Fréttablaðið - 19.10.2003, Side 24

Fréttablaðið - 19.10.2003, Side 24
24 19. október 2003 SUNNUDAGUR Stubbur er ekki stór. Hanner bara fimm ára gam- all“. Þetta hljómar kannski ekki ýkja merkilega en samt er það nú svo að fjörutíu árum eftir að hafa heyrt þessar setn- ingar fyrst kann undirrit- uð þær enn utan að líka framhaldið, orð bræðra Stubbs: „Þú mátt ekki vera með okkur af því þú ert svo lítill“. Þegar maður er fimm ára gamall er ekki annað hægt en að lifa sig inn í einstæðings- skap Stubbs litla. Vitan- l e g a skiptu aðrar bækur líka miklu máli. Ein var Dísa ljósálfur. Ekk- ert níðingsverk var verra en það þegar vondi skógarhöggsmaður- inn klippti af henni vængina. Bækurnar um Stubb og Dísu eru til í nýlegum endurútgáfum og það sama á við um Palla sem var einn í heiminum, svo ekki sé talað um Litla prinsinn sem talinn er ómissandi klassíker í safni bók- hneigðra barna. Litli svarti Sambó er sömuleiðis ennþá lesinn. Við útkomu árið 1899 var Litla svarta Sambó hrósað fyrir að draga upp jákvæða mynd af blökkumönnum. Á þriðja áratug 20. aldar tóku að heyrast raddir sem sögðu höfund gera lítið úr blökkumönnum. Fyrir nokkrum árum vaknaði þessi umræða á ný en satt að segja var erfitt að koma auga á skynsemina í henni því persónur bókarinnar eru hinar geðugustu og litli svarti Sambó afar ráðagóður drengur. Það eru ekki allir sem gætu bjargað sér svo auðveld- lega frá fjórum soltnum tígrisdýrum. Hin umdeilda Blyton Þegar kemur að pólitískum rétttrúnaði finnst ætíð fólk sem er tilbúið að segja höfundum hvernig barnabækur þeir eigi að skrifa. Einhverjir hafa til dæmis séð ástæðu til að fetta fingur út í hina fallegu og bjartsýnu lífs- skoðun Pollyönnu, en slíkt nöldur hefur ekki haggað vinsældum bókarinnar sem var endurútgefin hér á landi fyrir ekki svo ýkja mörgum árum. Hin andfélags- lega og ruddalega Lína langsokkur hefur heldur ekki verið öllum þóknanleg og Astrid Lindgren var á tímabili gagnrýnd fyrir að hafa gert hana að hetju nútímabarna. Hin geysi- vinsæla Enid Blyton hefur þó kannski fengið verstu útreiðina hjá hinum pólitísku siðgæðisvörð- um. Enid Blyton var gríðarlega af- kastamikill höfundur og skrifaði að meðaltali um fimmtán bækur á ári fyrir aldurshópinn fjögurra til fjórtán ára. Þetta eru alls um 600 bækur og um 400 milljón seld ein- tök. Þar á meðal eru Doddabæk- urnar, Fimmbækurnar, Ævin- týrabækurnar og Dularfullu bæk- urnar. Í lifanda lífi og eftir dauða sinn var Blyton sökuð um kyn- þáttahatur, karlrembu og and- femínisma. Hún var skömmuð fyrir að gera svarta menn að vondu mönnunum og útlendinga annað hvort hlægilega eða að ill- mennum. Sumir bókaverðir gengu svo langt að banna bækur hennar á söfnum sínum Og svo var Blyton vitanlega sökuð um að hafa ekki skrifað bækur sínar sjálf heldur hafa hóp ritara á sín- um snærum. Sem var einfaldlega ekki rétt. Blyton er það sem kalla má gamaldags höfundur. Táningarnir í sögum hennar hafa engan áhuga á hinu kyninu nema sem félögum. Eins og einhver sagði hefði mátt setja sögur hennar upp í klaustri. Blyton nýtur þó enn mikilla vin- sælda meðal barna og skýring- anna er að leita í því að hún kann að segja sögur, nær athygli les- andans í upphafi og heldur þeirri athygli allt til loka. Bækur hennar enda alltaf vel, hinir góðu fá laun sín og þeir vondu makleg mála- gjöld. Ungum lesendum líður því ágætlega eftir að hafa lesið bæk- ur hennar. Í öllu sem maður las sem krakkistanda nokkrar bækur upp úr, sumar hefur maður lesið aftur og aftur en sumar lifa bara sem minning. Meðal þeirra er þríleik- ur Mariu Gripe um drenginn Elvis Karlsson sem ég fann merkilega sárt til með, og bækur Sven Wern- ström um Þrælana. Bækur Astrid Lindgren las maður auðvitað í tætlur, og af þeim hélt ég alltaf mest upp á Elsku Míó minn, þó að Ronja ræningja- dóttir kæmi seinna sterk inn og Bróðir minn L j ó n s h j a r t a hætti aldrei að græta mann. Aft- ur á móti man ég hvað ég grenjaði úr hlátri yfir fyrstu bókum Sig- rúnar Eldjárn, Allt í plati og Eins og í sögu, sem voru ólíkar öllum bókum sem maður hafði nokkurn tíma séð. Það eru forréttindi að fá seinna að sýsla við hennar bækur á vinnslustigi. Bækur Auðar Haralds um Elías og seinna Baneitrað samband á Njálsgötunni vekja líka ennþá gömul bros. Svo var maður svo heppinn að eiga foreldra sem lásu fyrir mann bækur langt fram eft- ir aldri, ég hafði til dæmis mjög gaman að bæði Sálmi Þórbergs Þórðarsonar um blómið og bókunum um Hjalta litla eftir Stefán Jónsson í flutningi þeirra. Svo ekki sé minnst á bækur K.M. Peyton sem móðir mín las fyrir alla fjölskylduna meðan hún var að þýða þær: Flambardssetrið, Sýndu að þú sért hetja og fleiri. Auk þess var ég svo lánsöm að vera á hárréttum aldri þegar ís- lenska unglingabókin blómstraði og las bækur Andrésar Indriða- sonar mér til stórkostlegrar skemmtunar. Á sama tíma voru bækur eins og Hallærisplanið og Dýragarðsbörnin dýrmætur leið- arvísir um undirheima sem mað- ur kynntist sem betur fer aldrei. Á þeim árum mændi ég mikið á bókina Þegar vonin ein er eftir, sem ég held að sé sönn frásögn vændiskonu, og var sannfærð um að væri stórkostlegasta lesning sem til væri. Hana þorði ég aftur á móti aldrei að opna og hef enn ekki lesið hana.“ ■ Af öllum þeim indælu barna-bókum sem hafa hrifið mig um ævina langar mig í þetta sinn til að nefna flokkinn um Grím Grallara. Eina þeirra rak á mínar fjörur þegar ég var svona tíu ára og ég féll samstundis fyrir henni. Sögurnar gerist í breskum bæ, allt er í föstum skorðum og fylgir stífum breskum siðum, nema Grímur og félagar hans fá endalausar hugmyndir og eru sífellt að ráðast í alls kyns framkvæmdir. Grímur á tvö eldri systkini sem hann er að gera gráhærð, og sömu- leiðis föður sinn en „móðir hans unni honum mjög“ eins og sagt er um Gretti Ásmundarson. Þarna er á ferðinni sígild fyndni, og bækurnar eru sam- felldur óður til frelsisins og hug- myndaflugsins – sömuleiðis er þarna allt vaðandi í pólitískri stríðni, eins og þegar eldri bræð- urnir stofna bolsévikafélag og boða að allir skuli eiga allt jafnt, og Grímur og co. hrífast af boð- skapnum og hirða allt frá þeim. Arnbjörn í Setbergi gaf þetta út, og ég hef oft spurt hann hvort ekki sé kominn tími á endurút- gáfu, en hann hefur færst undan, segir flesta minnast þessa sem heldur gagnslítilla bóka og jafn- vel andfélagslegra. Því gladdi það mig að sjá í erlendu forleggjara- blaði niðurstöður könnunar meðal kunnáttufólks um allan heim um bestu barnabækur allra tíma, og á topp 10 röðuðu sér auðvitað H.C. Andersen, Astrid Lindrgren og svo framvegis. En númer átta eða níu kom svo „Just William“ eftir R. Crompton – sjálfur Grímur Grallari.“ ■ SIGÞRÚÐUR GUNNARSDÓTTIR „Bækur Astrid Lindgren las maður auðvitað í tætlur, og af þeim hélt ég alltaf mest upp á Elsku Míó minn, þó að Ronja ræningjadóttir kæmi seinna sterk inn og Bróðir minn Ljónshjarta hætti aldrei að græta mann.“ Sigþrúður Gunnarsdóttir: Las Astrid Lindgren í tætlur Einar Kárason: Sígild fyndni Gríms grallara EINAR KÁRASON „Þarna er á ferðinni sígild fyndni, og bækurnar (sex að mig minnir) eru samfelldur óður til frelsisins og hugmyndaflugsins.“ FRANK OG JÓI Fæstir vita að leigupennar skrifuðu hinar vinsælu Frank og Jóa-bækur fyrir smánarlaun. BOB MORAN Herflugmaðurinn og ævin- týramaðurinn mætti hverj- um andstæðingnum á fæt- ur öðrum. LITLI SVARTI SAMBÓ. Þessi vinsæla barnabók hefur verið sögð draga upp neikvæða mynd af blökku- mönnum. NANCY DREW Höfundarnafnið er dulnefni fjölda karla og kvenna. Fullorðnir gleyma ekki svo glatt bókunum sem voru þeim kærar í æsku. Sumir dýrka Fúsa froskagleypi, sem er ein þeirra bóka sem hafa verið endurútgefnar nýlega, aðrir ylja sér við minningar um Ævintýrabækurnar. Einhverjir sakna kvöldstunda með Bob Moran og Beverly Gray. Þó nokkrar gamlar barnabækur eftir erlenda höfunda eru enn á markaði en aðrar er ekki jafn auðvelt að finna. Hvað er orðið um Frank og Jóa?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.