Fréttablaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 25
sónu sé maðurinn á bak við kjarn- orkuáætlun Norður-Kóreu, og hafi lagt áherslu á það áratugum sam- an að gera landið að kjarnorku- veldi. Suður-Kóreumenn segja að Kim Jong-il sé veruleikafirrtur drykkjurútur sem hafi aldrei komið út fyrir landsteinana og sé uppalinn í vernduðu umhverfi. Þeir halda því fram að hugmyndir Kim Jong-il um veröldina séu fengnar úr bandarískum kvik- myndum, en hann er mikill kvik- myndaáhugamaður. Þeir segja að hann líti á kvikmyndir um James Bond sem merkilegar og sannar heimildarmyndir um gang mála í veröldinni utan Norður-Kóreu. Hversu lengi? Norður-Kóreumenn þurftu að þola langa óstjórn Kim Il-sung og ómögulegt er að segja til um hversu lengi þeir verða að þola soninn Kim Jong-il, sem svo sann- arlega virðist ekki ætla að verða föðurbetrungur. Hitt er nokkuð ljóst, að veldi hans getur ekki staðið til lang- frama. Efnahagsvandi landsins er gífurlegur, og verst af öllu er að landslýður skuli ekki geta brauð- fætt sig. Þær aðstæður sem nú eru uppi í Norður-Kóreu valda ómældum þjáningum. Spurningin er því ekki hvort Kim Jong-il geti haldið völdum, heldur aðeins hversu langur tími líður uns veldi hans hrynur. Á Vesturlöndum hafa menn nokkrar áhyggjur af því hvað muni gerast ef þetta furðulega þjóðskipulag hrynur til grunna á skömmum tíma. Það gæti gerst með ýmsum hætti: Í fyrsta lagi gæti flóðbylgja fóttamanna flykkst yfir landa- mærin inn í Suður-Kóreu, Rúss- land og Kína til að forðast hungur- dauða. Í öðru lagi gætu harðlínumenn í Pjongjang fengið þá flugu í höf- uðið að ráðast á Suður-Kóreu og hafið styrjöld sem gæti haft ófyr- irsjáanlegar afleiðingar. Í þriðja lagi gætu einhverjir aðilar í Norður-Kóreu gert upp- reisn og hrifsað til sín völdin. Slík- ir aðilar gætu þá annað hvort tengst stjórn landsins eða stjórn heraflans. Aukin spenna Þegar Norður-Kórea hrynur gæti spenna aukist í samskiptum Kínverja og Bandaríkjamanna. Kínverjar eru ekki spenntir fyrir því að missa af Norður-Kóreu sem stuðpúða við landamæri sín, og fá í staðinn leppríki Bandaríkjanna og 37 þúsund manna bandarískt herlið við bæjardyrnar hjá sér. Það er því fremur líklegt að Kín- verjar reyni að treina lífið í stjórn Kim Jong-il í Norður-Kóreu enn um hríð, jafnvel þótt það kosti hungur og þjáningar fyrir íbúa landsins, sem hafa orðið að þola meiri hörm- ungar og einangrun en flestir aðrir jarðarbúar síðustu 50 árin. Svart- sýnismenn sem halda því fram að heimurinn fari versnandi geta bent á Kim Jong-il máli sínu til stuðn- ings, því að þótt Kim Il-sung hafi verið slæmur virðist sonurinn ekki vera föðurbetrungur. thrainn@frettabladid.is LAUGARDAGUR 8. nóvember 2003 25 Afslátturinn gildir út nóvember Bæjarlind 14-16 | 201 Kópavogi | Sími 564 4400 | Fax 564 4435 | tekk@tekk.is | www.tekk.is opi›: laugardag 10-16 og sunnudag 13-16 10% - 30% afsláttur af öllum bor›stofusettum TUTTI-BOR‹ 180X90 OG 4 DION-STÓLAR 124.200 KR. 99.360 KR. ver› á›ur ver› nú PRINCESS-BOR‹ 180X90 OG 6 ARJAN-STÓLAR 123.000 KR. 86.100 KR. ver› á›ur ver› nú BOR‹STOFUDAGAR Kim Il-sung, faðir Norður-Kóreu, var bóndasonur frá Mangjondæ. Hann var enn á barnsaldri þegar foreldrar hans flúðu frá Kóreu til Mansjúríu undan Japönum. Stóri Kim gekk í skóla í Kína. Árið 1932 varð hann foringi í skæruliðahópi sem herj- aði á japanska hernámsliðið í Kóreu. Árið 1941 flúði stóri Kim frá Mansjúríu til Sovétríkjanna og fékk þar hernaðarþjálfun. Árið 1945 snéri stóri Kim aftur til heimalands síns, að þessu sinni sem majór í hernámsliði Sovét- manna. Sovétmenn gerðu hann að landstjóra sínum í bráðabirgða- stjórn sem sett var á laggirnar í þeim hluta Kóreu sem Sovétríkin höfðu sigrað. Árið 1948 varð hann fyrsti forsætisráðherra í Alþýðu- lýðveldinu Kóreu. Stóri Kim trúði því að það væri heillaráð að sam- eina suður- og norðurhluta lands- ins með vopnavaldi, og fékk leyfi Stalíns til að gera árás suður yfir landamærin í jún 1950 – og þá hófst Kóreustríðið. Kóreustríðinu lauk 1953 með því að Kínverjar og Sovétmenn héldu stóra Kim við völd í Norður- Kóreu gegn því að gera ekki til- kall til yfirráða yfir Suður-Kóreu, leppríki Bandaríkjanna. Eini iðnaðurinn sem ekki var í kaldakoli eftir andlát stóra Kims árið 1994 var hergagnaiðnaður. Norður-Kórea hefur haft góðar tekjur af því að selja hergögn til ýmissa arabalanda, svo sem Líb- íu, Írans og Sýrlands – og skömmu áður en Saddam Hússein var hrakinn frá völdum hafði hann samið við Norður-Kóreumenn um kaup á eldflaugum sem áttu að draga lengra en þá 150 km sem Sameinuðu þjóðirnar heimiluðu. Stóri Kim var aðhlátursefni manna á Vesturlöndum vegna þeirrar persónudýrkunar sem hann fyrirskipaði í landi sínu, og vegna þeirrar þvælu sem hann skrifaði og hélt að væri pólitísk hugmyndafræði; kjarni þeirrar speki er misskilinn marxismi og sú kennisetning að Norður-Kórea eigi að vera sjálfbært land og þurfi ekki á öðrum þjóðum að halda. Þessi kenning er kölluð „juche“. ■ HINN EILÍFI LEIÐTOGI Persóna Kim Il-sung vomir yfir öllu í Norður-Kóreu og þótt hann sé látinn hef- ur því verið lýst yfir að hann sé eilífur leiðtogi þjóðarinnar. Hér sést í fótskör risastórs minnismerkis um hann. KIM IL-SUNG Var aðhlátursefni margra á Vesturlöndum vegna persónudýrkunar sem hann skip- aði fyrir um. Faðirinn stóri Kim

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.