu- tímabilið stendur yfirleitt til svona níu og þá borðum við saman og eigum samverustund á eftir. Ég enda oftar en ekki þann tíma á því að svæfa strákinn minn. Það er fastur punktur hjá mér að við förum saman inn í herbergi og lesum bók þar til hann sofnar.“ Eftir að Trausti, tveggja og hálfs árs sonur Jónsa, rennur yfir í draumalandið er tíminn nýttur ýmist til þess að svara tölvupóst- um, vinna að einhverju eða ein- faldlega setjast fyrir framan sjón- varpið með „lífrænt ræktuðu súkkulaðistykki“, eins og hann orðar það. „Kallið kemur svo yfirleitt í kringum klukkan tíu til hálf tólf, þá er mæting á einhvern stað. Í kvöld verður þó breytt aðeins út af vananum því við erum að spila í Sjallanum á Akureyri. Ætli við reynum ekki að horfa á landsleik- inn öðru hvorum megin við flugið. Við eyðum svo örugglega kvöld- inu heima hjá mömmu og pabba sem búa þar. Við stígum svo lík- legast upp á svið í Sjallanum um svona hálfeittleytið.“ Þetta er því eins konar heim- koma fyrir Jónsa sem viðurkennir að það sé sjarmi yfir því að spila á sínum gömlu heimaslóðum. Þessa daganna er Í svörtum fötum að leggja lokahönd á sína þriðju breiðskífu og þegar hefur einu laganna, Þrá, verið lekið á útvarpstöðvarnar. „Það er mjög stórt lag og við eyddum gríðar- lega miklum tíma í að vinna það. Fengum eina stelpu úr Idol- stjörnuleit til þess að syngja með okkur sem heitir Sylvía Rut og var mjög eftirminnileg úr fyrsta þættinum. Hún er rauðhærð, og var hafnað af dómnefndinni. Ég og kona mín vorum að horfa á þáttinn og urðum svo hrifin af henni að við báðum hana um að syngja örlítið stef úr laginu,“ segir Jónsi að lokum. biggi@frettabladid.is JÓN JÓSEP Kýs að eiga notalega stund með fjölskyldu sinni áður en hann fer út að skemmta. Laugardagskvöld JÓN JÓSEP SNÆBJÖRNSSON ■ söngvari Í svörtum fötum, á yfirleitt mjög tvískiptar kvöldstundir á laugardög- um. Í kvöld verður hann þó á heimavelli og skemmtir ballþyrstum á Akureyri. Popp og rólegheit HALLDÓR EINARSSON Búningahönnuðurinn í Henson syngur í kór og sækir kvöldnámskeið í Myndlistar- skólanum í Kópavogi - á milli þess sem hann vinnur baki brotnu. Augun Þau horfa yfir haf ef líta á heim. Miklir sigrar hafa verið unnir framandi landi og efstu tindum náð. Hann deilir fæðingarlandi með Adolf Hitler en heimili með frænku Kennedy. Hver á augun? Arnold Schwarzenegger FRÉTTAB LAÐ IÐ /ALD A LÓ A

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.