Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.10.2003, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 19.10.2003, Qupperneq 2
2 19. október 2003 SUNNUDAGUR Já, já, við lútum auðvitað dómstólum og greiðum það sem þarf. Þetta verð- ur greitt með sérstakri fjárveitingu. Dómur hæstaréttar í öryrkjamálinu kveður á um að Tryggingastofnun beri að endurgreiða öryrkjum það sem vanti upp á fulla tekjutryggingu fyrir 1999-2000. Varlega áætlað er það um það bil 3-400 milljónir. Spurningdagsins Karl Steinar, eigið þið fyrir þessu? SKOÐANIR „Staða útvarpsstjóra hjá Ríkisútvarpinu er óþörf og hana ber að leggja niður,“ segir Mörður Árnason, þing- maður Samfylk- ingar, en hann á sæti í mennta- málanefnd Al- þingis sem fer með málefni Ríkisútvarpsins. „Þetta er silkihúfa sem ekkert gagn gerir. Upphaflega var þessi staða menn- ingarlega mikilvæg í fátækri flóru fjölmiðla á þeim tíma og s t ö ð u n n i gegndu merki- legir menn sem höfðu sannar- lega áhrif í út- varpinu og á þjóðfélagið í heild. Í dag eru hins vegar framkvæmda- stjórar fyrir bæði útvarp og sjónvarp og ekki verður séð að útvarps- stjóri hafi neinu hlutverki að gegna innan stofnunarinnar. Hann gerir ekk- ert gagn að því sem best verð- ur séð.“ Mörður seg- ir að margir komi til greina sem gætu sinnt yfirstjórn í stað útvarpsstjóra. „Það nægir að hafa formann stjórnar eða starfsmannastjóra í því hlutverki. Slíkt mundi spara stofnuninni mikla fjármuni þar sem laun útvarpsstjóra og rekstur skrifstofu hans kosta á milli 15 og 20 milljónir á ári.“ Framsóknarmaðurinn Páll Magnússon, sem sæti á í útvarps- ráði, segir af og frá að útvarps- stjóri gegni engu hlutverki. „Þetta er fráleit hugmynd. Stofnunin fær þrjá milljarða til umráða á hverju ári til að reka tvær útvarpsrásir og eina sjónvarpsrás og þó að það séu framkvæmdastjórar fyrir hvoru tveggja er nauðsynlegt að það sé einn yfirmaður yfir þeim.“ „Þessi hugmynd er út í hött eins og svo margt sem kemur úr þess- ari átt,“ sagði Andri Óttarsson, sem situr fyrir Sjálfstæðisflokk- inn í útvarpsráði. „Það verður að vera skipstjóri á skútunni annars er hætta á upplausn áhafnarinnar og að skipið reki stefnulaust.“ albert@frettabladid.is Bandaríkjamenn segja Evrópuher ógna framtíð NATÓ: Neyðarfundur í NATO á morgun BRUSSEL, AP Bandaríkjastjórn hefur farið fram á neyðarfund í Atlants- hafsbandalaginu, NATO, vegna ótta við að áætlanir um eflingu Evrópuhers Evrópusambandsland- anna veiki varnarsamvinnuna í NATO. Fundurinn verður í höfuð- stöðvum NATO á morgun. Bandaríkjamönnum gremst að Bretar hafi skipað sér í sveit með Frökkum og Þjóðverjum með því að fallast á ýmsar hugmyndir um varnarsamstarf Evrópusam- bandsins, óháð NATO. Meðal þess sem vekur furðu Bandaríkja- stjórnar er að Bretar skrifuðu undir áætlanir Frakka og Þjóð- verja um að sett yrði upp miðstöð herstjórnar Evrópusambandsins óháð herstjórn NATO. Bandaríkjamenn höfðu haldið að Blair myndi standa við gefið loforð um að koma í veg fyrir að stofnaður yrði sjálfstæður her sem stjórnað væri utan NATO. Blair segir að hann muni aldrei fallast á neinar varnaráætlanir Evrópubandalagsins sem ógni samstarfinu innan NATO. Evrópuherinn var ræddur á fundi leiðtoga Evrópusambands- ins í Brussel í vikunni. Leiðtogar ESB eru sammála um að taka eigi upp evrópska varnar- málastefnu sem styðji við NATO en veiti því ekki samkeppni. ■ OSAMA BIN LADEN Hótar Bandaríkjunum og fleiri vestrænum ríkjum. Rödd Bin Ladens útvarpað: Hótar fleiri árásum KAÍRÓ, AP „Við áskiljum okkur rétt til þess að bregðast við á réttum tíma og stað gegn öllum ríkjum sem taka þátt í þessu rangláta stríði, sérstaklega Bretlandi, Spáni, Austurríki, Hollandi, Japan og Ítalíu,“ sagði rödd á segulbandi sem arabíska sjónvarpsstöðin Al Djasíra í Katar útvarpaði í gær. Röddin var sögð vera rödd hryðjuverkaforingjans Osama bin Ladens. Varaði hann Bandaríkja- menn við fleiri sjálfsmorðsárás- um. „Við munum halda áfram písl- arvættisárásum okkar, bæði inn- an Bandaríkjanna og utan þeirra, þangað til þið látið af óréttlæti ykkar og hættið heimskupörun- um.“ Síðast var ávarpi sem eignað var Bin Laden útvarpað þann 10. september síðastliðinn. ■ Á ÞREFÖLDUM HRAÐA Átján ára ökumaður var tekinn á þreföld- um leyfilegum hraða á Drotting- arbraut á Akureyri á föstudags- kvöld. Hann ók á 158 kílómetra hraða þar sem leyfilegur há- markshraði er 50 kílómetrar. Hann var sviptur ökuréttindum á staðnum. SKEMMTANAHALD FÓR VEL FRAM Að sögn lögreglunnar á Höfn í Hornafirði var nokkur ölvun í bænum á föstudagskvöld. Allt skemmtanahald fór þó vel fram. Reynt að koma á friði: Forsetinn fær ráðrúm LA PAZ, AP Carlos Mesa, sem tók við embætti forseta Bólivíu á föstu- daginn, hóf í gær viðræður við bæði stjórnmálaleiðtoga og verkalýðsleiðtoga til þess að reyna að koma á friði í landinu og manna bráðabirgðastjórn. Mesa var varaforseti en tók við forsetaembættinu eftir að Sanchez de Lozada sagði af sér á föstudaginn eftir mikinn þrýsting frá almenningi. Þingmaðurinn Evo Morales, sem er leiðtogi hreyfingarinnar sem knúði fram afsögn forsetans, sagði að Mesa myndi fá ráðrúm til að „skipuleggja sig og uppfylla loforðin“. ■ CARLOS MESA Nýi forsetinn lagðist á bæn fyrsta dag sinn í embætti. Nýtt eignarhald á Kaupási: Áskaup eignast 53,4% ATHAFNALÍF Hópur fjárfesta undir forystu Ingimars Jónssonar, forstjóra Kaupáss, hefur keypt 53,4% hlut Framtaks - fjárfesting- arbanka hf. í Kaupási, sem rekur m.a. Nóatún, Krónuna og 11-11 verslanirnar. Í fréttatilkynningu frá báðum aðilum segir að fjárfestahópur- inn, sem heitir Áskaup ehf., sam- anstandi meðal annars af VÍS hf. og Samvinnulífeyrissjóðnum. Í fréttatilkynningunni er haft eftir Ingimari að hann fagni því að nýir eigendur séu komnir að rekstrin- um og því uppbyggingarstarfi sem þar hafi verið unnið. Þar er einnig greint frá ánægju Þórðar Más Jóhannessonar, fram- kvæmdastjóra Straums, með þessi viðskipti en Framtak er al- farið í eigu Straums. ■ SKJÁLFTI VIÐ TRÖLLADYNGJU Jarðskjálfti sem mældist 3,5 á Richter varð við Trölladyngju norðan Vatnajökuls rétt fyrir klukkan tvö í gærdag. Sam- kvæmt upplýsingum frá Veður- stofu Íslands fylgdi enginn eftir- skjálfti. OLÍUVERÐ Allt stefnir í að verð- stríð sé hafið á olíumarkaðinum eftir að Atlantsolía hóf að selja dísilolíu á einkabifreiðar síðari hluta vikunnar á 35 krónur lítrann. Í gærmorgun lækkaði Orkan sem staðsett er á höfninni í Hafn- arfirði disilolíu í 34,80. Guðmund- ur Kjærnested hjá Atlantsolíu segir það furðulegt að olía skuli eingöngu hækka á einni stöð. „Ef þeir geta lækkað, hví ekki þá á öll- um stöðvum. Olíufyrirtækin hafa vanalega borið fyrir sig breytingu á gengi dollarans eða verðbreyt- ingum erlendis, þegar verð á bensíni og olíu hækkar eð lækkar hjá þeim. Því spyr ég hvort dollar- inn hafi aðeins lækkað í Hafnar- firði,“ segir Guðmundur. Símon Kjærnested fram- kvæmdastjóri segist ekki hafa til- takanlegar áhyggjur af þessu. „Við erum ekki að fara á taugum og höldum okkar striki.“ Gunnar Skaftason segir það forkastanlegt að menn skuli geta selt olíu í gegnum einhvern stút í Hafnarfirði. „Þetta er ekki bens- ínstöð hjá mönnunum og ég skil ekki í yfirvöldum að láta þetta viðgangast. Þeir verða náttúrlega að vera með löglega bensínstöð til að keppa við okkur, en það er sama hvað Atlantsolía gerir, við verðum alltaf ódýrastir,“ segir Gunnar. ■ ÓGNVALDURINN BLAIR Bandaríkjamenn undrast afstöðu Tonys Blairs til Evrópuhers og segja herinn ógna framtíð NATO. Orrustuflugmaður ákærður: Skaut á vinaher BANDARÍKIN, AP Réttarhöld yfir flugmanni bandarískrar orrustu- þotu standa nú yfir í Louisiana í Bandaríkjunum. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa varpað sprengju á vinaher í Afganistan, sem olli dauða fjögurra hermanna. Lögmaður flugmannsins segir að rekja megi slysið til ákvarðana yfirmanna flugmannsins og sam- skiptavandamála. Flugmaðurinn hafi varpað sprengjunni þar sem hann hafi talið að hermennirnir hafi verið óvinaher með loftvarn- arbyssu. Lögmaðurinn hefur farið fram á að fá upplýsingar um 17 önnur sambærileg tilfelli. ■ Olíustríð í uppsiglingu: Atlantsolía hefur sölu á dísilolíu „Slíkt mundi spara stofnuninni 15–20 millj- ónir á ári. Staða útvarps- stjóra óþörf Mörður Árnason alþingismaður vill sjá breytingar á yfirstjórn Ríkisútvarpsins. Telur hann starf útvarpsstjóra tímaskekkju og vill láta leggja stöðuna niður. MÖRÐUR ÁRNASON Segir starf útvarpsstjóra óþarft og vill leggja stöðuna niður. PÁLL MAGNÚSSON Segir fráleitt að gefa í skyn að útvarpsstjóri hafi engu hlutverki að gegna. ■ Lögreglufréttir ■ Náttúruhamfarir

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.