Fréttablaðið - 19.10.2003, Page 30

Fréttablaðið - 19.10.2003, Page 30
30 19. október 2003 SUNNUDAGUR ÁTÖK Rúmeninn Romeo Gontineac (til hægri) og Ástralinn Phil Waugh í baráttu í leik þjóðanna í heimsmeistarakeppninni í rúg- bíi. Ástralir unnu 90-8. Rúgbí HANDBOLTI Haukar töpuðu 31-23 fyrir Magdeburg í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu í gær. Haukar léku ljómandi vel fyrsta korterið og leiddu 9-8 upp úr miðj- um fyrri hálfleik. Magdeburg sótti í sig veðrið seinni hluta hálfleiks- ins og leiddi 16-11 í hléi. Munurinn var orðinn tíu mörk (22-12) eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik og hélst átta til tíu marka forysta heimamanna til loka. Magdeburg náði 3-1 forystu en Haukar svöruðu með fjórum mörkum og leiddu 7-4 um tíma. Magdeburg skoraði næstu tvö en Haukar náðu ekki að nýta sér liðs- muninn þegar Joel Abati var rek- inn af velli fyrir að brjóta á Ásgeiri Erni Hallgrímssyni. Haukum hélst þó á forystunni fram yfir miðjan hálfleikinn en eftir að Sigfús Sig- urðsson færði Magdeburg foryst- una að nýju (10-9) varð ekki aftur snúið. Robertas Pauzuolis skoraði sex af mörkum Hauka en Ásgeir Örn Hallgrímsson og Darius Vaci- kevicius fjögur hvor. Stefan Kretszchmar, Joel Abati og Gregorz Tkaczyk skoruðu sjö mörk fyrir Magdeburg en Sigfús Sigurðsson fjögur. Johannes Bitter reyndist Haukum einnig erfiður en hann varði meðal annars þrjú vítaköst. ■ Arsenal aftur á toppinn FÓTBOLTI Arsenal er í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki gærdagsins. Arsenal vann Chelsea 2-1 á Highbury og er eina ósigraða lið deildarinnar. Leikur Arsenal og Chelsea byrj- aði með látum og skoruðu bæði lið á fyrstu átta mínútunum. Brasilíu- maðurinn skoraði úr aukaspyrnu á sjöttu mínútu með viðkomu í Ray Parlour en Argentínumaðurinn Hernan Crespo jafnaði tveimur mínútum síðar með skoti af um 25 metra færi. Carlo Cudicini, mark- vörður Chelsea, brást illa korteri fyrir leikslok. Hann hljóp út í teg- inn til að ná í meinlausa fyrirgjöf Robert Pires en missti boltann í gegnum klofið og átti Thierry Henry ekki í vandræðum með að setja sigurmark Arsenal. Patrik Berger skoraði og tryggði Portsmouth fyrsta sigur- inn á Liverpool síðan í mars 1960. Nígeríumaðurinn Yakubu Aiyeg- beni skaut í þverslá Liverpool- marksins seint í leiknum og litlu munaði að Frakkinn Florent Sina- ma-Pingolle jafnaði fyrir gestina undir lokin. Manchester City vann sinn stærsta sigur á Bolton í 67 ár. Shaun Wright-Phillips skoraði tvisvar en svo rekinn af velli á 62. mínútu með tvö gul spjöld á af- rekaskránni. Nicolas Anelka skor- aði einnig tvisvar fyrir Manchest- er City en Bandaríkjamaðurinn Claudio Reyna og Frakkinn Syl- vain Distin skoruðu sín fyrstu mörk fyrir City. Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn með Úlfunum sem náðu jafntefli við Fulham í Lund- únum. Úlfarnir komust fyrir vikið úr botnsætinu í fyrsta sinn á leik- tíðinni. Vegur Newcastle batnar með hverjum leik. Nígeríumaðurinn Shola Ameobi skoraði sigurmark- ið í nágrannaslagnum við Midd- lesbrough og Newcastle vann 1-0 þriðja leikinn í röð. Manchester United leiddi úr- valsdeildina skamma stund í gær. Fyrirliðinn Roy Keane skoraði sigurmark United gegn Leeds með skalla þegar tíu mínútur voru til leiksloka. ■ FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR „Það sem við erum búin að afhjúpa virðist vera lyfjamisnotkun af versta tagi,“ sagði Terry Madden, fram- kvæmdastjóri bandaríska lyfja- eftirlitsins (USADA). „Í þessu samsæri hafa lyfjafræðingar, þjálfarar og nokkrir íþrótta- menn notað stera sem þeir hafa þróað og ekki á að vera hægt að finna. Þetta eru mjög þróaðir sterar sem voru búnir til af virt- um lyfjafræðingum,“ sagði Madden. Talið er að hér sé um að ræða mesta lyfjahneyksli í sögu frjáls- íþróttanna. USADA hefur sagt að A-sýni úr þó nokkrum bandarísk- um frjálsíþróttamönnum hafi reynst jákvæð og hafi efnið ver- ið nýir anabólískir sterar. USADA tók um 350 sýni á banda- ríska meistaramótinu í júní í sumar og síðar um 100 sýni milli keppna. Engin nöfn hafa verið nefnd en USADA verður að bíða eftir niðurstöðum úr B-sýnunum áður en hægt er að láta til skarar skríða. „Íþróttamennirnir sem tóku þátt í þessu voru mjög öruggir um að efnið væri ekki hægt að finna,“ sagði Madden. „Þó að áhrif lyfjanna kunni að vara mánuðum saman teljum við að möguleikinn á að finna lyfin í lík- ömum íþróttamanna vari í stutt- an tíma, kannski þrjá til sjö daga,“ sagði Terry Madden. ■ ■ ■ LEIKIR  15.00 Breiðablik og Stjarnan keppa í Smáranum í suðurriðli RE/MAX- deildar karla í handbolta.  17.00 Njarðvík og ÍR keppa í Njarðvík í 1. deild kvenna í körfubolta.  17.00 Stjarnan og Valur mætast í Ásgarði í RE/MAX-deild kvenna í hand- bolta.  17.00 Fylkir/ÍR leikur við Víking í Fylkishöllinni í RE/MAX-deild kvenna í handbolta.  17.00 FH keppir við Fram í Kaplakrika í RE/MAX-deild kvenna í handbolta.  17.00 KA/Þór og Grótta/KR keppa í KA-heimilinu í RE/MAX-deild kvenna í handbolta.  17.00 Grótta/KR mætir KA á Sel- tjarnarnesi í norðurriðli RE/MAX-deildar karla í handbolta.  19.15 Haukar og Hamar eigast við á Ásvöllum í INTERSPORT-deildinni í körfubolta.  19.15 KFÍ fær Tindastól í heim- sókn á Ísafjörð í INTERSPORT-deildinni í körfubolta.  19.15 Njarðvík mætir KR í Njarðvík í INTERSPORT-deildinni í körfubolta.  19.15 ÍR keppir við Keflavík í Selja- skóla í INTERSPORT-deildinni í körfu- bolta.  19.15 Breiðablik leikur gegn Þór í Smáranum í INTERSPORT-deildinni í körfubolta.  19.15 Snæfell og Grindavík keppa í Stykkishólmi í INTERSPORT-deildinni í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  10.30 Vaxtarræktarkeppni á Skjá einum.  11.30 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn.  12.45 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Leicester City og Tottenham Hotspur.  14.50 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Everton og South- ampton.  17.05 Markaregn á RÚV. Sýndir verða valdir kaflar úr leikjum síðustu umferðar í þýska fótboltanum.  17.30 Golfstjarnan Ernie Els (US PGA Player Profiles 1) á Sýn.  18.00 European PGA Tour 2003 (Dutch Open) á Sýn. Þáttur um evr- ópsku mótaröðina í golfi.  19.00 Hnefaleikar á Sýn. Á meðal þeirra sem mætast eru Juan Manuel Marques og Marcos Licona.  21.00 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn.  21.15 Helgarsportið á RÚV.  22.30 UEFA Champions League á Sýn. Fréttaþáttur um Meistaradeild Evr- ópu.  23.00 Enski boltinn á Sýn. Útsend- ing frá leik í ensku úrvalsdeildinni. Meistaradeild Evrópu: Haukar töpuðu með átta mörkum ÁSGEIR ÖRN HALLGRÍMSSON Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði fjögur mörk fyrir Hauka gegn Magdeburg. Frjálsar íþróttir: Mesta lyfjahneyksli sögunnar Arsenal varð fyrst til að vinna Chelsea á leiktíðinni. Roy Keane kom Manchester United á toppinn í stutta stund og Patrik Berger skoraði þegar Portsmouth vann Liverpool í fyrsta sinn síðan 1960. ARSENAL - CHELSEA Thierry Henry í baráttu við varnarmanninn Wayne Bridge. Henry skoraði sigurmark Arsenal í gær. ENGIN NÖFN HAFA VERIÐ NEFND Bandaríska lyfjaeftirlitið verður að bíða eftir niðurstöðum úr B-sýnum áður en það getur látið til skarar skríða. LEIKIR LAUGARDAGSINS Arsenal - Chelsea 2-1 Edu, Thierry Henry - Hernan Crespo Fulham - Wolves 0-0 Leeds Manchester United 0-1 Roy Keane Manchester City - Bolton 6-2 Shaun Wright-Phillips 2, Sylvain Distin, Nicolas Anelka 2, Claudio Reyna - Kevin Nolan, Ivan Campo Middlesbrough - Newcastle 0-1 Shola Ameobi Portsmouth - Liverpool 1-0 Patrik Berger STAÐAN Arsenal 9 7 2 0 18:7 23 Man. United 9 7 1 1 17:3 22 Chelsea 9 6 2 1 19:9 20 Man. City 9 4 3 2 20:11 15 Fulham 8 4 3 1 15:9 15 Birmingham 8 4 3 1 8:5 15 Southampton 8 3 3 2 8:5 12 Portsmouth 9 3 3 3 11:9 12 Liverpool 9 3 2 4 12:10 11 Charlton 8 3 2 3 12:12 11 Newcastle 8 2 3 3 9:10 9 Blackburn 8 2 2 4 15:16 8 Everton 8 2 2 4 12:14 8 Aston Villa 8 2 2 4 8:12 8 Tottenham 8 2 2 4 8:12 8 Bolton 9 1 5 3 8:18 8 Leeds 9 2 2 5 8:18 8 Middlesbrough 9 2 1 6 7:15 7 Wolves 9 1 3 5 3:18 6 Leicester 8 1 2 5 10:15 5 LEIKIR DAGSINS Birmingham - Aston Villa Everton - Southampton Leicester - Tottenham hvað?hvar?hvenær? 16 17 18 19 20 21 22 OKTÓBER Sunnudagur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.