Fréttablaðið - 19.10.2003, Side 10

Fréttablaðið - 19.10.2003, Side 10
Kannski að stjórnsýslustörf ogpólitík liggi í genunum. Og að stjórnmálamenn séu sérstakur kynstofn sem líti svo á að þeir verði að viðhalda sér með því að framleiða fleiri stjórnmálamenn. Og þrátt fyrir genetíska hæfileika þarf auðvitað að þjálfa þá til starf- ans. Meira en einn af hverjum tíu breskum þingmönnum ræður sér aðstoðarmenn eða rannsóknarað- ila úr hópi maka sinna eða barna. Þetta þykir hátt hlutfall og hafa fjölskylduráðningar þingmanna sætt gagnrýni í Bretlandi. Hér á Íslandi hlæjum við að svona titt- lingaskít. Enda engin dæmi þess að ráðherrar komi auga á verð- andi aðstoðarmann sinn yfir sunnudagssteikinni. En þeir kunna að sjá verðandi aðstoðar- mann samráðherra sinna þar. Sem er náttúrlega allt annað mál og málefnalegri afstaða. Þannig fann Björn Bjarnason aðstoðarmann sinn í húsum leiðtoga lífs síns Davíðs Oddssonar en sonur hans Þorsteinn Davíðsson er hægri hönd Björns – eða kannski vinstri? Á svipaðan hátt leitaði Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra ekki langt yfir skammt. Sjálfsagt hefur hann verið staddur á heimili Geirs Haarde fjármálaráðherra við kaffidrykkju þegar rann upp fyrir honum ljós. Tómas réði til sín sem aðstoðarmann Borgar Þór Einars- son fósturson Geirs og son Ingu Jónu Þórðardóttur. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra fékk hins vegar Pál Magnússon bróður Árna Magnússonar félags- málaráðherra til að gegna starfi síns aðstoðarráðherra enda Árni ungur og á ekki uppkomin börn. Davíð sjálfur er mestur refur allra því hann fann sér aðstoðar- mann í Illuga Gunnarssyni sem er tengdasonur Einars Odds Krist- jánssonar. Kannski svoldið lang- sótt, en hvað veit maður, vegir Davíðs eru órannsakanlegir. Það er hins vegar Guðni Ágústsson sem sér lengra en flestir því hann réði til sín sem aðstoðarmann Ey- stein Jónsson, sem er sonarsonur Eysteins heitins Jónssonar, fv. ráðherra og formanns Framsókn- arflokksins. Þannig er Guðni bú- inn að tryggja sér til handa gott veður og velþóknun á flokksskrif- stofu flokksins hinum megin sem og stuðla að viðgangi framsóknar- stofnsins innan stjórnkerfisins. ■ 10 19. október 2003 SUNNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Dómur Hæstaréttar á fimmtudag- inn í öryrkjamálinu svokallaða hef- ur skiljanlega vakið upp deilur. Dómurinn féll í máli sem var höfðað í kjölfar nýrrar lagasetn- ingar sem aftur kom í kjölfar annars dóms Hæstaréttar og í báðum dómunum hefur Hæstirétt- ur komist að þeirri niðurstöðu að lög hafi brotið í bága við stjórn- arskrá lýðveldis- ins. Báðir dóm- arnir eru því nokkur álits- hnekkir fyrir ríkisstjórn og Al- þingi. Það er grundvallaratriði að löggjafarvaldið haldi sig innan ákvæða stjórnarskrár þegar ný lög eru sett. Auðvitað getur það gerst í álitamálum að Alþingi og ríkis- stjórn byggi á túlkun laga og stjórnarskrá sem Hæstiréttur síð- an hafnar. En þegar menn eru að setja lög sérstaklega vegna slíks dóms verða menn að gæta sín. Þá gengur ekki að teygja túlkun stjórnarskrár og laga út að ystu mörkum heldur verða menn að halda sig vel innan óvéfengjanlegs ramma laganna. Það mistókst ríkis- stjórn og Alþingi fyrir tveimur og hálfu ári og fékk á sig áfellisdóm í vikunni af þeim sökum. Það mildar ekki þann dóm að stefnandinn – skjólstæðingur Öryrkjabandalags- ins – fékk ekki öllum kröfum sínum framgengt í málinu. Stærð, völd og umfang ríkisvaldsins í samfélag- inu eru svo yfirþyrmandi í saman- burði við okkur einstaklingana að það getur ekki fagnað 2:1 sigri í dómsmáli þar sem tekist er á um túlkun stjórnarskrárinnar. Svo haldið sé áfram með samlíkinguna er það mikið tap og áfall fyrir rík- isvaldið að hafa fengið á sig þetta eina mark. Það er enginn sigur fyr- ir ríkisvaldið að fá samþykki Hæstaréttar við að það hafi haldið sig innan stjórnarskrár við laga- setningu sína – þar á ríkisvaldið að vera án nokkurra undantekninga. Það hæfir því ráðherrunum illa að túlka niðurstöðu dómsins sem sig- ur – eins og um hvert annað einka- mál hafi verið að ræða. Þeir eiga að kyngja tapinu, viðurkenna ósigur- inn og fyrirbyggja að annað eins geti aftur gerst. Illindi, ásakanir og væringar Deilur Öryrkjabandalagsins og rík- isvaldsins hafa verið harðvítugar á undanförnum árum og hefur ekki mátt á milli sjá hvor aðilinn hefur verið stóryrtari og óvægnari. Þessir tveir dómar Hæstaréttar hafa því fallið inn í hálf annarlegt andrúms- loft. Fyrir okkur hin sem höfum fylgst með þessum deilum hafa þær að mestu leyti snúist um hver sé að ná höggi á hinn og hvernig sá nær að svara fyrir sig. Það hefur komið fram í fréttum að forystumenn þessara tveggja fylkinga hafa lítið ræðst við svo mánuðum – jafnvel árum – skiptir. Samt er ríkisvaldið helsti samningsaðili Öryrkjabanda- lagsins og sá sem skjólstæðingar þess hafa mestan hag af að geta rætt við af skynsemi og samstarfs- vilja. Afkomutrygging öryrkja og annarra sem minna mega sín er ein- nig eitt af veigamestu verkefnum ríkisvaldsins og örugglega eitt af þeim sem allur almenningur ætlast til að sé leyst af hendi af sanngirni og í þokkalegri sátt. Þau illindi – ásakanir og væringar – sem ein- kennt hafa samskipti helstu ráða- manna ríkisstjórnarinnar og Ör- yrkjabandalagsins á undanförnum árum hafa hvorugum verið til sóma. Það hefur ekki verið leggjandi á þjóðina að hlýða á þetta gjamm. Það er því ekki að undra þótt ný- genginn dómur Hæstaréttar hafi þegar orðið hitamál. Það hefði ekki þurft jafn stórt mál til. Allt sem tengist þessari deilu hefur orðið að hitamálum. Og af þeim sökum eig- um við sem á hlýðum erfitt með að átta okkur á um hvað er í raun og sannleik deilt. Almannatryggingar gegn fátækrahjálp Ef ég ætti að reyna að setja fingur- inn á deiluefnið myndi ég halda að það snérist um framfærsluábyrgð ríkisvaldsins. Samkvæmt lögum er öryrkjum tryggð lágmarksfram- færsla í anda samhjálparhlutverks ríkisvaldsins. Forystumenn öryrkja gagnrýna að sjálfsögðu að þetta lág- mark sé skilgreint of lágt – að ör- yrkjar búi við og undir fátæktar- mörkum – en ekki síður með hvaða hætti ríkisvaldið skerðir bætur til öryrkja vegna sjálfstæðra atvinnu- tekna þeirra – ekki síst vegna tekna maka öryrkjanna. Forysta öryrkja lítur því þannig á að þær bætur sem öryrkjar fá frá Tryggingastofnun séu eign öryrkjanna og ríkið eigi ekki að skerða þær þótt öryrkjar hafi aðrar tekjur og enn síður vegna tekna maka. Það er vel hægt að skil- ja tilfinningaleg rök þessa af dæmi sem forystumenn öryrkja hafa lagt fram: Öryrki sem þiggur bætur frá Tryggingastofnun gengur í hjóna- band. Við það skerðast bætur hans um tugi þúsunda vegna tekna makans. Öryrkinn getur þar af leið- andi ekki gengið til hjúskapar sem sjálfbjarga einstaklingur – um leið og hann giftist flyst framfærslu- skylda hans frá ríkisvaldinu yfir á makann. Nýgiftu hjónin tapa því stórkostlega á giftingunni – en ríkið græðir. Gagnrýni forystu öryrkja er því ef til vill gagnrýni á alla tekjuteng- ingu bóta, styrkja og skattaívilnana. Á þessa gagnrýni hefur ríkisvaldið ekki viljað fallast. Ráðherrarnir hafa bent á að ef farið yrði eftir þessum sjónarmiðum myndi undir- staðan undir samhjálp ríkisvaldsins bresta. Kostnaðurinn við hana myndi þenjast út en jafnframt yrði ríkisvaldið neytt til að hjálpa ekki aðeins þeim sem eru hjálpar þurfi heldur einnig þeim sem e.t.v. þarfn- ast engrar hjálpar – í það minnsta ekki peningalegrar aðstoðar. Borgar sig ekki að vinna Við höfum lifað með þessum tveim- ur grundvallarsjónarmiðum til fjár- hagslegrar aðstoðar hins opinbera við einstaklinga í meira en heila öld. Þegar Almannatryggingum var komið á var grunnhugsun þeirra í anda sjónarmiðs forystu öryrkja. Almannatryggingum var beint gegn eldra kerfi – fátækrahjálpinni. Á þessum árum var það mat manna að fátækrahjálpin gengi nærri sjálfs- virðingu þeirra sem þyrftu að þigg- ja hana; hún væri í eðli sínu ölmusa. Fólk þurfti að sanna að því væru all- ar aðrar bjargir bannaðar. Þess í stað skilgreindu menn við hvaða að- stæður fólk ætti rétt á hjálp eða bót- um og búinn var til ellilífeyrir, ör- orkulífeyrir og svo framvegis. Allir sem náð höfðu tilteknum aldri fengu greiddan ellilífeyri og allir þeir sem læknar höfðu úrskurðað óvinnufæra að öllu leyti eða að hluta fengu örorkulífeyri. Þetta kerfi hélt ekki til lengdar. Fljótlega var farið að tekjutengja þessar bætur og í dag er grunnlíf- eyririnn svo lágur að enginn getur framfleytt sér af honum einum. Þótt kerfið sé byggt upp sem al- mannatryggingar – þar sem grunn- hugsunin er að allir eigi rétt á sömu bótum vegna sömu aðstæðna – þá er framkvæmd þess byggð á fram- færslutryggingu sem felur í sér að þeir fá hæstar bætur sem minnstar hafa tekjurnar en þeir sem hafa nokkrar tekjur fá litlar sem engar bætur. Þessi framkvæmd felur í sér grófustu dæmin um áhrif af sama toga og jaðarskattar. Ef lífeyrisþegi á fullum bótum fær sér vinnu getur það komið þannig út að kjör hans batna ekkert. Það má segja að hann vinni kauplaust því bætur hans skerðast við hverja krónu sem hann fær útborgað. Hann situr eftir með það val að sinna vinnu sinni fyrir það eitt að hafa eitthvað gagnlegt fyrir stafni en án þess að hagnast á þvi. Dæmið af öryrkjanum sem gengur í hjónaband er af sama toga. Þótt það eigi við um fólk sem ekki þiggur bætur að sambúð geti bætt afkomu einstaklinganna á það alls ekki við öryrkjann. Hann tapar pen- ingum á að giftast. Meira handa millistéttinni Þegar staðgreiðslukerfi skatta var tekið hér upp á níunda áratugnum var reynt að fara almannatrygg- ingaleiðina. Vaxta- og barnabætur voru jafnar og tiltölulega lítið tekjutengdar. Frá þessu hefur ver- ið snúið og nú eru svo til allar end- urgreiðslur úr skattkerfinu ræki- lega tekjutengdar. Ríkisvaldið hefur staðið gegn eða verið tregt til að fallast á hugmyndir til að milda þetta; til dæmis varðandi yf- irfæranlegan persónuafslátt milli hjóna eða barna og foreldra. Háir jaðarskattar eru af þessum sökum mikið vandamál í skattkerfinu – það hreinlega borgar sig ekki alltaf fyrir fólk að auka tekjur sín- ar. Þótt launin hækki lækka endur- greiðslur svo mikið á móti að fólk er að fá sáralítið í sinn hlut fyrir mikla vinnu. En þrátt fyrir að meginstefna ríkisvaldsins marga undanfarna áratugi hafi verið sú að tekjutengja allar bætur og endurgreiðslur eru til undantekningar á þessu. Ríkis- valdið tryggir til dæmis öllum bestu vexti á húsnæðislán án tillits til tekna. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að skilgreina lán Íbúðalánasjóðs sem niðurgreiðslu á vöxtum. Þá niðurgreiðslu fá jafnt þeir sem hafa svimandi háar tekjur sem þeir sem hafa miðlungstekjur eða litlar tekjur. Nú síðast tók rík- isvaldið að sér að greiða feðrum fæðingarorlof án tekjuskerðingar með þeim afleiðingum að feður flykktust heim að sinna börnum sínum – bæði þeir sem ætla mætti að hefðu efni á að taka sér frí án að- stoðar ríkisvaldsins og þeir sem trúlegt er að hafi átt erfitt með það. Afleiðingar þessa eru kunnar. Sjóð- urinn sem stofnaður var til að sinna þessu verkefni er gjaldþrota og ef ríkisvaldið ætlar að halda þessari aðstoð áfram mun þurfa að stórauka framlög til sjóðsins – og á endanum að hækka skatta á allan almenning. Hverjum og hve mikið? Það vekur athygli þegar skoðuð eru áhrif þessara tveggja sjónarmiða á stefnu stjórnvalda – tekjutengingar annars vegar og hins vegar al- mannatryggingasjónarmiðsins, sem gerir ráð fyrir að bótarétthaf- ar eigi bæturnar – virðist sem báð- um sé haldið á lofti samtímis. Al- mannatryggingasjónarmiðið virð- ist heldur vera á undanhaldi, en eins undarlega og það hljómar finnst það helst í bótum, styrkjum eða endurgreiðslum sem beint er að fólki með miðlungs- og háar tekjur; til dæmis fæðingarorlofi og íbúð- alánum. Þetta dregur fram annað eðli ríkisaðstoðar – henni er ekki aðeins ætlað að hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi heldur erum við ekki síður öll að reyna að krækja okkur í bita af henni. Og þar sem millistéttin er fjölmenn er ekki að undra að henni hafi tekist betur að verja bæturnar sínar en öryrkjum eða öldruðum. Eðli stjórnmála á Vesturlöndum er að stjórnmála- menn eru ákaflega veikir fyrir kröfum stærri hópa og þar drottnar millistéttin yfir öllum öðrum. Kannski ættum við að hætta að velta fyrir okkur hver vann hvern í öryrkjamálinu svokallaða. Að sumu leyti varpar þetta mál ljósi á mis- vísandi vilja ríkisvaldsins. Það er með annarri hendinni að skerða að- stoð sína við borgarana vegna tekna þeirra en með hinni að auka ótekju- tengda aðstoð. Það veltur að mestu á því hversu vinsælt hvert mál er hverju sinni hvorri hendinni ríkis- valdið beitir. Í þessu – sem í svo sorglega mörgu öðru – hrjáir stefnu- leysið ríkisreksturinn og eitthvert undarlegt getuleysi til að skilgreina hann út frá grundvallaratriðum. Á hinn bóginn kristallar þessi deila þá staðreynd að okkur er ómögulegt að standa undir styrkja- kerfi sem byggir á hugmyndum sem lengst af hafa þótt hinar mann- úðlegustu. Frá því að menn smíðuðu hugmyndagrunninn undir almanna- tryggingakerfið hefur margt breyst; þeim sem læknar úrskurða öryrkja fjölgar gríðarlega, bótaþeg- um fjölgar stórkostlega og kröfur okkur um lífsgæði vaxa hraðar en geta okkar til að standa undir þeim. Ef við ætluðum að framkalla hug- myndir þeirra sem börðust fyrir al- mannatryggingakerfinu með lífs- gæðakröfur samtímans myndi sam- félag okkur steypast á höfuðið á fá- einum vikum. Ríkisvaldið þarf því ekki aðeins að skilgreina með hvaða hætti það veitir aðstoð heldur einnig endur- skilgreina hverjum er veitt aðstoð og hversu mikil. Þetta á ekki að- eins við bótagreiðslur ýmiss konar frá Tryggingastofnun og í gegnum skattkerfið – heldur einnig um heilbrigðiskerfið, menntakerfið og aðra mikilvæga þætti samfé- lagsins sem ríkisvaldið hefur tek- ið að sér að reka og stjórna. Þótt við höfum komist að þeirri niður- stöðu fyrir einni öld eða svo að ríkisvaldinu beri að veita okkur lágmarksþjónustu á þessum svið- um er ekki þar með sagt að við getum krafið það um alla þá þjón- ustu sem við viljum á þessum sviðum – því vilji okkar vill vaxa hraðar en getan. Og ef það á við um hvert okkar á það sannarlega við um grey ríkisvaldið. ■ Genetískir stjórnmálamenn „Eðli stjórn- mála á Vest- urlöndum er að stjórn- málamenn eru ákaflega veikir fyrir kröfum stærri hópa og þar drottnar milli- stéttin yfir öll- um öðrum. Sunnudagsbréf GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um velferð einstaklinga og hjálparhönd ríkisvaldsins. Hver á bæturnar – ríkið eða bótaþegarnir? Smáaletrið JAKOB BJARNAR GRÉTARSSON ■ leggur saman tvo og tvo.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.