Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.10.2003, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 19.10.2003, Qupperneq 21
21SUNNUDAGUR 19. október 2003 Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is á mann í tvíb‡li í 7 nætur á Havana Libre hótelinu. 97.670 kr.* Sta›grei›sluver› frá: * Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting í 7 nætur, akstur og íslensk fararstjórn. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U R V 2 24 51 10 /2 00 3 Fer› til Kúbu er upplifun. Eyjan er heillandi fögur og Kúbverjar gla›legir og gestrisnir. Gist er á fyrsta flokks hótelum bæ›i í Havana og úti á ströndinni í Varadero. Misstu ekki af Kúbu eins og hún er í dag. Það er gömul saga og ný að rík-isfjölmiðlar eru undir stækk- unargleri þegar kemur að pól- itískri umfjöllun þeirra. Og þan- nig á það auðvitað að vera meðan fjármunum skattborgara er sóað í apparöt af því tagi,“ segir Andrés Magnússon blaðamaður aðspurð- ur um álit sitt á bréfi Markúsar Arnar. Andrési vitanlega hefur ekki verið gerð könnun á stjórnmála- afstöðu blaða- og fréttamanna hér á landi, en erlendis hefur það víða verið gert og hefur niðurstaðan jafnan verið á eina leið: Þorri blaðamanna á Vesturlöndum telur sig vera vel til vinstri við miðju. „Það er svo önnur saga hvort eða hvernig sú afstaða skilar sér í fréttaflutningi. Að undanförnu hefur umræða um þessi efni auk- ist í þeim nágrannalöndum okkar þar sem ríkisfjölmiðlar eru reknir á annað borð. Ekki síst hefur hennar gætt á Bretlandi þar sem BBC hefur sætt harðri gagnrýni íhaldsmanna um langt skeið, en nú er Verkamannaflokknum orðið ámóta uppsigað við þessa móður allra ríkisfjölmiðla. Þar eins og víða annars staðar eru reknar sjálfstæðar fjölmiðlarannsókna- stofnanir, sem veita fjölmiðlum þarft aðhald, og í nýlegri rann- sókn var sýnt fram á að BBC hafði gætt einhverra allt annarra sjón- armiða en sannleiksástarinnar í fréttaflutningi. Hér á landi tíðkast hins vegar engar slíkar rann- sóknir og þess vegna er erfitt að kveða upp úr um það hvort athugasemdir á borð við þær sem útvarpsstjóri gerir eiga við rök að styðjast. Þar ræður bara almenn og oft óljós tilfinning manna.“ Andrés segir hins vegar vafamál hvort mikið sé hægt að gera við því að þáttur eins og Spegillinn hallist til vinstri. Meginefni hans séu skoðanir og álitaefni en ekki hreinræktaðar fréttir og hættan á hlutdrægni því ávallt til staðar. „Spurningin er því fremur hvort RÚV eigi að halda úti slíkum þætti með eigin starfsmönnum. Fyrir nokkrum áratugum var fréttaskýringaþátt- urinn Efst á baugi á dagskrá Ríkisútvarpsins. Umsjónarmenn hans voru blaðamenn annarra fjölmiðla en fáum blandaðist hugur um pólitíska afstöðu þeirra. Þær skoðanir sem þar komu fram voru því á þeirra ábyrgð en ekki RÚV. Í Ríkissjónvarpinu var að hefjast þátturinn Pressukvöld þar sem fulltrúar annarra fréttamiðla leggja sjónvarpinu lið. Kannski það sé rétti meðalvegurinn að feta í þessum efnum. Það skiptir nefni- lega ekki öllu máli hvort það er vinstri slagsíða á Speglinum eða ekki, það er nóg að slíkar efa- semdir komi fram og þá er trú- verðugleiki RÚV í stórhættu. Eina lausnin sem dugir er hins vegar sú að ríkið láti af f j ö l m i ð l a - rekstri.“ ■ Er vinstri slagsíða á ríkisstofn-un þar sem Hannes Hólm- steinn Gissurarson hefur verið í fastri áskrift að dagskrártíma með efni sem flest ætti heima í skólablaði? Þar sem keypt er af honum klukkutíma löng auglýsing um bókina hans um það leyti sem hún kemur út? Er verið að gera grín að okkur?“ spyr Karl Th. Birgisson, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, á móti að- spurður hvort vinstri slagsíða sé á RÚV. Á sínum tíma var Karl látinn taka hatt sinn og staf sem pistlahöfundur á Útvarpinu, ein- mitt í Speglinum, vegna þess að pistlar hans þóttu of vinstrisinn- aðir. „Reynsla mín af Ríkisútvarp- inu er sú að þar starfi frábært fagfólk sem fyrst og fremst vill fá að vinna vinnuna sína vel og vera í friði fyrir gjammandi varðhund- um stjórnmálaflokka. Þannig hefur það því miður ekki verið þau tólf ár sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefur ráðið menntamála- ráðuneytinu og beitt ótrúlegustu aðferðum við að tryggja stöðu sína þar innanhúss. Stundum undrast maður raunar þolinmæði starfsfólksins, að það skuli hafa geð í sér til að vinna þarna, undir þessu þrúgandi valdi sem sífellt minnir á sig og ekki alltaf með geðslegum hætti.“ Ekki er á Karli að skilja að Markús Örn sé á réttri leið að setja ofan í við „kommana“ á Speglinum. „Markús Örn á náttúr- lega sem yfirmaður stofnunar- innar að hafa skoðanir á því sem þar er á dagskrá, en tónninn í þessu bréfi er með miklum ólík- indum. Í stað þess að setjast niður með umsjónarmönnum og ræða faglega það sem honum þætti betur mega fara, þá skrifar hann bréf með uppnefnum og hæðist að sínum eigin starfsmönnum. Svo þegar bréfið spyrst út setur hann sig í stellingar fórnarlambs í heljarmiklu samsæri. Það er ótrú- legur kaldastríðsþankagangur sem þarna birtist og ótrúlegur dónaskapur að draga gott fagfólk ofan í pólitískar skotgrafir þar sem það á ekki heima og vill alveg örugglega ekki vera.“ Spegillinn er frábært pró- gramm að viti Karls þó hann sé hreint ekki alltaf sammála sjónar- miðum og vinklum sem þar er velt upp. „Það er tekið krítískt á málum og fjallað um mál með öðrum hætti en annars staðar, sem stjórnendur eiga skilið hrós fyrir. Það liggur í hlutarins eðli, að krítísk umfjöllun beinist einkum gegn valdhöfum, í okkar tilviki ekki síst Sjálfstæðis- flokknum sem hefur verið við völd samfleytt í tólf ár. Tvö einkenni þess flokks eru ofurviðkvæmni fyrir gagnrýni og sú árátta að böðlast á fjölmiðla- fólki í von um að það gefist upp og taki upp sjálfsritskoðun. Bréf Markúsar Arnar er mild birting- armynd þessara vinnubragða.“ Samanborið við önnur lönd segist Karl ekki mjög kunnugur öðrum ríkisfjölmiðlum. „En ég er nokkuð viss um að af því hefðu borist fréttir ef viðlíka draugagangur væri í kringum þá og RÚV. Getiði ímyndað ykkur að forsætis- ráðherra Bretlands hringdi í fram- kvæmdastjóra BBC og bæði hann að fara í frí, af því að einkavin ráðherrans vantaði vinnu? Þetta gerðist á Íslandi fyrir tíu árum. Rétt eins og í austantjaldslöndunum, þar sem Flokkurinn réð.“ ■ ANDRÉS MAGNÚSSON Segir ekki skipta öllu máli hvort vinstrislagsíða sé á Speglinum eða ekki, nóg sé að slíkar efasemdir komi fram og þá er trúverðugleiki RÚV í stórhættu. Andrés Magnússon: Ríkið láti af fjölmiðlarekstri KARL TH. BIRGISSON Segir Markús Örn Antonsson ráðast að eigin starfsmönnum, hæðast að þeim og uppnefna. Karl Th. Birgisson: Gjammandi varðhundar Flokksins

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.