Fréttablaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 8. nóvember 2003
Skólavörðustíg 12 / Kringlunni / Smáralind
7 rósir og vasi
990 kr.
790 kr.
Nóvemberkaktus
og keramikpottur
Blómaverkstæði Binna þakkar frábærar móttökur við nýjum verslunum
í Kringlunni og Smáralind. Komdu við um helgina og líttu á úrvalið af
afskornum blómum, fallegri gjafavöru og freistandi jólaskrauti.
Blómstrandi
tilboð Binna
Jólasveinn
sem ruggar
950 kr.
F
í
t
o
n
F
I
0
0
8
2
2
1
17 VÉLAR
á Broadway
LAUGARDAGSKVÖLDIÐ
8. nóvember
kl. 00.00
Miðaverð aðeins kr. 1200.-
Höll minninganna eftir Ólaf Jó-hann Ólafsson kom út vestan
hafs nú um mánaðamótin hjá
Random House. Viðtökur þar hafa
verið það góðar að fyrirhuguð
kynningarferð Ólafs Jóhanns um
Bandaríkin hefur verið lengd úr
tveimur vikum í þrjár. Fyrstu
dómarnir eru farnir að birtast.
Kirkus Reviews sagði að Ólafur
Jóhann hefði ritað fyrirhafnar-
laust og af skarpskyggni heillandi
frásögn og virðist ófær um að
skrifa slaka málsgrein eða blað-
síðu. „Persónurnar eru af holdi og
blóði, hann nær tíðaranda og
sagnfræðilegum atriðum fullkom-
lega án þess að íþyngja lesandan-
um; skáldsaga hans er dýrgripur
og hógvært meistaraverk.“ Þá
sagði í Star Tribune að Höll minn-
inganna væri besta bók Ólafs Jó-
hanns, rituð í hárréttum tón, end-
urlitin í sögunni væru fallega
skrifuð og sögulokin undrafögur.
Höll minninganna kom út fyrir
skemmstu á Ítalíu og af því tilefni
bauð forlag hans þar í landi,
Longanesi, honum til Mílanó nú í
vikunni. Hann var bókaður í fjöl-
miðlaviðtöl frá því snemma á
morgnana og fram undir kvöld.
Veitti hann blaða- og fréttamönn-
um hátt í þrjátíu viðtöl á þeim
tveimur dögum sem hann dvaldi í
borginni. Þá áritaði hann bókina í
sex af helstu bókaverslunum
Mílanó. ■
ÓLAFUR JÓHANN ÓLAFSSON
Hefur nóg að gera við að kynna Höll
minninganna í Evrópu og Bandaríkjunum.
Höll minninganna fær lofsamlega dóma í Bandaríkj-
unum og er nýkomin út á Ítalíu:
Sögð vera dýrgripur
Eina íslenska skáldsagan á met-sölulista þessa vikuna
er Betty eftir Arnald Ind-
riðason. Þetta á þó lík-
lega eftir að breytast því
Mál og menning á eftir að
spila út sínum stærstu
trompum í skáldsagna-
geiranum. Kunnugir
segja að Einar Kárason
sé í miklum ham í nýrri
skáldsögu sinni Stormi,
en þar er aðalpersónan
skrautlegur karakter,
Eyvindur Jónsson
Stormur, sem bókaútgef-
endur ákveða að dubba
upp sem rithöfund og
lýsingin á því mun vera stór-
skemmtileg. Nokkrar persónur
skiptast á að segja söguna, rétt
eins og í Óvinafagnaði, sem þessa
vikuna er í öðru sæti á skáldsagn-
alista Máls og menningar.
Sjö ár eru síðan Guðmundur
Andri Thorsson sendi frá sér
skáldsögu og nýrrar bókar hefur
verið beðið með nokk-
urri óþreyju. Hún heitir
Náðarkraftur og er fjöl-
skyldusaga ættgöfugra
sósíalista. Þeir sem les-
ið hafa segja bókina
meistaralega vel skrif-
aða.
Hallgrímur Helga-
son er kannski okkar
frumlegasti höfundur.
Hann hefur lag á að
koma á óvart og sýnir
sífellt á sér nýja hlið.
Ný skáldsaga hans,
Herra alheimur, er
fyrsta Hollywood-
kvikmyndin í íslenskum bók-
menntum. Aðalpersónan er Guð,
og það er sjálfur Marlon Brando
sem leikur hann. Woody Allen er í
hlutverki aðstoðarmanns Guðs.
Bækurnar eru væntanlegar inn-
an örfárra vikna og fróðlegt verð-
ur að sjá hvernig þær spjara sig. ■
HALLGRÍMUR HELGA-
SON
Bók hans, Herra alheim-
ur, er Hollywood-mynd
þar sem Marlon Brando
er í hlutverki Guðs.
Helstu tromp Máls og menningar á skáldsagnasviðinu:
Hollywood-mynd
í skáldsöguformi
Ég er dottin í Jung einu sinnienn,“ segir Guðrún Eva
Mínervudóttir rithöfundur um les-
efni sitt um þessar mundir. „Jung
er sniðugur þegar trúarþörfin er
að plaga mann, því það er hægt að
velta sér upp úr mystíkinni í hon-
um undir því yfirskini að maður sé
að lesa sálfræði. Ef maður fær nóg
af honum í bili (hann skrifar ekk-
ert sérlega læsilegan stíl) er hægt
að leita til lærimeyja hans og -
sveina. Úr þeirra hópi hef ég sér-
staklega hallað mér að konu sem
heitir Liz Greene.
Ég er líka að lesa frekar
skemmtilega hormónahlaðna
skáldsögu eftir Kierkegaard sem
gæti heitið Dagbók flagara, ef hún
yrði þýdd yfir á íslensku, og bók
sem heitir Understanding the
Mind, eftir Geshe Kelsang Gyatso
sem útskýrir nákvæmlega í öllum
smáatriðum hvernig hugurinn
virkar. Ef Gyatso hefur rétt fyrir
sér er hugurinn ekki bara þessi
þvaðrandi api sem fer sínar eigin
óútreiknanlegu leiðir, heldur blíð-
asta mjólkurkýr sem maður getur
tekið í þjónustu sína ef maður fer
rétt að henni.
Svo hef ég líka verið að lesa
allskyns hryllingssögur sem ég
finn hér og þar, aðallega á Netinu,
en ég reyni að gleyma því jafnóð-
um hvað þær heita og um hvað
þær fjalla. Samt get ég ekki stillt
mig um að lesa þær. Það er hægt
að ánetjast hryllingi eins og sígar-
ettum.
Síðan er ég á leiðinni að lesa
ævisögu Houdini í fjórða skiptið.
Ég fæ köfnunartilfinningu bara af
tilhugsuninni.“ ■
Les um heilann
GUÐRÚN EVA MÍNERVUDÓTTIR
„Svo hef ég líka verið að lesa allskyns
hryllingssögur sem ég finn hér og þar, að-
allega á Netinu, en ég
reyni að gleyma því
jafnóðum hvað
þær heita og um
hvað þær fjalla.
Samt get ég ekki
stillt mig um að
lesa þær. Það er
hægt að ánetjast
hryllingi eins og
sígarettum.“