Fréttablaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 28
28 8. nóvember 2003 LAUGARDAGUR BÓK VIKUNNAR Don Kíkóti síðara bindi eftir Cervantes Árið 2002 var Don Kíkóti valin besta bók allra tíma af 100 þekkt- um rithöfundum frá 54 þjóðlöndum og nú í haust völdu starfsmenn breska stórblaðsins Observer Don Kíkóta sem bestu skáldsögu allra tíma. Fyrra bindið kom út í ís- lenskri þýðingu Guðbergs Bergs- sonar fyrir síðustu jól og varð ein af metsölubókum ársins. Það sama mun vafalaust eiga við um síðara bindið. Bók sem telst meðal gim- steina bókmenntasögunnar. METSÖLU- LISTI EYMUNDS- SONAR Allar bækur 1. Bettý. Arnaldur Indriðason 2. Dætur Kína. Xinran 3. Einhvers konar ég. Þráinn Bertelsson 4. Hlutabréf og eignastýring. Sigurður B. Stefánsson 5. Að láta lífið rætast. Hlín Agnarsdóttir 6. Supersex. Tracey Cox 7. Frægð og firnindi. Gísli Pálsson 8. Ósköpin öll. Flosi Ólafsson 9. Íslenskir samtíðarmenn. Vaka Helga- fell 10. Lífsgleði njóttu. Dale Carnegie Skáldverk 1. Bettý. Arnaldur Indriðason 2. Mýrin. Arnaldur Indriðason 3. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason 4. Synir duftsins. Arnaldur Indriðason 5. Áhrif mín á mannkynssöguna. Guð- mundur Steingrímsson 6. Don Kíkóti II. Cervantes 7. Snarkið í snjónum. Jón Kalman Stef- ánsson 8. Röddin. Arnaldur Indriðason 9. Vængjahurðin. Elísabet Jökulsdóttir 10. Fimm dagar í París. Danielle Steel METSÖLULISTI BÓKABÚÐA EYMUNDSSONAR 29. OKTÓBER - 4. NÓVEMBER ■ Bækur Seinna bindið af ævisögu Jóns Sigurðssonar er komið út. Höfundurinn, Guðjón Friðriksson, segir myndina af Jóni hafa verið alltof einlita Afhelgun sjálfstæðishetju Seinna bindi ævisögu Jóns Sig-urðssonar, sjálfstæðishetju Ís- lendinga, er komið út, skemmti- legt aflestrar og hlaðið miklum fróðleik. Guðjón Friðriksson lýk- ur þar með því vandasama verki að fást við ævi manns sem æði lengi hefur verið helgimynd í hug- um Íslendinga. „Í þessu verki felst viss afhelgun,“ segir Guðjón, „en það var hugmynd mín að svo yrði. Jón var orðinn ansi stein- dauður í hugum fólks og náði til dæmis ekki að vekja neinn áhuga hjá skólabörnum eða unglingum af því myndin af honum var svo einlit. Mig langaði til að komast nær manninum en gert hefur ver- ið, því auðvitað var hann maður af holdi og blóði eins og aðrir og hafði sína miklu kosti en auðvitað ýmsa galla líka.“ Guðjón hefur áður sent frá sér vandaðar ævisögur Jónasar frá Hriflu og Einars Benediktssonar sem báðir voru afar litríkir og skemmtilega gallaðir menn. Jón Sigurðsson var allt annarrar teg- undar og hefur yfir sér einhvers konar óhagganlegan staðfestu- blæ. „Hann er allt öðruvísi en Jónas og Einar og er líka frá- brugðinn þeim að því leyti að hann er í meiri fjarlægð við þjóð- ina. Hann býr alla sína fullorðins- tíð í Danmörku,“ segir Guðjón, „og er því sjaldnast í miðju arga- þrasinu. „Ég held líka að Jón hafi af ásettu ráði sett sig í landsföður- legar stellingar til þess meðal annars að ná upp persónudýrkun á sjálfum sér. Hann taldi það nauðsynlegt vegna þess hve Ís- lendingar voru óvanir stjórnmála- baráttu. Lýðræðishefðin var eng- in. Hann varð með einhverju móti að fá fólk til að trúa á sig og gera sig þannig að persónugervingi sjálfstæðisbaráttunnar.“ Myndaður í áróðursskyni Það er mikið af myndum af Jóni í bókinni þar sem hann er uppstilltur og glæsilegur og það er ekki erfitt að fyllast trú á hon- um, bara með því að horfa á myndirnar. Guðjón segir að þess- ar tíðu myndatökur hafi sennilega verið meðvitað áróðursbragð: „Árið 1857, áður en ljósmyndir bárust til landsins að ráði og eng- inn ljósmyndari var að störfum hér á landi, þá beittu fylgismenn Jóns sér fyrir því að gerð var steinprentsmynd af Jóni í stóru upplagi og hún var send á alla þingmenn sem áttu að dreifa myndunum í sínum kjördæmum. Þá var yfirleitt lítið um myndir á íslenskum heimilum, kannski myndir af kónginum eða erlendar landslagsmyndir á efnaheimilum. Fólk hefur því sett myndina af Jóni við hliðina á kónginum eða í staðinn fyrir hann og fyllst lotn- ingu fyrir honum, nánast trúað á hann eins og það trúði á kónginn. Mér finnst mjög merkilegt hvað stuðningsmenn Jóns voru nútíma- legir í hugsun með því að nota slíkar myndir í áróðursskyni.“ Ætlaði að beygja veröldina undir sinn vilja Maður fær þá mynd af Jóni í gegnum þessa bók að hann hafi viljað hafa menn og hluti eftir sínu höfði. Þegar hann lýsir til dæmis fóstursyni sínum í bréfi þá kemur fram hvernig hann vill hafa hann. „Jón var afar ráðríkur maður og að vissu leyti einsýnn og þykkjuþungur. En eru stjórnmála- menn sem ná miklum árangri ekki einmitt þannig? Hann ætlaði að beygja veröldina undir sinn vilja og það hefur kannski bitnað á hans nánustu líka. Þetta er líka ein ástæðan fyrir því að ýmsir þeirra sem unnu nánast með honum hrukku frá honum og urðu jafnvel hálfgerðir hatursmenn hans að lokum, eins og Gísli Brynjúlfsson. En Jón var auðvitað afar flinkur maður og vel gerður. Yfirburða- maður. Það er oft erfitt að standa við hliðina á slíkum mönnum.“ Stundum er sagt að maður komi í manns stað en eftir að hafa lesið bókina finnst manni eins og enginn Íslendingur hefði getað komið í stað Jóns í sjálfstæðis- baráttunni. „Hann var réttur maður á rétt- um stað á réttum tíma. Hann var enginn öfgamaður, hljóp aldrei verulega út undan sér eða missti stjórn á skapi sínu. Hann var held- ur ekki umtalsillur. Hann er líka óvenjuleg frelsishetja að því leyti að hann var aldrei settur í fang- elsi, fékk ekki einu sinni sektir. Hann hefur haft lag á að sigla milli skers og báru en um leið náð miklum árangri með baráttu sinni, seiglu og útsjónarsemi.“ Langar til að bækur mínar verði lesnar Í þessari ævisögu, eins og þeim fyrri, notast Guðjón mjög við sviðsetningar, sem hann segir vera stílbragð. „Með því að bregða upp myndum þá held ég að ég nái betur til lesenda minna,“ segir hann. „Mig langar til að bækur mínar verði lesnar. Ég er ekki bara að skrifa fyrir aðra fræðimenn.“ Sumir sagnfræðingar halda því fram að sviðsetningar séu viss sögufölsun en Guðjón svarar því með spurningu: „Þegar maður er á annað borð að skrifa texta og velur eitt orð umfram annað er maður þá ekki um leið að skapa? Það er kannski einhver stigsmun- ur á þurrum og líflegum texta, en ég held að þar sé enginn eðlismun- ur.“ Þú ert búinn að færa þjóðinni þrjú merkileg verk um þrjá merkismenn. Hvert er næsta verkefni? „Það er eitt og annað í farvatn- inu. Ég er að velta fyrir mér ýms- um stórum verkefnum en það er ekki komið á það stig að ég geti sagt frá því.“ kolla@frettabladid.is Neil KcKenna, höfundur ný-útkominnar bókar The Secret Life of Oscar Wilde, seg- ir að réttarhöldin og fangelsun Oscar Wildes vegna samkyn- hneigðar hafi verið samsæri til að draga athygli frá ástarævin- týri breska forsætisráðherrans við karlmann. Höfundurinn hef- ur leitað heimilda í óbirtum dag- bókum og framburði vitna. Þar kemur fram að forsætisráð- herrann, jarlinn af Rosebury, átti í ástarsambandi í tvö ár við Drumlanrig greifa, sem var eldri bróðir Alfred Douglas sem var elskhugi Oscar Wildes. Fað- ir Drumlangris og Douglas, Markgreifinn af Queensberry, er sagður hafa verið skelfingu lostinn vegna samkynhneigðar sona sinna. Hann lagði Wilde í einelti og fyrirleit Rosebury. McKenna fullyrðir að Queens- bury hafi hótað að opinbera kynhneigð forsætisráðherrans og í kjölfarið hafi ráðgjafar for- sætisráðherrans skotið á fundi þar sem þeir ákváðu að Wilde skyldi sóttur til saka vegna sið- leysis. Queensbury er sagður hafa sætt sig við þessa niður- stöðu. Barnabarn Wildes, Merlin Holland, sem hefur skrifað nokkrar bækur um afa sinn, segir þessa kenningu McKenna mjög líklega. Ævisagnaritari Roseburys, Leo McKinstry, er ekki jafn afdráttarlaus. Hann útilokar ekki ástarævintýrið en segir fullyrðingar um slíkt ein- ungis vangaveltur sem erfitt sé að sanna. Hann bendir einnig á að Rosebury hafi verið í mjög hamingjusömu hjónabandi allt þar til kona hans lést. ■ Var Wilde fórnað? OSCAR WILDE Var hann peð í pólitísku tafli sem átti að forða forsætisráðherra landsins frá hneyksli. GUÐJÓN FRIÐRIKSSON „Í þessu verki felst viss afhelgun,“ segir Guðjón, „en það var hugmynd mín að svo yrði. Jón var orðinn ansi steindauður í hugum fólks og náði til dæmis ekki að vekja neinn áhuga hjá skólabörnum eða unglingum af því myndin af honum var svo einlit.“ Ég held líka að Jón hafi af ásettu ráði sett sig í landsföðurlegar stellingar til þess meðal annars að ná upp persónu- dýrkun á sjálfum sér. Hann taldi það nauðsynlegt vegna þess hve Íslendingar voru óvanir stjórnmálabaráttu. Lýðræðishefðin var engin. Hann varð með einhverju móti að fá fólk til að trúa á sig og gera sig þannig að persónugervingi sjálfstæðis- baráttunnar. ,, ■ Sagt og skrifað HARRY POTTER SÖLUHÆSTA BÓKIN Samkvæmt metsölulistum Máls og menningar og Eymunds- sonar er Arnaldur Indriðason með söluhæstu bókina, hina skemmtilegu og spennandi Bettý. Fimmta Harry Potter bókin er þó söluhærri en bók Arnaldar. Ástæða þess að Harry Potter og Fönixreglan er ekki efst á aðal- sölulistum bókaverslana er sú að barnabækur eru ekki teknar inn á þann lista þar sem hann er að- eins aðallisti fyrir fullorðinsbæk- ur. Þessi nýja og æsispennandi Harry Potter bók hefur selst ná- lægt því tíu sinnum meira en Bettý, að sögn þeirra sem setja saman metsölulista þessara bóka- búða. Þar mun forsalan á Harry Potter eiga langstærstan þátt en sömu heimildir segja að væri for- salan ekki tekin með væri afar mjótt á mununum milli Potters og Bettýar. METSÖLU- LISTI BÓK- ABÚÐA MÁLS OG MEN- NINGAR Allar bækur 1. Bettý. Arnaldur Indriðason 2. Frægð og firnindi. Gísli Pálsson 3. Íslenskir samtíðarmenn. Vaka Helga- fell 4. Lífsgleði njóttu. Dale Carnegie 5. Betra sjálfsmat. Nathaniel Branden 6. Einhvers konar ég. Þráinn Bertelsson 7. Hlutabréf og eignastýring. Sigurður B. Stefánsson 8. Ísland í aldanna rás í einni bók. JPV 9. Supersex. Tracey Cox 10. Ósköpin öll. Flosi Ólafsson Skáldverk 1. Bettý. Arnaldur Indriðason 2. Óvinafagnaður. Einar Kárason 3. Don Kíkóti II. Cervantes 4. Flateyjargátan. Viktor Arnar Ingólfs- son 5. Sagan af Pí. Yann Martel 6. Da Vinci lykillinn. Dan Brown 7. Áhrif mín á mannkynssöguna. Guð- mundur Steingrímsson 8. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason 9. Rokkað í Vittula. Mikael Niemi 10. Svo fögur bein. Alice Sebold METSÖLULISTI BÓKABÚÐA MÁLS OG MENNINGAR 29. OKTÓBER - 4. NÓVEMBER J.K. ROWLING Hún er söluhæst á Íslandi þó svo Harry Potter komist ekki á aðalsölulista bóka- búða þar sem hún er barnabók. LÍSA Í UNDRALANDI Á METSÖLU- LISTA Allt of sjaldan komast gamlir og góðir klassíkerar á metsölulista. Austan Eden sat þó vikum saman á metsölulista New York Times eftir að Oprah Win- frey mælti með henni í sjón- varpsþætti sínum. Nú hefur hin klassíska og bráðskemmtilega bók Lewis Carroll, Lísa í Undra- landi, skotið upp kollinum á sama lista en hún situr í þriðja sæti á barnabókalistanum. SÆNSKUR SJÓNVARPSÞÁTTUR UM VIGDÍSI JPV útgáfa hefur gengið frá samningi við Alfabeta Annamma forlagið í Svíþjóð um útgáfu á skáldsögu Vigdísar Gríms- dóttur, Hjarta, tungl og bláir fugl- ar, sem kom út á íslensku á síðasta ári. Sama forlag sendi fyrir sköm- mu frá sér sænska þýðingu Inge Knutson á Frá ljósi til ljóss eftir Vigdísi. Það er fyrsta bókin í þrí- leik Vigdísar en Hjarta tungl og bláir fuglar er önnur bókin. Innan skamms kemur lokabindi þríleiks- ins út á íslensku hjá JPV útgáfu. Í tilefni af sænsku útgáfunni gerði sænska sjónvarpið sérstakan þátt um Vigdísi en bækur hennar hafa átt mikilli velgengni að fagna í Svíþjóð. VIGDÍS GRÍMSDÓTTIR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.