Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.10.2003, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 19.10.2003, Qupperneq 19
19SUNNUDAGUR 19. október 2003 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 22 47 9 10 /2 00 3 20 . - 24 . o kt. Eig end avi ka Toy ota 20 03 ÁNÆGÐIR VIÐSKIPTAVINIR ERU BESTI MÆLIKVARÐINN á þjónustu fyrirtækis. Nýleg þjónustukönnun á meðal bílaumboða á Íslandi leiddi í ljós að ánægja er mest á meðal við skiptavina Toyota. Við erum staðráðin í að halda áfram á sömu braut. Við efnum til sérstakrar Eigendaviku og bjóðum ókeypis öryggisskoðun fyrir veturinn á Toyota bílum 20. - 24. okt. Opið verður alla dagana til kl. 19.00. Ilmandi heitt gæðakaffi á kaffibarnum á meðan við gerum bílinn þinn kláran fyrir veturinn. Komdu á Nýbýlaveginn, nánari upplýsingar í síma 570 5000 eða á www.toyota.is GJÖRIÐ SVO VEL: OKKAR ER ÁNÆGJAN 400 fyrstu fá óvænta gjöf frá Toyota. Ókeypis öryggisskoðun: - mælt frostþol í kælikerfi - smurðar læsingar og hurðir - ljósbúnaður athugaður - bætt á rúðuvökva - athuguð þurrkublöð - rafgeymir athugaður Gerum tilboð í alla réttinga- og málningarvinnu. 15% afsláttur af varahlutum. 15% afsláttur af vinnu. Óvæntar uppákomur á Nýbýlaveginum alla vikuna. Þetta er eini Íslendingurinnfyrir utan mig sem hefur verið í Máritaníu. Hann er áhugamaður um galdra í Nígeríu og exhibition- isti sem sækir í að hjóla nakinn, helst með rautt gjallarhorn,“ segir Sverrir Agnarsson, auglýs- ingastjóri Skjás eins, um manninn sem um er spurt að þessu sinni. Sannarlega sérstæður einstaklin- gur sé miðað við þessa lýsingu. Hans Kristján Árnason þekkir einnig manninn og hann fyllir betur inn í myndina: „Hann er skapgóður og mikill gleðigjafi. Sama hvar maður hittir hann alltaf er hann, eins og kaninn kallar það, „life of the party“. Hann hefur áhuga á svo mörgu og gaman að spjalla við hann. Hann er fínn húmoristi og varðveitir vel barnið í sjálfum sér. Hugrakkur. Og duglegur.“ Og meira, talandi um húmor. Sigurjón Kjartansson útvarps- maður segir þetta um manninn: „Ég myndi segja að hann sé forvitinn. Leggur sig allan fram í starfi og kemst stundum á ótrúlegt flug. Kom mér á óvart þegar ég kynntist honum hvað hann er opinn með tilfinningar sínar og kenndir. Hann hefur stundum mátt líða fyrir það að fólk ruglar honum saman við koll- ega sinn.“ Hver er þessi sérstæði maður? Svar á blaðsíðu 25. ■ Hver er maðurinn? Hugrakkur húmoristi SÝNIFÍKINN GLEÐIGJAFI Manninum er lýst sem duglegum og for- vitnum. Og kannski ekki síst hugrökkum og opnum manni sem tekist hefur vel að varðveita barnið í sjálfum sér. SINDRI ELDON Sindri Eldon var í góðum fíling með Dáðadrengjum á Nasa. Þeir slógu botninn í vel heppnað föstudagskvöld með stæl, í kjölfar Quarashi og The Kills. MIÐNES Miðnes með útvarps- og tónlistarmanninn Frey Eyjólfsson innanborðs sýndi hressilega sviðsframkomu í kæruleysislegu rokki á Grand rokk á föstudagskvöld. BIGGI Í MAUS Maus spilaði fyrir troðfullum Gauk á fös- tudagkvöldið og ullu engum vonbrigðum. Tóku tvö aukalög en létu staðar numið við þriðja uppklapp. THE KILLS Ein af erlendu grúppunum á hátíðinni. Vakti lukku á Nasa. SVERRIR Í DAYSLEEPER Daysleeper hóf kvöldið á Gauknum á föstudagskvöld. Rífandi stemning á Airwaves Um 120 sveitir, innlendar og erlendar, máluðu bæinn rauðan á smekkfullum tónleikastöðum í miðborg Reykjavíkur um helgina: Um 120 sveitir og nær 30 plötu-snúðar tróðu upp á tónleika- stöðum um alla miðborg um helgi- na. Airwaves-tónlistarhátíðinni er nú næstum lokið, þótt einhverjir viðburðir verði í dag. Undanfarin þrjú kvöld hefur rokkið drunið um miðbæinn og svitinn bogað af tónlistarmönnum. Hátíðin var mjög fjölbreytt og verður ekki betur séð en að íslenska tónlistar- senan búi yfir mikilli breidd. SANTIAGO Sigríður Eyþórsdóttir, söngkona Santiago, kom fram með sveit sinni á Nasa. VILLI Í 200.000 NAGLBÍTUM Gaf ekkert eftir á Grand rokk frekar en við var að búast. SAMMI Í JAGÚAR Jagúarmenn fönkuðu í Þjóðleikhús- kjallaranum eins og þeim er einum lagið. SINGAPORE SLING Þorgeir Guðmundsson hamraði gítarinn af kófsveittri innlifun á Nasa. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I R A

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.