Fréttablaðið - 19.10.2003, Qupperneq 14
14 19. október 2003 SUNNUDAGUR
■ Viðskipti
■ Vikan sem leið
Á Íslandi eru starfandi tæplegafimmtíu lífeyrissjóðir. Hafliði
Kristjánsson, framkvæmdastjóri
Lífeyris- og tryggingasviðs hjá
Kaupþingi Búnaðarbanka, segir
líklegt að sjóðum muni fækka á
næstu árum. Það sé sjóðfélögum
til hagsbóta að lífeyrissjóðir verði
stærri og öflugri.
Hafliði er í forsvari fyrir fram-
tak Kaupþings Búnaðarbanka sem
hefur gefið út Lífeyrisbókina,
handbók fyrir stjórnendur lífeyr-
issjóða. Hann segir greinilegt að
það hafi verið eftirspurn eftir
slíkri handbók þar sem þau þrjú-
hundruð eintök sem prentuð voru
runnu út og prenta þurfti upplagið
aftur.
Eftirspurnin eftir bókinni hef-
ur bent til þess, að mati Hafliða,
að hún eigi erindi við fleiri en
stjórnendur lífeyrissjóða, til
dæmis þá sem starfa í verkalýðs-
hreyfingunni og stjórnendur fyr-
irtækja, þar sem atvinnurekendur
og launþegar eru þeir sem skipa
stjórnir þessara lífeyrissjóða og
sameinast um þá hagsmuni sem
eru lífeyrisréttur launþeganna í
landinu.
Umhverfi lífeyrissjóðanna hef-
ur tekið talsverðum breytingum á
síðustu árum. Umhverfi eigna-
stýringar sjóðanna er orðið mjög
flókið. „Lífeyrissjóðirnir hafa
verið að fjárfesta erlendis, sem
þýðir að að taka þarf tillit til
áhættu varðandi þróun á gengi ís-
lensku krónunar. Ef íslenska
krónan styrkist falla allar erlend-
ar eignir sem því nemur,“ segir
Hafliði.
Flókið umhverfi
Þá hafa komið til á síðustu
misserum og árum nýjar fjár-
málaafurðir eins og t.d. vogunar-
sjóðir. „Þetta hefur í för með sér
að stjórnarmenn þurfa sífellt að
vera að kynna sér nýja hluti og
ný fjármálatæki sem hægt er að
nota til að bæta ávöxtun og
minnka áhættu. Umhverfið er
flókið og stjórnarmenn í lífeyris-
sjóðum hafa í raun og veru ekk-
ert val annað en að kynna sér
málin vel.“
Þegar hann er spurður um
ástæðu þess að ákveðið var að
gefa þessa bók út segir Hafliði að
hún sé afrakstur samstarfs við
stjórnir margra lífeyrissjóða.
„Við höfum rekið marga sjóði og
unnið með öðrum sjóðum til
skemmri eða lengri tíma og á
þeim tíma safnað miklum upplýs-
ingum og gögnum til að mennta þá
stjórnarmenn sem við höfum unn-
ið með. Við höfum átt í samstarfi
við flestalla lífeyrissjóði landsins
og því lá beint við að gefa þetta út
í bók og dreifa til allra stjórnar-
manna lífeyrissjóða.“
Geta ekki vikið sér undan
ábyrgð
Handbókin skiptist í nokkra
hluta og bendir Hafliði til dæmis á
kafla um innra eftirlit lífeyris-
sjóða sem sé afar mikilvægur
þáttur í starfi stjórna lífeyris-
sjóða. Þannig er fjallað um ábyrgð
stjórna og stjórnarmanna lífeyris-
sjóða, hættu og viðbrögð við mál-
sókn og í hvaða tilvikum bóta-
skylda eigi við. „Stjórnir sjóðanna
geta ekki vikið sér undan ábyrgð
ef framkvæmdastjóri hefur brot-
ið af sér kerfisbundið án þess að
stjórnin hafi tekið eftir því.“
Stjórnarmenn bera ábyrgð gagn-
vart sjóðfélögum þótt þeir séu
ekki kosnir af þeim heldur skipað-
ir af samtökum launþega og at-
vinnurekenda.
Í handbókinni er einnig kafli
um eignastýringu til að skýra
hugtök sem stjórnarmenn þurfa
að þekkja: „Hvað er hlutabréf,
hvað er skuldabréf, hvað er af-
leiða, hvað er gengisáhætta og svo
framvegis.“
Áhætta miðuð við réttindi
Fjórði kafli bókarinnar er um
fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða
þar sem velt er upp spurningum
um hvaða stefnu sé æskilegt að
velja við tilteknar aðstæður. Þá er
metið hversu hátt hlutfall af eign-
um lífeyrissjóða eigi að vera í
hlutabréfum, hvort þeir eigi að
verja gengisáhættu eða ekki,
o.s.frv. Svo er í bókinni kafli um
hvernig hægt sé að hafa eftirlit
með áhættuþáttum, hvaða áhætt-
ur séu í rekstrinum og hvernig
hægt sé að fylgjast með þeim og
bregðast við frávikum. „Í þessum
köflum er verið að kynna ákveðna
aðferðafræði sem hefur ekki ver-
ið mikið notuð hingað til. Hún
byggir á því að setja markmið um
réttindi og miða áhættu við líkur á
réttindaskerðingu. „Núna geta
menn sett sér fjárfestingarstefnu
og ef þeir spyrja okkur getum við
sagt að miðað við þessa fjárfest-
ingarstefnu séu tíu prósent líkur á
að það þurfi að skerða réttindi.
Þetta eru mikilvægar upplýsingar
fyrir stjórnarmenn við mótun
fjárfestingarstefnu. Lykilatriðið
er náttúrlega,“ segir Hafliði, „að
það er nauðsynlegt fyrir stjórnar-
menn að kunna þessi fræði því
þeir bera ábyrgð á afkomu sjóðfé-
laga eftir að starfsaldri lýkur.“
kgb@frettabladid.is
Stjórnendur lífeyrissjóða þurfa að gæta að réttindum sjóðfélaga og ávöxtun sjóða. Umhverfi lífeyrissjóða hefur
gjörbreyst, sem kallar á nýja þekkingu sjóðstjórna. Ný handbók útskýrir flókin viðfangsefni til að stjórnir geti
starfað sem best.
Stjórnarmenn lífeyrissjóða
verða að taka ábyrgð
HAFLIÐI KRISTJÁNSSON
Stjórnir sjóðanna geta ekki vikið sér undan
ábyrgð ef framkvæmdastjóri hefur brotið
af sér kerfisbundið án þess að stjórnin hafi
tekið eftir því.
NÝTT MET Úrvalsvísitalanstendur nú í 1.903,6 stigum og
hefur aldrei verið hærri. Ávöxtun
á íslenskum verðbréfum hefur
verið mjög góð það sem af er ár-
inu en vísitalan hefur hækkað um
44% á þessu ári. Í síðustu viku
hækkaði hún um 36,6 stig eða tæp
2%.
DECODE HÆKKAR Í kjölfarnokkurra nýrra uppgötvana
vísindamanna Íslenskrar erfða-
greiningar hefur verðmæti móð-
urfélagsins, DeCode, hækkað
mjög á bandaríska NASDAQ-
markaðnum. Á föstudaginn hækk-
aði hluturinn um ríflega þriðjung
og kostar nú 6,79 dali. Hækkunin
frá áramótum er 239,5%. ■
Flaga á
markað
SvefnrannsóknarfyrirtækiðMedcare Flaga hyggst sækja
um skráningu á Verðbréfaþing Ís-
lands. Þetta yrði fyrsta nýskrán-
ingin á þessu ári og önnur skrán-
ingin síðustu þrjú ár.
Samhliða stendur til að auka
hlutafé um tólf til sextán milljón-
ir Bandaríkjadala. Félagið er nú
öflugasta fyrirtæki heims í fram-
leiðslu tækja og hugbúnaðar til
rannsókna á svefni. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T