Fréttablaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 32
32 19. október 2003 SUNNUDAGUR ■ Fótbolti TÍMINN AÐ RENNA ÚT? Herthu frá Berlín hefur gengið illa að undanförnu og er þjálfarinn Huub Stevens orðinn valtur í sessi. Fótbolti FÓTBOLTI Celtic náði fjögurra stiga forystu í skosku úrvalsdeildinni í gær þegar félagið burstaði Hearts frá Edinborg 5-0 á heima- velli. Erkifjendurnir í Rangers heimsækja Motherwell í dag og hafa tækifæri til að minnka for- ystu grannanna í eitt stig að nýju. Írski miðjumaðurinn Liam Miller skoraði fyrsta mark Celtic á níundu mínútu og þremur mín- útum síðar setti Phil Stamp bolt- ann í eigið mark. Svíinn Henrik Larsson skoraði sitt 150. deildar- mark fyrir Celtic tíu mínútum fyrir hlé og Slóvakinn Stanislav Varga setti sitt fyrsta mark fyrir félagið skömmu síðar. Liam Mill- er skoraði annað mark sitt snemma í seinni hálfleik. Dundee er í þriðja sæti deild- arinnar ellefu stigum á eftir Celtic. Dundee marði 1-0 sigur á botnliði Partick Thistle og skor- aði Spánverjinn Nacho Novo markið snemma í seinni hálfleik. Livingston vann Hibernian 2-0 í fyrsta leik liðsins undir stjórn David Hay og Dundee United vann Aberdeen 1-0 og komst fyr- ir vikið upp fyrir mótherja sína. Loks vann Kilmarnock Dunferm- line 3-2 á útivelli. ■ FÓTBOLTI Liverpool leikur við rúm- eska félagið Steaua frá Búkarest í 2. umferð UEFA-bikarkeppninnar. Liverpool bíður þar verðugt verk- efni því Steaua sló Southampton út í 1. umferð UEFA-bikarsins og er efst og ósigrað í rúmensku deild- inni. Newcastle leikur gegn Basel en bæði félögin komust í milliriðla í Meistaradeildinni í fyrra. New- castle virðist vera að rétta úr kútn- um eftir slæma byrjun í ensku deildinni en Basel hefur farið mik- inn í þeirri svissnesku. Félagið hefur unnið alla þrettán deildar- leiki sína og slegið 21 árs gamalt met Servette sem vann ellefu fyrstu deildarleikina tímabilið 1981-82. Manchester City mætir Groclin frá Póllandi sem er nýliði í Evrópu- keppni. Pólverjarnir hafa slegið Atlantas frá Litháen og Herthu Berlín út úr keppninni. Barcelona leikur gegn Panionios, sem er í fimmta sæti grísku deildarinnar eftir sex umferðir, en Valencia leik- ur við Maccabi Haifa. Ísraelarnir leika heimaleiki sína í UEFA-bik- arnum í tyrkneska bænum Izmir. Norðmenn eiga tvo fulltrúa í keppninni. Rosenborg leikur við Rauðu stjörnuna frá Belgrad en Molde leikur við portúgalska félag- ið Benfica. ■ FÓTBOLTI Íslandsmeistarar Kefla- víkur leika í A-riðli ásamt Fylki, Tindastóli og ÍA en dregið var á föstudag. Þróttur, sem lék til úrslita í fyrra, er í riðli með Völsungi, FH og ÍR. Í B-riðli leika Afturelding, Valur, Léttir og KR en Fram, ÍBV, Breiðablik og Smástund keppa í C-riðli. KR og Valur, úrslitalið Íslands- móts kvenna í fyrra, leika í A-riðli ásamt Þór/KA, FH og Þrótti. Í B- riðli leika ÍBV, Breiðablik, ÍA, Stjarnan og Haukar. Karlarnir keppa í íþróttahúsinu í Austurbergi en keppni kvennanna fer bæði fram í Austurbergi og Laugardalshöll. Íslandsmótið í knattspyrnu inn- anhúss fer fram helgina 22. og 23. nóvember. ■ Skoska knattspyrnan: Celtic burstaði Hearts HENRIK LARSSON 150 deildarmörk fyrir Celtic. Liverpool til Rúmeníu Liverpool leikur við Steaua Búkarest í 2. um- ferð UEFA-keppninnar. Newcastle leikur gegn Basel og Man. City við pólska félagið Groclin. BARCELONA Ronaldinho og félagar rúlluðu yfir SK Matador Púchov í 1. umferð og mæta gríska félaginu Panionios í 2. umferð. LEIKIR 2. UMFERÐAR UEFA- BIKARKEPPNINNAR Aris Þessaloníku - Perugia Barcelona - Panionios Basel - Newcastle Benfica - Molde Bordeaux - Hearts Borussia Dortmund - Sochaux Bröndby - Schalke Dinamo Zagreb - Dnipro Dnipropedrovsk Feyenoord - Teplice Genclerbirligi - Sporting Lissabon Gaziantepspor - Lens Hajduk Split - AS Roma FC Köbenhavn - Mallorca Manchester City - Groclin Parma - Austria Salzburg PAOK Þessaloníku - Debrecen Rosenborg - Rauða stjarnan Slavia Prag - Levski Sófíu Spartak Moskvu - Dinamo Búkarest Steaua Búkarest - Liverpool Torpedo Moskvu - Villarreal Utrecht - Auxerre Vålerenga - Wisla Krakow Valencia - Maccabi Haifa Leikirnir fara fram 6. og 27. nóvember. Íslandsmótið innanhúss: Erfiður riðill Íslandsmeistara KR-FRAM Bæði liðin verða í eldlínunni næstu helgi. Dennis Wise, fyrrum leikmaður Chelsea og Wimbledon, hóf þjálf- araferil sinn hjá Millwall með rauðu spjaldi. „Hugsið ekki um rauðu spjöldin, við voru frábær- ir,“ sagði Wise sem kom inn í lið Millwall í seinni hálfleik og var rekinn af velli þremur mínútum síðar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.