Fréttablaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 26
26 8. nóvember 2003 LAUGARDAGUR Ef um velgengni verður að ræða!Sem er háð ýmsu. Uppsetningin þarf að takast vel. Fran þarf að leika þetta almennilega, svo þarf fólk að vilja koma og ef það tekst, þá hugsanlega má sjá fram á að þetta fari að skila mér verulegum tekjum,“ segir Björk Jakobsdóttir, meintur milljarðamæringur. Leiklist flutt út Nýjasti útflutningsatvinnuveg- ur Íslendinga er nýstárlegur. Nefnilega leiklist. Íslensk fyrir- tæki hafa tryggt sér sýningarrétt víða um heim á verkum á borð við 100% Hitt og Hellisbúanum. Bæði þessi verkefni eru eftir erlenda höfunda. Það er hins vegar Selló- fon ekki. Þar er um að ræða einleik eftir Björk Jakobsdóttur, og eru ekki síst vonir bundnar við að það muni gera það gott á erlendri grundu. Sellófon er alfarið höfund- arverk hennar og nýverið sýndi hún í 150. skipti hér á landi. Björk hefur gert samning við fyrirtækið Mógúlinn um sýningarrétt á Selló- fon um heim allan. Þegar er verið að sýna verkið í Sviss við miklar vinsældir, til stendur að setja það á svið í Þýskalandi, Tékklandi, Pól- landi og á Spáni. Fara jafnan vin- sælar og virtar leikkonur hvers lands um sig með hlutverk nútíma- konunnar Ellenar. Mikið þykir um vert að þekktar leikkonur fari með mónólóginn enda slíkt vænlegast til vinsælda. Talað er um að höfundargreiðsl- ur á farsælli leiksýningu í Evrópu geti numið tugum milljóna en Am- eríka er draumalandið – þá eru menn farnir að tala í hundruðum milljóna. Nú er frágengið að Selló- fon verður sett upp í New York og mun hin þekkta sjónvarpsleikkona Fran Drescher, þekkt sem barn- fóstran í sápunni „The Nanny“, fara með hlutverk Ellenar. Sögurnar ganga ljósum logum Björk segir sögusagnir um óheyrilegan gróða sinn vaxa og vaxa og vaxa líkt og snjóbolti niður brekku. „Ég er ekki lengur millj- arðamæringur heldur billjarða- mæringur. Gott ef það fellur ekki í minn hlut, og kannski Björgólfs, að stoppa í fjárlagagatið. Það er ákaf- lega gaman að fylgjast með reikniskúnstum fólks í þessu sam- bandi. Ég vildi óska að sú væri stað- an en maður verður bara að vera þolinmóður og vona hið besta. Og halda áfram að versla í Bónus þang- að til þessir fuglar allir eru í hendi.“ En þetta eru ekki alfarið sögu- sagnir. Velgengni Sellófon á Íslandi er staðreynd, 150 sýningar og Ís- lendingar hafa orðið vitni að ýms- um veldum verða að veruleika sem byggja á velgengni einnar leiksýn- ingar: Hárið og Hellisbúinn til dæmis. Björk kýs að gera ekki mik- ið úr þessu. „Stundum hefur þetta verið sett fram svona. Ég leik náttúrlega í 100 manna sal sem munar nokkru. Auð- vitað þræti ég ekki fyrir að ég sem leikkona hef aldrei fyrr haft jafn rausnarleg sýningarlaun og núna í Sellófon. Auðvitað gengur vel. Samt er stundum kjánalegt hvernig þetta er sett upp, til dæmis grein sem ég las í Séð og heyrt. Þar var tekin einhver ofætluð áhorfenda- tala og margfölduð með miðaverði. Svo var því stungið beint í minn vasa. Svona gengur þetta ekki fyrir sig og mega heita undarlegar reikniaðferðir hjá fólki sem segist stunda ábyrga blaðamennsku.“ Sérkennilegar reiknikúnstir Björk segir að menn hljóti að átta sig á því að fyrirtæki bera rekstrarkostnað. „Við tökum ekki summuna á verði þeirrar vöru sem til dæmis Hagkaup býður í verslun- um sínum og troðum því brúttó í vasa forstjórans! Mig langaði að benda á, að þegar menn eru að setja upp svona reiknisdæmi, að þarna inni í er tækjaleiga, húsaleiga, aug- lýsingakostnaður, miðasala, prent- kostnaður, starfsmannahald, fram- kvæmdastjórn, leikstjóraprósentur og svo framvegis. Auk opinberra gjalda. Og launalausir mánuðir leik- arans eru nokkrir.“ Samkvæmt tilvitnuðu reiknis- dæmi Séð og heyrts átti Björk að vera komin með 15 milljónir í vas- ann eftir 100 sýningar. Þetta segir hún mjög orðum aukið. „Það væri hrikalega gaman að vera með þær í vasanum núna. En kannski kemur þetta seinna. Ef þetta gengur allt upp,“ segir Björk og er nú að vísa til hugsanlegrar velgengni erlend- is. „ ... og ég er ekki algjör sauður í samningaviðræðum og geng auð- vitað frá því þannig að ef þetta verður vinsælt fæ ég eitthvað í minn hlut, þá má kannski fara að setja þetta svona upp. En fyrr ekki.“ Árangurstengdar greiðslur „Sko, í þeim samningum sem ég hef gert eru þetta engir stórpen- ingar á borði að svo stöddu. Þetta er árangurstengt. Prósentur sem í minn hlut falla miðast við almenn- ar reglur um höfundagreiðslur,“ segir Björk og vill engar tölur nefna en segir að þeir sem vilji geti kynnt sér téðar reglur. „Til að um tugi eða jafnvel hundruð milljóna sé að ræða þarf þetta að verða al- gjör metsölusýning um heim allan. Vonandi gerist það en um slíkt er ekki hægt að ræða fyrr en eftir kannski tvö ár. Ég sé þetta fyrir mér sem tveggja ára reynsluferli og þá kemur í ljós hvert verkið fer og hvort það skilar einhverju í lík- ingu við það sem menn eru að tala um.“ Björk segir það sem í hendi er núna einkum heiðurinn og svo auð- vitað vonir. „Frábært að einhver hafi þessa trú á verkinu en ég held mig alveg við jörðina. Þegar ég hætti að keyra um á jeppa á rekstr- arleigu og verð komin á eigin jeppa í Donnu Karan dressi með vöðva- stæltan einkabílstjóra – þá er þetta kannski að gerast.“ Bóndinn of eftirsóttur Eiginmaður Bjarkar er, eins og mörgum er kunnugt, leikarinn Gunnar Helgason. Margir líta öf- undarauga til hans núna og sjá hann fyrir sér með sérríglas í ró- legheitunum heima við eða í dýrum laxveiðiám á kostnað sinnar konu. „Nei, ég ætla aldrei að leyfa honum það,“ segir Björk og hlær nánast kvikindislega. „Jú, kannski. Þetta er auðvitað okkar beggja verkefni, hann tók þátt í gerð þessa leikrits á ýmsa lund og við erum bæði mjög ánægð.“ Björk hafði séð fyrir sér að geta einbeitt sér alfarið að því að vera úti á vinnumarkaði. Hún dæsir og segir það víst ekki inni í myndinni. „Ég var búin að sjá fyrir mér að geta gengið að kenndum sérrílegn- um eiginmanni sem biði með mat- inn þegar ég kem heim úr vinnu. En það verður víst ekki. Það rignir inn atvinnutilboðum honum til handa og tómt vesen. Ég hef því miður litla stjórn á honum og þarf að taka betur í taumana. Senda hann á hlýðninámskeið eins og hundinn okkar.“ jakob@frettabladid.is BJÖRK JAKOBSDÓTTIR Segir sögurnar ganga ljósum logum um meint ríkidæmi sitt. Hún sé ekki lengur milljarðamæringur heldur billjarðamæringur. Björk segir að greiðslur til sín séu árangurstengdar og sýningin eigi eftir að slá í gegn. UM HELGINA EIGNAST ÞÚ SPÓLUNA Miklar vonir eru bundnar við velgengni íslenska leikverksins Sellófon á erlendri grundu. Höfundurinn segir sögur af meintu ríkidæmi sínu ýktar – í það minnsta enn sem komið er. Billjarða- mæringurinn Björk Ég var búin að sjá fyrir mér að geta gengið að kenndum sérrí- legnum eiginmanni sem biði með matinn þegar ég kem heim úr vinnu. En það verður víst ekki. Það rignir inn atvinnutilboðum honum til handa og tómt vesen. ,, FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.