Fréttablaðið - 19.10.2003, Side 4
4 19. október 2003 SUNNUDAGUR
Er öryrkjadómurinn ósigur fyrir
ríkisstjórnina?
Spurning dagsins í dag:
Finnst þér rétt að lækka áfengiskaupa-
aldur niður í 18 ár?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
20%
80%
Nei
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
■ LögreglufréttirUppsagnir hjá Samherja:
Fimmtíu fengu
uppsagnarbréf
SJÁVARÚTVEGUR „Við erum að fara
með eitt skip í viðgerð og seldum
annað skip,“ segir Þorsteinn Már
Baldvinsson, forstjóri Samherja,
en um fimmtíu menn voru í áhöfn
skipanna og hafa nú fengið upp-
sagnarbréf. Þeir eru nánast allir
af Eyjafjarðarsvæðinu. „Hluti af
þessum mönnum fær vinnu á öðr-
um skipum Samherja þar sem við
erum að fjölga í áhöfn. En það
liggur fyrir að einhver varanleg
fækkun verður á sjómönnum hjá
fyrirtækinu. Ég vonast til að þeg-
ar upp er staðið verði það ekki
fleiri en tíu til fimmtán manns
sem missa vinnuna,“ segir Þor-
steinn.
Þorsteinn segir að þróunin hjá
fyrirtækinu undanfarið hafi ver-
ið sú að sjómannsstörfum hafi
fækkað á meðan starfsfólki fjölg-
ar í landi. „Ég tel það miður.
Þessi sjómannsstörf eru oft há-
launastörf og það er mikil verð-
mætasköpun sem fer fram í
frystitogurunum,“ segir Þor-
steinn en hann telur ekki von á
frekari uppsögnum sjómanna. ■
Prestur í þjónustu
Draugasafns
ÞJÓÐKIRKJAN Menn ganga aftur og
valda usla á Suðurlandi í nýrri
stuttmynd sem gerð hefur verið
fyrir Draugasetrið á Stokkseyri
og byggir á gömlum heimildum.
Verður myndin sýnd á safninu
þegar það opnar formlega næsta
sumar. Í hlutverki djáknans í Vill-
ingaholti sem á endanum nær að
kveða niður drauginn er sóknar-
presturinn við Hraungerðis-
prestakall, Kristinn Ágúst Frið-
finnsson. Er hlutverk hans eitt
það veigamesta í allri myndinni.
Þykir það merkilegt fyrir þær
sakir að biskup Íslands, Karl Sig-
urbjörnsson, fordæmdi safnið í
prédikun sinni í Stokkseyrar-
kirkju síðastliðinn sunnudag.
Sagði hann að Stokkseyri væri lít-
ill greiði gerður með því að gera
út á minningar um myrkur og fá-
fræði og matreiða það sem
skemmtiefni fyrir túrista.
„Þetta er alls ekki í fyrsta sinn
sem prestur er fenginn til að
leika í kvikmynd. Hvort sem við-
komandi leikur prest eða eitt-
hvað allt annað skiptir engu máli.
Þarna er um að ræða lítið hlut-
verk í heimildarmynd sem ein-
ungis er sýnd í safninu sjálfu.
Þetta er hluti af okkar sögu og ég
fagna því að sögur sem þessi séu
kvikmyndaðar,“ sagði Kristinn
Ágúst Friðfinnsson.
Myndin er um tíu mínútna löng
og fjallar um atvik er getið er í
gömlum heimildum Sunnlend-
inga. Samkvæmt þeim gekk aftur
hollenskur sjómaður er drukknað
hafði með skipi sínu við ströndina
og gekk illa að kveða hann niður
fyrr en djákninn í Villingaholti
kom heimamönnum til aðstoðar.
Komst þá loks á friður.
Forráðamenn safnsins segja að
sýningar á myndinni séu hafnar
en enn sem komið er er safnið ein-
göngu opið stærri hópum ferða-
manna. Formleg opnun verður
ákveðin síðar en gert er ráð fyrir
að það verði næsta vor.
Karl Sigurbjörnsson biskup
neitaði að tjá sig um þetta mál
þegar eftir því var leitað.
albert@frettabladid.is
TVÖ INNBROT Í REYKJAVÍK Til-
kynnt var um tvö innbrot til
lögreglunnar í Reykjavík í gær-
morgun. Annað þeirra var inn í
herbergi á Barónsstíg þar sem
stolið var fartölvu og mynda-
vél. Í hinu innbrotinu var farið
inn í nýbyggingu við Leiru-
bakka og þaðan stolið verkfær-
um. Málin eru í rannsókn lög-
reglu.
ERILL Í HAFNARFIRÐI Nokkur
erill var hjá lögreglunni í Hafn-
arfirði aðfaranótt laugardags
sökum ölvunar í bænum.
MARGIR ÚTI Á LÍFINU Nokkuð
mikið af fólki var úti á lífinu í
Keflavík á föstudagsnótt. Erill
var hjá lögreglunni vegna tals-
verðrar ölvunar og pústra.
GRO HARLEM BRUNDTLAND
Eiginmaður hennar greinir frá því í nýút-
kominni bók að Gro Harlem hafi greinst
með krabbamein skömmu fyrir jól í fyrra.
Gro Harlem Brundtland:
Greindist
með krabba-
mein í fyrra
NOREGUR, NTB Gro Harlem
Brundtland, fyrrum yfirmaður
Alþjóðaheilbrigðismálastofnun-
arinnar og fyrrum forsætisráð-
herra Noregs, greindist með
krabbamein um jólin í fyrra. Frá
þessu er greint í nýútkominni
bók eiginmanns Brundtland,
Arne Olav Brundtland. Þar segir
að Gro Harlem hafi fengið grein-
inguna daginn áður en Jimmy
Carter, fyrrum Bandaríkjafor-
seti, tók við friðarverðlaunum
Nóbels. Skömmu síðar gekkst
hún undir aðgerð á Ullevål-
sjúkrahúsinu þar sem meinið var
fjarlægt. Meinið var staðbundið
og mánuði síðar var hún komin til
starfa á ný. ■
Verðkönnun Samkeppn-
isstofnunnar:
Ávextir
hækka í
verði
NEYTENDUR Meðalverð á ávöxtum
hefur hækkað talsvert á milli
mánaðanna september og október.
Breytingar á grænmetisverði eru
óverulegar á sama tíma. Þetta
kemur fram í nýrri verðkönnun
Samkeppnisstofnunnar en stofn-
unin kannar verð á ávöxtum og
grænmeti mánaðarlega.
Verðþróun hefur verið metin
miðað við febrúar á síðasta ári
áður en tollar voru afnumdir á
ýmsum algengum grænmetisteg-
undum. Fram kemur að minni
verðmunur var á milli verslana í
þessari könnun en í fyrri könn-
unum, en óvenju mikill verðmun-
ur hefur verið í verslunum að
undanförnu. ■
PÁFINN HITTIR KARDINÁLA
Í ávarpi sínu sagðist páfi ætla að sitja
áfram, þrátt fyrir veikindi og háan aldur.
Stórafmæli í Róm:
Páfinn fær
sér köku
PÁFAGARÐUR, AP Jóhannes Páll II
páfi settist að snæðingi með kard-
inálum í Páfagarði í gær. Tilefnið
var aldarfjórðungurinn sem Jó-
hannes Páll hefur setið á páfa-
stóli.
Á borðum var stóreflis kaka
sem var í lögun eins og Péturs-
torgið í Róm.
Páfinn ítrekaði í ávarpi til
kardinálanna að hann ætli sér að
sitja áfram, þrátt fyrir háan aldur
sinn og erfið veikindi.
„Ég bið ykkur um að biðja fyr-
ir mér svo ég geti haldið áfram að
sinna þjónustu minni við kirkjuna
af trúnaði, svo lengi sem drottinn
óskar,“ sagði hann í ávarpi sínu. ■
ÖRYGGISMÁL Varnar- og leiðigarðar
og uppkaup húsa til að tryggja
Bílddælinga gegn ofanflóðum
myndu kosta nálægt 300 milljón-
um króna.
Hættumatsnefnd Vesturbyggð-
ar kynnti bæjarbúum á Bíldudal
tillögu sína að hættumati vegna
ofanflóða í bænum. Þar voru
einnig sérfræðingar frá Veður-
stofu Íslands til að skýra málið.
Brynjólfur Gíslason, bæjar-
stjóri í Vesturbyggð, segir að um
50 manns hafi mætt á fundinn en
umræður verið litlar. Skýringin
sé sú að tillaga hættumatsnefnd-
arinnar sé í samræmi við eldri
skýrslur.
Í október 1996 taldi Veðurstofa
Íslands að kosta myndi um 160
milljónir króna að byggja nauð-
synlega varnar- og leiðigarða og
kaupa upp samtals 10 íbúðarhús
þannig að ekki væri búið í þeim á
vetrum. Framreiknað til dagsins í
dag eru þetta tæpar 290 milljónir
króna. Áætlað verðmæti varinna
eigna var samtals 1.050 milljónir.
Fæstar eru þó á mesta hættu-
svæðinu. Framreiknað sam-
kvæmt neysluverðsvísitölu svar-
ar upphæðin til 1.875 milljóna
króna í dag. ■
Lögreglan í Reykjavík:
Veitti piltum
eftirför
LÖGREGLAN Tveimur piltum var
veitt eftirför af lögreglunni í
Reykjavík aðfaranótt laugardags
vegna gruns um akstur undir
áhrifum vímuefna. Þeir óku frá
Víkurvegi að gatnamótum Sæ-
brautar og Sogavegs þar sem þeir
yfirgáfu bílinn og þurfti lögreglan
að hlaupa þá uppi. Þeir voru hand-
teknir og færðir á lögreglustöð-
ina. Að loknum yfirheyrslum í
gær var piltunum sleppt. ■
AÐ STÖRFUM
Sjómönnum hefur fækkað meðan
starfsfólki fjölgar í landi.
Ofanflóð á Bíldudal:
Uppkaup og varnir
kosta 290 milljónir
BÍLDUDALUR
Íbúar á Bíldudal báru ekki fram margar fyr-
irspurnir á opnum fundi um nýtt hættumat
fyrir bæinn. Bæjarstjórinn segir ástæðuna
þá að engar nýjar fréttir séu fólgnar í
hættumatinu.
Sóknarpresturinn við Hraungerðisprestakall leikur í stuttmynd
fyrir Draugasetrið á Stokkseyri sem biskup Íslands fordæmdi nýlega
fyrir menningarlega lágkúru.
ÚR STUTTMYNDINNI
Kristinn Ágúst kveður niður hollenskan draug með biblíu eina að vopni.
VERÐMISMUNUR Á MILLI
VERSLANA
Lægsta hæsta
kílóverð kílóverð
Appelsínur 88 kr. 165 kr.
Bananar 135 kr. 239 kr.
Grape rautt 128 kr. 229 kr.
Jarðarber 792 kr. 1645 kr.
LÍF OG FJÖR Á ÓLAFSVÍK Um 350
börn eru á Ólafsvík á landsmóti
æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar.
Líf og fjör var í bænum í blíð-
skaparveðri í gær.
BÍLVELTA Á SNÆFELLSNESI Bíll
endastakkst og fór eina veltu á
Stykkishólmsvegi í Helgafells-
sveit á föstudag. Eitt barn var í
bílnum ásamt ökumanni og
sluppu þau bæði ómeidd. Bíllinn
var óökufær eftir óhappið.
EINN GISTI FANGAGEYMSLUR
Einn maður var vistaður í fanga-
geymslu lögreglunnar á Ísafirði á
föstudagskvöld vegna óláta og
slagsmála.
ÓK OF HRATT Maður var tekinn
fyrir hraðakstur í Hnífsdal um
klukkan hálffjögur aðfaranótt
laugardags. Hann ók á 87 kíló-
metra hraða þar sem hámarks-
hraði er 35 kílómetrar.
■ Lögreglufréttir