Fréttablaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 8
8 19. október 2003 SUNNUDAGUR
Forsætisráðherra
um öryrkjadóm
„Það þarf að ganga mjög
skrýtna stigu til þess að komast
að þessari niðurstöðu en það er
sjálfsagt hægt.“
Davíð Oddsson í Fréttablaðinu
18. október.
Vill sveitastemningu
„Það ríða allir og mér finnst ein-
faldlega að við eigum ekki að
gera það svona flókið mál. Ég
vildi helst nálgast þetta eins
náttúrulega og gert var með dýr-
in í sveitinni.“
Sigurlaug Didda Jónsdóttir í DV
18. október.
Sveitamaður í Afríku
„Það er gott að vera Íslendingur
í Úganda, ekki síst í héraðinu
Kalangala, stórbrotnum eyja-
klasa úti á Viktoríuvatni.“
Björn Ingi Hrafnsson í Morgunblaðinu
18. október.
Orðrétt
BAKÚ, AP Ró virðist komin á í
Aserbaídsjan en miklar óeirðir
brutust út í höfuðborginni Bakú
eftir að niðurstöður forsetakosn-
inganna voru kynntar. Stjórnar-
andstæðingar neita að fallast á
niðurstöður kosninganna og
segja að brögð hafi verið í tafli.
Eftirlitsmenn Öryggis- og sam-
vinnustofnunar Evrópu, ÖSE,
sem fylgdust með kosningunum
taka undir með stjórnarandstæð-
ingum og segja að reglur um lýð-
ræðislegar kosningar hafi verið
brotnar.
„Það er allt með kyrrum kjör-
um í Bakú,“ sagði Ilham Aliev,
forsætisráðherra og verðandi for-
seti Aserbaídsjan.
Aliev sagði að þeir sem stóðu
fyrir uppþotunum yrðu látnir
svara til saka.
Igbal Agazade, þingmaður
stjórnarandstöðunnar, var hand-
tekinn í gær eftir að löggjafar-
þingið hafði létt friðhelgi af hon-
um. Agazade er grunaður um að
hafa staðið fyrir uppþotunum í
Bakú.
Mannréttindasamtök hafa for-
dæmt valdbeitingu lögreglu í
Bakú. Að minnsta kosti einn lést
og tugir slösuðust í átökum við
lögreglu. ■
Þjóðkirkjan vill auka
forréttindastöðu sína
Safnaðarprestur Fríkirkjunnar í Reykjavík í viðtali við Fréttablaðið.
TRÚMÁL Kirkjuþing hefst í Grens-
áskirkju í Reykjavík í dag. Meðal
þeirra mála sem rædd hafa verið
á kirkjuþingum undanfarin ár er
staða mismunandi trúfélaga á
landinu, t.d. fríkirkna, sem til-
heyra sömu kirkjudeild og þjóð-
kirkjan en eru óháðar þeim hvað
varðar skipulag og starshætti.
Viðmót til fríkirkna
kuldalegt
Alls tilheyra ríflega ellefu þús-
und manns fríkirkjusöfnuðum á Ís-
landi og er sú stærsta þeirra Frí-
kirkjan í Reykjavík. Safnaðar-
prestur hennar er sr. Hjörtur
Magni Jóhannsson. Hann telur að
um margt sé stöðu fríkirkjunnar
ógnað og þar leiki þjóðkirkjan
stórt hlutverki með því að neita að
viðurkenna til-
kall fríkirkna til
hlutdeildar í
kirkjulegum arfi
þ j ó ð a r i n n a r.
Hjörtur Magni
telur að viðmót
þjóðkirkjunnar
til annarra trúfé-
laga sem játa
evangelíska lút-
erska trú sé
kuldalegt.
„ Ta l s m e n n
þjóðkirkjunnar
hafa gefið í skyn
að fríkirkjan
hafi fyrirgert
sínum kirkju-
lega og trúarlega arfi með því að
segja sig úr þjóðkirkjunni fyrir
hundrað árum. Með því er hin
evangelíska lúterska þjóðkirkja
að skjóta sig í fótinn því það var
einmitt vegna tryggðar við hug-
sjón hinnar lútersku kirkju sem
fríkirkjan var stofnuð. Menn voru
að andmæla deyfð og doða ríkis-
kirkjunnar um aldamótin 1900,“
segir Hjörtur Magni. „Það að gefa
í skyn að slík siðbótarhreyfing
hafi fyrirgert sínum kirkjulega
arfi; þannig á enginn lúterskur
maður að tala,“ segir hann.
„Með nákvæmlega sömu rök-
um er hægt að halda því fram að
með siðbreytingunni hafi lútersk
kirkja fyrirgert sínum kirkjulega
og trúarlega arfi því að hann var
að mestu til kominn í tíð kaþólsku
kirkjunnar,“ bætir hann við.
Þjóðkirkjan vill auka for-
réttindi sín
Hjörtur Magni segir að ýmsar
tillögur þjóðkirkjunnar varðandi
starfsreglur og samskipti ríkis og
kirkju séu til þess hugsaðar að
styrkja forréttindastöðu þjóð-
kirkjunnar. Sem dæmi tekur hann
hugmyndir um að ríkið greiði fyr-
ir fermingar og aðrar kirkjulegar
athafnir og segir þær hafa það
markmið að styrkja stöðu þjóð-
kirkjunnar. „Þetta myndi veita
þeim þá stöðu að hægt yrði að
mismuna öðrum trúfélögum með
þeim hætti að allir þeir sem séu
utan þjóðkirkjunnar þurfi að
borga,“ segir hann.
Þá gagnrýnir Hjörtur hugmynd-
ir um að skráningarferli hjá Hag-
stofunni verði breytt þannig að í
hvert sinn sem leitað sé eftir
prestsþjónustu verði sérstaklega
hakað við það á skýrslum hvort ósk-
að sé eftir skráningu í þjóðkirkj-
una. „Þetta leiðir til þess að opin-
berir starfsmenn á ríkislaunum
hafi það hlutverk að vísa fólki í eitt
trúfélag af mörgum. Þetta er að
mínu viti hróplega á móti öllum al-
mennum hugmyndum um jafnræði
og trúfélagafrelsi,“ segir hann.
Hann segir að sú hugmynd hafi
jafnvel komið upp að þjóðkirkju-
prestar geti með eigin undirskrift
skráð aðra í þjóðkirkjuna. „Í ljósi
þeirrar hróplegu mismununar
sem þegar er til staðar tel ég þetta
vera siðlaust,“ segir Hjörtur.
Gullið og asninn á kirkju-
þingi
Á kirkjuþingi 2001 varð nokkur
umræða um tillögu um að bjóða
fríkirkjusöfnuðum inn í þjóð-
kirkjuna. Hjörtur Magni segir að
fríkirkjan hafi ekkert frumkvæði
haft að þeirri tillögu. Í umræðum
um tillöguna komu fram sjónar-
mið og orðræða sem Hjörtur
Magni er afar ósáttur við.
„Það sem kom í ljós í innbyrðis
umræðu þeirra kirkjuþingsmanna
var að það vakti ekki fyrir þeim að
gera gott tilboð heldur að reyna að
koma í veg fyrir að fríkirkjur
gætu sótt í sjóði sem eru á milli
ríkis og kirkju. Þetta átti að gera
með því að fá fríkirkjur undir
væng ríkiskirkjunnar,“ segir
Hjörtur.
„Í umræðum um tillöguna voru
menn að leika sér með þá hug-
mynd að líkja fríkirkjuhugsjón-
inni, fríkirkjufyrirkomulaginu og
fríkirkjufólkinu við asna, sem
væri staðsettur utan borgarmúra
og að asninn bæri heilmikið gull.
Líkingin var sú að menn vildu
ekki asnann, þ.e. fríkirkjurnar,
inn fyrir borgarmúrana,“ segir
Hjörtur. Um þessa umræðu vitna
fundargerðir frá kirkjuþingi.
Í umræðunum kom m.a. upp sú
hugmynd að gott væri að lokka
asnann inn fyrir múrana, hirða af
honum gullið og reka hann svo
aftur út. Það sem þarna er átt við
með gulli eru safnaðarmeðlimir í
fríkirkjunni, og þau trúfélags-
gjöld sem af þeim eru innheimt.
„Í þessari umræðu tóku þátt
allir helstu forsvarsmenn þjóð-
kirkjunnar en engum þeirra
fannst þessar líkingar eða um-
ræða vera ósmekkleg eða ómak-
leg. Það setur að manni svolítinn
ugg að það skuli vera talað þannig
um frjáls evangelísk lútersk trú-
félög Íslandi á hinu háa kirkju-
þingi. Maður fær á tilfinninguna
að þessar umræður hafi átt sér
stað á kirkjuþingi fyrir siðbót,“
segir Hjörtur Magni.
Aðskilnaður ríkis og kirkju
æskilegur
Hjörtur Magni telur að til
lengri tíma litið sé heppilegast að
ríkið hafi ekki aðkomu að rekstri
trúfélaga. Hann viðurkennir hins
vegar fúslega að fríkirkjurnar
stóli á það fyrirkomulag sem nú er
að ríkið innheimti sóknargjöld. Það
þurfi að venja Íslendinga við að
láta fé af hendi rakna til trúfélaga
en fyrir því sé engin hefð á Íslandi
þar sem kirkjan og hið opinbera
hafi ávallt verið nátengd fyrir-
bæri.
Hjörtur Magni segir að þótt
forsvarsmenn þjóðkirkjunnar
haldi því fram að aðskilnaður á
milli ríkis og kirkju sé langt á veg
kominn sé það fyrst og fremst í
orði, en ekki á borði.
„Það sem biskup segir opinber-
lega í ræðu og riti er að hér sé
engin ríkiskirkja. Að það sé áróð-
ur fríkirkjunnar að tala um ríkis-
kirkju. En þjóðkirkjan skilgreinir
sig sjálf sem ríkiskirkju t.d. með
því að hafna umsóknum fríkirkn-
anna í sjóði sem liggja á milli rík-
is og kirkju og með því að láta
sem önnur trúfélög séu ekki til,“
segir Hjörtur Magni.
Hann telur að þjóðkirkjan
stuðli að því að kæfa umræðu um
þetta mál og að ítrekað sé gefið í
skyn að ef hreyft verði við for-
réttindastöðu þjóðkirkjunnar
megi alveg eins búast við því að
Ísland afkristnist á einni nóttu.
„Það er ekki mönnum sæmandi
að tala svona. Það er skaðlegt
kirkjunni að gefa það í skyn að ef
forréttindi eins trúfélags verði af-
numin afkristnist landið á ör-
skömmum tíma. Það lýsir ekki
mikilli trú á kristni í landinu.
Þetta lýsir ekki mikilli trú á starf-
semi Guðs í landinu né heldur á
starfi kirkjunnar. Á hvað setja
menn sitt traust?“ spyr Hjörtur
Magni að lokum.
Vísitala neysluverðs:
Hækkaði
um 0,7%
EFNAHAGSMÁL Samræmd vísitala
neysluverðs í EES-ríkjum var
113,4 stig í september síðastliðn-
um og hækkaði um 0,3% frá fyrri
mánuði. Á sama tíma var sam-
ræmda vísitalan fyrir Ísland 125,4
stig og hækkaði um 0,7% frá ágúst.
Frá september 2002 til jafn-
lengdar árið 2003 var verðbólgan
1,9% að meðaltali í ríkjum EES,
2,1% á evrusvæðinu og 1,2% á Ís-
landi.
Mesta verðbólga á Evrópska
efnahagssvæðinu á þessu tólf
mánaða tímabili var 3,8% á Ír-
landi. Verðbólgan var minnst
1,1% í Þýskalandi og 1,2% á Ís-
landi og í Finnlandi. ■
Líffræðileg fjölbreytni í
Breiðafirði:
Í fremstu röð
í Evrópu
NÁTTÚRUVERND „Þetta er mikilvægt
fyrir framtíðina til að draga at-
hygli vísindamanna til landsins,“
segir Róbert Arnar Stefánsson,
forstöðumaður Náttúrustofu Vest-
urlands, en fyrir tilstilli starfs-
manna hennar og Jörundar Svav-
arssonar, prófessors í sjávarlíf-
fræði, hefur Breiðafjörður komist
á skrá 32 merkra sjávar- og
strandsvæða í Evrópu þar sem
æskilegt er að rannsaka líffræði-
legan fjölbreytileika í sjó.
„Ástæður þess að Breiðafjörð-
ur er valinn er sá fjölbreytileiki
sem er til staðar hér. Hér er mik-
ið grunnsævi, mikill munur flóðs
og fjöru, miklir straumar og þess
vegna góður flutningur á næring-
arefnum. Einnig er hér mikill
sjávargróður.
Róbert segir að fjöldi sjófugla
á svæðinu endurspegli mikið líf-
ríki í firðinum. „Hér finnast flest-
ir ernir á landinu og ein ástæða
þess er það magn af æti sem
finnst hér.“ ■
STYKKISHÓLMUR
Breiðafjörður er á skrá yfir 32 merkustu
sjávar- og strandsvæði í Evrópu sökum
fjölbreytileikans í firðinum.
LÍKTU FRÍKIRKJUNNI VIÐ ASNA
Í umræðum á kirkjuþingi 2001 var rætt um tillögur til að innlima fríkirkjur í þjóðkirkjuna. Í þeirri umræðu var fríkirkjum líkt við gullhlað-
inn asna sem stæði utan borgarmúra.
Vladimír Pútín um
Íraksályktun:
Skref í
rétta átt
MOSKVA, AP Vladimír Pútín, forseti
Rússlands, segir Íraksályktun þá
sem samþykkt var í öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna skref í rétta
átt. Tillagan komi hins vegar ekki
til móts við kröfur þeirra sem
vilja að hlutverk Sameinuðu þjóð-
anna verði aukið og að samtökin
taki við stjórn í Írak. Þá segir
Pútín tillöguna ekki verða til þess
að Rússar sendi herlið til Íraks
eða láti fé af hendi rakna til upp-
byggingar í landinu. Skilyrði til
þess hafi enn ekki verið sköpuð. ■
Nýkjörinn forseti Aserbaídsjan:
Óeirðaseggir saksóttir
ÓEIRÐIR Í BAKÚ
Miklar óeirðir brutust út eftir að niðurstöð-
ur forsetakosninganna voru kynntar. Ilham
Aliev, verðandi forseti landsins, segir
óeirðaseggi verða látna svara til saka.
VLADIMÍR PÚTÍN
Rússlandsforseti segir Íraksályktun skref í
rétta átt. Tillagan gangi þó ekki nógu langt
til þess að Rússar taki virkan þátt í upp-
byggingu Íraks.
„Í þessari
umræðu tóku
þátt allir
helstu for-
svarsmenn
þjóðkirkjunn-
ar en engum
þeirra fannst
þessar líking-
ar eða um-
ræða vera
ósmekkleg
eða ómakleg.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T