Fréttablaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 8. nóvember 2003 ■ Næsta stopp 23 Við höfum nú alltaf ferðastsaman við Lilja“, segir Flosi Ólafsson og telur því best að ráð- færa sig við eiginkonu sína áður en hann svarar því hvaða stað á jarðarkringlunni hann gæti helst hugsað sér að heimsækja þessa stundina. „Hún segir Arnarvatns- heiði en mér líst ekkert á það enda alveg kolvitlaust veður. Við höf- um alltaf notað öll okkar frí til að ferðast á hestbaki út um allar trissur og þá helst óbyggðir.“ Flosi er í banastuði í bylnum í Borgarnesinu. „Bókin mín Ósköp- in öll var að fá fínustu gagnrýni hjá hinum stranga krítíker Er- lendi Jónssyni og mér dettur því helst í hug að það gæti verið gam- an að skreppa til New Orleans. Við Lilja vorum þar fyrir ná- kvæmlega 17 árum í boði banda- rísku ríkisstjórnarinnar. Þeir höfðu komist að því að ég hafði þýtt mikið af amerískum literatúr og töldu því að ég ætti skilið að þeir gerðu vel við mig og buðu okkur í tveggja mánaða reisu um öll Bandaríkin. Þetta var óskap- lega gaman og við flugum með þotum á milli staða og alls staðar biðu bílaleigubílar eftir okkur.“ Flosi segir að New Orleans hafi heillað hann sérstaklega. „Maður upplifði auðvitað mikla djass- nostalgíu. Það var óskaplega mik- il stemning og það flæddi dixilandmúsík og fínn, uppruna- legur djass út úr hverri einustu holu. Það hríslaðist um mann gamalt stuð. Það væri því ekki galið að fara þangað núna og hræra aðeins upp í æskuminning- unum, nostalgíunni og draumun- um sem maður átti áður en maður varð alveg þroskaheftur.“ ■ NEW ORLEANS Í LOUSIANA Frönsk menning er rótgróin í borginni en íbúarnir eru af frönsku, spænsku, ítölsku, írsku og þýsku bergi brotnir. Flosi Ólafsson þráir dunandi djass og æskufjör: Stuð í New Orleans FLOSI ÓLAFSSON „Við fórum lengst suður eftir og enduðum í New Orleans,“ segir Flosi. Hann gæti vel hugsað sér að komast aftur í djassinn. NIGELLA LAWSON Sjónvarpskokkurinn frægi mun líklega elda fyrir Bush. Forseti Bandaríkjanna á von á góðu: Nigella eldar fyrir Bush Breska forsætisráðuneytiðhefur ekki viljað neita orð- rómi um að sjónvarpskokkurinn vinsæli Nigella Lawson muni sjá um veitingar fyrir George Bush í væntanlegri heimsókn hans til Bretlands seinna í mánuðinum. Frétt þess efnis birtist á vefsíðu The Guardian og þar var sagt að Nigella hefði heimsótt Downing- stræti og lagt á ráðin um matseð- ilinn ásamt þjónum forsætisráð- herrahjónanna. Bush var nýlega í Taílandi og þar höfðu tíu mýs það hlutverk að smakka fyrst á matnum sem borinn var á borð fyrir Bandaríkjaforseta, en ótt- ast var að reynt yrði að eitra fyr- ir honum. Ekki er gert ráð fyrir að sömu öryggisráðstafanir verði viðhafðar í Downingstræti 10 þá þrjá daga sem heimsókn Bush stendur yfir. ■ DAVID BECKHAM Sá ástæðu til að lýsa því yfir í óspurðum fréttum að Victoria væri hamingjusöm. David Beckham: Vic er ekki óánægð David Beckham kom öllum áóvart á blaðamannafundi á Spáni á dögunum. Blaðamenn voru að búa sig til brottfarar þeg- ar Beckham sagði: „Það er eitt sem ég vil segja að lokum. Menn geta haldið áfram vangaveltum sínum um að eiginkona mín sé óhamingjusöm, en það er bara þvættingur. Hún er mjög ham- ingjusöm hér í Madrid. En hún er vinnandi kona og er því á ferða- lögum til London og Ameríku. Hún er ekki hér á hverjum degi af því hún vinnur. Ég vil að fólk viti að hún er hamingjusöm hér. Það eru engin vandamál í hjónabandi okkar.“ Slúðursögur hafa verið í gangi um að hjónaband Beckhams og eiginkonu hans Viktoríu væri í vandræðum og forystumenn Real Madrid höfðu bannað blaðamönn- um að spyrja Beckham um einka- líf hans. Yfirlýsing hans kom því á óvart. Spænskir fjölmiðlar hafa gagnrýnt Viktoríu fyrir að eyða ekki nægum tíma með eiginmanni sínum í Madrid. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.