Fréttablaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 47
47LAUGARDAGUR 8. nóvember 2003 Glæsilegir samkvæmiskjólar og frúar sett (St. 32-54) Prinsessan verslun í Mjódd, s. 567 4727 Næsta laugardagskvöld verð ég íDanmörku á tónleikum með plötusnúðahljómsveitinni Moi caprice,“ segir náms- og fjölmiðla- maðurinn Friðrik Weishappel sem eyðir laugardagskvöldunum með misjöfnum hætti: „Mér finnst lang- skemmtilegast að elda fyrir vini mína og eyða kvöldinu í góðu partíi í heimahúsi. Ég er nýbúinn að eiga eitt slíkt kvöld en þá eldaði ég mafíupasta handa sextán vinum mínum sem tóku með sér rauðvíns- flöskur í fagnaðinn.“ Um síðustu helgi var Frikki í kvennafans á Felix: „Ég var beðinn að halda fyrirlestur fyrir konur í viðskiptadeild Háskólans. Ég hef aldrei gert þetta áður en naut þess að standa upp á sviði fyrir framan fríðan stúlknahóp. Ég sagði þeim meðal annars frá því hve konur á skemmtistöðum eru kræfar við mig eftir að ég fór að vinna í sjónvarp- inu. Þær hafa ófáar boðið mér heim til sín en þegar þangað er komið vilja þær bara fá ráðleggingar um gardínur, liti og innanhússhönnun,“ segir Frikki svekktur. Stelpurnar voru merktar með lituðum borðum eftir hjúskapar- stöðu: „Ég kom einmitt inn á það í ræðunni hvað það væri mikill tíma- sparnaður ef allir væru merktir með litum sem segja til um hvort fólk er á lausu eða ekki. Þá er bara hægt að snúa sér beint að efninu“ segir Frikki sem verður rólegur í kvöld: „Ég ætla að vera heima og klára að lesa Harry Potter og nýj- ustu bók Michaels Moore; Dude where is my country.“ ■ Laugardagskvöld FRIÐRIK WEISHAPPEL ■ Fræddi stúlkur í viðskiptadeild HÍ um samskipti kynjanna og líf piparsveinsins á Felix um síðustu helgi. Mafíupasta og konur FRIÐRIK WEISHAPPEL Hefur gaman af að elda fyrir vini sína ■ Nýjar bækur Út er komin hjá AlmennaBókafélaginu bókin Svartir Englar eftir Ævar Örn Jósepsson. Kona hverf- ur sporlaust og óvenju umfangsmik- il lögreglu- rannsókn hefst. Um er að ræða ein- hleypa tveg- gja barna móður og einn færasta kerfisfræðing landsins. Á ýmsu hefur gengið í einkalífi hennar en talsverð leynd virðist hafa hvílt yfir starfi hennar síðustu mánuðina áður en hún hvarf. Fljótlega kemur í ljós að laganna verðir eru ekki einir um að leita að henni og fyrr en varir teygir rannsóknin anga sína bak við tjöldin í stjórnsýslunni, inn í leðurklædd skúmaskot við- skiptalífsins og napran veru- leika hinna verst settu í samfé- laginu. Það er hraður taktur í sögunni og spenna sem stöðugt rekur lesandann áfram. Svartir englar er önnur glæpasaga Æv- ars Arnar sem vakti athygli í fyrra fyrir Skítadjobb. 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4 LÁRÉTT: 1 aðgangshörð, 5 far, 6 naut- grip, 7 ármynni, 8 óþrif, 9 dönsk, 10 sk.st., 12 óhreinka, 13 hófdýr, 15 frétta- stofa, 16 ekki úti, 18 fyrr. LÓÐRÉTT: 1 þekkingu, 2 renna, 3 keyri, 4 búsýsla, 6 sópa, 8 fugl, 11 armur, 14 gugg- in, 17 hreyfing. Lausn. LÁRÉTT:1frek,5rák,6kú,7ós,8lús,9 jósk,10lö,12ata,13elg,15ap,16inni, 18áður. LÓÐRÉTT:1fróðleik,2rás,3ek, 4búskapur, 6kústa,8lóa,11öln,13grá, 17ið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.