Fréttablaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 4
4 8. nóvember 2003 LAUGARDAGUR
Verður bandarískur her á Íslandi
eftir tíu ár?
Spurning dagsins í dag:
Er framkoma Varnarliðsins eðlileg gagn-
vart íslenskum starfsmönnum sem sagt
hefur verið upp störfum eða kjörum?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
60,6%
39,4%
Nei
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
RÚV Afnotagjöld ríkisfjölmiðlanna
hækka um 5% frá næstu áramót-
um, verða 2.528 kr. á mánuði en
eru nú 2.408. Tillaga þess efnis var
samþykkt á fundi ríkisstjórnarinn-
ar í gærmorgun.
Gjald til ríkisfjölmiðlanna er
ákveðið með lögum en mennta-
málaráðherra leggur fram tillögur
um breytingar á gjaldinu og hefur
til hliðsjónar tillögur útvarps-
stjóra.
Að þessu sinni fór útvarpsstjóri
fram á að afnotagjöldin yrðu
hækkuð um 22,5% við næstu ára-
mót; yrðu 2.950. Í rökstuðningi út-
varpsstjóra til ráðherra kom fram
að með þessari tillögu ætti að leið-
rétta viðvarandi hallarekstur á
Rúv auk þess sem hækkunin hefði
gert stofnuninni kleift að mæta líf-
eyrisskuldbindingum sínum.
Afnotagjöldin voru hækkuð
um 7% síðustu áramót en þá kom
til framkvæmda hækkun sem
slegið hafði verið á frest þegar
baráttan við „rauðu strikin“ stóð
sem hæst. ■
Litu á VG sem
sameiginilega ógn
STJÓRNMÁL Steingrímur J. Sigfús-
son, formaður Vinstri hreyfingar-
innar - græns framboðs, rifjaði
upp kosningabaráttuna síðasta
vor í setningarræðu sinni á lands-
fundi flokksins í Hveragerði í
gær.
Steingrímur kvaðst ánægður
með þátt VG í baráttunni og sagði
flokkinn hafa háð málefnalega
baráttu. „Við vorum sjálfum okk-
ur samkvæm í því að vilja heyja
málefnalega og ábyrga kosninga-
baráttu,“ sagði hann. „Við fórum
ekki á loforðafyllerí.“
Hann sagðist telja að VG hafi
goldið þess að hafa í skoðanakönn-
unum mælst með hátt fylgi því
sökum þess hefðu aðrir flokkar
byrjað að líta á flokkinn sem sam-
eiginlega ógn.
Steingrímur gagnrýndi kosn-
ingabráttu framsóknarmanna.
„Framsóknarflokkurinn lagðist að
mínu mati flatur í ömurlegri aug-
lýsingamennsku, froðu og lág-
kúrupólitík. Flokkurinn auglýsti
sem hann væri félagshyggju-
flokkur í stjórnarandstöðu, réðist
jafnvel á eigin verk og auglýsti
fyrir þjóðinni ófremdarástand til
dæmis í húsnæðismálum, mála-
flokki sem Framsókn hafði þá
sjálf farið með í ríkisstjórn í átta
ár.“
Formaður VG sagði að Sjálf-
stæðisflokkurinn hafi ekki haft
erindi sem erfiði þrátt fyrir „stór-
karlaleg loforð“ og um Samfylk-
inguna sagði hann að það hefði
haft úrslitaáhrif í kosningabarátt-
unni þegar Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir hafi neitað að skil-
greina víglínu kosninganna sem
val á milli stjórnar og stjórnar-
andstöðu.
Steingrímur telur að línur í
pólitíkinni hafi skýrst enn frekar
eftir kosningar og harmaði stefnu
Samfylkingar í heilbrigðismálum
eins og hún kom fram á lands-
fundi flokksins fyrir viku. Sökum
áherslna Samfylkingar segir
Steingrímur að víglínur íslenskra
stjórnmála hafi skýrst. Vinstri-
hreyfingin - grænt framboð sé
með miklu skýrari hætti en fyrr
eini valkostur vinstri manna í
landinu.
Steingrímur gagnrýnir for-
sendur umræðna um kostnað við
heilbrigðisþjónustu og bendir á að
vegalengdir og fámenni geri það
að verkum að sumir þættir heil-
brigðisþjónustunnar séu dýrari
hér en annars staðar. Hann vill að
aukin áhersla verði lögð á for-
varnir og fyrirbyggjandi aðgerðir
í heilbrigðiskerfinu; þannig megi
draga úr kostnaði.
thkjart@frettabladid.is
Pósthúsum lokað:
Ótti við
miltisbrand
WASHINGTON, AP Póstmiðstöð í Was-
hington sem flokkar stjórnarráðs-
póst var lokað á meðan yfirvöld
rannsökuðu hvítt duft sem fannst
við reglubundið eftirlit. Grunur
lék á að um miltisbrand væri að
ræða. Ellefu pósthúsum var lokað.
Póstmiðstöðin tekur meðal ann-
ars á móti pósti til Hvíta hússins.
Nokkur sýni voru send til rann-
sóknar en ekki liggur fyrir hvort
um miltisbrand var að ræða.
Nokkrum starfsmönnum var gefið
mótefni. Litlar líkur eru taldar á
því að þeir hafi skaðast þar sem
pósturinn sem fer í gegnum mið-
stöðina er dauðhreinsaður. ■
GÓÐIR FÉLAGAR
Vel fór á með Vladimir Pútín og Silvio
Berlusconi í vikunni.
Ummæli Berlusconis:
Varði Pútín
EVRÓPUSAMBANDIÐ Framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins hefur
neitað að taka undir ummæli Sil-
vios Berlusconi, forsætisráðherra
Ítalíu, um Vladimir Pútín Rúss-
landsforseta og olíufyrirtækið
Yukos.
Berlusconi, sem nú gegnir
embætti forseta Evrópusam-
bandsins, lýsti yfir stuðningi við
aðför Pútíns að æðstu yfirmönn-
um Yukos og aðgerðir Rússa í
Tsjetsjeníu.
„Við erum ekki sammála for-
sætisráðherranum Berlusconi,
hvorki hvað varðar Yukos né stöð-
una í Tsjestjeníu“ sagði talsmaður
framkvæmdastjórnarinnar, Reijo
Kemppinen. ■
Íslensk fyrirtæki:
Álíka
afkoma
ATHAFNALÍF Forráðamenn rúmlega
helmings fyrirtækja innan Sam-
taka atvinnulífsins búast við því að
afkoma fyrirtækja sinna verði
svipuð á næstu mánuðum og hún
hefur verið undanfarið samkvæmt
könnun samtakanna. Niðurstaðan
er nokkurn veginn sú sama og í
sambærilegri könnun fyrir ári síð-
an. Nú telja 52% afkomuna verða
svipaða áfram en 55% voru þeirr-
ar skoðunar fyrir ári.
Tæpur þriðjungur, eða 30%, tel-
ur afkomuna verða betri en nú er
og er það litlu meira en í fyrra.
16% telja hins vegar að afkoman
verði verri. ■
NÝI RÍKISSTJÓRINN
Saksóknari hefur hvatt Arnold til að láta
óháða aðila rannsaka ásakanir á hendur
honum um kynferðislega áreitni.
Arnold Schwarzenegger:
Vafasöm
fortíð
KALIFORNÍA, AP Arnold Schwarzen-
egger, nýkjörinn ríkisstjóri Kali-
forníu, ætlar að ráða einkaspæj-
ara til að fara ofan í saumana á
ásökunum um að hann hafi áreitt
fjölda kvenna kynferðislega.
Þegar kosningabaráttan stóð
yfir komu fram sextán konur sem
fullyrtu að Schwarzenegger hefði
káfað á þeim eða áreitt þær með
öðrum hætti á tímabilinu 1975 til
2000. Saksóknari í Kaliforníu hef-
ur varað Schwarzenegger við því
að þessar ásakanir muni ekki gufa
upp og ráðlagt honum að láta
óháða aðila rannsaka málið. ■
Áhrif kannabisefna:
Lina þján-
ingar MS-
sjúklinga
LUNDÚNIR Umfangsmikil rannsókn
á áhrifum kannabisefna bendir
ótvírætt til þess að slík efni geti
linað þjáningar MS-sjúklinga.
Einnig þykir sannað að kannabis-
efni geti aukið hreyfigetu.
Rannsóknin, sem tók til 657
sjúklinga, birtist í læknatímarit-
inu Lancet. Vísindamennirnir sem
stóðu að rannsókninni benda á að
þessar niðurstöður séu vatn á
myllu þeirra sem krefjast þess að
notkun kannabisefni í lækninga-
skyni verði heimiluð. ■
SVEITARSTJÓRNARMÁL Mörg sveitar-
félög standa frammi fyrir því að
framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfé-
laga eru langt frá því sem gert
var ráð fyrir í fjárhagsáætlunum
ársins. Ástæðan er sú að úthlutun-
arreglum sjóðsins var breytt þeg-
ar komið var fram á fjárlagaárið
en engar upplýsingar um slíkt
bárust sveitarstjórnum. Skekkir
þetta langtímaáætlanir sveitarfé-
laganna verulega og er mikil óá-
nægja meðal margra sveitar-
stjórnarmanna með gang mála.
„Þetta kemur afskaplega illa
við okkur hér í Sandgerði,“ segir
Óskar Gunnarsson, forseti bæjar-
stjórnar Sandgerðinga. Við
greiðslur á framlögum ársins frá
sjóðnum var stuðst við framlög
ársins 2002 og er því búið að of-
greiða bæjarfélaginu 18 milljónir
á árinu.
„Þetta þyngir allan róður fyrir
okkur og setur stórt strik í áætl-
anir fram í tímann. Það má nánast
segja að okkar áætlanir til næstu
ára séu í raun ónýtar vegna
þessa.“
Óskar segir að beðið sé við-
bragða frá starfsfólki Jöfnunar-
sjóðs en tvær vikur eru síðan er-
indi Sandgerðinga barst inn á
borð þeirra. „Við settum allt í bið-
stöðu um leið og þetta var ljóst og
á meðan það liggur ekki fyrir
hvert framhaldið er þá leggjum
við ekki í neinar framkvæmdir.“ ■
Afnotagjöld hækka um 5%:
Útvarpsstjóri vildi
22,5% hækkun
TÓMAS INGI OLRICH
Lagði til 5% hækkun á afnotagjöldum. Út-
varpsstjóri vildi að hún yrði 22,5%
Breyttir útreikningar Jöfnunarsjóðs:
Þyngir róður sveitarfélaga
FRÁ SANDGERÐI
Áætlanir bæjarfélagsins eru í uppnámi eftir að útreikningum Jöfnunarsjóðs var breytt
án viðvörunar.
Landsfundur Vinstri grænna var settur í gær. Í setningarræðu gagn-
rýndi Steingrímur J. Sigfússon stjórnarflokkana og Samfylkinguna
harðlega. Hann segir að VG sé eini valkostur vinstri manna á Íslandi.
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON
Formaður Vinstri grænna segir að sökum áherslna Samfylkingar hafi víglínur íslenskra
stjórnmála skýrst. Vinstri grænir séu með miklu skýrari hætti en fyrr eini valkostur vinstri
manna í landinu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
AL
D
ÍS
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T