Fréttablaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 25
25 Ég las mikið sem barn oggleypti í mig Ævintýrabæk- urnar, Fimmbækurnar, Frank og Jóa, Gula skuggann (Bob Moran) og síðar Ísfólkið. Það var meira á unglingsárunum. Bókin sem mér fannst nú samt vænst um í endur- minningunni er Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren. Hún er svo fallega skrifuð og hafði mikil áhrif á mig. Ég tek hana enn upp og þegar ég las úr henni fyrir börnin mín féllu eitt eða tvö tár af hvarmi. Af öðrum bókum var ég mjög hrifinn af Frank og Jóa. Það var eitthvað svo út- lenskt allt saman í þeim bókum. Þeir voru í þessu dularfulla sambandi við Hitch- cock, sem ég vissi ekk- ert hver var. Enid Blyton var líka mikill hluti af mínum uppvexti og maður drakk í sig ævintýrasögur hennar. Ég man ennþá einstaka setningar úr bókunum hennar, eins og: „Á meðan stúlkurnar vöskuðu upp at- huguðu drengirnir aðstæður“. Snilld. Þá var karakterinn Georg mjög minnisstæður. Ég held að hún hafi verið í Dularfullu bókun- um. Hún var stelpa sem vildi vera strákur. Skemmtileg. Sjálfur er ég að koma með mína fyrstu alvöru barnabók um jólin. Bókin heitir Ævintýrið um Augastein og er jólasaga fyrir 4ra til 10 ára, byggð á leiksýningu sem ég skrifaði í fyrra. Ég vona að hún eigi eftir að skilja eftir sig minningar hjá nýrri kynslóð les- enda.“ ■ Málverk vikunnar heitir Svörtfjöll frá árinu 1963 eftir Jó- hann Briem. Hann fæddist árið 1907 að Stóra-Núpi í Árnessýslu. Hann stundaði nám hjá þeim Eyjólfi Eyfells og Ríkarði Jóns- syni á árunum 1927-29 en fór síð- an til Dresden í Þýskalandi næstu fimm árin til frekara listnáms. Þar þróaði Jóhann með sér ljóð- rænan expressjónisma þar sem saman fór einfaldur litaskali hreinna lita og einföld myndbygg- ing sem oft sýnir dýr og fólk úti í náttúrunni. Í byrjun 6. áratugarins, þegar verkið Svört fjöll er málað, gáfu sterkari litir og ákafari pensil- drættir til kynna að Jóhann hafði snúið sér til fullþroska ex- pressjónisma. Jóhann lést árið 1991. ■ Jón Ársæll Þórðarson Um hann erspurt á blaðsíðu 19 – þennan ástsæla sálfræðimennt- aða sjónvarps- mann sem loksins hreppti E d d u - v e r ð l a u n i n eftir að hafa verið tilnefnd- ur, Guð einn veit hversu oft. Þessi kollegi sem Sigurjón Kjartansson vísar til mun vera Eiríkur Jónsson blaða- maður. N FELIX BERGSSON „Enid Blyton var líka mikill hluti af mínum uppvexti og maður drakk í sig ævintýrasögur hennar. Ég man ennþá einstaka setningar úr bókunum henn- ar, eins og: „Á meðan stúlkurnar vöskuðu upp athuguðu drengirnir að- stæður“. Snilld.“ Krossgáta Nr. 1 Felix Bergsson: Enid Blyton hluti af uppvextinum Síung Nancy Drew Meirihluti lesenda Enid Blyton var og er stúlkur þótt drengir leiti einnig í bækurnar. Skiptingin í strákabækur og stelpubækur var sennilega mun sterkari á árum áður, og þá var mikið um að höfundar einbeittu sér að því að skrifa seríubækur. Árið 1930 kom út í Bandaríkjun- um fyrsta bókin um Nancy Drew og enn eru að koma út nýjar bæk- ur í þessari ritröð. Bækurnar nutu mikilla vinsælda hér á landi og nokkrar þeirra hafa verið endur- útgefnar. Höfundur bókanna um Nancy er Carolyn Keene sem er dulnefni fjölda karla og kvenna sem skiptast á að skrifa sögurn- ar. Á þeim rúmu sjötíu árum sem liðið hafa frá útkomu bókanna hefur Nancy elst um tvö ár, frá 16 ára til 18 ára, og hefur leyst rúmlega 350 ráðgátur. Sérstök heimasíða er til um Nancy, auk bókaklúbba. Beverly Gray-bækurnar voru einnig vinsælar seríubækur hér á landi en hafa ekki verið endurút- gefnar. Þær fjalla um ævintýri ungrar stúlku sem leysti ýmis dul- arfull mál og þegar hún útskrifað- ist úr skóla gerðist hún blaðamað- ur og rithöfundur. Höfundur var Clair Blank, sem var einungis nítján ára þegar hún skrifaði fyrstu Beverly Gray-bókina. Sú kom út árið 1934 en þær urðu alls 26 talsins. Leigupennar á lágum launum Frank og Jóa-bækurnar eftir Franklin W. Dixon hafa notið gríð- arlegra vinsælda víða um allan heim og enn er verið að endurút- gefa þær. Frank og Jói Hardy eru synir Fenton Hardy, sem er einn besti leynilögreglumaður Banda- ríkjanna og synir hans hafa erft gáfu hans. Frank er alvörugefinn og með skarpa greinandi hugsun. Jói, yngri bróðirinn, er glaðsinna og telur ekkert ómögulegt. Saman leysa bræðurnir hverja ráðgátuna á fætur annarri. Maðurinn sem sagður er höf- undur bókanna, Franklin W. Dixon, var aldrei til. Sá sem átti hug- myndina að bókunum um Frank og Jóa hét Edward L. Stratemeyer. Hann réð höfunda til að útfæra söguþráðinn og skrifa textann og borgaði þeim skammarleg laun fyrir. Þeir voru einnig látnir sverja þess eið að láta ekkert uppskátt um skrif sín og það að Dixon væri ekki til. Snjallasti skrifari Strate- meyers hét Leslie McFarlane. Hann skrifaði ellefu fyrstu Frank og Jóa-bækurnar. Af öllum þeim fjölda leigupenna sem komu að skrifum bókanna er McFarlane talinn sá besti. Missir af sígildum sögum Ekki er hægt að skrifa grein eins og þessa án þess að minnast á breska rithöfundinn Richmal Crompton sem skrifaði frábær- lega skemmtilegar bækur um Grím grallara. Bækurnar njóta enn mikilla vinsælda á Bretlandi en af einhverjum ástæðum hafa íslensk bókaforlög ekki séð ástæðu til að endurútgefa þær. Meiri æsistíll var á Bob Moran- sögunum þar sem herflugmaður- inn og ævintýramaðurinn mætti hverjum andstæðingnum á fætur öðrum. Tarzan apabróðir mætti líka hverri hættunni á fætur annarri í bókum sem eru ódauðleg klassík, enn gefnar út og mikið lesnar. Bækurnar um Mary Popp- ins hafa hins vegar ekki verið endurútgefnar. Mestur missir er þó af bókaflokknum Sígildar sög- ur Iðunnar en þar voru margir ódauðlegir klassíkerar endur- sagðir á aðgengilegan hátt. Þannig kynntust ungir lesendur meðal annars Róbinson Krúsó, Ívari hlújárn, Skyttunum og Fang- anum í Zenda. Það má margt ágætt segja um töfradrenginn Harry Potter en líklega stenst hann ekki samjöfnuð við þær bók- menntaperlur. kolla@frettabladid.is Maðurinn erMálverk vikunnar Svört fjöll SVÖRT FJÖLL Olía, 70x65 frá árinu 1963 eftir Jóhann Briem. SUNNUDAGUR 19. október 2003 TARZAN Bækurnar um Tarzan apabróð- ur er í stöðugri endurprentun.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.