Fréttablaðið - 11.10.2003, Qupperneq 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Bakþankar
EIRÍKS JÓNSSONAR
Gott og vont
www.IKEA.is
Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.ikea.is
ÍS
LE
NS
KA
A
UG
LÝ
SI
NG
AS
TO
FA
N
EH
F/
SI
A.
IS
IK
E
22
46
2
10
.2
00
3
©
In
te
r
IK
EA
S
ys
te
m
s
B.
V.
2
00
3
LUDDE gæra hvít
4.990,-
690,- stk.
GOSA KRAMA koddi
millistífur 50x50 sm
SANNI handklæði
100x150 sm drapplitað
1.490,-
WILMA gardína
145x300 sm 2 stk.
SOVA koddaver
50x60 sm hvít 2 stk.
INDIRA rúmteppi
220x250 sm hvítt 1.990,-
POLARVIDE teppi
130x170 sm hvítt
1.290,-
TOFTBO baðmotta
65x100 sm 1.250,-
1.490,-
390,-
Mundu eftir að stilla
vekjaraklukkuna!
Hef hugsað um það lengi og lokskomist að niðurstöðu: Fólk er
ekki annaðhvort gott eða vont. Það
er skemmtilegt eða leiðinlegt. Það
var Steingrímur Sigurðsson listmál-
ari sem fattaði þetta fyrstur og þá á
ég við glóbalt. Hélt fyrst hann væri
að rugla en það var öðru nær. Hef
sannreynt orð hans á samferðarfólk-
inu sem sífellt bætist í lífsgönguna.
Blessuð sé minning Steingríms að
öðru leyti.
SKEMMTILEGUR maður hlýtur
að vera góður því honum fylgir birta
sem lýsir upp tilveru annarra. Og
hvað getur góðmennska verið annað?
Engin tilviljun að bjart sé á himnum
og myrkur í Helvíti í teiknimynda-
sögum. Á sama hátt hlýtur leiðinleg-
ur maður að vera vondur því honum
fylgir drungi og ládeyða sem dregur
okkur niður. Það er neikvætt og bæði
illt og vont.
GETUR þá skemmtilegur maður
ekki unnið illvirki? Tæpast. Eðlislæg
gleði stöðvar hann einhvers staðar á
leiðinni. Sönnum húmorista kemur
ekki hlátur í hug andspænis því nei-
kvæða. Hann forðast slíkar aðstæður
og tekur sér stöðu með andhverf-
unni. Leiðinlegum manni veitist hins
vegar auðvelt að gera öðrum grikk.
Áttaviti sálar hans vísar yfirleitt
norður og niður ef þannig má að orði
komast.
ÞÁ má spyrja um heiðarleikann. Er
skemmtilegur maður heiðarlegri en
sá leiðinlegi? Því er til að svara að
skemmtilegheit eru í raun viðbót við
almenna eðliseiginleika mannsins.
Skemmtilegur maður er því þróaðri
en sá leiðinlegi hvort sem litið er til
lífeðlisfræðinnar eða siðferðis. Hann
á því að hafa meiri möguleika og
aukið svigrúm til verka . Og þá sér-
staklega góðra verka því þroskinn
færir hann frá myrkrinu og í átt til
ljóssins.
AÐ gefnu tilefni skal tekið fram að
með skemmtilegu fólki er ekki átt
við skemmtikrafta sem sprikla fyrir
pening. Heldur hina sem færa okkur
gleði með útgeislun, frásögnum,
glaðlegu viðmóti og hlýju sem er
systir húmorsins. Þar fer góða fólk-
ið. Skemmtilega fólkið. Eða einsog
Silli & Valdi sögðu: „Af ávöxtunum
skulið þið þekkja þá“. ■