Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.10.2003, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 19.10.2003, Qupperneq 35
SUNNUDAGUR 19. október 2003 35 ■ ■ FYRIRLESTRAR  15.00 Pétur H. Ármannsson verð- ur með sýningarstjóraspjall um sýning- una Úr byggingarlistardeild í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. ■ ■ FUNDIR  15.00 Sunnudagar eru barnadagar í aðalsafni Borgarbókasafns Reykjavík- ur, Tryggvagötu 15. Í dag kemur Yrsa Sigurðardóttir í heimsókn, les úr nýju verðlaunabókinni Bíóbörn og svarar spurningum. ■ ■ MESSUR  11.00 Kirkjukór Ísafjarðarkirkju ásamt sóknarpresti sínum, organista og fylgdarliði, kemur í heimsókn til Nes- kirkju og tekur þátt í messu safnaðar- ins. Kórar beggja safnaða syngja undir stjórn organistanna, Huldu Bragadóttur og Steingríms Þórhallssonar. Séra Magn- ús Erlingsson, sóknarprestur Ísfirðinga prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Erni Bárði Jónssyni, presti Neskirkju.  20.00 Æðruleysismessa, tileinkuð fólki sem leitar bata eftir tólfsporaleið- inni verður í Dómkirkjunni. Bræðra- bandið og Bergþór Pálsson sjá um tón- listina. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir flytur hugleiðingu. ■ ■ SÝNINGAR  Guðný Þórunn Kristmannsdóttir er með myndlistarsýningu í Kompunni, Grófargili, Akureyri. Þetta er þriðja einka- sýning Guðnýjar. Sýningin stendur til 2. nóvember og er opin 14-17 alla dagana.  Sýning á blýantsteikningum eftir Alan James var opnuð í gær í sal Ís- lenskrar grafíkur, sem er hafnarmegin í Hafnarhúsinu. Sýningin nefnist Elusive Moorings - A kaleidoscopic world of visiual disorientation. Hún er opin fimmtudaga til sunnudaga og stendur til 2. nóvember.  Jens Kristleifsson heldur sýningu á teikningum og trédýrum í nýjum sýning- arsal í Langagerði 88, Reykjavík.  Rósa Vestfjörð Guðmundsdóttir steinlistakona opnar sýningu á verkum sínum í Listgalleríinu í Listhúsinu í Laugardag. Efniviður á sýningunni eru fágætir steinar sem Rósa hefur um ára- bil safnað á ferðum sínum um landið. Sýning Rósu stendur til 1. nóvember og er opin daglega 11-18, nema laugar- daga 11-14.  Ósk Vilhjálmsdóttir og Anna Hallin opnuðu í gær sýninguna „Inn og út um gluggann“ í Listasafni ASÍ við Freyju- götu. Listakonurnar bjóða uppá samfé- lagslegt gæsaspil klukkan 18.  Spessi og Erik Pauser eru með sýn- inguna Base í Nýlistasafninu. Sýningin er myndbandsinnsetning þar sem sýnd er óvenjuleg heimildamynd sem lista- mennirnir tóku upp í herstöðinni í Kefla- vík snemma í haust. Sýningin stendur fram til 16. nóvember en opið er í safn- inu miðvikudaga - sunnudaga kl 14-18.  13.30 Kynning verður á glerlista- verkum Benedikts S. Lafleur í Lista- kaffi í Listhúsinu í Laugardal. Kynningin stendur til klukkan hálf sex.  Yfir bjartsýnisbrúna - Samsýning al- þýðulistar og samtímalistar nefnist sýn- ing sem Listasafn Reykjavíkur hefur unnið í samstarfi við Safnasafnið á Sval- barðsströnd við Eyjafjörð. Hér leiða sam- an hesta sína tuttugu og fimm lista- menn sem ýmist kenna sig við alþýðu- list eða samtímalist. Sýningin verður í Hafnarhúsinu til 2. nóvember. VILHELM ANTON JÓNSSON Kaffi latte á Kaffitári í Austur-stræti eða í Kringlunni er besta kaffið sem ég fæ,“ segir tónlistarmaðurinn Vilhelm Anton Jónsson. „Eftir að þeir hættu að selja Gulan Braga þá fór ég yfir á Kaffitár.“ Bestakaffið LIENE CIRCENE Ungur glæsipíanisti frá Lettlandi, Liene Circene að nafni, mætir í Salinn í Kópavogi í kvöld. Hún ætlar að flytja ljóðræna sónötu eftir Schubert, rondóið um týnda tíeyringinn eftir Beethoven, næturtóna eftir lettneska tónskáldið Vasks og stórvirki eftir Franz Liszt.  Úr Byggingarlistarsafni, sýning á húsateikningum og líkönum íslenskra arkitekta stendur yfir í Hafnarhúsinu í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá stofnun byggingarlistardeildar við Listasafn Reykjavíkur. Í safni deildarinnar eru varð- veitt söfn teikninga eftir ýmsa af merk- ustu frumherjum íslenskrar byggingar- listar á 20. öld. Sýningin stendur til 2. nóvember.  Sigurður Þórir sýnir nýleg málverk í Vélasalnum í Vestmannaeyjum.  María Pétursdóttir, Helga Þórsdótt- ir, Helga Óskarsdóttir og Marta Val- geirsdóttir eru með sýningu í Slunka- ríki á Ísafirði.  Sýning á málverkum eftir Björn Birn- ir stendur yfir í Húsi málaranna við Eiðistorg á Seltjarnarnesi. Myndirnar eru unnar með akrýllitum á striga og pappír og eru flestar gerðar á sl. 10 árum. Sýn- ingunni lýkur á morgun.  Birgir Andrésson, Sigurður Sveinn Halldórsson og Hlynur Sigurbergsson eru með sýninguna „Alcofountain“ í Kling & Bang gallerí, Laugavegi 23, sem er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14 -18 og stendur sýningin til og með 26. október.  Sýningin „Humar eða frægð - Smekkleysa í 16 ár“ stendur yfir í Þjóð- arbókhlöðunni í Reykjavík. Menningar- borgarsjóður styrkir sýninguna, sem stendur til 23. nóvember. ■ ■ SÍÐUSTU FORVÖÐ  Síðasti sýningardagur á verkum Stef- áns Geirs í Listasafni Reykjanesbæjar. Listamaðurinn verður sjálfur á staðnum frá þrjú síðdegis. Sýningarsalur Lista- safns Reykjanesbæjar er staðsettur í Duushúsum, Duusgötu 2 í Reykjanesbæ og er opinn alla daga 13-17.  Nú er síðasta sýningarhelgi í Húsi málaranna við Eðistorg á málverkum eftir Björn Birnir. Sýninguna nefnir hann Myndir úr barnaherbergjum og eru myndirnar unnar með akrýllitum á striga og pappír á sl. 10 árum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.