Fréttablaðið - 19.10.2003, Qupperneq 18
19. október 2003 SUNNUDAGUR
Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
Ó borg,
mín
borg!
Róm
30. október - 4 nætur
Budapest
30. október - 4 nætur
Dublin
í október, nóvember
og desember.
Verð
Verð
Verð frá
38.320 kr.
Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur
á Bewleys hótel
í tveggja manna herbergi
með morgunverði,
flugvallarskattar og íslensk
fararstjórn.
46.980 kr.
Innifalið: Flug, gisting í 4 nætur
á Liegt Hótel
í tveggja manna herbergi
með morgunverði,
flugvallarskattar og íslensk
fararstjórn.
56.870 kr.
Innifalið: Flug, gisting í 4 nætur
á Albani Hotel
í tveggja manna herbergi
með morgunverði,
flugvallaskattar og íslensk
fararstjórn.
Rússar hafa tilhneigingu til aðdýrka harðstjóra sína. Félagi
Stalín drap 20 milljón Rússa, en
þjóðin elskaði hann og tilbað.
Vodka hefur orðið miklu fleirum
að fjörtjóni, og samt er næstum
ógerningur að fá Rússa til að
finna því neitt til foráttu.“ Þetta
skrifar Vladimir Turbin á frétta-
setur rússneska stórblaðsins
Pravda, pravda.ru.
Vodkað drepur fleiri en
falla í styrjöldum
Og greinarhöfundur heldur
áfram: „Skæruliðar í Afganistan
drápu 13 þúsund rússneska her-
menn í átta ára löngu stríði. Fullir
ökumenn í Rússlandi drepa þennan
mannfjölda á sex mánuðum. Óvinir
Rússa þyrftu að heyja grimmilegt
stríð við okkur í heila öld til að
valda því manntjóni sem við völd-
um sjálfum okkur á hverju ári.“
Vladimir Turbin er ekki að
skafa utan af hlutunum þegar hann
fjallar um vodkað, sem er í senn
þjóðardrykkur og bölvaldur heima-
lands hans.
Goðsagnir um vodka
„Eins og önnur trúarbrögð lifir
og nærist vodkadýrkunin á
goðsögnum. Fyrsta goðsögnin er
sú að vodka hafi verið rússnesku
þjóðinni ómissandi í aldaraðir.
Þetta er ekki satt. Vodka sem
sterkur, brenndur drykkur kom
ekki fram á sjónarsviðið fyrr en
um miðbik nítjándu aldar. Til
forna drukku Rússar mjöð eða
þann drykk sem við þekkjum nú
sem bjór.“
Og Turbin heldur áfram að
rengja goðsagnirnar um vodkað.
„Næsta goðsögn segir að Rússum
sé það eðlilegt að drekka vodka.
Þetta er ekki rétt. Maður sem
drekkur er óvinur sjálfs sín og
fjölskyldu sinnar.“
„Þriðja goðsögnin segir að
allar aðrar þjóðir drekki líka. Það
er ekki rétt. Ekki í sama mæli og
Rússar.“
Turbin hefur áhyggjur af því
að hinn mikli drykkjuskapur sem
hann segir að sé landlægur í
Rússlandi muni skaða genamengi
rússnesku þjóðarinnar og draga
úr styrk hennar og framtíðar-
möguleikum. „Rússneskir karlar
drekka þar til þeir detta dauðir
niður úr brennivínsslagi, og
börnin okkar deyja í bílslysum
sem drukknir ökumenn valda.“
Lítið gagn í prentuðum
viðvörunum
Greinarhöfundur telur lítið
gagn að því þótt heilbrigðis-
yfirvöld láti prenta viðvaranir á
umbúðir um áfengi og tóbak.
„Það þýðir ekkert að herða
lagasetninguna,“ segir hann.
„Eina ráðið er að breyta viðhorfi
þjóðarinnar. Menn eiga að
fyrirverða sig fyrir ofdrykkju,
og almenningsálitið verður að
snúast gegn henni.“
Það er mjög arðbært að fram-
leiða eitthvað handa Rússum til að
hafa í staupinu, eins og Íslendin-
gar ættu að vita manna best, og
Turbin bendir einnig á að
heimabruggað vodka sé selt í
landinu í miklum mæli. Hann
leggur til að leggja aukna áherslu
á að fá fólk til að drekka bjór í
staðinn fyrir vodka, til dæmis
með því að hækka verðið á vodka
upp úr öllu valdi.
En Turbin er þó ekki bjartsýnn
á að það takist að vinna bug á
vodkadrykkjunni á næstunni.
„Það tekur tíma að sigrast á
sterkum óvini,“ segir hann í grein
sinni í Pravda. ■
Myndlistarmaðurinn ÓlafurElíasson fæddist í Danmörku
og hefur búið í Þýskalandi undan-
farin 10 ár en Íslendingar gera þó
enn nokkuð tilkall til hans, ekki
síst um þessar mundir en hann
hefur fengið afar lofsamlega
dóma fyrir sýningu sem hann opn-
aði í Tate-safninu í London í lok
vikunnar.
Heimsækir Ísland reglulega
„Foreldrar mínir, Ingibjörg
Ólafsdóttir og Elías Hjörleifsson,
voru Hafnfirðingar en ég fæddist
í Kaupmannahöfn,“ segir Ólafur á
góðri íslensku sem hann segist
alltaf halda við. „Þetta fer nú allt
upp og niður en þegar maður er
kominn heim og búinn að vera
svona eins og í viku þá kemur
þetta allt.“
Ólafur segist halda góðum
tengslum við Ísland og hann kem-
ur hingað reglulega. „Faðir minn,
sem er látinn, flutti heim til Ís-
lands frá Danmörku árið 1989,
minnir mig, ásamt stjúpmóður
minni og Önnu Viktoríu hálfsyst-
ur minni. Annars er það alltaf að
skipta mig minna máli hvort ég sé
Dani eða Íslendingur. Það skiptir
líka meira máli hvað maður hefur
að segja en hvaðan maður kem-
ur.“
Á Dönum margt að þakka
„Mér var boðið að sýna hérna
fyrir tveimur árum,“ segir Ólaf-
ur aðspurður um hvað hafi orðið
til þess að hann setti upp sýning-
una í Tate-safninu. „Ég var með
sýningu í París og ég held að
fólkið frá Tate hafi séð hana. Ég
vinn með galleríi í Þýskalandi,
Eddu Jónsdóttur á Íslandi og
öðru galleríi í New York. Þau
reyna öll að reka mann áfram og
koma manni í réttu samböndin
og þannig byrjaði þetta. Sýningin
í Frakklandi var styrkt af dönsk-
um sjóðum sem aðstoða við út-
flutning á danskri list og ef Dan-
irnir hefðu ekki stutt við mig á
sínum tíma væri ég kannski ekki
hérna í dag.“
Efni í fyrirtaks
milliríkjadeilu
„Ég er búinn að búa í Þýska-
landi í 10 ár og Þjóðverjarnir eru
byrjaðir að tala um mig sem einn
af fulltrúum yngri kynslóðar
þýskra myndlistarmanna enda
eru tíu ár nánast einn þriðji hluti
ævi minnar. Danir hafa hins veg-
ar alltaf talað um mig sem
dansk/íslenskan eða íslensk/-
danskan í öllum blöðum og fjöl-
miðlaumfjöllun. Þeim þykir alveg
eðlilegt að taka Ísland alltaf með
inn í þetta. Það er bara á Íslandi
sem ég verð að vera annað hvort
Íslendingur eða Dani. Ég held nú
að það sé eðlilegra að við ræðum
um það hvernig við getum talað
saman en að tala um hvaða munur
er á okkur.
Þekkt blöð á borð við The
Guardian, The Independent og
The Times hafa tekið drjúgt pláss
undir umfjöllun um sýningu Ólafs
og gagnrýnendur þeirra spara
ekki stóru orðin þegar þeir lýsa
hrifningu sinni á sýningunni og
þeim djúpstæðu tilfinningum sem
hún hreyfir við í hjörtum þeirra.
„Þetta er voða gaman og búið að
ganga alveg ofboðslega vel. Þetta
er bara alveg ótrúlegt. Það er auð-
vitað alltaf gaman þegar þetta
gengur svona fyrstu dagana.
Þetta er allt svo nýtt og ég held ég
þurfi nokkra daga til viðbótar til
að átta mig. Maður er ennþá svo-
lítið uppi í skýjunum og getur
ekki alveg sagt neitt almennilegt
um þetta.“
thorarinn@frettabladid.is
Skiptir ekki máli
hvaðan maður kemur
Myndlistarmaðurinn Ólafur Elíasson er að slá í gegn með sýningu sinni í Tatesafninu í London. Hann á íslenska
foreldra, er fæddur í Danmörku og býr í Þýskalandi þannig að það eru ýmsir sem gera tilkall til hans. Sjálfur læt-
ur hans sér fátt um finnast og telur að áherslan ætti að vera á það sem fólk er að gera, ekki hvaðan það kemur.
ÓLAFUR ELÍASSON
Danir, Íslendingar og Þjóðverjar vilja allir eigna sér hlut í myndlistarmanninum. Hann
fæddist í Danmörku og hefur búið í Þýskalandi í 10 ár en kemur reglulega til Íslands.
„Hún amma mín, Salvör Sumarliðadóttir, verður 80 ára 6. nóvember og þá ætla ég að
kíkja heim í einn dag og fara í afmæli hjá ömmu, maður verður að gera það.“
SÓLIN
Sólin er miðpunktur verks Ólafs í Tate-
safninu. Ólafur þakti loft sýningarsalarins
með speglum og hann segir að nú liggi
fólk á gólfinu og horfi á sig í himinhvolf-
inu. „Þetta er mjög skemmtilegt og kom
mér á óvart en núna liggja um 150 manns
á gólfinu og horfa upp í loftið.“
Vodka, þjóðardrykkur
og bölvaldur Rússa
VODKA Í RÚSSLANDI
Greinarhöfundur í Pravda hefur áhyggjur af
því að hinn mikli drykkjuskapur sem hann
segir að sé landlægur í Rússlandi muni
skaða genamengi rússnesku þjóðarinnar
og draga úr styrk hennar og framtíðar-
möguleikum.